Morgunblaðið - 22.02.2019, Page 24

Morgunblaðið - 22.02.2019, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019 ✝ Ástþór Ragn-arsson fæddist í Vestmannaeyjum 4. maí 1946. Hann lést á Borgarspít- alanum 9. febrúar 2019. Hann var sonur hjónanna Ragnars Stefánssonar frá Dalvík, f. 19.2. 1918, d. 16.6. 1985, og Sigríðar Ernu Ástþórsdóttur frá Vestmanna- eyjum, f. 18.9. 1924, d. 11.11. 1979. Systkini Ástþórs eru: 1) Ásdís Guðný, f. 1.2. 1945, var gift Valdimar Jónssyni, f. 3.11. 1946. Börn þeirra eru: Ragnar Þorri, f. 24.1. 1966, Þórdís Ey- vör, f. 24.1. 1972, og Jón Rafn, f. 7.1. 1973. 2) Anna Eyvör, f. 19.10. 1948, gift Eyþóri Ólafs- steinsdóttir, f. 2.3. 1975. Synir þeirra eru: Þorsteinn Jón há- skólanemi, f. 29.8. 1995, sam- býliskona Guðrún Elín Davíðs- dóttir hjúkrunarfræðinemi, f. 13.11. 1995, og Ástþór Ragnar menntaskólanemi, f. 20.7. 2001. 2) Erna listnámskennari, f. 26.12. 1972. Dóttir hennar og Ólafs Baldurssonar, f. 3.6. 1969, er Ásta Þórunn, f. 21.2. 2007. Ástþór útskrifaðist sem húsa- smiður 1967 og starfaði sem slíkur í Reykjavík. Árið 1973 fluttist fjölskyldan til Ólafs- víkur og seinna Grundarfjarðar þar sem Ástþór starfaði sem húsasmíðameistari við bygg- ingu nýs skóla þar. 1975 hélt fjölskyldan til Noregs þar sem hann útskrifaðist frá Listahá- skólanum í Ósló sem iðnhönn- uður, með þeim fyrstu á Íslandi. Eftir að heim kom starfaði hann sem iðnhönnuður um tíma en síðustu 20 starfsárin sem listnámskennari við Iðnskólann í Hafnarfirði. Útför Ástþórs fer fram frá Neskirkju í dag, 22. febrúar 2019, klukkan 13. syni, f. 29.6. 1946. Börn þeirra eru: Sigríður Ásta, f. 28.2. 1968, Ólafur Hrannar, f. 24.4. 1971, Ragnar, f. 26.10. 1978, og Sig- rún, f. 16.1. 1980. 3) Stefán, f. 1.4. 1953, d. 6.2. 2013. Börn hans með Est- her H. Guðmunds- dóttur, f. 23.12. 1954, eru: Agnes Erna, f. 11.1. 1976, og Íris, f. 25.1. 1977; með Elínu Bjarnadóttur, f. 8.8. 1958: Fríða, f. 22.10. 1984, og Ragnar Bjarni, f. 24.12. 1992. Eftirlifandi eiginkona Ást- þórs er Elísabet Harpa Stein- arsdóttir lífeindafræðingur, f. 13.1. 1949. Börn þeirra eru: 1) Gauti Þór kennari, f. 6.11. 1970, sambýliskona Ágústa M. Þor- Bói stóri bróðir minn hét Ástþór í höfuðið á elskulegum afa okkar en í fjölskyldunni og meðal gamalla vina gegndi hann nafninu Bói. Á Þverá í Svarf- aðardal þar sem hann dvaldi mörg sumur var hann reyndar kallaður Tóri en það er önnur saga og öðruvísi tilvera. Bói var tveimur árum eldri en ég svo allt mitt líf tengist honum og mér finnst ég ótrú- lega heppin að hafa haft hann í lífi mínu. Hann var svo stór og flottur og var fljótt orðinn 30 sentimetrum hærri en ég og það var mjög traustvekjandi að geta bent á hann í ógnandi að- stæðum á skólalóðinni. Hann var samt svo ljúfur og friðelsk- andi að ég er ekkert viss um út- komuna hefði komið til átaka sem reyndar aldrei gerðist. Í mínum huga var Bói sí- starfandi, ekki síst í þágu ann- arra. Hann var greiðviknasti maður sem ég hef kynnst og