Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-LAUSU
FOSSBERG
Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík • www.fossberg.is • 5757600
Efnavörur
fyrir framleiðslu, viðhald og viðgerðir
Skákframtíðin er nýtt verkefni sem
Skáksamband Íslands hefur kynnt í
samstarfi við Skákskóla Íslands.
Verkefninu verður formlega hleypt
af stokkunum um
næstu helgi en þá
fer fyrsta nám-
skeiðslotan fram.
Markmið verk-
efnisins er að
hlúa að ungu af-
reksfólki í skák
og byggja upp
framtíðarlandslið
Íslands, að sögn
Skáksambands-
ins.
Stofnaðir verða úrvalsflokkar 9-12
ára og 13-16 ára og verður hvor um
sig skipaður 6-10 þátttakendum.
Nýjum þátttakendum verður reglu-
lega boðin þátttaka í Skákframtíð-
inni.
Miklar kröfur gerðar
Þátttakendur í Skákframtíðinni fá
sérstaka handleiðslu íslenskra og er-
lendra þjálfara. Björn Ívar Karls-
son, þjálfari kvennalandsliðsins,
FIDE-meistari og kennari Skák-
skóla Íslands, mun sjá um þjálfun
innanlands undir umsjón Helga
Ólafssonar, stórmeistara, landsliðs-
þjálfara og skólastjóra Skákskólans.
Úkraínsku stórmeistararnir Oleks-
andr Sulypa og Adrian Mikhalch-
ishin munu koma og þjálfa 3-4 sinn-
um á ári. Þeir eru þrautreyndir
þjálfarar. Sulypa er landsliðsþjálfari
Úkraínu, eins sterkasta landsliðs
heims. Mikhalchishin hefur verið
yfirþjálfari FIDE, er landsliðsþjálf-
ari kvennaliðs Tyrklands og höf-
undur margra skákbóka.
Miklar kröfur verða gerðar til
þátttakenda í Skákframtíðinni. Þeir
þurfa að sýna fram á áhuga og
ástundun, taka þátt í mótum og vera
iðnir við nám og undirbúning.
Hópurinn mun fara í æfingabúðir
innan lands og utan. Skákframtíðin
byggist á svipuðu verkefni frá Pól-
landi en úkraínsku þjálfararnir
komu að því. Það skilaði þeim ár-
angri að Pólverjar voru nærri því að
sigra á síðasta Ólympíuskákmóti.
75 milljónir frá Sigtryggi
Styrktarsjóður Sigtryggs Sig-
urðssonar styður myndarlega við
Skákframtíðina. Sigtryggur var
fæddur 1946 og lést 2014, ókvæntur
og barnlaus. Hann var sigursæll
glímukappi á sinni tíð og varð m.a.
glímukóngur Íslands. Skákin var
Sigtryggi mjög hugleikin og lagði
hann alla tíð stund á skák. Auk þess
var hann bridsspilari.
Styrktarsjóðurinn var stofnaður
með erfðafé sem Sigtryggur
ánafnaði sjóðnum. Stofnfé sjóðsins
var 75 milljónir króna. Tilgangur
sjóðsins er að vera skáklífinu á Ís-
landi til styrktar. Meðal annars á
hann að styrkja efnilega, unga skák-
menn, greiða fyrir þjálfun þeirra og
stuðla að skákkennslu á Íslandi.
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Skákframtíðin Hlúð verður að ungu afreksfólki í skák. Mynd úr safni.
Skákframtíð
ungs afreksfólks
Sigtryggur
Sigurðsson
Byggja á upp framtíðarlandslið
Pálmar Óli Magnússon hefur verið
ráðinn í starf forstjóra hjá Dögum en
félagið hét áður ISS og er umsvifa-
mikið á sviði ræstinga, fasteignaum-
sjónar og veitingaþjónustu. Pálmar
Óli tekur við stöðunni af Guðmundi
Guðmundssyni, sem lætur nú af
störfum eftir áratuga störf á vett-
vangi fyrirtækisins.
Pálmar Óli var áður forstjóri Sam-
skipa og þar áður framkvæmdastjóri
hjá Landsvirkjun. Hann er með
MBA-gráðu frá Háskóla Íslands,
CS-gráðu í vélaverkfræði frá sama
skóla og Dipl.Ing. í vélaverkfræði frá
háskólanum í Karlsruhe í Þýska-
landi. „Dagar eru gríðarlega spenn-
andi fyrirtæki með mikla vaxtar-
möguleika, enda er óvíða að finna
jafn umfangsmikla þekkingu á þörf-
um fyrirtækja og stofnana hvað
varðar fasteignaumsjón, ræstingar,
þrif og veitingaþjónustu í hæsta
gæðaflokki,“ segir Pálmar Óli í til-
kynningu.
Dagar eru með starfsemi á yfir 20
stöðum á landinu og hjá félaginu
starfa nú um 800 starfsmenn.
Pálmar Óli nýr forstjóri Daga
Vistaskipti Pálmar Óli Magnússon
var áður forstjóri Samskipa.
Hét áður ISS og er
með 800 starfsmenn
Samningur hefur verið undirritaður
um að útgerðarfélagið Bergur-Hug-
inn í Vestmannaeyjum, dótturfélag
Síldarvinnslunnar í Neskaupstað,
selji Guðmundi Runólfssyni hf. í
Grundarfirði togskipið Bergey VE
544. Gert er ráð fyrir að skipið verði
afhent nýjum eiganda í síðasta lagi í
septembermánuði næstkomandi.
Verið er að smíða tvö skip í Nor-
egi fyrir Berg Hugin og er þeim ætl-
að að leysa systurskipin Bergey og
Vestmannaey af hólmi. Gert er ráð
fyrir að útgerðarfélagið fái nýju
skipin afhent á komandi sumri.
Á heimasíðu Síldarvinnslunnar er
haft eftir Guðmundi Smára Guð-
mundssyni, framkvæmdastjóra Guð-
mundar Runólfssonar hf., að ástæð-
ur fyrir skipakaupunum séu einkum
tvær. Í fyrsta lagi sé fyrirtækið að
taka í notkun nýja og afkastamikla
fiskvinnslustöð og því sé brýnt að
auka veiðigetu skipa þess. Í öðru lagi
muni nýja skipið leysa af hólmi eldra
og minna skip í eigu fyrirtækisins.
Bergey VE er 486 brúttótonn að
stærð og smíðuð í Gdynia í Póllandi
árið 2007. Í síðasta mánuði var
greint frá því að aflaverðmæti Berg-
eyjar, frá því að skipið hóf veiðar í
ágústmánuði 2007, hefði rofið tíu
milljarða múrinn og á þeim tíma var
heildaraflinn orðinn rúmlega 39.000
tonn.
Best heppnuðu skipin
Magnús Kristinsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri og núverandi
stjórnarmaður í útgerðarfélaginu
Bergur-Huginn, segir að það sé
eftirsjá að Bergey. „Ég kem til með
að sakna skipsins mikið. Að mínu
mati eru Bergey og Vestmannaey
best heppnuðu skip sem veitt hafa
við Ísland,“ er haft eftir Magnúsi.
aij@mbl.is
Bergey VE seld til
Grundarfjarðar
AflaskipBergey VE fer frá Vest-
mannaeyjum til Grundarfjarðar.