Morgunblaðið - 06.03.2019, Page 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019
✝ Einar Sigur-björnsson
fæddist í Reykjavík
6. maí 1944. Hann
lést á Vífilsstöðum
20. febrúar 2019.
Foreldrar hans
voru Sigurbjörn
Einarsson biskup, f.
30. júní 1911, d. 28.
ágúst 2008, og kona
hans Magnea Þor-
kelsdóttir, f. 1.
mars 1911, d. 10. apríl 2006.
Börn þeirra: Gíslrún, Rannveig,
Þorkell, Árni Bergur, Einar,
Karl, Björn og Gunnar. Bræður
Einars, Þorkell, Árni Bergur og
Björn eru látnir.
Eiginkona er Guðrún Edda
Gunnarsdóttir, náttúrufræð-
ingur og fv. sóknarprestur í
Þingeyrarprestakalli, f. 1. sept-
ember 1946, og eignuðust þau
þrjú börn: 1) Sigurbjörn, f. 9.
október 1971, viðskiptafræð-
ingur. Fyrrverandi eiginkona
Brynja Jónsdóttir, f. 1. ágúst
1972, lyfjatæknir. Þau eign-
uðust þrjá syni, Einar, f. 17.
september 1997, d. 6. mars 2018,
Eggert Árna, f. 6. október 2000,
og Magnús Þorkel, f. 9. febrúar
2005. Sambýliskona Sigurbjörns
er Karen Sif Þorvaldsdóttir, f.
12. mars 1976, tannsmiður, syn-
ir hennar eru Dagur Steinn, f.
18. febrúar 2003, Haukur Logi,
f. 7. september 2007, og Hilmar
Örn, f. 11. febrúar 2010. 2)
Guðný, f. 7. desember 1978, tón-
nefnd Ritraðar Guðfræði-
stofnunar 1994-1998 og ritstjóri
2001-2004. Varaforseti Há-
skólaráðs 1983-1985. Fulltrúi í
trúar- og skipulagsmálanefnd
Alkirkjuráðsins 1984-1992 og
fulltrúi þjóðkirkjunnar í nefnd-
um samkirkjuráðs Norðurlanda
1987-2004.
Var í stjórnarnefndum nor-
rænna rannsóknaverkefna:
Nordisk homiletik 1995-2000,
um vígslu kirkjunnar þjóna
1996-2006 og um sálma Lúthers
í lífi Norðurlandabúa 2000-2008.
Hann stýrði verkefninu Þýdd
guðsorðarit á Íslandi á 17. öld.
Einar hlaut viðurkenningu
Hagþenkis fyrir fræðistörf árið
1990. Einar var formaður helgi-
siðanefndar þjóðkirkjunnar
1978-1997 og skipaður í helgi-
siða-, handbókar- og sálma-
bókarnefnd hennar 2003, for-
maður Sálmabókarnefndar til
æviloka.
Hann sat á Kirkjuþingi 1994-
1997 og í ýmsum nefndum þjóð-
kirkjunnar: skipulags- 1993-
1997, djákna- 1990-1997 og
kenningarnefnd 1997-2014.
Félagi í Vísindafélagi Norð-
manna frá 1988 og í Vísinda-
félagi Íslendinga frá 1994; vara-
forseti 1999-2004 og forseti þess
frá 2004-2008. Fulltrúi HÍ í
stjórn Guðbrandsstofnunar á
Hólum í Hjaltadal frá 2004-2013.
Meðal bóka sem Einar ritaði
eru Orðið og trúin, Kirkjan
játar, Credo, kristin trúfræði,
Ljós í heimi og Embættisgjörð.
Einar sat í ritstjórn ýmissa
fræðirita og ritaði fjölda greina
í fræðirit, tímarit og blöð.
