Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2019 & 585 8800 Við leggjum kapp á að veita vandaða og trausta þjónustu í fasteignaviðskiptum og leitumst við að ná hámarksárangri fyrir viðskiptavini okkar Kringlunni 4-6 | 103 Reykjavík | híbýli.is Hæð, 3ja-4ra herb., 89.9 m2 47.900.000,- Óðinsgata 13 – 101 Reykjavík Falleg og rúmgóð 3ja til 4ja herbergja íbúð á miðhæð með sérinngangi í þríbýlishúsi. Falleg íbúð í miðborginni. Atvinnuhúsnæði til leigu, 292,6 m2 Laust strax Suðurgata 10 – 101 Reykjavík Húsnæðið er á tveimur hæðum í bakhúsi við Suðurgötu. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Már löggiltur fasteignasali í síma 865-8515 Fjölbýli, 5 herb., 158 m2 99.500.000,- Skúlagata 32 – 101 Reykjavík Afar glæsileg útsýnisíbúð með aukinni lofthæð á efstu hæð í lyftuhúsi. Tvennar svalir eru á íbúðinni, 8,9 m2 til norðurs og 41m2 til suðurs. Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali Þórður S. Ólafsson löggiltur fasteignasali Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali Opið hús mánudag 18. feb. 16:45 til 17:15 Hæð, 5 herb., 161.9 m2 79.500.000,- Hjarðarhagi 33 – 107 Reykjavík Glæsileg og mikið endurnýjuð efri sérhæð ásamt bílskúr 26,7 m2. Yfir íbúðinni er geymsluloft með steyptu gólfi. Opið hús þriðjudag 19. feb. 16:45 til 17:15 Vatn breytist eftir umhverfinu, veðri og hitastigi. Síðustu dagahef ég fylgst með vatninu í kringum mig og orðunum semkoma upp í hugann. Snjó má lýsa með mörgum orðum eins og fönn, mjöll, snær, fannalög, fannbreiður. Eitt orð finnst mér hljóðrænna en önnur; hjarn. Maður heyrir nánast í því orði. Þegar snjórinn fýkur koma orð eins og skafrenningur, myndrænt orð sem lýsir því hvernig snjórinn er skafinn upp og rennt yfir landið. Orð yfir snjókomu eru mörg. Hundslappadrífa er dásamlegt orð sem dregið er af því að snjórinn lendir eins hundslöpp. Haglél segir sig sjálft og ofankoma getur átt við alls konar snjókomu. Þegar vindur blæs um leið og snjóar verður til bylur, áhlaup, él, fjúk, garður, gusa, hregg, hret, hríð, hríðarbylur, hryðja, hviða, kafald, kafaldsbylur, kafaldshríð, roka, snjóbylur, sorti, stormhviða, stólpi og svo þessi lýsandi orð; hvellur, þegar allt í einu rýkur upp með stormi og snjókomu, og grenjandi blindöskubylur. Við bókstaflega finnum fyrir þessum orðum í sálinni. Orð samsett með ís eru mörg eins og íshröngl, ískeila, íshellir, ísalög, ísbreiða, ísþoka, borgarís, heimskautaís og vorís. Þegar ís bráðnar kemur bloti og lýsingar eins og ísinn hlánar, brestur, grotnar eða klökknar. Svell eru skemmtileg fyrir skautafólk en þar þarf að gæta að því að þau haldi áður en brunað er af stað. Áður ferðuðust menn gangandi og á hest- um og þá hafa orðið til mikilvæg orð sem lýsa því hvort ísinn er mann- heldur, hestheldur eða hundheldur. Þegar við þurfum að ganga á ís eða keyra eigum við fjölda orða sem lýsa mismunandi hálku. Það getur verið algjör glæra, manndrápshálka, hálkublettir, sleipa, glerungur, áfreði, ís- ing, ísskel, klakahúð, klaki, klammi, hálagler, hálasvell, launhálka og flughálka. Þegar svellið eða snjórinn hlánar verða til þau skemmtilegu fyrirbæri slabb og krap sem allir á sunnanverðu landinu þekkja mjög vel. Heimskautaísinn brotnar og siglir um heimsins höf, eins og seglskipa- floti sagði þjóðskáldið Matthías í ljóðinu Hafísinn. Jöklar eru frosið vatn og taka á sig ýmsar myndir þar sem þeir vaxa eða hopa á hverju ári. Skriðjöklarnir eru eins og meitlaðir af tréskurðarmeistara, hvassir topp- ar og djúpar sprungur á milli. Jakarnir við Jökulsárlón eru eins og dem- antar í sólinni og nú kalla ferðamenn staðinn Demantaströndina. Á ferð minni í vikunni sá ég frostperlur á stráum og frosin stráin lutu höfði þar sem vatn hafði frosið á hverju þeirra í blankalogni. Listaverk frostsins lifa stutt og því ástæða til að fara út og njóta. Skoða ískristalla, grýlukerti, ískeilur og frostrósir sem líka eru kallaðar hélublóm. Náttúr- an er ævintýri og gaman að velta fyrir sér hvernig við lýsum því sem fyr- ir augu ber. Njótum vetrarins og orðgnóttar íslenskunnar með því að ganga um og hlusta eftir orðum úti í