Morgunblaðið - 22.02.2019, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Guðmundur H.Gíslason fædd-
ist í Reykjavík 16.
júlí 1930. Hann lést
16. febrúar 2019 á
hjúkrunarheimil-
inu Skjóli.
Foreldrar hans
voru Gísli Guð-
mundur Gíslason, f.
2. október 1883, frá
Skeggjastöðum í
Vindhælishreppi í
Austur-Húnavatnssýslu, d. 2.
ágúst 1949, og Jónína Sólveig
Jónsdóttir, f. 15. maí 1887, frá
Hellum í Villingaholtshreppi,
Árnessýslu, d. 21. maí 1959.
Börn þeirra voru Jóna,
Sveinn Aðalsteinn, Guðbjörg,
Guðrún, Stefán Baldur og Guð-
mundur, þau eru öll látin.
Guðmundur kvæntist Bjarn-
eyju Kristínu Viggósdóttur frá
Jófríðarstöðum í Reykjavík,
hinn 16. júlí 1955. Foreldrar
hennar voru Viggó K. Ó. Jó-
hannesson og Rebekka Ísaks-
dóttir.
Börn þeirra eru Guðmundur
Viggó Guðmunds-
son, f. 21. desember
1956, og Gunnar
Ingi Guðmundsson,
f. 29. nóvember
1959, maki Sigríður
Kristinsdóttir, f. 20.
apríl 1963. Börn
þeirra eru: 1) Torfi
Fannar, f. 7. sept-
ember 1985, maki
Andrea Hauks-
dóttir. 2) Vala
Bjarney, f. 21. mars 1990, maki
Fjölnir Ólafsson, börn þeirra
eru Bragi og Sigríður Salka. 3)
Eydís Helga.
Guðmundur var fæddur og
uppalinn á Framnesvegi 33 (Sel-
landi) og bjó í Vesturbænum allt
þar til þau hjón fluttu á Skúla-
götuna.
Guðmundur starfaði í 33 ár
sem fulltrúi hjá Varnarliðinu í
Keflavík en þar á undan var
hann skrifari hjá Eimskipa-
félagi Íslands.
Útförin fer fram frá Linda-
kirkju í dag, 22. febrúar 2019,
klukkan 13.
Hann Guðmundur tengdafaðir
minn er fallinn frá eftir stutt
veikindi.
Kynni okkar ná yfir meira en
þrjá áratugi og á ég ekkert nema
góðar minningar um hann. Í
fyrsta skiptið sem ég hitti hann
var þegar þau Eyja buðu mér í
mat, en þá vorum við Gunni til-
tölulega nýlega byrjuð að stinga
saman nefjum. Ég var, eins og
tíska þess tíma gerði ráð fyrir,
með aflitað hár og var aðeins far-
ið að sjá í dökka rót. Það fyrsta
sem hann sagði við mig var:
„Hva, varst þú að mála?“ og
horfði á hárið á mér, og hló. Eyja
kipptist við, leit á hann og sagði
ströng „Guðmundur“ en við
skellihlógum. Þetta setti tóninn í
okkar samskipti. Við áttum gott
samband alla tíð og gátum alltaf
verið hreinskilin hvort við annað.
Það voru margir kostir sem
prýddu Guðmund, s.s. hjálpsemi,
heiðarleiki og gjafmildi, sem
hann átti auðvelt með að deila
með öðrum. Ef það var eitthvað
sem til stóð hjá okkur Gunna þá
var hann alltaf boðinn og búinn
að koma og aðstoða. Sérstaklegar
var gott að eiga hann að ef það
þurfti að vanda til verka, en þá
var hann sérstaklega beðinn um
að taka það að sér.
Eitt lítið dæmi um hjálpsemi
hans er þegar ég tók að mér
aukavinnu við skúringar í fyrir-
tæki á kvöldin fyrir margt löngu.
Þá kom hann oft og iðulega með
mér til að aðstoða mig og alltaf
óbeðinn.
