Morgunblaðið - 22.02.2019, Side 18

Morgunblaðið - 22.02.2019, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Starfsemi smá-lánafyrir-tækja hér á landi vekur margar spurningar. Í vik- unni var kynnt skýrsla um starfsumhverfi þeirra og var niðurstaða henn- ar sú að ólögleg smálán yllu mestum vanda. Starfshópurinn sem gerði skýrsluna komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri þörf á að lánastarfsemi yrði leyfisskyld. Vandinn við smá- lánafyrirtækin hefur meðal annars verið sá að þau eru undanþegin eftirliti Fjármála- eftirlitsins og detta í raun á milli skips og bryggju í þeim efnum. Dæmin sýna þó að full þörf er á aðhaldi og eftirliti. Í skýrslunni eru tekin dæmi um þær aðferðir sem beitt er til að fá fólk til að taka lán. Þar eru birt skjáskot af tilboðum sem einn nefndarmanna fékk send í smáskilaboðum í far- síma. „Laufey, finnst ther veskid heldur lett eftir hrekkjavokuna? 1909 reddar thvi,“ sagði í einum skilaboð- anna. „Hae Laufey, Cyber Monday hlomar betur med fullt veski. Leystu thetta aud- veldlega med hjalp fra 1909,“ sagði í öðrum. „Ert þú að hugsa um utan- landsferð, að kaupa nýjan bíl, endurbæta heimilið eða ein- faldlega greiða niður skuldir en vantar örlítið upp á?“ segir í auglýsingu á netinu frá öðru fyrirtæki og tekið fram að lán- in séu að lágmarki 200 þúsund og hámarki ein milljón króna. Ekki taki nema tvær mínútur að sækja um og ör- fáum mínútum síð- ar sé hægt að fá greitt inn á reikn- inginn sinn. Síðasta dæmið vekur vitaskuld sérstaka at- hygli fyrir það að fólk er hvatt til að taka smálán til að greiða niður lán. Það getur tæpast talist góð hugmynd. Fyrri dæmin eru eftir- tektarverð vegna þess að þar er spjótum beint að ákveðnum einstaklingi, sem væntanlega hefur áður skipt við fyrir- tækið. Smálánafyrirtækið fer í hlutverk freistarans. Eitt er að birta almenna auglýsingu sem gæti komið fyrir augu hvers sem er. Annað er að senda einstaklingi boð sem ætla má að séu sérhönnuð út frá þekkingu á neysluvenjum hans. Í frétt um ágenga markaðs- setningu smálána í Morgun- blaðinu í gær kemur fram að Póst- og fjarskiptastofnun hafi fengið margar kvartanir vegna óumbeðinna fjarskipta. Þau eru hins vegar aðeins ólögleg hafi verið óskað eftir að send- ingum þeirra verði hætt. Þá er spurningunni um siðferði í auglýsingum ósvarað. Margir hafa farið illa út úr því að taka smálán og lent í vítahring sem erfitt er að kom- ast út úr. Þessari starfsemi þarf að setja skýr mörk og þar duga engin vettlingatök. Smá- lánafyrirtækið spurði Lauf- eyju hvort veskið væri létt. Það þyngist ekki við að taka smálán. Ágeng markaðs- setning smálána er afar hæpin} Er veskið heldur létt? HalldórBenjamínÞorbergs- son, framkvæmda- stjóri Samtaka at- vinnulífsins, sagði eftir að viðsemjendur hans slitu viðræðum að endatak- markið hefði ekkert breyst: „Við þurfum að ná kjarasamn- ingum.“ Þetta er vitaskuld rétt mat hjá Halldóri og augljóst að enginn er betur settur með því að einhver rjúki út af fundum og skelli hurðum. En það hvernig kjaravið- ræður hafa þróast hefur orðið til þess að margir velta því fyr- ir sér hvert endatakmarkið er í raun hjá þeim sem nú hafa staðið upp frá samningaborð- inu og hafið undirbúning verk- fallsaðgerða. Var markmiðið að ná sem hagfelldastri niður- stöðu fyrir félagsmennina eða getur verið að eitthvað annað búi að baki? Getur verið að markmiðin séu umfram allt pólitísk? Fyrir liggur að kaupmáttur hefur vaxið hraðar hér en dæmi eru um úr sögunni eða frá öðrum þjóðum. Þetta á ekki síst við um lægstu laun, þar sem áherslan hefur verið á liðnum árum. Þá liggur fyrir að búið er að bjóða um- talsverðar hækkanir, einkum á lægri launin. Ennfremur liggur fyrir að ríkisstjórnin lagði fram mjög myndarlegt tilboð þegar horft er til hagsmuna þeirra sem lægri launin hafa. Viðbrögð