Útför hans fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 6.
mars 2019, klukkan 11.
listarmaður. Eigin-
maður hennar er
Jón Hafsteinn Guð-
mundsson, sérfræð-
ingur, f. 24. júní
1980. Börn þeirra
eru: Karitas, f. 10.
september 2008, og
Guðmundur Einar,
f. 23. apríl 2014. 3)
Magnea, fata- og
textílhönnuður, f.
15. mars 1986.
Eiginmaður hennar er Yngvi Ei-
ríksson verkfræðingur, f. 24.
janúar 1984. Börn þeirra eru:
Rökkvi Sólberg, f. 18. mars
2010, og Edda Fanney, f. 11.
nóvember 2018.
Einar gekk í Miðbæjarskól-
ann, stúdent frá MR 1964 og
lauk embættisprófi í guðfræði
frá HÍ 1969. Stundaði nám í trú-
fræði og játningafræði við guð-
fræðideild Lundarháskóla og
lauk doktorsprófi 1974. Heiti
doktorsritgerðar: Ministry
within the People of God.
Einar var prestur á Ólafsfirði
1969-70, Hálsi í Fnjóskadal
1974-75 og á Reynivöllum í Kjós
1975-78. Stundakennari við guð-
fræðideild HÍ 1975-1977. Hann
var prófessor í guðfræði með
trúfræði sem aðalkennslugrein
frá 1978-2014.
Einar var forseti guðfræði-
deildar 1981-1985, 1990-1993 og
2004-2006. Í stjórn Guðfræði-
stofnunar 1990-2007, forstöðu-
maður 1995-2007. Hann var í rit-
Elsku pabbi.
Það er með sorg í hjarta og mikl-
um söknuði að ég skrifa þessi minn-
ingarorð, elsku pabbi minn, minn-
ingarorð sem mér finnst ekki
gaman að hugsa um, ótímabært og
erfitt að vera að skrifa núna. Það er
ákveðin huggun að vita að nafni
þinn tók á móti þér og nú eruð þið
saman. Hann Einar minn átti alltaf
sérstakan stað hjá þér, pabbi, og ég
gleymi aldrei brosinu á þér þegar
þú heyrðir nafnið sem hann fékk í
skírninni sinni, nafni minn og
hjartakóngur eins og þú kallaðir
hann alltaf. Hann var fyrsta barna-
barnið ykkar mömmu og hann fékk
að eiga ömmu og afa einn fyrstu
þrjú árin sín en síðan fór að bætast
í hópinn.
Minningarnar ylja og hjálpa í
sorginni en þær eru líka svo erfiðar
á sama tíma því þær eru minning-
ar, sem verða bara minningar og
aldrei endurteknar. En þær eru
svo margar og lifa áfram því þó að
líkaminn sé sofnaður þá lifir sálin
og minningin og það er það sem við,
sem eftir erum, höldum á lofti og
minnumst.
Núna þegar ég rifja upp og
hugsa til baka þá er svo margt sem
ég get þakkað og verið þakklátur
fyrir. Þú kenndir mér svo margt og
varst góð fyrirmynd en fyrst og
fremst alltaf til staðar. Það breytt-
ist ekki eftir að þú veiktist fyrir
rúmum þremur árum og þó að
veikindin drægju mikið af þér þá
breyttist þú aldrei. Alltaf sama
hlýjan, sami húmorinn, sama elsk-
an, sama þolinmæðin og æðru-
leysið.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens)
Elsku pabbi minn, þú ert ekki
lengur hjá okkur en ég veit að sálin
lifir og er hjá okkur. Minningin þín
lifir áfram með okkur og allar fal-
legu minningarnar hjálpa okkur í
gegnum sorgina.
Guð geymi þig, pabbi minn.
Þinn sonur,
Sigurbjörn.
Það er tómlegt að setjast niður
og skrifa þessi orð og vita að ég
mun ekki geta leitað til pabba áður
en ég sendi þau frá mér. Uppfull af
söknuði sit ég með litlu stúlkuna
mína í vöggunni við hlið mér og
geri fátæklega tilraun til að setja
saman texta sem lýsir því hversu
mikil stoð og stytta hann var í mínu
lífi.
