Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019 Fyrirsögn, to ex everibusKuðungurinn 2018 Umhverfisviðurkenning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefning- um um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2018. Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta bæði tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Tillögur skulu berast umhverfis- og auðlindaráðuneytinu eigi síðar en 22. mars nk. merktar „Kuðungurinn“ á netfangið postur@uar.is eða með pósti í umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar er að finna á www.stjornarradid.is/kudungurinn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég tel að megintilgangur þessarar umræðu sé að beina athyglinni frá þeirri hættu sem íslenskum laxa- stofnum stafar af eldi á norskum laxi í sjókvíum hér við land,“ segir Jón Helgi Björnsson, formaður Lands- sambands veiðifélaga, um upplýsing- ar um seiðasleppingar í ár og gagn- rýni formanns Landssambands fiskeldisstöðva á það hvernig staðið er að fiskrækt í ám og vötnum og eftirliti með starfseminni. Í svari Fiskistofu til Landssam- bands fiskeldisstöðva kemur fram að rúmlega milljón laxaseiðum er sleppt í veiðiár á ári. Benda svörin til þess að vanhöld séu á skilum veiðifélaga á fiskræktaráætlunum sem samkvæmt lögum eru forsenda seiðasleppinga og annarra fiskræktaraðgerða. Dregið úr sleppingum seiða Jón Helgi bendir á að hefðbundin fiskrækt með sleppingum seiða í lax- veiðiár hafi farið minnkandi á undan- förnum árum. Meira hafi verið farið út í að veiða og sleppa til þess að ná upp hrygningarstofnum ánna. Hann bendir á að nokkrar af helstu seiða- eldisstöðvum sem notaðar hafi verið til að ala seiði til að sleppa í árnar hafi hætt störfum. „Það hafa ekki orðið breytingar á erfðauppbyggingu stofnanna í ánum. Eina dæmið sem ég þekki um það og eitthvað munar um er í Elliðaánum í fyrstu bylgju fiskeldisins. Þá slapp lax úr kvíum í Faxaflóa og gekk upp í Elliðaárnar. Sá lax var sem betur fer af íslenskum uppruna og áhrifin vörðu í eitt eða tvö ár og virðist stofn- inn ekki hafa hlotið varanlegan skaða af,“ segir Jón Helgi. Hann segir að taka megi undir gagnrýni á að veiðifélög skili ekki fiskræktaráætlunum. Telur hann dræmar heimtur einkum stafa af því að engin fiskrækt sé stunduð í við- komandi ám. Vissulega sé rétt að gera það, eigi að síður. Landssam- band veiðifélaga hafi sent öllum veiði- félögum bréf með hvatningu um að koma þessu í rétt horf. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, seg- ir í frétt í Morgunblaðinu að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort seiðin sem sleppt er séu úr viðkomandi á eða ekki, þegar fiskræktaráætlun hefur ekki verið gerð. Jón Helgi telur það ósæmilega aðdróttun að ýja að því að veiðifélög fari með stofna á milli áa. „Það eru 40 ár síðan það varð almenn vitneskja að ekki væri rétt að fara með seiði á milli áa. Ég get ekki ímyndað mér að það sé gert enda er það ólöglegt. Mælingar Hafrann- sóknastofnunar benda ekki til þess að þetta sé gert,“ segir Jón Helgi. Beina umræðunni frá hættu af norskum laxi  Formaður veiðifélaga telur að stofnar séu ekki fluttir milli áa Morgunblaðið/Einar Falur Lax Veitt í fallegu umhverfi Laxár í Aðaldal. Sérstakur stofn er í ánni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Uppbygging gagnavers á Blönduósi kom hreyf- ingu á atvinnulífið og fasteignamarkaðinn á svæðinu. Sveitarfélagið er að úthluta lóðum fyrir íbúðir eftir langvarandi kyrrstöðu á markaðnum. Sveitarstjór- inn segir að bjartsýni sé nú ríkjandi í samfélaginu. Byggð í Húnavatns- sýslum hefur verið í vörn í áratug. Samdráttur hefur verið í hinum hefðbundnu atvinnugreinum héraðsins, landbúnaði og sjávarútvegi, og fátt komið í staðinn. Stjórnendur Blönduósbæjar reyndu að laða til sín gagna- ver en án árangur þar til á síðasta ári. Í lok maí var haf- in bygging húss fyrir gagna- ver Borealis Data Center á sérstaklega skipulögðu gagnaverssvæði í útjaðri þorpsins. Blönduósbær, Húnavatnshreppur og fast- eignafélag á þeirra vegum byggðu fyrsta húsið og leigja gagnaverinu. Kraftur með nýjum hluthafa Aðstæður breyttust þegar alþjóðlegt gagna- versfyrirtæki, Etix Group sem byggir og rekur gagnaver um allan heim, kom inn í reksturinn og hefur uppbyggingin margfaldast og hún er öll á vegum íslenska fyrirtækisins. Etix Every- where Borealis ehf. er nú að ljúka byggingu húsa fyrir hátt í 30 þúsund öflugar tölvur. Verið er að taka einingarnar í notkun jafnóðum og þær eru tilbúnar. Björn Brynjúlfsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að allt verði komið í notkun í næsta mánuði. Gagnaverið er sérsniðið fyrir tölvur með mikla reiknigetu. Björn segir að aðstæðurnar henti