taldi ekki eftir sér að breyta, bæta, lagfæra og endurgera ýmislegt í híbýlum vina sinna og var greiðsla þá ekki aðal- atriðið og áreiðanlega aldrei unnið eftir viðurkenndum töxt- um. En þrátt fyrir mikið ann- ríki þá átti hann mörg áhuga- mál, var t.d. liðtækur golfari og spilaði reglulega bridge en ferðalög og framandi lönd áttu alltaf hug hans og hann ferðað- ist ótrúlega víða og oftar en ekki með Óla besta vini úr Grundarfirði. Það var svo gam- an að fá að fylgjast með und- irbúningi ferðanna sem fór fram af ótrúlegri nákvæmni þótt hann væri ekki endilega að bóka gististaði fyrirfram til að vera ekki of bundinn. Leiðirnar voru kortlagðar, mældar og stikaðar og útbúið kort. Hann var mjög flinkur í að finna óvenjulegar en jafnframt hag- stæðar lestar- og rútuferðir og ferðaðist mest að hætti inn- fæddra á hverjum stað og komst þannig í nánari kynni við íbúana. Hann sendi mér oft ein- tak af áætluninni svo ég gæti fylgst með ferðum hans um ókunnar slóðir. Hann tók síðan ógrynni mynda og hafði svo næmt auga fyrir mannlífinu og sérkennum þess en einnig byggingarlist og verkþekkingu þjóðanna sem hann heimsótti. Þegar heim kom útbjó hann gjarnan myndasýningu og sýndi áhugasömum og víkkaði þannig sjóndeildarhring okkar. Hann gat verið mjög mælskur í lýs- ingum sínum sem var annars ekki einkennandi fyrir hann því Bói var ekki mjög málglaður. Sérstaklega fannst honum leiðinlegt að tala í síma og dæmigert símtal okkar á milli var oftast á þessa leið: „Hæ, ertu heima? Áttu kaffi, ég kem.“ 7-10 orð var allt sem þurfti. Þótt Bói væri oft stuttur í spuna og eyddi ekki orðum í fá- nýtt hjal þá var hlýleikinn aug- ljós og það var ótrúlegt að sjá hve öll börn löðuðust að honum þótt hann gerði ekkert sérstakt til að vekja athygli þeirra en börn þekkja gott hjartalag. Eftir að hafa starfað við smíðar lærði Bói iðnhönnun í Ósló og var síðan brautryðjandi í kennslu í iðnhönnun við Iðn- skólann í Hafnarfirði þar sem hann samdi meira og minna allt námsefnið frá grunni. Hann var farsæll og vinsæll kennari með mikinn metnað fyrir hönd nem- enda sinna. Takk fyrir allt, elsku stóri bróðir minn, ég mun sakna þín sárlega. Anna Eyvör Ragnarsdóttir (Úgga). Það er erfitt að ímynda sér tilveruna án Bóa frænda. Mér finnst að hann hljóti að eiga eft- ir að birtast hér í dyrunum og segja: „Nei, ég hef engan tíma fyrir kaffi, þú ert svo lengi að hita þetta. Er Orri heima? Mig vantar hefilinn minn. Bíddu, er ekkert að gerast með þennan loftbita hérna?‘‘ Þrátt fyrir hryssingsleg til- svör drógust börn að Bóa eins og býflugur að hunangi. Þau sáu í gegnum hrjúft yfirborðið og fundu hvað hann var hlýr og ljúfur. Börnin okkar fjögur syrgja hann öll innilega, ekki síst Flóki og Þorri sem hafa svo oft notið góðs af því að búa í göngufjarlægð frá Bóa og Betu. Í skúrnum á Eiríksgötunni hafa þeir mátt búa til Harry Potter- töfrasprota og indíánaboga og fengið fleiri leynileg smíðaverk- efni. Þangað hafa þeir komið til að dást að