Morgunblaðið - 22.02.2019, Side 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
✝ ÞorsteinnBernharð
Hjaltason fæddist á
Flateyri 17. júní
1939. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 8. febrúar
2019.
Foreldrar hans
voru Sigríður
Marsibil Bern-
harðsdóttir hús-
móðir, f. 7.5. 1911,
d. 8.2. 1991, og Hjalti Páll Þor-
steinsson sjómaður, f. 8.6. 1912,
d. 18.4. 2001. Yngri systkini
hans eru Kristján Óli, f. 1.2.
1942, og Kristín Jónína, f.
30.10. 1943, d. 26.6. 1989.
Þorsteinn ólst upp á Flateyri.
Ungur hleypti hann heimdrag-
anum og hélt til Ísafjarðar og
lærði þar skipasmíði hjá móður-
bróður sínum Marselíusi Bern-
harðssyni og lauk þaðan sveins-
prófi.
Þann 17. júní 1965, á af-
mælisdegi hans, gengu Þor-
steinn og Jónína Katrín H. Arn-
dal flugfreyja, f. 26.2. 1939, í
hjónaband. Syst-
kini hennar eru
Sigríður H. Arndal,
f. 25.8. 1936, Guð-
rún H. Arndal, f.
15.1. 1943, og
Magnús H. Arndal,
f. 20.12. 1944.
Sonur Þorsteins
og Jónínu er Hjalti,
f. 1971. Fyrir átti
Þorsteinn dóttur-
ina Þórunni, f.
1961, og Jónína átti fyrir son-
inn Helga Arndal, f. 1959, og
eru barnabörnin orðin sex tals-
ins.
Á sínum fyrstu búskapar-
árum vann Þorsteinn hjá fyrir-
tækinu Gísla J. Johnsen í
Reykjavík uns hann stofnaði
sitt eigið fyrirtæki, Dælur ehf.
við Smiðjuveg í Kópavogi og
síðar á Fiskislóð í Reykjavík. Á
seinni árum byggðu þau hjónin
gistiheimilið Heimaland í Land-
sveit sem þau ráku um árabil.
Útför Þorsteins fer fram frá
Árbæjarkirkju í dag, 22. febr-
úar 2019, klukkan 15.
Það var mikið áfall fyrir
okkur að heyra það frá Jónu
systur og mágkonu að Steini,
þessi myndarlegi og skemmti-
legi maður, væri fallinn frá
eftir erfið lungnaveikindi.
Hann barðist af jafnaðargeði
við sjúkdóminn sem hafði bet-
ur að lokum. Steini var alltaf
jákvæður og glaður maður,
það var eiginlega alveg sama
hvað gekk á.
Hann sagði rétt fyrir and-
látið þegar hann var spurður
að því hvernig hann hefði það:
Mér líður bara vel og hef aldr-
ei haft það betra. Óbilandi
bjartsýni, jákvæð lund og bar-
áttukraftur voru eiginleikar
sem sem Steini nýtti vel með
Jónu sinni á lífsleiðinni. Steini
var hrókur alls fagnaðar í
vinahópi og góður sögumaður
sem kunni vel þá list að leggja
áherslu á hnyttnu atriðin sem
fengu tilheyrendur til að velt-
ast um af hlátri. Það var alltaf
talað um Jónu og Steina í
sama orðinu, því þau voru
mjög samrýnd og samtaka
hjón alla tíð, alveg frá því að
þau kynntust á unga aldri.
Þau töluðu alltaf vel hvort
til annars sem Jóna mín eða
Steini minn og rifust aldrei á
lífsleiðinni. Þannig varðveittu
þau ástina og vinskapinn í
hjónabandinu alla tíð. Þau
voru einstaklega gestrisin,
hvort sem var á heimilinu
þeirra í Reykjavík, á gisti-
heimilinu Heimalandi eða á
heimili þeirra í Florida í
Bandaríkjunum. Það var gam-
an að sækja þau heim og gleðj-
ast með þeim í góðra vina
hópi.
Síðasta ár var Steina mjög
erfitt en það var aðdáunarvert
að sjá hvernig hann tókst á við
þennan erfiða sjúkdóm af ótrú-
legri seiglu, bjartsýni og æðru-
leysi. Ástarþakkir fyrir allt og
allt. Kæru Jóna, Helgi, Hjalti
og fjölskyldur, innilegar sam-
úðarkveðjur til ykkar allra.