Það sem er mér efst í huga er
þakklæti.
Elsku pabbi.
Takk fyrir að segja mér að lifa
ekki lífinu í viðtengingarhætti.
Hugsa ekki um það sem hefði getað
orðið heldur vera æðrulaus og
sætta mig við það sem ég get ekki
breytt. Þessu lifðir þú eftir á aðdá-
unarverðan hátt og nálgaðist nú
síðast þá þrautagöngu sem veikindi
þín voru.
Takk fyrir að ganga drengnum
mínum í föðurstað. Að hafa svo oft
sótt okkur á dimmum köldum
morgnum og skutlað í leikskóla og
vinnu. Að hafa passað hann á
kvöldin og verið oftar en ekki búinn
að vaska upp þegar ég kom heim.
Fyrir að syngja fyrir hann eins og
þú gerðir fyrir mig þegar ég var
lítil.
Ég er þakklát fyrir hversdags-
legar minningar sem fáir skilja
nema þeir sem eiga þær með okk-
ur. Hjólbörurnar í Kjósinni, sér-
viskan með uppþvottavélina, hjóna-
sæla og mjólk. Það kemur svo
margt upp í hugann. Hatturinn
þinn. Flugvélaáhuginn. Tyggjókar-
tonið í skrifborðsskúffunni í háskól-
anum. Rauður Opal í brjóstvasan-
um. Súrmjólk, púðursykur og
cheerios.
Þú hafðir þínar föstu venjur og
ég er þakklát fyrir það. Líka hvað
þú varst vandvirkur og kenndir
mér að gera hlutina vel. Óþolin-
mæðin í mér hafði gott af því og nú
skef ég bílinn í þínum anda.
Takk fyrir að kenna mér að leyfa
tímanum að líða. Bíða og sjá. Sofa á
þessu. Sjá hvað mér finnst á morg-
un.
Takk fyrir að hafa gefið mér
endalaust af þínum tíma. Að hafa
lesið fyrir mig á hverju einasta
kvöldi þegar ég var lítil og leyft mér
að lesa fyrir þig þegar þú gast það
ekki lengur. Að hafa alltaf verið til í
að svara spurningum mínum. Þú
varst svo fróður og góður að setja
hlutina í samhengi. Takk fyrir að
deila með mér visku þinni.
Takk fyrir að kenna mér að
klára það sem ég byrja á. Ég er
þakklát fyrir að þið mamma hafið
hvatt mig til að klára námið mitt í
London. Þó að ég hafi verið ein með
lítið barn. Takk fyrir að hafa stutt
mig í einu og öllu og hafa alltaf haft
óbilandi trú á mér. Að hafa verið
stoltur af mér. Ég var líka stolt af
þér.
Takk fyrir það sem ég kunni
ekki alltaf að meta. Ég er þakklát
fyrir að hafa komið inn í allar kirkj-
urnar og öll söfnin. Að þið hafið
kennt mér lagið um konuna sem
gleypti fluguna þegar ég var að gef-
ast upp á einhverri gönguferðinni.
Og ég er þakklát fyrir að þú hafir
aldrei gefist upp á að reyna að
kenna mér nöfnin á öllum kennileit-
um á Íslandi á ferðum okkar um
landið. Þér tókst það reyndar ekki.
Takk fyrir að kenna mér að sjá
það spaugilega í aðstæðum. Fyrir
síðasta hláturskastið okkar á
Borgarspítalanum í haust er ég
sérstaklega þakklát. Þegar ekkert
annað var í stöðunni en að hlæja að
því sem orðið var og við grétum
saman úr hlátri. Ég er svo þakklát
fyrir að þrátt fyrir öll þessi erfiðu
veikindi þá varstu alltaf sami gamli
góði pabbi.
Guð geymi þig. Þín
Magnea.