Við vorum ekki einungis
tengdafeðgin heldur vorum við
skólafélagar um tíma.
Þegar ég var í öldungadeild-
inni í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, þá sótti hann með
mér tölvutíma eina önn, þá var
hann um sjötugt.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að vera samferða mínum
ljúfa tengdaföður öll þessi ár og
óska honum góðrar ferðar í
Sumarlandið.
Sigríður Kristinsdóttir.
Í dag kveðjum við elsku afa
okkar. Á síðustu dögum höfum
við systkinin rifjað upp ýmsar
minningar sem tengjast honum
og einkennast þær allar af hlýju
og væntumþykju. Afi var örlátur,
þolinmóður og einstaklega heið-
arlegur maður. Honum var mjög
í mun að kenna okkur ýmis góð
gildi og var það alltaf augljóst að
hann bar hag okkar sér fyrir
brjósti. Afi var mikill húmoristi
og hafði alltaf gaman af því að
grínast með okkur. Eftir sitja
ótalmargar góðar minningar um
samveru okkar við ömmu og afa,
hvort sem það var á ferðalögum í
dodge-inum, ferðum í húsdýra-
garðinn eða bara í notalegheitum
heima hjá þeim á Meistaravöllum
í sunnudagslæri eða hversdags-
kósí.
Eitt sem afi lagði mikla
áherslu á var að heilsast og
kveðja vel því eins og hann sagði
oft þá getur maður aldrei vitað
hvenær maður kveður einhvern í
síðasta sinn. Þessi siður erum við
sammála um að sé einna helst
lýsandi fyrir það hvernig afi leit á
heiminn og hvað var honum
mikilvægast, þ.e. fjölskyldan sín.
Í ljósi þessa er einmitt sérstak-
lega gott að geta sagt frá því að
við fengum öll tækifæri til þess að
kveðja hann afa okkar mjög vel
og verja tíma okkar með honum á
seinustu stundum lífs hans. Betri
og heilli mann er vart hægt að
ímynda sér og erum við öll þakk-
látari en orð fá lýst að hafa fengið
að eiga hann Didda afa okkar.
Torfi Fannar, Vala Bjarney
og Eydís Helga.
Guðmundur H.
Gíslason
Fleiri minningargreinar
um Guðmund H. Gísla-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Gunnar Krist-inn Þórðarson
bifvélavirkjameist-
ari fæddist á Sauð-
árkróki 4. desem-
ber 1948. Hann lést
á Heilbrigðisstofn-
uninni á Sauðár-
króki 12. febrúar
2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Þórður
Eyjólfsson, f. 23.
júní 1927, og Jörgína Þórey Jó-
hannsdóttir, f. 25. apríl 1926, d.
8. janúar 2014. Gunnar Kristinn
var næstelstur í fjögurra systk-
ina hópi. Systkini hans eru Páll
Hólm Auðunn, f. 18. júlí 1947,
Hólmfríður, f. 16. maí.1950, d.
24. mars 2008, og Sigurmon, f.
22. október 1955.
Gunnar Kristinn kvæntist
eftirlifandi eiginkonu sinni, Sól-
Stóragerði í Skagafirði. Hann
hóf nám í bifvélavirkjun á verk-
stæðinu á Sleitustöðum og lauk
því námi frá Iðnskólanum í
Reykjavík 1971 og hófu þau
hjónin þá hjúskap sinn í Stóra-
gerði. Þaðan fluttu þau suður
1972 þar sem Gunnar starfaði
við hin ýmsu störf eftir nám m.a.
hjá Ýtutækni, akstur á strætó og
hjá B&L þar sem hann lauk
meistararéttindum í bifvéla-
virkjun. Gunnar opnaði bíla-
verkstæðið Bíltak ásamt Páli
bróður sínum 1978 ásamt því að
reka vikurflutninga og ráku
þeir fyrirtækin allt til ársins
1985. Þá fluttu þau hjónin aftur
norður í Skagafjörð og hóf þá
Gunnar störf hjá Fjölbrauta-
skóla Norðurlands vestra sem
umsjónarmaður fasteigna allt til
ársins 2006. Gunnar og Sólveig
opnuðu Samgönguminjasafnið í
Stóragerði 2004 og fluttu þau
svo alfarið þangað 2006 og hafa
búið þar allt til dagsins í dag.