Sigríður Arndal,
Guðrún Arndal,
Magnús Arndal og
Guðmundur Gunnarsson.
Staðfastari, viðfelldnari og
þægilegri mann er erfitt að
ímynda sér. Þorsteinn var
drengur góður og gott að
þekkja.
Á árum uppgangs í ferða-
þjónustu hefur mestan part
verið tafsamt að finna gisti-
rými á lausu og það þó leitað
væri með hálfs til eins árs
fyrirvara. Ég frétti úti í bæ að
Þorsteinn og Jónína ætluðu að
breyta sumarhúsi sínu í gist-
ingu og brá mér austur í
Heimaland með það sama. Svo
fór að þau gátu hýst 10 manna
hópa mína og höfum við átt í
frábæru samstarfi í áraraðir.
Heimilislegt, hann að grilla sil-
unginn og Nína í vafstrinu með
annan mat og við ferðalangarn-
ir að sötra bjór. Lennon ferfæt-
lingurinn rölti um og hændist
að hverri sál, líkt og húsbónd-
inn. Þorsteinn átti sína drauma
og lét þá rætast. Alltaf var til-
hlökkun að koma í heimilislega
gistinguna og kvöldverð hjá
þessu yndislega fólki. Ég þakka
hlýhug, gestrisni og vinskap
enda markaði Þorsteinn mig á
margan hátt og ég hef reynt að
temja mér hans vinarþel og
framkomu. Sæl er minning
hans. Mína innilegustu sam-
úðarkveðjur til Nínu og Hjalta
og allrar fjölskyldunnar.
Ólafur B. Schram.
Steini Hjalta lærði skipa-
smíði á Ísafirði en gat aldrei
unnið við þá iðn sína vegna
slyss sem kom í veg fyrir að
hann gæti staðið við vinnuna.
Þess vegna flutti hann ungur
maður til Reykjavíkur og hóf
störf hjá föður mínum í Gísla J.
Johnsen hf. Þar kynntist ég
honum, unglingur sem var að
sendast fyrir fyrirtækið.
Vegna skyndilegs áfalls föður
míns höguðu örlögin því þannig
að við Steini unnum mjög náið
saman á annan áratug, frá 1970
til 1982. Aldrei bar nokkurn
skugga á samstarf okkar og
aldrei minnist ég þess að Steini
hafi skipt skapi.
Steini var einstaklega við-
kunnanlegur maður, skapgóður
og kátur.
Hann var einstaklega laginn
í öllum mannlegum samskiptum
og viðskiptavinir sóttust eftir
aðstoð hans. Hann var sérlega
handlaginn og hafði mikið vit á
þeim viðfangsefnum sem við-
skiptavinir fyrirtækisins voru
að glíma við.
Í raun og veru má segja að
fyrirtækið hafi staðið og fallið
með Steina, þekkingu hans og
tengslaneti. Það var því vel við
hæfi að hann keypti fyrirtækið
þegar faðir minn féll frá árið
1986.
Ég efast ekki um að kynni
mín af Steina á mótunarárum
mínum hafa haft mikil áhrif á
mig og kennt mér margt sem
hefur komið sér vel í lífinu.
Blessuð sé minning Steina
Hjalta. Jónínu og fjölskyldunni
votta ég mína dýpstu samúð.
Guðjón Guðmundsson.
Þorsteinn
Hjaltason
✝ RagnheiðurKlemenzdóttir
fæddist í Görðum í
Mýrdal 30. janúar
1923. Hún lést 10.
febrúar á Heil-
brigðisstofnun
Suðurlands.
Hún var dóttir
hjónanna Gunn-
heiðar Heiðmunds-
dóttur frá Götum, f.
5.4. 1893, d. 27.4.
1982, og Klemenzar Árnasonar
frá Görðum, f. 22.2. 1891, d. 1.10.
1980. Ragnheiður var önnur í
röð átta systkina: 1) Tala, f. 14.7.
1921, d. 10.12. 2006. 2) Högni, f.
12.12. 1924, d. 14.2. 2006. 3)
Gunnar, f. 9.7. 1926, d. 2.11.
1982. 4) Einar Kristinn, f. 4.11.