gersemum frænda sem safnar ýmsu fyndnu og sniðugu, leyfir manni að skoða og kennir manni hvernig hlut- irnir virka. Það var enginn eins hjálp- samur og Bói. Hann var bók- staflega alltaf að hjálpa öðrum og maður hikaði oft við að biðja hann um ráð varðandi eitthvað því þá var hann rokinn í verkið. Þegar við vorum að spá í hvern- ig best væri að gera stiga hér á Grettisgötunni fyrir nokkrum mánuðum þá margsagði ég Bóa að við værum búin að fá smið í verkið, við vildum bara fá hans sérfræðiálit á útfærslunni. En áður en ég vissi af var Bói mættur með tommustokk og farinn að reikna og teikna. Svo smíðaði hann með Orra gull- fallegan eikarstiga sem ég geng upp og niður daglega og minnir mig á besta frænda í heimi. Bói var ekki bara handlaginn, hann var líka eldklár og skemmtilegt að spjalla við hann um ferðalög, hönnun og listir. Og einstaka sinnum var hann ekki að flýta sér heldur gaf sér tíma í kaffið og spjall um fjar- læg lönd og menningu. Ég man að þegar við komum úr bak- pokaferðalagi um Mexíkó, Kúbu og Bandaríkin 2004 hvatti Bói okkur til að vera með mynda- sýningu úr ferðinni. Á mynda- sýninguna var hann mættur fyrstur, stundvís eins og alltaf, settist á fremsta bekk og spurði áhugasamur út í allt sem fyrir augu bar. Seinna fengum við margar góðar ferðasögur og myndasýningar úr ferðum hans um Víetnam, Mongólíu, Japan og af fleiri ævintýralegum stöð- um sem hann heimsótti. Þó að Bói hafi alltaf verið duglegur að hjálpa öðrum þá var augljóst að það mikilvæg- asta í hans lífi var fjölskyldan. Bói og Beta eru í mínum huga samofin, nöfnin fara vel saman og það gera þau líka sem hjón. Hann var stoltur af börnunum sínum og barnabörnum og tal- aði af mikilli hlýju um þau. Missirinn er mikill og hugur minn er hjá elsku Betu, Ernu, Gauta, Ágústu, Þorsteini, Ást- þóri og Ástu. Þórdís Eyvör Valdimarsdóttir. Hvernig kveður maður ást- kæran frænda sinn sem er far- inn allt of snemma og skilur eft- ir sig tómarúm hjá svo mörgum. Að gera lífi og karakt- er Bóa frænda almennileg skil væri efni í bókaflokk því fáa þekki ég sem grúskuðu, sköp- uðu, upplifðu og gáfu af sér í sama mæli og elsku frændi. Fyrst og fremst var hann ein- stakur maður sem gaf af sér til þeirra sem hann elskaði og það voru ekki fáir. Að fylgjast með honum í kringum börn var ein- stakt, þau voru komin í fang hans um leið og skynjuðu hlýjuna og elskuna sem hann bjó yfir og við nutum öll. Það var alltaf hægt að leita til Bóa ef eitthvað þurfti að framkvæma og gera, hann kunni allt og gat allt og með- fædd hjálpsemi hans var á öðru plani en maður á að venjast. Það eru ófá gömul hús sem bera handverki hans vitni en ekki síður margir sem eru fullir þakklætis fyrir allt sem hann gerði. Elsku Beta, Gauti og Erna, ykkar missir er mestur og sár- astur en Bói er og verður allt um kringum ykkur. Hans stóra líf lifir áfram í ykkur, minning- unum og öllu því sem hann miðlaði og gaf. Takk fyrir samfylgdina, elsku frændi. Sigríður Ásta (Sassa). Ástþór Ragnarsson  Fleiri minningargreinar um Ástþór Ragnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Stefán Bjarna-son var fæddur í Reykjavík 17. ágúst 1964. