Morgunblaðið - 06.03.2019, Page 36
Sumarið er tími ævintýranna
Bókaðu flug innanlands og fáðu
30% afslátt af Léttum og
Klassískum fargjöldum.
NOTAÐU KÓÐANN: SUMAR19
BÓKANLEGT: 6. og 7. mars
FERÐATÍMABIL: 1. maí til 30. sept.
airicelandconnect.is
Sænski rithöf-
undurinn Jo-
hannes Anyuru
er gestur á Höf-
undakvöldi Nor-
ræna hússins í
kvöld kl. 19.30.
Halla Þórlaug
Óskarsdóttir
stýrir umræðu
sem fram fer á sænsku. Anyuru ólst
upp hjá sænskri móður og föður frá
Úganda. 2013 var hann tilnefndur
til Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs fyrir En storm kom från
Paradiset. Nýjasta bók hans, De
kommer att drukna i sina modrars
tårar, gerist í framtíðinni þar sem
múslimar þurfa að skrifa undir
ríkisborgarasamning í Svíþjóð, ella
vera stimplaðir óvinir ríkisins.
Höfundakvöld með
Johannesi Anyuru
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 65. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Evrópumeistarar Real Madrid í
knattspyrnu karla eru úr leik í
Meistaradeildinni á leiktíðinni. Hol-
lenska liðið Ajax vann Evrópumeist-
arana 4:1 í Madríd í gærkvöld í síð-
ari leik liðanna í 16-liða úrslitum
keppninnar og samanlagt 5:3 í
tveimur viðureignum. Tottenham er
einnig komið áfram eftir samtals
4:0 sigur á Dortmund. »3
Evrópumeistarar
Real Madrid úr leik
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Því verður ekki neitað að Hatari nýt-
ur mikilla vinsælda meðal lands-
manna þótt skiptar skoðanir séu á
ágæti hljómsveitarinnar. Vinsældir
hljómsveitarinnar virðast vera nægi-
lega miklar til þess að Partýbúðin
hefur séð sig knúna til þess að opna
sérstakt Hatara-
horn. „Ég held að
það séu nú ein-
hverjir sem eru
að fara í
vinnustaðapartí
sem leita í þetta
frekar en börn,
hins vegar var ég
beðin um að að-
stoða við að finna
slíkan búning fyr-
ir einn sex ára,“ segir Valgerður
Gunnarsdóttir verslunarstjóri.
Hún segir greinilega eftirspurn
eftir vörum sem hjálpa fólki að
klæða sig í stíl hljómsveitarinnar á
öskudaginn, ekki síður er gert ráð
fyrir að einhverjir vilji klæða sig upp
vegna Eurovision í maí. „Ég reikna
nú með að við verðum með eitthvað
fyrir Eurovision-partíin, en við erum
svo sem ekki með neitt dónalegt,
bara nethanska, leðurgrifflur og
keðjur,“ segir Valgerður.
„Mitt mat er að hingað til sé þetta
bara af hinu góða. Það er verið að
taka svolítið furðufaktorinn út úr
þessu,“ segir Margrét Nilsdóttir,
varaformaður BDSM-samtakanna.
Hún segist ekki vita til þess að fjölg-
un hafi verið í félaginu að undan-
förnu. „Undanfarið hefur fjölgað
smátt og smátt. Fólk er minna hrætt
við að vera hluti af þessu. Það sem
stóð okkur mest fyrir þrifum var að
fólk vildi ekki vera á skrá,“ útskýrir
hún.
Margrét segir jákvætt að fólk
klæði sig í anda Hatara og að hún
hafi ekki sérstakar áhyggjur af því
að verið sé að gera grín að BDSM-
fólki. „Það er ekkert nýtt að fólk geri
grín að því sem er öðruvísi eða þykir
skrýtið. Það sem er gott við þetta er
að grínið er á þessu stigi, áður var
þetta miklu rætnara.“
Hatara-búningar njóta
vaxandi vinsælda fólks
Börn og fullorðnir vilja vera eins og Hatari á öskudaginn
Ljósmynd/Lilja Jóns.
Öskudagur Klæðaburður hljómsveitarinnar hefur þótt eftirtektarverður.
Margrét
Nilsdóttir
Ásta Júlía Grímsdóttir er nýorðin
átján ára gömul en er í stóru hlut-
verki í toppliði Vals í Dominos-deild
kvenna í körfuknattleik. Ásta er í
úrvalsliði
febrúar-
mánaðar hjá
Morgunblaðinu
sem birt er í dag
og kveðst vera
ánægð með
frammistöðu sína
og Valsliðsins í
vetur. Darri Freyr
Atlason, þjálfari
Vals, segir að Ásta
hafi tekið stór-
stígum framförum
en hann þjálfaði
hana áður hjá KR.
»2-3
Átján ára í lykilhlut-
verki hjá toppliðinu