1930, d. 12.1. 2013. 5) Heiðmund-
ur Einar, f. 5.1. 1933, d. 4.1.
1992. 6) Magnús, f. 28.3. 1935, d.
31.7. 2009. 7) Sveinn, f. 20.10.
1936, d. 3.3. 1999. Ragnheiður
eignaðist þrjú börn. 1) Kristinn
Jakobsson, f. 23.11. 1943, d. 10.1.
1945, með unnusta sínum, Jakobi
Skæringssyni, f. 2.2. 1917, d.
30.8. 1965. Með Þorsteini Jóni
Guðbrandssyni frá Loftsölum, f.
30.10. 1904, d. 7.3. 1987, eign-
aðist hún tvær dætur 2) Kristín
Eiginmaður hennar er Pétur
Halldórsson, f. 21.10. 1974. da)
Sigurður Anton, f. 9.6. 1999. db)
Agnes Hlín, f. 31.10. 2000. Unn-
usti hennar er Kristþór Hróars-
son, f. 26.7. 1995. dc) Védís
Edda, f. 17.6. 2005, d. 20.9. 2007.
dd) Úlfhildur Vaka, f. 18.9. 2010.
e) Berglind Sigurðardóttir, f.
21.8. 1984. Eigin maður hennar
er Aron Örn Þórarinsson, f. 30.4.
1984. ea) Eva Antonía, f. 6.11.
2009. eb) Rakel Birta, f. 3.1.
2013. ec) Sara Mekkín, f. 11.4.
2017. 3) Gunnheiður Guðlaug, f.
22.2. 1954. Eiginmaður hennar
er Ólafur Pálmi Baldursson, f.
14.9. 1952. Börn þeirra: a) Ragn-
heiður, f. 11.8. 1973. Eiginmaður
hennar er Gunnar Óli Sigurðs-
son, f. 2.9. 1974. aa) Tinna Björt,
f. 1.4. 1992. Faðir hennar er Jón
Pálmi Ólafsson. ab) Erna Guð-
laug, f. 23.11. 2000. ac) Unnur
Ösp, f. 31.10. 2006. b) Jóhanna
Ólafsdóttir, f. 3.12. 1974. Eigin-
maður hennar er Gísli Jens
Snorrason, f. 12.4. 1965. ba)
Snorri Steinn, f. 25.4. 2000. bb)
Ólafur Pálmi, f. 25.4. 2000. bc)
Sunna Rún, f. 18.1. 2007. bd)
Theodór Andri, f. 6.2. 2008. c)
Sigríður Björk Ólafsdóttir, f. 9.3.
1976. Sambýlismaður hennar er
Jóhann Jensson, f. 20.4. 1979. ca)
Gísli Jens, f. 10.12. 2007. cb)
Baldur Bjarki, f. 10.12. 2007. cc)
Gunnheiður Eydís, f. 18.1. 2011.
Útför hennar fer fram frá
Reyniskirkju í Mýrdal í dag, 22.
febrúar 2019, klukkan 14.
Elínborg, f. 10.8.
1949. Eiginmaður
hennar er Sigurður
Sigurjónsson, f.
27.10. 1947. Börn
þeirra: a) Heiða, f.
11.11. 1969. Eig-
inmaður hennar er
Vignir Þorsteins-
son, f. 9.10. 1973.
aa) Hlynur Guð-
mundsson, f. 7.12.
1988. Unnusta hans
er Bjarney Jóna Unnsteins-
dóttir, f. 16.4. 1993. Faðir Hlyns
er Guðmundur Jónsson. ab) Þor-
steinn Birkir, f. 17.10. 1999. ac)
Hildur Ösp, f. 4.6. 2003. b) Sig-
urjón, f. 8.1. 1971. Eiginkona
hans er Sigríður Lóa Giss-
urardóttir, f. 23.12. 1971. ba)
Heiðar Þór, f. 4.4. 1995. Unnusta
hans er Þórdís Ingunn Björns-
dóttir, f. 26.6. 1997. bb) Kristín
Lilja, f. 21.7. 1997. Unnusti henn-
ar er Sveinn Orri Einarsson, f.
15.2. 1996. bc) Sunna Lind, f. 8.3.
2003. c) Guðlaug, f. 4.3. 1973.
Eiginmaður hennar er Árni Sæ-
mundsson, f. 14.8. 1970. ca) El-
ínborg, f. 9.9. 2000. cb) Sæmund-
ur, f. 12.9. 2003. cc) Veigar, f.