náttúrunni Frostrósir og hélublóm Tungutak Lilja Magnúsdóttir liljam@simnet.is Ljósmynd/Lília Carvalho Auðkýfingur af ungverskum ættum, GeorgeSoros að nafni, hefur ekki bara skoðanir áfjárfestingum, heldur líka pólitík. Hannskrifaði grein, sem birtist á vef brezka blaðsins Guardian sl. þriðjudag, þar sem hann líkir Evrópusambandinu við Sovétríkin árið 1991, þ.e. að það sé að hruni komið. Hann segir hvorki leiðtoga Evrópuríkja né almenna borgara skilja, að við lifum á byltingarkenndum tímum, þar sem allt geti gerzt. Soros lítur svo á, að flokkakerfið í flestum Evr- ópulöndum sé úrelt. Það endurspegli skoðanamun, sem hafi verið til staðar á 19. og 20. öld svo sem átökin á milli fjármagns og vinnuafls. Í dag séu and- stæðurnar á milli þeirra, sem vilja sem mesta sam- einingu Evrópu og hinna, sem eru þeirri þróun and- vígir. Soros verður níræður á næsta ári. Hann lifði af yf- irráð nazista í Ungverjalandi og fluttist til Bret- lands, þegar Sovétríkin komust til valda í Austur- Evrópu. Hugleiðingar þessa alþjóðlega þekkta fjárfestis um úrelt flokkakerfi í Evrópu, sem endurspegli fortíðina en ekki samtímann vekja okkur hér til umhugsunar um það, hvort verið geti að hið sama eigi við um flokka- kerfið á Íslandi. Flestir stjórnmálaflokkarnir hér urðu til eða eiga rætur í þeirri flokkaskipan, sem hér varð til snemma á síðustu öld. Fram yfir heimsstyrjöldina síðari snerust átökin í íslenzkri pólitík fyrir utan spurninguna um stofnun lýðveldis, um stöðu verkalýðsins gagnvart atvinnurekendum og baráttu verkafólks fyrir sann- gjarnari kjörum en þá tíðkuðust svo og um uppbygg- ingu velferðarkerfisins. Eftir stríðslok tók við um fjögurra áratuga tímabil, þar sem kalda stríðið mót- aði öll stjórnmálaátök í landinu. Sá tími er að baki en er hugsanlegt að flokkaskip- anin, sem varð til á 20. öld endurspegli ekki með fullnægjandi hætti átakamál samtímans og að það skýri alls konar flækjustig, sem við er að fást í dag? Sjálfstæðisflokkur síðustu aldar barðist fyrir frjálsu framtaki einstaklinga og samkeppni en hann studdi líka velferðarkerfið, sem Alþýðuflokkurinn var óumdeilanlega höfundur að á fjórða tug síðustu aldar. Sumir sögðu reyndar að Sjálfstæðisflokkurinn hefði orðið svo stór flokkur sem raun bar vitni þá vegna þess að hann hefði „stolið“ þeim hugsjónum Alþýðuflokksins. Þessi stuðningur Sjálfstæðisflokks- ins við velferðarkerfið var ekki sýndarmennska eins og sjá mátti á þeim merku umbótum, sem urðu í fé- lagslegri þjónustu Reykjavíkurborgar í borgar- stjóratíð Geirs Hallgrímssonar. Fyrir um fjórum áratugum varð til innan flokksins sterk hreyfing ungs fólks, sem kenndi sig við þær hugmyndir nýfrjálshyggjunnar svonefndu, sem mót- uðu tíma Ronalds Reagans og Margrétar Thatcher. Vandi þeirra hér var sá, að á afskekktri eyju og í fá- mennu samfélagi kom í ljós að lögmál markaðarins virkuðu ekki nema að litlu leyti. Hér var meira um fákeppni (annað orð yfir einokun) heldur en frjálsa samkeppni. En hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar átti áreið- anlega þátt í því að stjórnvöld þeirra tíma brugðust ekki af nægilegri festu við því, þegar lögmál frum- skógarins (ekki markaðarins) urðu allsráðandi í ís- lenzku viðskiptalífi snemma á nýrri öld. Enn athyglisverðara var þó að vinstri flokkarnir og síðar arftakar þeirra brugðust heldur ekki við, heldur þvert á móti. Fyrstu milljarðamæringarnir urðu til á Íslandi vegna ákvörðunar vinstri stjórnar 1990, sem Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag áttu aðild að, um að gefa framsal kvótans frjálst. Þar er rót þess ójöfn- uðar hér sem mótar mjög pólitískar umræður í okkar samtíma. Og vinstri menn létu ekki þar við sitja. Eina raunverulega tilraunin, sem gerð var til þess að koma í veg fyrir að lögmál frumskógarins réði ríkjum í viðskiptalífinu var setning fjölmiðla- laganna svonefndu. Vinstri flokkarnir snerust hart gegn þeirri lagasetn- ingu með öflugum stuðningi fyrrver- andi formanns Alþýðubandalagsins, sem þá sat á Bessastöðum. Þetta er bakgrunnur þeirra þjóðfélagsátaka, sem standa yfir á Íslandi í dag. Þau snúast ekki