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði, 8. febrúar 2019. Foreldrar hans voru Bjarni Stef- ánsson, f. 3. júlí 1942, og Bára Haf- steinsdóttir, f. 7. ágúst 1945, d. 28. júlí 2017. Bróðir hans er Hafsteinn Bjarnason, f. 30. nóvember 1965. dóttur. Steinar Ingi, f. 19. októ- ber 1997, í sambúð með Ástu Lilju Snædal, og Bára Ýr, f. 1. október 2001. Stefán ólst upp á Eskifirði. Hann stundaði vinnu í fjölskyldu- fyrirtækinu Friðþjófi á Eskifirði lengst af starfsævinnar. Stefán var virkur í starfsemi Félagsmið- stöðvarinnar Knellunnar á Eski- firði. Stefáni var mjög umhugað um Ungmennafélagið Austra og síðan KVA og Fjarðabyggð og var fótbolti hans aðaláhugamál. Fór hann í ferðir með liðinu og var hann vallarstjóri nr. 1 á Eski- fjarðarvelli. Útför Stefáns fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag, 22. febr- úar 2019, klukkan 14. Hafsteinn er kvæntur Ingi- björgu M. Guð- mundsdóttur, f. 20. janúar 1966. Börn þeirra eru Bjarni Már, f. 5. janúar 1986, í sambúð með Rósu Berglindi Hafsteinsdóttur, börn þeirra eru Hafsteinn, f. 2007, Hafþór, f. 2009, og Alma Rós, f. 2016. Guðmundur Valgeir, f. 18. febrúar 1988, í sambúð með Eddu Sigurðar- Mikið ósköp sakna ég mágs míns sem hefur verið fastur punktur í lífi mínu í rúm 30 ár. Stefáni Bjarnasyni, eða Stebba eins og hann var yfirleitt kall- aður, kynntist ég þegar við Hafsteinn bróðir hans byrjuð- um saman. Hann sagði oft við mig að ég væri besta mágkona hans. Hann dekraði mjög við einu mágkonu sína. Hjálpaði mér með börnin þegar Hafsteinn var á sjónum. Stundum þegar ég var i vinnu kíkti hann við í Fífubarðinu og lét sig þá ekki muna um að taka smá tiltekt á heimilinu ef honum fannst þurfa. Stebbi var mjög sjálfstæður. Vildi helst vera heima við þeg- ar foreldrar hans fór í sum- arbústað fjölskyldunnar. Hann sagði oft við mig „ég sé um mig sjálfur. Fer í kaupfélagið og kaupi mér skyr og 1944-rétti“. Stebbi var mjög félags- lyndur. Var fastagestur í fé- lagsmiðstöðinni Knellunni á Eskifirði. Krakkarnir í Knell- unni nutu góðs af plötu- og geisladiskasafni hans. Hann var vallarstjóri nr. 1 á Eskifjarðarvelli. Austri, Eski- firði, var hans lið, seinna bætt- ist við KVA, knattspyrnufélag Vals og Austra og svo Fjarða- byggð. Hann sá um að völlur- inn á Eskifirði væri klár fyrir leiki og að leikmenn fengju vatnsbrúsana sína. Stebbi hafði yndi af að ferðast, sérstaklega til útlanda, og fór í ófáar ferðir með for- eldrum sínum. Og seinna meir með pabba sínum eftir að mamma hans veiktist. Tvívegis fórum við saman í sólarlandaferðir, í ann- að sinn með allri fjölskyldunni yfir jól. Í síðara sinn árið 2012 og þá með þeim feðgum. Stebbi stundaði ýmsa útivist s.s. sund, göngu og skíði. Fast- ur punktur hjá honum var um páska, þá komu Steinþór, móð- urbróðir hans, og