nokkurra forystu- manna verkalýðshreyfingar- innar, sem eiga það helst sam- eiginlegt að standa í forystu með afar rýran stuðning félaga sinna að baki, eru þau að lýsa mikilli hneykslan, telja tilboðin fráleit og slíta viðræðum. Er það trúverðugt út frá hags- munum félagsmanna þeirra? Eða býr annað að baki þessum ofsakenndu, óraunsæju og ábyrgðarlausu viðbrögðum? Viðbrögð forystu verkalýðsfélaganna eru óskiljanleg} Ráða annarleg sjónarmið? Þ egar tekist er á við flókin álitamál er mikilvægt að byggja ákvarðanir á góðum greiningum, skilningi á þörfum samtímans og skýrri fram- tíðarsýn. Því miður virðist ekki hafa verið litið til þessa þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ákvað að heimila áfram- haldandi veiðar á langreyði og hrefnu árin 2019-2023. Ráðherra byggði ákvörðun sína meðal annars á nýlegri skýrslu Hagfræðistofn- unar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða – skýrslu sem hefur vægast sagt fengið harða gagnrýni. Skýrsluhöfundar hafa meðal annars verið sakaðir um ævintýralega einföldun og að þeir notist við tveggja áratuga gamlar rannsóknir. Að ráðherra byggi ákvörð- un sína á slíku gagni er í besta falli vandræða- legt og telst seint til vandaðrar stjórnsýslu. Í skýrslunni er ekki svarað að neinu ráði hvaða áhrif veiðarnar kunna að hafa á afstöðu fólks í öðr- um löndum til Íslands og ímynd landsins út á við, né hugs- anleg áhrif á ferðaþjónustuna, eða þjóðhagsleg áhrif hvalaskoðunar. Þá var ekki litið til allra þeirra siðferði- legu álitamála sem snúa að hvalveiðum að ótöldu því sem fram kemur um umhverfisverndar- eða dýraverndunar- þátt hvalveiða sem hefur verið gagnrýnt harðlega. Slíkt gagn getur varla verið leiðarvísir til framtíðar fyr- ir stjórnvöld, enda virðist framtíðin og varla samtíðin koma skýrsluhöfundum við. Þannig er ekki minnst einu orði á breytingar í lífríki sjávar við Íslandsstrendur af völdum hlýnunar og súrnunar sjávar og því ekki að undra að ekki sé heldur vikið að fram- tíðarmörkuðum fyrir þessa afurð sem enginn markaður virðist fyrir lengur. Þess vegna er hjákátlegt að sjá að höfundar gefa sér samt tíma til að fabúlera um lagasetningar til að sporna við hryðjuverkastarfsemi róttækra náttúruverndarsinna. Áfram væri hægt að ræða þetta umdeilda plagg en í stuttu máli sagt er ljóst að sjávarútvegsráðherra er hér að taka ákvörðun út frá ofureinfölduðum reikn- isdæmum byggðum á veikum gögnum en tek- ur ekki tillit til verðmæta sem felast í sölu ís- lenskra afurða erlendis eða til hagsmuna íslenskrar ferðaþjónustu. Hvað þá orðspors Íslands á erlendri grundu sem er ómetanlegt og erfitt að endurheimta. Ekki er einu sinni horft til grundvallarhugmynda hagfræðinga um framboð og eftirspurn heldur horft fram hjá þeirri staðreynd að veiðarnar hafa ekki verið arðbær- ar síðustu ár og ekkert sem bendir til þess að það sé að fara að breytast. Hvað sem fólki kann að finnast um hvalveiðar þá hlýtur að vera hægt að spyrja sig að því hvers vegna ráðherra kýs að notast við gögn sem þessi í íslenskri stjórnsýslu? Gögn sem bæði forsætisráðherra og umhverfisráðherra hafa lýst yfir verulegum efasemdum um að nota til ákvarðanatöku um framtíð hvalveiða. albertinae@althingi.is Albertína Friðbjörg Elíasdóttir Pistill Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Ábyrgðarlaus stjórnsýsla STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Viðbrögð við frumvarpi land-búnaðarráðuneytisins umafnám núverandi leyfis-veitingakerfis vegna inn- flutnings á landbúnaðarafurðum inn- an Evrópska efnahagssvæðisins (EES) hafa verið afar ólík. Félag at- vinnurekenda fagnar frumvarpinu sem mun heimila innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógeril- sneyddri mjólk. „Með samþykkt frumvarpsins lýkur loks um áratugarlöngum brot- um íslenskra stjórnvalda á EES- samningnum,“ að því er segir á vef Samtaka atvinnulífsins. Frumvarpið er viðbragð stjórn- valda við tveimur dómum Hæsta- réttar og dómi EFTA-dómstólsins þar sem leyfisveitingarkerfið hefur verið dæmt sem brot á EES- samningnum. Bændasamtök Íslands (BÍ) lýsa yfir miklum vonbrigðum með að land- búnaðarráðherra „skuli vera að gef- ast upp í baráttunni við að halda uppi rétti okkar Íslendinga til að verja lýð- heilsu og íslenska búfjárstofna“. Að mati BÍ er hagsmunum landbúnaðar- ins fórnað fyrir heildsala sem vilja flytja inn erlendan mat í stórum stíl. „Bændur munu halda áfram að fjalla um mikilvægi innlendrar mat- vælaframleiðslu og vara við innflutn- ingi á ófrosnu kjöti, eggjum og ógeril- sneyddum mjólkurvörum. Aðgerðaáætlunin, sem fylgir frum- varpinu, er rýr í roðinu. Þar er mikil vinna fram undan og flest á byrj- unarreit,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Allt kjöt þarf að vera vottað Samhliða frumvarpinu verður komið á margþættri aðgerðaáætlun til að efla matvælaöryggi. Sérákvæði er í frumvarpinu sem kveður á um að óheimilt verði að dreifa alifuglakjöti á Íslandi nema matvælafyrirtæki geti sýnt fram á að kjötið sé ekki sýkt kampýlóbakterveirunni. Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, telur þessar mótvægisaðgerðir mjög mikil- vægar til að sporna við mikilli aukn- ingu á kampýlóbakter. „Væntanlega þurfa þá innflytj- endur að sýna fram á vottorð um að kjöt sé kampýlóbakterfrítt. Eftirlitið hér á landi mun þá fylgjast með því. Þetta mun hafa þau áhrif að innflutn- ingur á kjúklingum verður væntan- lega ekki það mikill því það eru ekki margir aðilar í heiminum sem geta framleitt kampýlóbakterfrían kjúkl- ing,“ segir Karl. „Þetta eru kannski einhverjir örfáir aðilar á Norðurlöndum sem gætu gert þetta og okkur myndi kannski ekki stafa sama ógn af því og kjúklingum frá Suður-Evrópu eða Suðaustur-Evrópu.“ Svína- og nautakjöt eykst Þessar aðgerðir hafa hins vegar ekki áhrif á innflutning á fersku svína- og nautakjöti, að sögn Karls. „Ég hef almennt áhyggjur af auknum innflutningi á landbúnaðar- afurðum frá útlöndum. Sérstaklega frá löndum þar sem sýklalyfjaofnæmi er útbreitt.“ Hann telur nauðsynlegt að fara í mótvægisaðgerðir til að styrkja ís- lenskan landbúnað og gera neyt- endur upplýsta um hætturnar sem gætu stafað af erlendu kjöti. „Hvort sem það er fryst eða ófryst geta neytendur þá tekið upp- lýsta ákvörðun í matvöruverslunum,“ segir Karl. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, tekur í sama streng og segir samtökin krefjast þess að eftirlit með innfluttri og inn- lendri matvöru verði aukið. „Rannsóknir á bæði erlendu og innlendu kjöti verður að vera stóreflt. Það hafa ekki verið veittir nægir fjár- munir í rannsóknir á innlendu kjöti. Sem þýðir það að við vitum ekki nóg um innihaldsefni, snefilefni, í ís- lenskri framleiðslu, því miður,“ segir Breki. Hann segir að Neytendasam- tökin hafi lengi kallað eftir frumvarp- inu sem nú hefur verið lagt fram. „Undangengnar stjórnir hafa ítrekað fjallað um þetta og krafist ná- kvæmlega þessa. Í ljósi þess að við erum að brjóta samninga með þessu þá er þetta hið besta mál.“ Neytendasamtökin vilja einnig efla upprunamerkingar á matvælum. „Þannig að fólk viti hvaðan mat- varan sem það innbyrðir er upp- runnin. Íslenskir matvælaframleið- endur hafa gengið á undan með góðu fordæmi og merkt sumar kjötvörur og hvaðan þær koma en ekki allar,“ segir Breki. „Við viljum einnig ganga svo langt að þetta einskorðist ekki bara við verslanir heldur nái líka til veitingahúsa og mötuneyta. Þannig að þú getir vitað hvaðan kartöflurnar eru sem þú ert að innbyrða.“ Hættur og hagur af innfluttu kjöti Morgunblaðið/Þorkell Kjöt Íslendingar geta átt von á því að sjá ferskt erlent kjöt í verslunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.