1.2. 2006. cd) Klemenz, f. 10.9.
2008. d) Birna, f. 1.3. 1977.
Elsku besta amma, mikið er
sárt að kveðja þig. Þú varst mér
alltaf svo miklu meira en bara
amma og það sem ég er þakklát
fyrir það að hafa fengið að alast
upp á heimili þar sem þú varst
alltaf til staðar. Þú varst amma
sem hafði alltaf tíma og nennu
til að gera allt sem manni datt í
hug.
Ég á margar minningar um
þig sem ylja á stundum sem
þessum enda var ég mikil
ömmustelpa. Ég man þegar þú
varst að vinna í eldhúsinu í
Skógaskóla og eftir skóla labb-
aði ég löturhægt framhjá glugg-
unum í þeirri von að þú myndir
sjá mig, banka í gluggann og
segja mér að koma. Maður fór
sko ekki með tóman magann
þaðan.
Stundum var ég orðin
óþreyjufull að þú kæmir heim
úr vinnunni og labbaði á móti
þér og beið við lækinn þar til ég
sá þig koma röltandi. Þá voru
fagnaðarfundir og spjölluðum
við þá um daginn og veginn
restina heim.
Þú kenndir mér svo margt.
Til dæmis kenndirðu mér að
prjóna og eyddi ég ófáum
klukkustundum inni á rúmi hjá
þér og prjónaði með þér. Það
voru svo notalegar stundir. Það
var ekki talað mikið heldur
hlustuðum við á Rás 1 og létum
prjónana tikka í takt. Það er
ekki nóg með það að þú hafir
kennt mér að prjóna heldur náð-
ir þú að kenna Evu Antoníu að
prjóna í haust þegar hún var í
sveitinni í nokkra daga. Ómet-
anlegt. Mikið á ég eftir að sakna
prjónatikksins.
Þinn uppáhaldstími var þegar
sauðburðurinn gekk í garð. Þeg-
ar það styttist í burð hjá fyrstu
kindinni byrjaðir þú alla
morgna á því að fara upp í fjár-
hús fyrir vinnu og athuga hvort
þú fyndir ekki eitthvað borið.
Ég man að andlitið á þér ljóm-
aði allt upp þegar loksins kom
að því að tilkynna þér um fyrsta
lambið, það er að segja ef þú
hafðir ekki fundið það sjálf. Við
eigum það sameiginlegt að þessi
tími var uppáhaldstíminn okkar
og þegar við báðar urðum eldri
og þú hættir að vinna og ég fór
að eignast börn og vera í fæð-
ingarorlofi þá varst það þú sem
sást til þess að ég gæti tekið
þátt í sauðburði á meðan þú sast
yfir stelpunum mínum. Fyrst
árið 2010, svo 2013 og svo loks
2017. Ég held reyndar að við
höfum báðar notið okkar vel í
þessum ólíku hlutverkum, þú
með ungbarn og ég í sauðburði.
Þú hefur alltaf hjálpað mér og
stutt mig svo mikið, elsku
amma.
Þú varst algjör dugnaðar-
forkur og það vafðist ekki fyrir
þér að fara að baka nokkrar
kleinur, flatkökur, kanilsnúða,
vínarbrauð eða einn runólf þrátt
fyrir fullan vinnudag í eldhús-
inu. Þú varst algjör nagli,
amma, og mikil fyrirmynd.
„Enginn hverfur að eilífu
heldur er bara fluttur úr stað.“
Ég og stelpurnar mínar trúum
því að þú sért komin í sumar-
landið þar sem fullt af góðu fólki
tók vel á móti þér. Rakel Birta
óskar þess að þú sért komin
með trampólín og hund og ég
get ekki annað en verið mjög
sammála henni. Sé fyrir mér að
þú sért nú nokkrum sinnum bú-
in að skella í kleinur og pönnu-
kökur síðan þú mættir og skola
þeim niður með heitu kaffi í góð-
um félagsskap.
Elsku besta amma, takk fyrir
allt sem þú hefur gert fyrir okk-
ur. Takk fyrir að vera alltaf til
staðar og vera stoð mín og
stytta í blíðu og stríðu. Þar til
næst, hvíl í friði.
Þín
Berglind.
Minningarnar þrengja sér
fram i hugann. Lítil stelpa í
skólasundi heimsækir ömmu í
eldhúsið og fær að launum epli,
appelsín í gleri eða eitthvað ný-
bakað og ilmandi. Ég man eftir
þér blása á kakóið mitt og kalla
mig „óttalega kisu“ þar sem
mér þótti það svo heitt að ég gat
ekki drukkið. Ég sé fyrir mér
svörtu töskuna sem þú komst
með þegar þú áttir frí, okkur
systrum fannst hún svo spenn-
andi, enda alltaf eitthvað góm-
sætt þar að finna. Ég sé undir
iljarnar á þér á leið út á snúru
með þvottabalann undir hend-
inni. Hótel Edda á Skógum þú á
fleygiferð að undirbúa hlaðborð
kvöldsins. Blái sloppurinn í að-
alhlutverki og svuntan yfir. Ég
var svo heppin að fá að vinna
með þér á hótelinu. Þú varst
dugnaðarforkur, hörkutól,
vannst langan dag þegar á
þurfti að halda. Þú bakaðir
heimsins bestu pönnukökur,
heimsins bestu flatkökur,
heimsins bestu kleinur. Ég man
heyskap i sveitinni, bakaðar
pönnukökur á tveimur pönnum,
vínarbrauð og snúðar. Þú
dreifst í þessu, hveiti um allt
eldhúsgólf og mamma nýbúin að
skúra. Hratt og örugglega léstu
verkin tala. Þú varst sprelligosi
og húmorinn sjaldan langt und-
an. Kvöldið fyrir andlát þitt
spurði mamma hvort þú vildir
vatn eða djús fyrir svefninn.
„Nei bara brennivín,“ sagðir þú
og brostir, konan sem aldrei
hafði smakkað áfengi um ævina.
Þú varst örlát og stórtæk. Ég
man epla- og mandarínukassa
og alls kyns góðgæti fyrir jólin.
Rófupoka, kartöflur, grænmeti
úr Biskupstungunum. Alltaf
varstu með hugann við dætur
þínar og fjölskyldur. Stundum
þurfti að ganga á eftir þér, þú
vildir ekki fara neitt, bara vera
heima, varst svo manna fyrst að
hafa þig til. Pabbi grínaðist með
að hann væri ekki fyrr búinn að
setja bílinn í gang en þú værir
sest frammí. Mér finnst ég
snjöll að hafa sankað að mér
lopapeysu í hverri Íslandsferð.
Sokkarnir, útprjónuðu vettling-
arnir, ullarponsjóið. Ég fékk allt
sem ég vildi, nema pilsið. „Hve-
nær heldurðu að þú farir í ull-
arpils, Jóhanna mín?“ Afi þinn
kenndi þér að prjóna og allir
bræður þínir sex kunnu að
prjóna. Þú sýndir okkur hvernig
hann kenndi þér að halda á
prjónunum og hvernig lampinn
lýsti á bak við. Þú varst mikil
hannyrðakona og kenndir okkur
barnabörnunum að prjóna en
það er ljóst að ég erfði ekki
handavinnuhæfileika þína. Tæp-
lega áttræð komstu til Hafnar-
fjarðar i vist hjá okkur Gísla. Ég
skil eiginlega ekki hvernig mér
datt í hug að fara fram á þetta
en eins og allt annað, amma, þá
leystirðu það með stakri prýði.
Bræðurnir rúmlega eins árs og
Gormur litli alltaf á iði. Ég man
eftir stundum þar sem þú áttir
erfitt enda ýmislegt sem þú
barst í þínu hjarta. Síðustu ár
varstu alltaf glöð, þakklát fyrir
þitt. Þú átt marga að sem nú
sakna þín. Ég mun sakna þess
að geta ekki komið við mjúka
hárið þitt, drekka með þér kaffi,
hlæja og bulla. Ég vona að þú
sért nú með litla drengnum þín-
um, systkinum, foreldrum, afa
og öðrum ástvinum sem þú hef-
ur saknað svo lengi. Þar til við
sjáumst næst, amma, þá kveð ég
þig með orðunum sem þú alltaf
kvaddir mig með:
Takk fyrir samveruna, vertu
sæl og góða ferð.
Þín
Jóhanna.
