Morgunblaðið - 22.02.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
Sigurður Helgi Guð-
mundsson, fyrrverandi
sóknarprestur og for-
stjóri, lést á Hrafnistu
í Hafnarfirði miðviku-
daginn 20. febrúar, á
sjötugasta og áttunda
aldursári.
Sigurður fæddist á
Hofi í Vesturdal í
Skagafirði 27. apríl
1941, sonur hjónanna
Guðmundar Jónssonar
bónda og Ingibjargar
Jónsdóttur húsfreyju.
Sigurður lauk prófi
frá Samvinnuskólanum
á Bifröst 1957 og stúdentsprófi frá
MA 1965. Hann lauk kandídats-
prófi í guðfræði frá Háskóla Ís-
lands 1970 og framhaldsnámi í
kennimannlegri guðfræði og sál-
gæslu við Kaupmannahafnar-
háskóla 1976.
Sigðurður var sóknarprestur í
Reykhólaprestakalli 1970-1972 og
Eskifjarðarprestakalli 1972 til 1977.
Jafnframt var Sigurður skólastjóri
Barna- og gagnfræðaskólans á
Eskifirði og skólastjóri Tónlistar-
skóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar
á árunum 1975-1977. Sigurður var
skipaður sóknarprestur í Víðistaða-
prestakalli í Hafnarfirði 1977 og
starfaði þar uns hann
fékk lausn frá emb-
ætti árið 2001. Sig-
urður var forstjóri á
Umönnunar- og
hjúkrunarheimilinu
Skjóli í Reykjavík frá
1987 til 2011 og á
Hjúkrunarheimilinu
Eir í Reykjavík frá
1993 til 2011.
Sigurður gegndi
ýmsum trúnaðar-
störfum, var formaður
Prestafélags Austur-
lands 1972-1974, sat í
stjórn Rauða kross Ís-
lands 1977-1982, fulltrúi Íslands í
stjórn Ellimálasambands Norður-
landa 1977-1993 og forseti samtak-
anna 1991-1993, formaður Öldr-
unarráðs Íslands 1981-1991 og sat í
stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra
1983-1989.
Sigurður var sæmdur heiðurs-
merki hinnar íslensku fálkaorðu ár-
ið 1988 og stórriddarakrossi 1997
fyrir störf að félags- og öldrunar-
málum.
Eftirlifandi eiginkona Sigurðar
er Brynhildur Ósk Sigurðardóttir
hjúkrunarfræðingur og djákni.
Börn þeirra eru Sigurður Þór,
Margrét og Vilborg Ólöf.
Sigurður Helgi
Guðmundsson
Andlát
Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is
Nýir kjólar
Möst.C hönnun
Full búð
af nýjum vörum
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
Fermingar-
myndatökur
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Skráning á kyni viðmælenda í fjöl-
miðlum var feimnismál í fyrstu en
er nú sjálfsagt mál. Þetta er meðal
þess sem kom fram í erindi Stein-
unnar Þórhallsdóttur, fram-
kvæmdastjóra framleiðslu og ferla
hjá RÚV, í tilefni af Fjölmiðladegi
Félags kvenna í atvinnulífinu
(FKA), sem var í gær.
Þetta er sjötta árið í röð sem
FKA stendur fyrir deginum, en á
þessum degi er skorað á fjölmiðla
að jafna kynjahlutföll viðmælenda
sinna í fréttum og fréttatengdum
þáttum.
Fulltrúar RÚV, Morgunblaðsins,
Fréttablaðsins, Stöðvar 2, Vísis og
Bylgjunnar komu saman á fundi í
sal Blaðamannafélagsins í gær-
morgun til að ræða stöðu þessara
mála og þar fór Steinunn meðal
annars yfir hugmyndafræðina á
bak við kynjatalningar RÚV.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir,
sem er hluti af fjölmiðlahópi FKA,
segir að þegar vinna hópsins fór af
stað hafi miðlarnir ekki verið farnir
að huga að samræmdri skráningu
kynjahlutfalls viðmælenda. Credit-
info kom í upphafi að talningunni
sem sýndi að 80% viðmælenda voru
karlar og 20% konur. Í fréttum og
fréttatengdum þáttum var hlutfallið
ögn skárra, eða 70% karlar og 30%
konur.
RÚV heldur samræmda skrán-
ingu á kynjahlutfalli viðmælenda
sem er birt opinberlega á þriggja
mánaða fresti. Hlutfall kynjanna
verður sífellt jafnara og á síðasta
ári mældist það í fyrsta sinn alveg
jafnt, þ.e. 50% karla og 50% konur, í
dagskrá RÚV. Ef eingöngu frétta-
tímar og fréttatengdir þættir eru
teknir saman er hlutfall viðmæl-
enda 69% karlar og 37% konur.