Ég þakka Guði mínum í hvert
skipti, sem ég hugsa til yðar. (Fil.
1,3)
Á þessum orðum hefst bréf Páls
til Filippímanna. Á þessum orðum
hófst líka brúðkaupsræða afa Sig-
urbjörns til ykkar mömmu, þar
sem afi lagði listavel út frá þessum
orðum í ræðunni.
Þessi orð höfðu sterk áhrif á mig
þegar við áttum síðustu stundirnar
með þér á Vífilsstöðum og ég sá svo
vel hvað þessi orð hafa verið ykkur
mömmu mikið leiðarljós í ykkar lífi,
þið hafið svo sannarlega þakkað
Guði fyrir hvort annað í hvert skipti
sem þið hugsuðuð hvort til annars.
En líka hafið þið þakkað fyrir lífið
sjálft og allar þær gjafir sem þið
nutuð saman. Það höfum við börnin
ykkar og barnabörn alltaf fengið að
finna, að þið hafið verið þakklát fyr-
ir okkur öll. Þakklát, stolt og hvetj-
andi.
Elsku pabbi. Minningarnar eru
óteljandi. Þú sýndir öllu sem ég
gerði alltaf svo mikinn áhuga og
barst svo mikla umhyggju fyrir
mér. Fyrir það er ég þér svo þakk-
lát. Þú varst óþreytandi að hjálpa,
uppörva, hlusta og spjalla um
smátt sem stórt. Það var líka svo
gaman að heyra þig segja frá því
sem þú hafðir áhuga fyrir og í frá-
sögum þínum varð allt svo ljóslif-
andi fyrir manni. Allar sögurnar
þínar frá því þú varst lítill og
glampinn í augunum þegar þú sást
flugvél lenda eða þegar þú rakst
augun í gamlan, flottan bíl.
Frásagnirnar af barnabörnun-
um og þeirra uppátækjum þegar
þú hafðir verið að passa þau, stoltið
leyndi sér ekki. Þú hafðir líka
áhuga fyrir fólkinu í kringum okk-
ur, vinum okkar, samferðafólki. Þú
mundir svo vel eftir öllum og tókst
öllum eins og þeir voru. Og seinna
þegar þú sagðir frá á söguslóðum
og settir hlutina svo vel í samhengi.
Þú gafst alltaf svo mikið af þér, al-
veg fram á síðasta dag. Það var
aðdáunarvert hvað þú tókst á við
veikindi þín af miklu æðruleysi. Þér
tókst einhvern veginn alltaf að
finna ljósan punkt í hverju sem var
og vera þakklátur fyrir alla þá hjálp
sem þú fékkst. Og ég er svo óend-
anlega þakklát fyrir þig, elsku
pabbi minn, þó að það sé svo sárt að
þú sért farinn. Þakklát fyrir að hafa
átt eins góðan pabba og þú varst,
þakklát fyrir þá fyrirmynd sem þú
varst mér.
Guð geymi þig, þín dóttir,
Guðný.
Elsku afi minn.
Ég sakna þín svo mikið, það er
svo skrítið að þú sért dáinn. Ég á
svo margar góðar minningar um
þig þegar þú varst að passa mig. Þú
varst alltaf að segja mér sögur og
þú kunnir að segja þær svo
skemmtilega. Stundum varstu bú-
inn að segja mér söguna um Brúsa-
skegg mörgum sinnum en mér
fannst hún alltaf jafn skemmtileg
þegar þú sagðir hana. Svo vorum
við alltaf að leika okkur, þú varðst
aldrei þreyttur á að leika og varst
alltaf í góðu skapi. Mér fannst svo
erfitt þegar þú varðst veikur, elsku
afi minn. Þú varst samt alltaf í góðu
skapi þó að þú værir veikur. Þú
varst alltaf svo glaður að sjá okkur
og það var svo gott að vera með
þér.
Elsku afi minn, Guð geymi þig
alltaf.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín
Karitas.