Útför Gunnars Kristins fer
fram frá Sauðárkrókskirkju í
dag, 22. febrúar 2019, klukkan
15.
veigu Jónasdóttur,
f. 30. apríl 1953,
grunnskólakenn-
ara, 9. desember
1972, og eignuðust
þau þrjú börn, þau
eru 1) Þórey, f.
1972, maki Eiður
Baldursson, f. 1969.
Börn þeirra:
Sandra Sif, f. 1996,
Sólveig Birta, f.
2000, Arnar Smári,
f. 2005, og Árdís Líf, f. 2008. 2)
Jónas Kristinn, f. 1974, maki
Kristín Anna Hermannsdóttir, f.
1971. Börn þeirra: Eva Katrín, f.
2002, Aron Kristinn, f. 2009, d.
2010, og Lena Kristín, f. 2012. 3)
Brynjar Þór, f. 1979, maki Sig-
ríður Garðarsdóttir, f. 1982.
Börn þeirra Brynjar Morgan, f.
2012, og Nína, f. 2014.
Gunnar Kristinn ólst upp í
Elsku pabbi.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson.)
Ég veit eiginlega ekki hvar ég
á að byrja enda er af svo miklu
að taka eftir mann eins og þig,
yndislegan, einstakan, hlýlegan,
já og kannski örlítinn furðufugl.
Það er nú ekki hægt að minn-
ast þín án þess að segja frá þinni
miklu bíladellu, enda ófáar ferð-
irnar keyrðar um landið í leit að
réttu bílhræjunum sem þú settir
svo listilega vel saman. Í gegnum
þetta áhugamál þitt kynntumst
við systkinin hinum ýmsu farar-
tækjum og landinu okkar um
leið.
Eftir situr stórt og mikið bíla-
safn, Samgönguminjasafnið í
Stóragerði, sem við mamma og
systkinin munum varðveita vel í
þinni minningu.
Þú varst góður pabbi og tókst
þátt í allskyns vitleysu með okk-
ur fram eftir öllum aldri. For-
eldrahlutverkið og vinnuna sam-
einaðir þú stundum með því að
leyfa okkur að fara með í Scani-
unni austur að Heklu í vikur-
aksturinn, eða fá að heimsækja
bílaverkstæðið þitt Bíltak sem
þú byggðir frá grunni og varst
svo stoltur af.
Ófáar voru ferðirnar norður í
Skagafjörðinn, oftast á Lödum
sem þú hafðir dálæti á. Sveitin
var þér mjög kær alla tíð, rætur
þínar í Skagafirðinum toguðu
sterkt í þig þegar við bjuggum í
Kópavoginum sem síðar endaði
með að fjölskyldan fluttist norð-
ur á Sauðárkrók.
Eftir að ég flutti suður
hringdir þú nánast daglega í
mig, líka eftir að ég flutti aftur
heim á Krók með fjölskylduna
mína. Þessara símtala saknaði
ég eftir að sjúkdómurinn tók
röddina þína.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur ungu hjónin þegar við
þurftum hjálp þína. Þú varst
yndislegur og hjálpsamur afi
sem var alltaf til staðar, til í
leika við börnin og brasa eitt og
annað með þeim ávallt með gleði
í hjarta. Því miður fengu þau þó
ekki öll að kynnast þessum afa
því sjúkdómurinn tók það dálítið
af þér.
Vondur draugur bankaði upp
á fyrir 12 árum, MND kom
óboðinn í heimsókn og settist að
á heimili þínu og mömmu. Með
þennan vágest í lífi okkar, eins
vondur og miskunnarlaus og
hann er, þurftum við að mæta
honum og reyna að sættast við
hann.
