Morgunblaðið - 06.03.2019, Page 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019
Fleiri minningargreinar
um Einar Sigurbjörnsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Nú er elskuleg
tengdamóðir mín
látin 95 ára að
aldri. Hún var búin
að berjast við Alzheimer-sjúk-
dóminn í hartnær 20 ár. Það
var erfitt að horfa á eftir þess-
ari fallegu og kátu konu hverfa
inn í tómarúmið.
Góðar minningar um sam-
band okkar eru aftur á móti
það sem stendur eftir. Kynni
okkar hófust fyrir tæplega 50
árum þegar við Eysteinn sonur
hennar kynntumst. Allt frá
fyrsta degi tók hún mér vel og
við urðum strax kærar vin-
konur. Hún var mér alla tíð
sem önnur móðir í höfuðborg-
inni, með mína eigin móður úti
í landi. Samband okkar byggð-
ist á trausti og ég gat leitað til
hennar þegar á móti blés. Sam-
band okkar við tengdaforeldra
mína var alla tíð náið. Við hitt-
umst oft og heyrðumst dag-
lega. Við ferðuðumst mikið
saman og alltaf var samveran
ánægjuleg og áreynslulaus.
Eftirminnilegar eru ferðir til
Bandaríkjanna og Mallorca.
Þau voru heimsborgarar og
nutu þess lengi að ferðast.
Þegar við bjuggum í Banda-
ríkjunum komu þau oft að
heimsækja okkur bæði til að
njóta samveru og passa börnin
þegar við þurftum að bregða
okkur af bæ. Það var auðsótt
mál að fá aðstoð þeirra og þau
höfðu ánægju af því að kanna
nýjar slóðir og veigruðu sér
ekki við krefjandi verkefnum í
ókunnugu landi.
Þrátt fyrir að minnið væri
gloppótt og alveg farið síðustu
árin sagði hún alltaf við mig
„þú ert svo góð“. Mér fannst
hún líka góð og má segja að
þessi skoðun okkar hvor á ann-
arri hafi verið einkennandi fyr-
ir samband okkar.
Langri ævi er lokið. Hún var
vissulega löngu tilbúin að
kveðja. Fyrir nokkrum vikum,
mér að óvörum, þar sem erfitt
var orðið að skilja hana, sagði
hún: „Mig langar svo að kaupa
eitthvað handa honum því hann
var alltaf svo góður við mig.“
Ég geri mér grein fyrir því
núna að líklega hefur hún átt
við hann Helga tengdaföður
minn og hún með þessu að
undirbúa sína hinstu för, hún
var á leiðinni til hans.
Kristín Rútsdóttir.
Í dag kveð ég kæra vinkonu,
ömmu mína og nöfnu. Stað-
reyndin er að vísu sú að
kveðjustundin er búin að vera
mjög löng en smám saman hef-
ur þessi litríki og frábæri per-
sónuleiki verið að hverfa.
Amma varð alzheimersjúk-
dómnum að bráð. Ég er þakk-
Kristín Jónsdóttir
✝ Kristín Jóns-dóttir fæddist
28. nóvember 1923.
Hún lést 19. febr-
úar 2019.
Útför Kristínar
fór fram 5. mars
2019.
lát fyrir að hafa
fæðst meðan amma
var enn við góða
heilsu og fyrir það
að hafa eignast
frábærar minning-
ar með henni og
afa. Amma hefur
alltaf verið stór
hluti af lífi mínu,
hún var ung og
hress þegar ég
fæddist, ég var
fyrsta nafna hennar og hún
greinilega tilbúin í hlutverkið.
Frá því ég man eftir mér
fannst mér ekkert betra en að
vera með ömmu og afa. Það var
öruggt að ef stoppað var í
Steinó á föstudegi eða laugar-
degi þá var ekki hægt að ná
mér heim, ég varð eftir.
Í Steinó mátti allt og maður
þurfi lítið að hafa fyrir hlut-
unum, þar var manni pakkað í
æðardúninn, tekið utan af app-
elsínum fyrir mann og alltaf
allt til alls. Ég þurfti reyndar
stundum að skreppa út í búð
fyrir ömmu en það var allt í
góðu því ég mátti kaupa mér
allt sem hugurinn girntist.
Amma var ekki þessi pönnu-
kökubakandi amma. Það þýddi
ekki að nóg væri ekki til,
græna glerkrukkan var alltaf
stútfull af kexi, snúðar með
súkkulaði voru oftar en ekki í
boði og amma hefur líklega
verið stærsti kaupandi Svala í
mörg ár eftir að hann fyrst
kom á markað. Þannig amma
var amma mín.
Við amma vorum góðar vin-
konur og nutum þess að vera
saman. Hún var alla tíð ungleg
og stórglæsileg. Hún fór í lagn-
ingu á föstudögum, hún var
smart og hugaði vel að útlitinu,
Dior-kremin spiluðu þar stórt
hlutverk. Þau virkuðu vel því
amma bara aldurinn vel og
lengi vel létu hrukkur á sér
standa. Þegar við amma þvæld-
umst saman var haldið að hún
væri mamma mín, það þótti
mér smart, en alls ekki vand-
ræðalegt eins og hefði getað
orðið. Við fórum í bæinn að
kaupa gjafir, á kaffihús, í hótel-
ferðir innanlands og til út-
landa, aldrei var neitt vesen,
bara gaman.
