Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.02.2019, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2019 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur þörf fyrir ró og næði í dag. Reyndu að minnka álag sem mest, þér hættir til að hlaða of mörgum verk- efnum á þig. Sumarið mun bjóða upp á ævintýri. 20. apríl - 20. maí  Naut Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Smá ósætti kemur upp næstu vikur en ekki taka það of alvarlega. Æskuvinur hefur samband. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Takist þér að bæta andann inn- an fjölskyldunnar eða heimilisins í dag þá er það dágott dagsverk. Notaðu innsæi þitt til að meta stöðuna í ásta- málunum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki sjálfselska að næra sköpunarþrána eins og margir vilja telja þér trú um. Ef þú skipuleggur þig betur getur þú sinnt öllu sem þig langar til. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er engin ástæða til að láta hugfallast þótt það verkefni, sem þú fæst við, reynist eitthvað snúnara en þú áttir von á. Hættu að afsaka þig, vertu bara eins og þú ert. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er engin ástæða til að draga sig í hlé þótt hugmyndir þínar slái ekki í gegn. Vinir þínir munu koma þér á óvart. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dagurinn í dag er alveg kjörinn fyrir afþreyingu og sprell með smáfólkinu. Ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Félagslíf þitt tekur fjörkipp. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sparsemi er dyggð en níska ekki. Láttu aðra ekki þvæla þér í verkefni sem þú innst inni ert mótfallin/n. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú lætur í minni pokann til að bæta upp eitthvað sem gerðist fyrir stuttu. Rómantíkin svífur yfir vötnum og þér finnst þú hafa hitt sálufélagann. 22. des. - 19. janúar Steingeit Farðu þér hægt í umgengni við hitt kynið. Oft er flagð undir fögru skinni. Þér verður boðið í brúðkaup sem verður síðar á árinu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér liggur ekki lífið á að velja næsta skref í viðkvæmu máli. Hafðu hug- fast að ef þú ert tilbúin/n að gefa af þér, færðu það margfalt til baka. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þig vantar félaga til þess að framkvæma með þér það sem þig dreymir um. Gættu þess að fá nóg hvíld, þér hættir til að sofa of lítið. Í sálarháska“ er annað bindið afævisögu séra Árna Þórarins- sonar. Ég gríp niður þar sem séra Árni segir frá því að árin í kring- um fermingaraldurinn hafi Matt- hías átt heima á Kvennabrekku hjá Guðmundi presti Einarssyni móðurbróður sínum. Þar var upp alin Sólveig Þórhallsdóttir. Hún kenndi séra Árna tvær vísur sem Matthías orti þar og er alltaf gam- an að barnavísum þjóðskáldanna. Aðra kvað hann út af því að hann var beðinn að fara með pott upp að Vatni í Haukadal: Matthías á mikið gott. Mæðan trúi ég sjatni. Hann á nú að halda á pott héðan upp að Vatni. Hina orti hann þegar hann var sendur eitthvað á hesti: Matthías á merunum mikill þykist vera. Fáránlega fer ‘onum fæturna að bera. Séra Árni kunni mikið í rímna- kveðskap, til dæmis öll Túlls- heilræði í Númarímum. – „Og allt- af kom mér þessi vísa í hug,“ segir hann, „þegar ég kom til Reykjavíkur: Því ég hræðist þinn ungdóm, þörf er fyrirhyggja; þegar þú kemur þar í Róm þúsund snörur liggja. Reykjavík var að vísu engin Rómaborg. En vel mátti þó mis- stíga sig þar.“ Sigmar Ingason hefur orð á því að daginn lengi óðum og lætur þorravísu fylgja: Ljósara yfirbragð lífið fær, léttara að víkja úr sængur hlýju, líklega er dagurinn lengri en í gær, lesbjart að verða klukkan níu. Helgi R. Einarsson lætur í ljós „þakklæti“: Er ég á fætur fer fagna víst ýmsu ber: Konuna’ að eiga, auk þess að mega vakna og vera hér. Góðir hagyrðingar yrkja lát- laust um það sem fyrir augu ber, þegar þeir horfa út um eldhús- gluggann – Sigmundur Benedikts- son yrkir: Myndin oft að muna sveigir, margbreytileg er hún þó. Akrafjallið að mér teygir arma sína þakta snjó. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af séra Árna, Matthíasi og fleirum Í klípu „þetta er langvirkt. Þú þarft ekki aÐ koma fyrr en eftir hálft ár.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ég smurÐi ársbirgÐir af samlokum handa þér.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að svara sendingum af ástúð. MANSTU ÞEGAR ÉG SAGÐI FYNDNA BRANDARANN? NEI MAN ÉG!?! AHA-HA! HA! HA! HA! HA! HELGA, VILTU KOMA MEÐ Á KRÁNA? MIG LANGAR, EN ÉG Á EFTIR HÚSVERK SEM MUN TAKA MARGAR KLUKKUSTUNDIR AÐ KLÁRA! ÉG SKIL! ÉG SKAL TAKA FRÁ STÓL FYRIR ÞIG! EN HVAÐ ÞÚ ERT TILLITSSAMUR! NÁLASTUNGUR Víkverji er vel giftur eða gift eftirþví hvernig á það er litið. Eins yndislegur og maki Víkverja er, þá er hann dálítið sérvitur. Víkverji er heið- arlegur að eðlisfari og viðurkennir að stundum fari sérviska makans í taug- arnar á Víkverja en oftast sjái Vík- verji spaugilegu hliðarnar á henni. x x x Af fróðleiksfíkn leitaði Víkverjiupplýsinga og fann í Íslensku nú- tímaorðabókinni skilgreininguna að sá sem væri sérvitur væri ólíkur öðr- um mönnum í skoðun eða framkomu. x x x Víkverji varð fyrir nokkrum von-brigðum með skilgreiningu Ís- lensku nútímaorðabókarinnar. Vík- verja finnst hún alltof opin og geta átt við um allflesta að einhverju leyti, en eflaust eru allir upp að einhverju marki sérvitrir. x x x Maki Víkverja gaf honum leyfi tilþess að nota dæmi um sérvisku hans í föstudagsblaðinu. Maki Víkverja getur ekki keypt eitt stykki. Hann kaupir allt á jöfnum tölum, tvær fernur af mjólk, tvo pakka af kaffi, tvær, fjórar eða sex sí- trónur, tvo pilsnera o.s.frv. x x x Maki Víkverja getur ekki stigið álínur á gangstéttum. Hann get- ur bara notað ákveðna tegund af skeið, hnífapörum og glasi á ákveðnum tímabilum. Þá sérvisku á Víkverji erfiðast með að þola. Sér- staklega þegar Víkverji er búinn að dekka borð og allt í stíl. Það er þyngra en tárum taki að horfa á mak- ann skipta um skeið og glas og taka í burtu allt samræmi í borðbúnaði. Oft- ast lætur Víkverji þessa sérvisku makans ekki trufla sig og tekur tillit til hennar. x x x Af sinni alkunnu tillitssemi dekkarVíkverji fallega upp borð og set- ur stakt glas og hnífapör við disk makans. Allir eru sáttir þar til mak- inn í sinni sérvisku breytir um glas af því að hann er kominn með nýtt uppáhaldsglas. Á þeim stundum er Víkverja öllum lokið. vikverji@mbl.is Víkverji Ef einhver er í Kristi er hann orðinn nýr maður, hið liðna varð að engu, nýtt er orðið til. (Síðara Korintubréf 5.17)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.