fjölskylda frá Hornafirði austur til að fara á skíði í Oddsskarði og þá var Stebbi tilbúinn að fara í fjallið. Stebbi var vinamargur og þegar hann varð 40 ára hélt hann upp á afmælið með stór- veislu í Valhöll ásamt fjölda vina sinna. Ég minnist skemmtilegra bíltúra þar sem við hlustuðum á lög helst með Bubba, Stebba Hilmars og svo voru 80’ lögin í miklu uppáhaldi hjá honum helst þau fjörugu. Samband Stebba við foreldra og bróður var mjög náið. Hann fékk að blómstra á sínum for- sendum. Sjálfstæður, lífsglaður, og kátur með lífið. Síðustu tvö árin dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð við gott atlæti starfsfólks og ekki síður heimilisfólks sem var mjög umhugað um hann. Á kveðjustund koma margar góðar minningar upp í hugann um einstakan mann. Saknaðarkveðjur, besta mág- kona, Ingibjörg M. Guðmundsdóttir. Árin líða og nú kveðjum við góðan vin, sem margir munu sakna, gleðigjafann hann Stebba okkar. Fallegur síðsumardagur, og við litlu mömmurnar að búa okkur heim af Fæðingarheim- ilinu í Reykjavík, með litlu kút- ana okkar, nýfædda. Samferða í þessu sem öðru, vinkonurnar. Bára og Bjarni voru að fara til Eskifjarðar með hann Stebba sinn, þar sem þau bjuggu sér heimili og við á Hornafjörð, vík milli vina, ekki alveg skotist á milli, enginn sími í fyrstu. Þetta voru sannarlega aðrir tímar – samt eitt og eitt skemmtilegt bréf í póstinum, alltaf af og til. Fjölskylda Báru bjó hér á Höfn, svo fljótlega lágu leiðir saman aftur og tæki- færi til að kynnast betur litla, glaða stráknum, honum Stebba. Og glaður var hann og stráði gleðinni í kringum sig. Ein- hverju sinni vorum við Bára í labbitúr með strákana og litlu systkinin í vögnunum. Þeir hafa verið um fjögurra ára gamlir. Stebbi ætlaði að skella sér yfir á gatnamótum en ég stoppaði hann og sagði: „Passaðu þig á bílunum, elskan.“ Heyri hann þá tuldra glaðlega í bringuna: „Jæja þá, frekjudós.“ Alltaf gaman! Í gegnum tíðina vissum við fljótlega af því, þegar fjöl- skyldan var komin í bæinn, Stebbi alltaf kominn til okkar í heimsókn. Kærkomnar heim- sóknir voru það, hann alltaf glerfínn eins og greifi. Krakk- arnir okkar fögnuðu mikið vini sínum, Dóra litla vildi halda í hann sem lengst og tíndi í hann allt dótið sitt og Buska kúrði sig alltaf utan í hann, vissi að hún fengi gott klapp og klór. Aðeins grínast með hvort Bára hefði nokkuð lent í basli með hunda eða hesta nýlega, – hann alltaf opinn fyrir gamninu en fágaður og flottur, þekkti alltaf mörkin. Stebba var annt um litla frændfólkið sitt á Eski- firði, minntist alltaf á þau, enda mikill og góður samgangur þar á milli. Gleðin lýsti í andlitinu þegar hann talaði um þau, hana Báru litlu, Gumma, Steinar eða Bjarna. Fótboltinn á Eskifirði var honum mikils virði, dyggur stuðningsmaður og fylgdi stundum með í keppnisferð- irnar, „lukkudýrið“ þeirra, vak- andi yfir öllu. Tónlist var líka stór þáttur í lífi Stebba – og auðvitað kom hann með plötubunkann sinn og sá um músíkina í