RÚV hefur verið brautryðjandi í
slíkri skráningu, en jafnrétti er ein
af lykiláherslum starfseminnar.
Markmiðið að jafna stöðuna
Gunnhildur segir mikið fagnaðar-
efni hversu jákvæðir fjölmiðlar eru í
garð þess að halda skráningu yfir
kyn viðmælenda. „Ég tel að það sé
orðið norm hjá helstu miðlum í dag
að fylgjast með kynjahlutfalli við-
mælenda. Margir eru að skrá en
aðrir eru allavega með hugann við
þetta.“
Á sama tíma fjölgar kvenkyns
viðmælendum, sem Gunnhildur
segir að sé að sjálfsögðu jákvætt, en
alltaf sé hægt að gera betur og
jafna hlutfall kynjanna á öllum svið-
um fjölmiðla. „Það er markmiðið,“
segir hún.
Var feimnismál í fyrstu
Fjölmiðladagur Fulltrúar stærstu
fjölmiðla landsins á fundinum í gær.
Fjölmiðladagur
FKA haldinn í
sjötta sinn í gær
Maðurinn sem án
tilefnis réðst á
unga konu við
Háaleitisbraut í
Reykjavík í fyrra-
dag er einnig
grunaður um að
hafa ráðist á aðra
unga konu við
gatnamót Veg-
múla og Suður-
landsbrautar um
hádegi sama dag. Engin vitni hafa
enn komið fram vegna þeirrar árás-
ar, en karlmaður sem varð vitni að
árásinni við Háaleitisbraut sagði
hana hafa verið hrottalega.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu er
búið að yfirheyra ofbeldismanninn
vegna árásanna, en ekki var hægt
að gera það strax í kjölfar handtöku
sökum ástands hans. Ekki er vitað
um líðan kvennanna.
Sami hrotti réðst á
tvær ungar konur
Lög Maðurinn
var handtekinn.
Efnt hefur verið til verkfalls fyrir
loftslagið á Austurvelli á dag, 22.
febrúar, og næstu föstudaga á milli
klukkan 12 og 13. Eru það Lands-
samtök íslenskra stúdenta sem
boða til loftslagsverkfallsins.
Verkfall þetta er innblásið af
hinni sænsku Gretu Thunberg, en
skólaverkfall hennar hefur vakið
mikla athygli. Nú þegar hafa tug-
þúsundir ungmenna farið að henn-
ar fordæmi og flykkst út á götur til
að mótmæla aðgerðaleysi stjórn-
valda í baráttunni við loftslags-
breytingar, meðal annars í Belgíu,
Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástra-
líu, Þýskalandi og Svíþjóð.
„Við krefjumst þess að Ísland
taki af skarið, hlusti á vísinda-
menn, lýsi yfir neyðarástandi og
láti hið minnsta 2,5% af þjóðar-
framleiðslu renna beint til lofts-
lagsaðgerða. Þar verður atvinnu-
lífið einnig að axla ábyrgð og til
þess verður ákveðin viðhorfsbreyt-
ing að eiga sér stað,“ segir í yfir-
lýsingu sem stúdentar birta sam-
hliða verkfallsboðuninni.
Vilja að Ísland lýsi yfir
neyðarástandi án tafar
Morgunblaðið/Ernir
Háskóli Stúdentar standa með lofts-
laginu og heimta aðgerðir strax.
Eldingar lýstu upp kvöldhimininn yf-
ir höfuðborgarsvæðinu um klukkan
19 í gærkvöldi og fylgdu þeim hávær-
ar þrumur. Samhliða þessu sjónar-
spili gekk mikill úrkomubakki yfir og
var um tíma líkt og hellt væri úr fötu.
Næstu daga er spáð umhleyp-
ingum í veðri og geta veðrabrigði
orðið ansi snörp. „Því er mikilvægt
að fylgjast vel með þróun veðurspáa
og viðvarana, einkum vegna ferða-
laga á milli landshluta eða fram-
kvæmda,“ segir í athugasemdum
veðurfræðings hjá Veðurstofu
Íslands. Eru meðal annars gular við-
varanir í gildi vegna vinds fyrir norð-
austan- og austanvert landið síðdegis
í dag.
Morgunblaðið/Hari
Úrhelli Leiðindaveður gekk yfir borgina í gærkvöldi og fylgdi því rok, rign-
ing og eldingar með tilheyrandi þrumum. Umhleypingar verða í veðri.
Eldingar og úrhelli
gekk yfir borgina