Það var erfitt og mikil raun
að horfa upp á sjúkdóminn taka
svo margt af þér. Undir það síð-
asta átti hann það líka til að
stríða hausnum á þér einstaka
sinnum, en þó tók hann ekki
vitsmunina. Ást okkar til þín
fékk hann þó aldrei að taka
sama hversu illur hann var.
Ég er óendanlega þakklát fyr-
ir miðvikudagskvöldin og næt-
urnar sem við áttum saman í
vetur. Það voru kósíkvöldin okk-
ar, ég, þú og mamma.
Þú flaugst svo burt úr örmum
mínum á HSN svo friðsællega
eina nóttina eftir nokkrar erfiðar
nætur á undan. Mikið varð ég
glöð og döpur í senn að hann,
þessi fjandi, gæfi þér loksins smá
mildi og leyfði þér að fara
þannig.
Ég viðurkenni að ég var dálít-
inn tíma að átta mig á að þú vær-
ir farinn en glöð í hjarta mínu
hvernig þú laumaðir þér burt yf-
ir móðuna miklu, en það var þér
líkt að fara þegar enginn tók
eftir.
Við fjölskyldan eigum svo
margar góðar og fallegar minn-
ingar um þig sem við munum
varðveita um ókomna tíð, elsku
pabbi minn, við söknum þín strax
óendanlega.
Að lokum vil ég þakka öllu því
yndislega NPA-fólki sem sinnti
föður mínum svo vel síðustu árin,
við hefðum ekki getað þetta án
ykkar.
Nú veit ég að þú hefur fengið
hvíldina og friðinn eftir langt og
strangt strit sem gersamlega át
þig upp langt fyrir aldur fram.
Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Meira: mbl.is/minningar
Þórey Gunnarsdóttir.
Elsku afi.
Takk fyrir allar góðu sam-
verustundirnar sem við áttum
saman.
Við unnum svo sannarlega í
afalottóinu. Þú varst alltaf til-
búinn í glens og grín og ávallt til
staðar fyrir okkur.
Við elskum þig öll, alltaf.
Nú ertu horfinn í himnanna borg
og hlýðir á englanna tal.
Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg
í sólbjörtum himnanna sal.
Þeim öllum sem trúa og treysta á
Krist
þar tilbúið föðurland er.
Þar ástvinir mætast í unaðarvist
um eilífð, ó, Jesú, hjá þér.
(Ingibjörg Jónsdóttir)
Þín barnabörn,
Sandra Sif, Sólveig Birta,
Eva Katrín, Arnar Smári,
Árdís Líf, Brynjar Morgan,
Lena Kristín og Nína.
Elsku bróðir og frændi.
Við sendum hjartans þakkir
fyrir samfylgdina, það er sárt að
sjá á eftir eins miklum dugnaðar-
forki og þú varst.
Við trúum því að þú sért kom-
inn á fullt skrið að gera upp
gamla bíla, það átti stóran þátt í
þínu lífi að halda í bíla- og tækja-
söguna.
Minningarnar sem við eigum
um þig, tekur enginn frá okkur
og þær munu ylja okkur um
ókomna tíð.
Við kveðjum þig, elsku Gunni,
með eftirfarandi ljóði:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sigurmon, Örvar,
Silja, Signý, Salóme
og fjölskyldur.
Gunnar Kristinn
Þórðarson
Fleiri minningargreinar
um Gunnar Kristin Þórðar-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Þegar ég lít yfir
farinn veg og þau
tæplega 50 ár sem
liðin eru síðan ég
kynntist bestu vinkonu minni,
Guðrúnu, og síðan fjölskyldu
hennar, leita á mig bæði góðar
minningar og vangaveltur um líf-
ið og tilveruna. Það fyrsta sem
kemur upp í hugann er djúpt
þakklæti. Á öllum þessum árum
hefur Guðrún mín, móðir hennar
og ekki síst Halldór faðir hennar,
sýnt mér og börnum mínum ein-
staka góðvild og virðingu. Hall-
dór var mér ekki síður ákveðin
fyrirmynd og kenndi mér margt
um lífið og tilveruna.