þessa stundina um Evrópu eða ekki Evrópu, eins og Soros telur vera þar. Þau snúast um það, hvort það eigi að verða til hér á Íslandi tvö samfélög í stað eins, tvær þjóðir í stað einnar, þar sem tiltölulega fámennir hópar búa vel um sig í krafti aðstöðu, og verjast af hörku þegar hinn hópurinn, sem er mun fjölmennari segir: hingað og ekki lengra. Endurspeglar flokkakerfið á Íslandi þessi átök eða þennan skoðanamun? Það er ekki að sjá. Að sumu leyti má segja að stjórnmálastéttin, sem ræður ferðinni í öllum flokk- um, standi saman um að verja þá aðstöðu, sem hún hefur búið til í kringum sjálfa sig og meðreiðarsveina sína, þ.e. æðstu embættismenn, stjórnendur ríkisfyr- irtækja og stofnana. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærsti stjórnmála- flokkurinn, þótt hann sé aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem áður var. Þessi þjóðfélagsátök má greina þar innan dyra, þótt þau hafi ekki birzt opinberlega að neinu ráði. Kjarasamningarnir, sem nú standa yfir snúast í raun um átök þessara tveggja þjóðfélagshópa. Í þeim báðum er fólk úr öllum flokkum. Ef hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar, sem hér urðu til snemma á síðustu öld, laga sig ekki að breyttum aðstæðum og nýjum viðhorfum, leiðir það til einhvers konar „byltingar“ á flokkaskipan, sem samtíminn dæmir þá úrelta. Er flokkaskipan á Íslandi úrelt? Flokkarnir verða að laga sig að nýjum aðstæðum, annars... Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Tveir kunnustu hugsuðir jafn-aðarstefnu okkar daga eru bandaríski heimspekingurinn John Rawls, sem gaf út Kenningu um rétt- læti (A Theory of Justice) árið 1971, og franski hagfræðingurinn Thomas Pi- ketty, sem gaf út Fjármagn á tutt- ugustu og fyrstu öld (Capital in the Twenty-First Century) árið 2014. Ég lagði það á mig fyrir skömmu vegna verkefnis, sem ég hafði tekið að mér erlendis, að lesa aftur hin hnausþykku verk þeirra. Bók Rawls er 607 blaðsíð- ur og Pikettys 793. Mér fannst í senn fróðlegt og skemmtilegt að endurnýja kynni mín af þessum verkum og tók eftir mörgu, sem farið hafði fram hjá mér áður. Mig langar í nokkrum fróð- leiksmolum að deila nokkrum athuga- semdum mínum með lesendum. Rawls og Piketty gera báðir ráð fyr- ir frjálsum markaði, en hvorugur sætt- ir sig við þá tekjudreifingu, sem sprettur upp úr frjálsum viðskiptum, vegna þess að hún verði ójöfn. Rawls setur fram hugvitsamlega kenningu. Hún er um, hvað skynsamir menn með eigin hag að leiðarljósi, en án vitn- eskju um eigin stöðu (til dæmis um áskapaða hæfileika sína, stétt eða kyn), muni semja um, eigi þeir að setja réttlátu ríki reglur. Rawls leiðir rök að því, að þeir muni semja um tvær frum- reglur. Hin fyrri kveði á um jafnt og fullt frelsi allra borgaranna, en hin seinni á um jöfnuð lífsgæða, þar sem tekjumunur réttlætist af því einu, að tekjur hinna verst settu verði sem mestar. Með öðrum orðum sættir Rawls sig við ójafna tekjudreifingu upp að því marki, að hún verði hinum fátækustu líka í hag. Fyrri reglan, um jafnt og fullt frelsi allra borgara, tekur til kosningar- réttar, málfrelsis, fundafrelsis og trú- frelsis, en ekki til atvinnufrelsis. Rök Rawls fyrir því eru, að nú á dögum sé svo mikið til af efnislegum gæðum, að þau séu mönnum ekki eins mikilvæg og ýmis frelsisréttindi. Þetta má auð- vitað gagnrýna, því að hér virðist Rawls vera að lauma eigin sjónar- miðum inn í niðurstöðuna, sem samn- ingamennirnir um framtíðina eiga að komast að. Önnur andmæli blasa líka strax við. Kenning Rawls er í rauninni ekki um réttlæti, heldur um hyggindi, sem í hag koma. Hann telur, að menn- irnir á stofnþingi stjórnmála muni frekar hugsa um að verja sig gegn versta kosti en vonast eftir hinum besta. Þess vegna muni þeir reyna að tryggja sem best hag hinna verst settu. Þeir viti ekki nema þeir lendi í þeim hópi sjálfir. Þetta er auðvitað ekki óskynsamleg hugsun, en hún snertir lítt réttlæti, eins og það hefur venjulega verið skilið á Vesturlöndum. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Rawls og Piketty

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.