Ömmu var mikið í mun að ég
myndi eignast góðan kærasta
og var þungu fargi af henni létt
þegar ég kynntist eiginmanni
mínum. Hún lét ekki þar við
sitja og fór þá í staðinn að hafa
áhyggjur af ástamálum vin-
kvenna minna. Löngu eftir að
minnisleysið tók völdin var hjú-
skaparstaða þeirra sem heim-
sóttu hana iðulega til umræðu.
Þegar hún vissi að hún hefði
sagt eitthvað óviðeigandi í
þessum efnum eða þegar minn-
ið brást henni seinni árin redd-
aði hún sér; með glampa í aug-
um sagði hún „suður með sjó“.
Þá vissi maður að tímabært
væri að skipta um umræðuefni.
Glettin, falleg og skemmti-
leg, þannig ætla ég að minnast
ömmu minnar um ókomna tíð.
Hvíl í friði, elsku amma mín.
Kristín Björg Eysteinsdóttir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR
frá Ísafirði,
lést sunnudaginn 3. mars. Hún verður
jarðsungin frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
16. mars klukkan 14.
Sigríður Níelsdóttir Gísli Vigfússon
Guðmundur G. Níelsson Guðrún Eyjólfsdóttir
Kristinn J. Níelsson Harpa Jónsdóttir
María Níelsdóttir Rúnar Már Jónatansson
Kristín Theodóra Nielsen
og ömmubörn
B-bekknum, en þessi ærslalausa
kátína sem leiftraði stundum í aug-
um hans var ógleymanleg. Hjálp-
semi hans og umhyggja átti fáa
sína líka. Og ein af samhjálpar-
stundunum rennur hjá í mynda-
safninu: Það er latínutími og þegar
ólesin bekkjarsystir hefur lokið
þýðingu sinni úr Gallastríðunum og
allir í bekknum vita að það var Ein-
ar sem gegndi hlutverki hvíslarans
segir ljúfmennið, latínukennari og
rektor: Þakka yður fyrir, þetta var
gott, Einar. Hláturinn kraumar
kannski í okkur hinum, en þetta er
svo fallegt leikrit að enginn maður
hlær. Auðvitað veit kennarinn að
það er ekki farið eftir ströngustu
latínuskólareglum, en það sem
skiptir máli er að nemendur eða
nemandi læri af því. Af því máttu
uppalendur margt nema.
Eftir menntaskólaárin verða
samvistirnar stopular, en það er
eins og hver samfundur sé staðfest-
ing þess sem var: Græskulaus vin-
átta og hlýja. Það skiptir engu
hvort titillinn er doktor eða pró-
fessor: Ljúfmannlegt lítillæti er
ósigrandi.
Og nú er lokið göngunni um
táradalinn. Hún var erfið á loka-
skeiðinu, en ef framtíðardraumur
Einars hefur ræst er vísast að
Kristinn Ármannsson hafi haft orð
fyrir móttökunefndinni á nýja
staðnum og sagt: Velkominn Einar,
þetta var gott!
Með kveðju og þökk frá bekkjar-
systkinum,
Ásdís Skúladóttir og
Heimir Pálsson.
Jesús segir: „Ég bið ekki ein-
ungis fyrir þessum heldur og fyrir
þeim sem á mig trúa fyrir orð
þeirra, að allir séu þeir eitt, eins og
þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo
séu þeir einnig í okkur til þess að
heimurinn trúi að þú hafir sent mig.
Og ég hef gefið þeim þá dýrð sem
þú gafst mér svo að þeir séu eitt,
eins og við erum eitt, ég í þeim og
þú í mér svo að þeir verði fullkom-
lega eitt til þess að heimurinn viti
að þú hefur sent mig og að þú hefur
elskað þá, eins og þú hefur elskað
mig.“ (Jóh. 17.20-23.)
Einn feðra minna hefur heilsað
nýjum degi í dýrð Guðs, faðir í
merkingunni Doktorvater en það
fallega hugtak hafa Þjóðverjar um
leiðbeinanda í doktorsnámi. Fyrst
þegar ég kom til dr. Einars til að
falast eftir leiðsögn hans lagði hann
til að rannsóknarefnið yrði prédik-
anir íslenskra presta á 20. öld enda
var prédikunin, fræði hennar og
innihald, eitt af áhuga- og sérsvið-
um hans. Meðal þess sem minnis-
stætt er úr kennslu hans í prédik-
unarfræðum fyrir þrjátíu árum er
að gjarna mætti hefja prédikun
með eftirfarandi bæn sem byggist
á Jóh 17.17: „Heilagi faðir, helga þú
oss í sannleikanum. Þitt orð er
andi, líf og sannleikur.“ Sú bæn
segir mikið um guðfræði hans en
einnig trúarafstöðu. Án anda og lífs
nær sannleikurinn ekki til hjartans.