Þegar ég man fyrst eftir mér
sváfum við Einar bróðir í sama
rúmi. Lágum hlið við hlið og hlust-
uðum á mömmu lesa framhalds-
sögu kvöldsins, fórum saman með
bænirnar, hurfum saman á vit
svefnsins. Inn til okkar bárust ærsl
og sköll frá róluvellinum og svo
skrölti strætisvagninn ofan götuna
og sendi ljóskeilu inn um gluggann
sem færðist frá glugganum yfir
loftið og myndaði skuggaspil sem
lék á súðinni. Undir ómuðu hlátrar
eldri systkinanna úr stofunni og
taktfast tifið í ritvélinni hans pabba.
Þetta fylgdi okkur inn í drauma-
landið, öryggi, friður, hlýr fjöl-
skyldufaðmur, heimur í góðum
skorðum.
Við urðum iðulega samferða í
Miðbæjarbarnaskólann, í spilatím-
ana, í sunnudagaskólann og svo í
KFUM og þrjúbíóin. Lásum sömu
bækurnar, hlustuðum á sömu tón-
listina og Einar hjálpaði mér með
heimalærdóminn. Einar var alltaf í
nánd, stóri bróðir, hinn náni vinur,
sálufélagi, fyrirmynd og fræðari.
Eflaust hefur á stundum gengið
mikið á í litla húsinu á Freyjugötu
17. Tvær systur og sex bræður.
Einar
Sigurbjörnsson
SJÁ SÍÐU 22
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR MALMQUIST,
fv. forstjóri Byggðastofnunar,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold
föstudaginn 1. mars.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 7. mars
klukkan 15.
Sigríður J. Malmquist
Ásta Malmquist Eggert Teitsson
Rúna Malmquist Torfi Kristjánsson
Jón Eðvald Malmquist Guðrún K. Rúnarsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
MATTHÍAS EINARSSON
fv. lögregluvarðstjóri á Akureyri,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
27. febrúar. Útförin fer fram frá
Bústaðakirkju föstudaginn 8. mars klukkan 13.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Líknarsjóð
Oddellowreglunnar.
Jóhanna María Pálmadóttir
Pálmi Matthíasson Unnur Ólafsdóttir
Stefán E. Matthíasson Ásdís Ólöf Gestsdóttir
Gunnar Rúnar Matthíasson Arnfríður Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir,
frænka, amma, langamma og
langalangamma,
GUÐBJÖRG ÁMUNDADÓTTIR
Minna Núpi,
Skeiða- og Gnúpverjahreppi,
lést á Dvalarheimilinu Ási, Hveragerði,
mánudaginn 4. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Ingólfsdóttir Auðunn Gestsson
Herdís Kristjánsdóttir Trausti Sveinbjörnsson
Ámundi Kristjánsson
Viðar Ingólfsson Nína Björg Borgarsdóttir
Guðbjörg Emma Ingólfsd. Gunnlaugur Óttarsson
Snorri Arnarson Erla Gunnarsdóttir
Erla Arnardóttir Ingi Björnsson
langömmu - og langalangömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
BORGHILDUR THORS
þroskaþjálfi,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund
föstudaginn 1. mars.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 11. mars
klukkan 13.
Hilmar Oddsson Guðlaug M. Jakobsdóttir
Elísabet Á. Oddsdóttir Ómar Jóhannsson
Hera Hilmarsdóttir Sam Keeley
Oddur Sigþór Hilmarsson
Oddur Ómarsson
Arnar Ómarsson
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hallskoti, Fljótshlíð,
lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli miðvikudaginn 27. febrúar.
Útförin fer fram frá Hlíðarendakirkju laugardaginn 16. mars
klukkan 14.
Júlía Adolfsdóttir Kolbeinn Guðmannsson
Elísa Adolfsdóttir
Brynjólfur Tómasson Hólmfríður Ásmundsdóttir
Einar Eiríksson
Ásmundur Eiríksson
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn