Morgunblaðið - 22.02.2019, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Nýtt
Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr
einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp
að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
ERT ÞÚ MEÐ
HÁLSBÓLGU?
Bólgueyðandi og
verkjastillandi munnúði
við særindum í hálsi
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég ólst upp við mikla tón-list á mínu æskuheimili,pabbi er mjög músíkalsk-ur og hann spilar á mörg
hljóðfæri. En ég var alltaf frekar
feimin og byrjaði ekki að syngja fyrr
en ég var orðin táningur. Þegar ég
byrjaði í Versló fór ég alveg á fullt í
þetta, tók þátt í öllu sem ég gat í
skólanum, öllum söngleikjum og
söngkeppnum,“ segir Elín Harpa
Héðinsdóttir, en hún sendi nýlega
frá sér lagið Run, sem er fyrsta lag
af fyrstu plötu hennar sem væntan-
leg er seinna á þessu ári.
Elín Harpa var aðeins 18 ára
þegar hún vann Verslóvælið, undan-
keppni fyrir Söngvakeppni fram-
haldsskólanna. Hún fór sem fulltrúi
síns skóla í keppnina og lenti í þriðja
sæti.
„Ári seinna tók ég þátt í
söngvakeppninni The Voice, þá 19
ára, sem var mikið ævintýri. Það var
rosalega skemmtilegt að fá þar tæki-
færi til að koma fram fyrir alþjóð.
Vissulega eru skiptar skoðanir á
svona raunveruleikaþáttum, en fyrir
mig var þetta meiriháttar og rétta
fólkið var sannarlega að horfa og
hlusta, því ég fékk fullt af tækifær-
um í kjölfar keppninnar. Þarna
kynntist ég ótrúlega mörgu fólki í
tónlistarbransanum og myndaði gott
tengslanet. Það sem skipti mestu
máli fyrir mig var að þarna kynntist
ég tónlistarmanninum Barða Jó-
hannssyni sem var aðstoðarþjálfari í
liðinu sem ég var í,“ segir Elín
Harpa sem komst í undanúrslit í The
Voice.
Geggjað tækifæri fyrir mig
„Við Barði fórum að vinna sam-
an í beinu framhaldi af Voice-
keppninni. Fyrst unnum við saman
hér heima en árið 2017 bauð hann
mér að koma með til Kína með
hljómsveitinni hans Bang Gang, og
syngja þar með þeim í tónleikaferð.
Við túruðum um Kína í nokkrar vik-
ur en þá var ég nýorðin tvítug. Þetta
var geggjað tækifæri fyrir mig og
mikið ævintýri, hópurinn sem var í
þessari ferð var alveg frábær. Við
komum fram í níu borgum á frekar
stuttum tíma, svo þetta var mikil
keyrsla,“ segir Elín Harpa sem fór
aftur með Barða og Bang Gang til
Kína í fyrra í aðra tónleikaferð.
„Barði er rosalega vinsæll í
Kína og á mikið af aðdáendum þar,“
segir Elín Harpa og þegar hún er
spurð að því hvernig upplifun það
hafi verið fyrir hana að túra um
Kína, segir hún það hafa verið eins
og að ganga inn í allt aðra veröld.
„Stemningin á tónleikum þar er
gjörólík því sem við eigum að venj-
ast, það er almennt rólegri stemning
á tónleikum þar en hér heima og því
allt önnur upplifun að standa á sviði
og flytja tónlistina. En að fara tvisv-
ar til Kína í tónleikaferð var mögnuð
upplifun og mjög gaman fyrir mig,
ég drakk í mig allt þetta skemmti-
lega og framandi sem fyrir augu
bar.“
Lærir djasssöng og á gítar
Elín Harpa hefur unnið með
ýmsum íslenskum tónlistarmönnum,
þar á meðal með Karli Olgeirssyni,
sem gaf í haust út djassplötuna Mitt
bláa hjarta, en hún inniheldur nýja
íslenska djasssöngva.
„Ég syng eitt lag á þeirri plötu
og er þar í góðum félagsskap stórra
nafna, Ragnheiður Gröndal, Bogo-
mil Font, KK og Helgi Hrafn Jóns-
son eru meðal flytjenda. Þetta var
frábært tækifæri fyrir mig, en við
Kalli höfðum áður unnið saman í öðr-
um verkefnum, svo við þekktumst.“
Elín Harpa segir að tónlistin á
væntanlegu nýju plötunni hennar sé
frumsamin ný tónlist eftir hana
sjálfa, skilgreind sem afbrigði af raf-
popptónlist, en í lögunum blandist
saman grípandi laglínur við tilrauna-
kenndan hljóðheim.
„Að gefa út sólóplötu hefur allt-
af verið planið hjá mér, en ég fékk
ekki kjarkinn fyrr en síðastliðið
haust. Þá ákvað ég bara að láta vaða,
ég sótti um að koma fram á Iceland
Airwaves, til að setja pressu á mig.
Þá átti ég aðeins eitt tilbúið lag til,
svo ég fór á fullt að semja meira og
taka upp. Ég frumflutti svo allt nýja
efnið á Airwaves 2018, og kom þá í
fyrsta skipti fram sem sólóistinn
Elín Harpa. Lagið sem ég gaf út um
daginn, Run, varð til í því ferli. Ég á
flest lögin og textana á plötunni, en
Magnús Jóhann Ragnarsson, vinur
minn og mikill snillingur, hefur unn-
ið með mér þessi lög og við tókum
þau upp saman.“
Þegar Elín Harpa er spurð að
því hvað sé framundan hjá henni,
segist hún núna vera að vinna í öðru
efni og taka upp, sem kemur út á
næstunni. „Ég stefni svo á að koma
frá mér sólóplötunni seinna á þessu
ári. Annars er nóg að gera hjá mér í
náminu í FÍH, en þar er ég að læra
djasssöng og ég er líka að læra á
gítar. Ég einbeiti mér að þessu
tvennu núna.“
Eins og að ganga inn í aðra veröld
Elín Harpa hefur farið í
tvígang í tónleikaferða-
lag til Kína og sungið þar
með Barða Jóhannssyni
og Bang Gang. Hún kom
fram sem sólóisti á
Airwaves í haust og sendi
nýlega frá sér lag sem
verður á væntanlegri
sólóplötu hennar.
Morgunblaðið/Eggert
Kína Elín Harpa á sviðinu í Kína með Barða, en þar segir hún stemninguna á tónleikum rólegri en hér heima.
Rísandi stjarna Elín Harpa vann Verslóvælið 18 ára
og lenti í framhaldinu í þriðja sæti í Söngvakeppni
framhaldsskólanna. Hún tók þátt í The Voice 19 ára
og hefur síðan þá unnið við tónlist. Nú er hún 23 ára
að hefja sólóferil. Framtíðin er björt.