Ég fer upp veg með skóla-
bílnum og þegar ég stíg út úr
honum fyrir framan Skógaskóla
finn ég kleinulyktina í loftinu.
Ég geng mjög hægum skrefum
framhjá gluggunum í eldhúsinu
á mötuneytinu og horfi stíft þar
inn, í þeirri von að andlit ömmu
birtist í glugganum, hún banki í
rúðuna og bendi mér að koma
norður fyrir hús og inn. Oftar en
ekki gerist það og ég geysist
norður fyrir og niður tröppurn-
ar til hennar. Það er alltaf þessi
sérstaka lykt í mötuneytinu, góð
lykt sem loðir við ömmu þegar
hún kemur heim á daginn. Ég
þýt inn í eldhús til ömmu sem
stendur þarna í bláa eldhús-
sloppnum og bíður eftir mér
brosandi. Hún hjálpar mér upp
á borðið undir glugganum, rétt-
ir mér volga kleinu og hellir
ískaldri pakkamjólk í glas sem
hún réttir mér. Þetta er eitt-
hvað það besta í heimi. Ég fæ að
sitja smá stund hjá þeim þarna í
eldhúsinu; ömmu, Ingibjörgu,
Erlu og jafnvel Ellu og Sigur-
jóni, maula kleinur og hlusta á
spjallið. Rölti síðan heim og bíð
eftir að amma klári vinnudaginn
og taki til við prjónana. Ekkert
hljóð er meira róandi en klingið
í prjónunum sem á ævintýraleg-
um hraða fara í gegnum lykkj-
urnar.
Ég sakna klingjandi prjón-
anna.
Þetta er ein af mörgum minn-
ingum um hana ömmu mína –
sem hefur eins og Skalla-Pétur
„alltaf verið til“.
Amma hafði alltaf tíma fyrir
okkur – hún spilaði Marías og
Kasínu. Hún kenndi okkur að
prjóna og sauma í. Hún þuldi
með okkur vísur og ljóð og hún
fór með okkur í gönguferðir svo
eitthvað sé nefnt. Hún var aldr-
ei verkefnalaus og hafði alltaf
eitthvað fyrir stafni. Amma bak-
aði, saumaði, prjónaði, verkaði
fýl og lunda.
Hún var fljótust allra með
hrífuna og alveg vorum við eyði-
lögð systkinin ef hey fauk eða
raka þurfti frá á miklu svæði og
amma var ekki heima.
Margar ferðir höfum við
Pétur, krakkarnir og amma far-
ið saman, til dæmis um Mýrdal-
inn en eins í allmörg ár í Hrepp-
hólakirkjugarð að sinna um
leiðið hans Kidda. Í ferðunum
upp í hreppa var ómissandi að
komast í grænmetisverslun og
var bílskrjóðurinn gjarnan fyllt-
ur af slíku góssi áður en haldið
var heim á ný. Þetta voru góðar
ferðir en framvegis munum við
þurfa að fara þær án hennar
ömmu, því allt tekur enda.
Við amma förum ekki fleiri
bíltúra saman, við munum ekki
framar hlæja að einhverjum
óbirtingarhæfum brandara
saman, ekki fara fleiri ferðir
saman í fjárhúsin og keppast
um að finna nýborið né fá okkur
kaffi og súkkulaði saman
framar.
Elsku hjartans amma, takk
fyrir allt og allt. Ég veit að þú
varst tilbúin að fara. Líkaminn
var orðinn uppgefinn og dag-
arnir þá orðnir langir fyrir konu
sem átti erfitt með að vera að-
gerðarlaus.
Ég er svo óskaplega þakklát
fyrir allt sem við áttum og svo
þakklát fyrir hve vel börnin mín
kynntust þér.
Þú hafðir ekki síður tíma fyr-
ir þau en mig. Ég veit að litla
skottan okkar hefur tekið þér
fagnandi á himnum og nýtur nú
návistar þinnar.
Seinna þarftu að segja mér
aftur allar sögurnar úr Mýr-
dalnum, um sjómennskuna á
opnu bátunum, um fyrstu stíg-
vélin þín og um ferðina sem þú
hugðist fara Kaupmannahafnar
þegar þú yrðir stór.
Ég sakna þín.
Birna.
Ragnheiður
Klemenzdóttir
Fleiri minningargreinar
um Ragnheiði Klemenz-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.