Líf sérhvers manns er efnivið-
ur sem honum er ætlað að vinna
úr sjálfur, móta og þroska. Lífs-
hlaup Halldórs og hvernig hann
Halldór Guðjón
Björnsson
✝ Halldór GuðjónBjörnsson
fæddist 16. ágúst
1928. Hann lést 8.
febrúar 2019.
Halldór var jarð-
sunginn 18. febrúar
2019.
vann úr þeim mót-
byr sem hann varð
fyrir bæði í einkalífi
og starfi er ágæt
áminning fyrir okk-
ur hin sem yngri er-
um, hvernig mót-
læti getur nýst til
aukins þroska,
sjálfsvitundar og
sigra. Kominn á efri
ár vann hann sína
stórsigra á leikvelli
verkalýðsbaráttunnar, eins og
áhugavert er að lesa um í endur-
minningum hans, „Fram í sviðs-
ljósið – endurminningar Hall-
dórs G. Björnssonar“, sem komu
út árið 2001. Þessir sigrar hans
höfðu áhrif á afkomu og lífsgæði
svo margra. En sigrar hans í
einkalífinu voru líka stórir og ber
þar hæst sigurinn í baráttunni
við Bakkus, sem auðvitað var
ekki lítið verkefni. Stærstu sigr-
anrir eru ekki að sigra aðra held-
ur að takast á við sjálfan sig og
sigra stærsta óvininn í sjálfum
sér.
Það gerði Halldór svo eftir var
tekið. Með því gaf hann mörgum
sem háðu sömu baráttu von og
trú. Og eftir þann sigur átti hann
glæstan starfsferil og skilaði
miklu fyrir samfélagið, einkum í
bættum kjörum verkafólks.
Í mínum huga var Halldór ar-
istókrat, fagurkeri, glæsilega
klæddur eins og hefðarmaður og
bar af jafnöldrum sínum. Hann
hafði fágaða framkomu og átti
auðvelt með að umgangast allar
manneskjur, kom jafnt fram við
alla og hafði hæfileika til að miðla
ólíkum sjónarmiðum. Hann var
líka örlátur og naut þess að gefa
af sínu þó hann hafi ekki átt digra
sjóði.
Er það mér minnisstætt, þeg-
ar ég var einhverju sinni í próf-
kjöri, að hann styrkti framboðið
mitt með fjárframlagi þrátt fyrir
að ég hafi verið í prófkjöri fyrir
Sjálfstæðisflokkinn og það í
Garðabæ. Hann lét mig líka finna
að hann væri stoltur af mér við
þetta tilefni þó pólitískar skoðan-
ir okkar væru ólíkar. Þannig var
Halldór.
Ég man líka þegar ég fór með
félögum mínum í Rótarýklúbbn-
um Görðum í ferð á Íslendinga-
slóðir í Kanada, en þegar ég
heyrði að hann hafði lengi langað
að fara á þær slóðir var það auð-
sótt mál að ég byði honum með.
Það er auðvitað sérstakt að fara í
utanlandsferð með vinkonu dótt-
ur sinnar og ekki margir pabbar
sem skapa sér þann sess. Við fé-
lagarnir nutum þess að hafa hann
með og ég gleymi því aldrei hvað
hann var ánægður. Ég man líka í
lok ferðar þegar ég kvaddi hann
og félaga mína á flugvellinum í
Minnesota áður en ég hélt ein
áfram ferð minni yfir til Kletta-
fjallanna.
Á kveðjustundinni þegar hann
rétti mér farareyri eða dollara
leið mér, konu á fimmtugsaldri,
eins og skólastúlku á leið út í
heim.
Elsku Halldór minn. Ég bið
góðan Guð að blessa þig og varð-
veita.
Ingibjörg Hauksdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Minningargreinar