Knellunni, félagsmiðstöðinni, nóg var til af plötum og diskum. Veit að þar sem annars staðar átti hann góða vini sem mátu hann og virkjuðu með unglingunum. Alltaf sjálfum sér nægur, virk- ur í samfélaginu, allsstaðar vel- kominn, svona var hann bara. Margar voru ferðirnar hans með fjölskyldunni hérlendis og erlendis og margar skemmti- legar sögur sagðar af þeim ævintýrum öllum. Já, hann stráði gleðinni í kringum sig hann Stebbi og bjó við það atlæti alla tíð. Það eru lífsgæði að kynnast svona fólki og eiga það að vinum. Hann Stebbi okkar er flog- inn á nýjar slóðir og búinn að hitta hana mömmu sína, örugg- lega smá grín og gaman þar. Blessuð sé minning þeirra beggja. Hildigerður (Gerða). Nú hefur okkar góði farsæli Stefán Bjarnason, Eskfirðing- urinn sem okkur þótti svo vænt um alla tíð, enda sannkallað eð- almenni í bak og fyrir, kvatt líf- ið langt fyrir aldur fram. Stefán bjó í Regínuhúsi og Kalla í Bleiksárhlíð 61 frá 1965 í 10 ár. Þeir bræður Stefán og Haf- steinn, sem og foreldrar þeirra, voru í miklu uppáhaldi hjá for- eldrum mínum sem og foreldr- ar þeirra og sannur kærleikur ríkti þar á bæ. Gleði og gæfa ríktu þar á milli alla tíð. Foreldrar mínir færðu þeim bræðrum jólagjafir og Bára móðir bræðranna kom upp á efri hæðina á aðfangadag með strákana sína uppábúna í jólafötunum með jólagjöf til foreldra minna. Þeir bræður voru sólgnir í að heimsækja Regínu, hún gaf þeim nammi, karamellur og brjóstsykur frá Opal. Svo þegar ég kom af síld- veiðum úr Norðursjónum 1973 eftir vel heppnaða vertíð á Sveini Sveinbjörnssyni NK undir öruggri skipstjórn Ingva Rafns Albertssonar með árs- birgðir af Mackintosh og ýmsu góðgæti voru þeir bræður Stef- án og Hafsteinn fastagestir í heimsókn hjá Regínu og báðu um nammi og hvort Emil væri heima. Ætíð fengu þeir eitthvað gott í sína munna enda í miklu uppáhaldi bræðurnir á neðri hæðinni. Það eina sem ég man eftir að Bára Hafsteins hafi verið óánægð með var þegar móðir mín, á sama tíma og hún klippti Birgi Búa, tók með í leiðinni Stefán og Hafstein, sem var með mjög sítt bítlahár, og klippti þá burstaklippingu með sínum gamaldags handklippum. Þá var Báru misboðið. Eitt sinn brá Bára sér að heiman kvöld eitt til að hitta Guggu systur sem þá bjó í Her- mes skammt þar frá. Bára bað mömmu eitt sinn um að fylgjast með strákunum sínum, ef þeir færu að gráta. Regína á efri hæðinni heyrði grát og dreif sig niður til að hugga, en hún komst bara inn í forstofuna en ekki inn í íbúðina. Hún dó þó ekki ráðalaus og tók upp sinn söng og strákarnir sefuðust, hættu að gráta þegar lagið Stebbi stóð á ströndu var sungið og Þórsmerkurljóð og einhver fleiri góð lög. En hvað getur maður sagt á sorgarstundum sem þessum? Minnast þess góða, enda þótt sorgin sé yfir um allt. Elsku Stebbi, við elskuðum þig svo og gerum enn sem og þína ástvini. En kallið er komið. Blessuð sé kær minning Stefáns Bjarnasonar. Emil Thorarensen. Stefán Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.