vel fyrir slíka starfsemi. Þar er átt við veðurfarið og örugga raforku. Björn segir að aðild Etix hafi styrkt fyrir- tækið mikið. Það hafi byggt upp alþjóðlegt vörumerki á þessu sviði og hafi mikil sambönd og viðskipti. Búið er að selja afkastagetu gagna- versins að mestu leyti. Björn segir að stærsti viðskiptavinurinn sé erlend bankastofnun sem sé með bakvinnslu sína í gagnaverinu. Upp undir 100 starfsmenn hafa á undan- förnum vikum og mánuðum unnið við byggingu húsa og uppsetningu tækja gagnaversins. Valdimar O. Hermannsson sveitarstjóri segir að framkvæmdin hafi verið hvalreki fyrir verk- taka á svæðinu og þetta 940 manna samfélag. Margfeldisáhrif Framkvæmdin hefur margfeldisáhrif út í samfélagið. Ekki var byggt einbýlishús á Blönduósi í tíu ár, þar til í fyrra. Nú hefur sveitarfélagið úthlutað lóðum fyrir 27 íbúðir og 20 til viðbótar eru í undirbúningi. Gagnavers- framkvæmdin hleypti þessu af stað. Fasteigna- verð hefur hækkað og eignir selst. Um 15 starfsmenn eru nú hjá Etix Every- where Borealis, flestir í tengslum við gagnaver- ið á Blönduósi en fyrirtækið rekur einnig gagnaver á Reykjanesi. Blönduósbær hefur áhuga á að fá fleiri hug- búnaðar- eða tæknifyrirtæki á gagnavers- svæðið. Valdimar segir mikilvægt að nýta betur þá innviði sem fjárfest hafi verið í. Í þeim til- gangi tekur bærinn þátt í stærstu gagnavers- sýningu heims sem haldin verður í Þýskalandi í næsta mánuði. Þar verður Etix-verkefnið kynnt sérstaklega á „stóra sviðinu“. Uppbygging gagnavers kom samfélaginu á hreyfingu Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Gagnaver Starfsemi verður brátt komin í öll hús á gagnaverssvæðinu á Blönduósi. Sveitarstjórn Blönduósbæjar er að láta deiliskipuleggja gamla bæinn á Blönduósi. Gamli bæjarhlutinn hefur haldist nokkurn veginn óbreyttur í áratugi og er falin perla við hringveg- inn. Valdimar sveitarstjóri segir að húsin í gamla bænum séu á lóðum í einkaeigu og lóðum sveitarfélagsins. Skýra þurfi lóðarmörk og göngustíga. Hugsanleg uppbygging verði í stíl við þau hús sem fyrir eru enda sé ætlunin að hefja gamla bæinn til vegs og virðingar á ný. Hann gæti orðið aðdráttarafl fyrir ferðafólk eins og gerst hafi annars staðar. Sótt hefur verið um það til mennta- og menningarmálaráðuneytisins að gamli bærinn verði verndarsvæði í byggð. Til vegs og virðingar á ný DEILISKIPULAG FYRIR GAMLA BÆINNBjörn Brynjúlfsson Valdimar O. Hermannsson Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslands- banka, segir að við hækkanir á grunnlaunum Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, hafi m.a. verið horft til þess að kaupaukar hafi verið aflagðir frá 1. janúar 2017. Þeir hafi að formi til verið allt að 25% af grunnlaunum en í raun verið að jafnaði rúm 20%. Litið hafi verið svo á að þeir væru að nokkru leyti hluti af launum. Íslands- banki hefur verið í ríkiseigu frá 1. janúar 2017. Grunnlaun Birnu voru 3,85 milljónir frá 1. janúar 2016 til og með 1. ágúst 2017 er þau hækkuðu í 4,215 milljónir. Þau hækkuðu svo aftur í 4,89 milljónir 1. janúar 2018, eða um rúm 27% í þessum tveim- ur lotum. Grunnlaunin lækkuðu svo í 4,2 millj- ónir 1. janúar sl. og munu ekki breytast frekar í ár. Friðrik segir að eftir á að hyggja hefði verið heppilegra að hækka grunnlaunin tíðar og minna. Markmiðið hafi verið að bæta upp afnám kaupauka og taka tillit til launaþróunar. Launin árið 2017 urðu lægri en 2016 „Það verður dálítil afturhleðsla í þessum hækkunum en grunnlaunin höfðu ekki hækkað frá 1. janúar 2016. Þetta endar með því, sem kannski aldrei skyldi verið hafa, að heildar- launin 2017 verða lægri en 2016. Það hefði eftir á að hyggja, ef hugsunin var að bæta Birnu þetta upp og taka tillit til umhverfisins og hækkunar á launavísitölu, þurft að hafa meiri framhleðslu í þessu … Launin 2018 verða tals- vert mikið hærri en 2017,“ segir Friðrik. Heildarlaun bankastjóra, án eftirstöðva kaupauka, voru rúmar 5 milljónir 2016, 4,38 milljónir eftir hækkunina 1. ágúst 2017 og 5,1 milljón eftir hækkunina 1. janúar 2018. Með kaupauka voru heildarlaunin hins vegar 5,05 milljónir 2016, 4,84 milljónir 2017, 5,3 millj- ónir 2018 og 4,8 milljónir í ár. Friðrik segir aðspurður að umræða um að lækka grunnlaunin hafi farið af stað innan bankans í haust. Horft hafi verið til umræðu um hækkanir kjararáðs. Niðurstaðan sé sú að laun- in 2019 séu á svipuðum slóðum og 2016. „Í tilefni andrúmsloftsins sem var ríkjandi fannst mönnum ástæða til að skoða þetta. Við vorum með bundna samninga við Birnu. Hún hafði frumkvæði að því að taka launin niður,“ segir Friðrik. baldura@mbl.is Hækkanir hefðu mátt vera tíðari  Bankamaður lítur um öxl Friðrik Sophusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.