Annað sérsvið leiðbeinandans
varð þó fyrir valinu, samkirkjuleg
guðfræði, sem hann sjálfur sinnti af
alúð og með mikilsverðu framlagi
til norrænna og alþjóðlegra guð-
fræðirannsókna. Á erlendri grundu
ber líklega hæst þátttöku dr. Ein-
ars í fimmta þingi Trúar- og skipu-
lagsmálanefndar Alkirkjuráðsins í
Santiago de Compostela sumarið
1993. Þýðing hans á merkasta og
útbreiddasta samkirkjuskjali sömu
nefndar frá 1982, „Skírn, máltíð
Drottins og þjónusta“, byggist á
yfirgripsmikilli þekkingu og guð-
fræðilegri nákvæmri. Fylgdi hann
þýðingu sinni eftir með fyrirlestr-
um um allt land sem voru mikil-
vægur liður í að færa íslenskt
kirkjulíf nær hinni almennu kirkju
en áður hafði verið.
Sem lærifaðir og vinur var Einar
einstakur, ljúflyndur og glaðsinna
án þess að gefa eftir í því sem hann
vissi að var rétt. Það var okkur báð-
um mikið gleðiefni að við gátum
lokið okkar sameiginlega verkefni
áður en veikindin settu um of strik í
þann reikning. Og nú hefur Jesús
gefið honum hlutdeild í dýrð sinni í
einingu himnanna þar sem vissu-
lega eru margar vistarverur (Jóh.
14.2) en allar innan sömu tjaldbúð-
ar Guðs sem „mun búa hjá þeim og
þeir munu vera fólk hans og Guð
sjálfur mun vera hjá þeim, Guð
þeirra“. (Op. Jóh. 21.3)
Mínum kæru vinkonum, Guð-
rúnu Eddu, Guðnýju og Magneu,
samhryggist ég af heilum huga,
sem og öðrum í fjölskyldu dr. Ein-
ars, og flyt hugheilar þakkar- og
samúðarkveðjur frá samstarfs-
nefnd kristinna trúfélaga á Íslandi.
María Ágústsdóttir.
Við mættumst í fremri dyrum
kapellu Háskóla Íslands 4. október
1968. Hann á leið út, ég á leið inn.
Það var táknrænt. Hann var að
ljúka námi, ég að hefja það. Einar
útskrifaðist og hélt á braut, varð
prestur á Ólafsfirði og fór svo til
framhaldsnáms í Lundi þar sem ég
hitti hann næst á kirkjutónlistar-
móti í júní 1973. Árið 1978 var ég
skipaður í endurskoðunarnefnd
Helgisiðabókarinnar sem Einar
leiddi. Ég var þá búsettur erlendis
og átti ekki kost á sitja marga fundi
nefndarinnar, en þá varð til skrif-
legt samtal okkar í milli. Bréf okkar
frá þessum tíma eru hluti af þeim
fjársjóði reynslu og þekkingar sem
ég bý að, og verður aldrei fullþakk-
að. Þegar ég kom aftur heim urð-
um við enn frekar samferða og höf-
um verið það síðan. Ég hef enga
tölu á þeim fundum sem við höfum
átt, bæði formlegum með mörgum
þátttakendum, og óformlegum
bara tveir, en gleðst yfir þeim öll-
um og þakka þá.
Við leiðarlok minnist ég einnig
með miklu þakklæti góðra daga við
sumarbústað þeirra hjóna Guðrún-
ar Eddu og hans í Kjósinni, sem og
góðra veitinga þeirra hjóna á heim-
ili þeirra í mínum mörgu heimsókn-
um til Einars meðan ég enn bjó
fjarri höfuðstaðnum, og ekki síst
hinnar einstöku hjónabandssælu
Guðrúnar Eddu sem var (og er
örugglega enn) alveg þrútin af holl-
ustu og bragðgæðum.
Einar Sigurbjörnsson var í
mörgum greinum eins og talandi
Lexikon. Maður kom aldrei að
tómum kofunum hjá honum. Með
óendanlegri elskusemi sinni
reyndi hann að leysa vanda hvers
manns sem til hans leitaði. Það
get ég vottað og það vil ég þakka
að leiðarlokum. Ég hlustaði á
hann snemma á ferlinum flytja
fyrirlestra sína í Skálholti sem
síðar birtust í bókinni: Orðið og
trúin. Ég man hvað allir áheyr-
endurnir voru glaðir og þakklátir
yfir hinum unga guðfræðingi sem
flutti fyrirlestra um trú og kirkju
í boðun og þjónustu með þeim
hætti að allir skildu hvað hann
var að fara og samþykktu það.
Einmitt það var hans aðalsmerki.
Hann talaði og skrifaði þannig að
kirkjufólkið allt skildi það og til-
einkaði sér það. Hann var ekki
aðeins kennari við guðfræðideild,
hann var kennari í kirkjunni.
Guð blessi minningu og arf-
leifð Einars Sigurbjörnssonar og
styrki ástvini hans í sorginni.
Kristján Valur Ingólfsson.
Ó, Jesú, gef þinn anda mér,
allt svo verði til dýrðar þér
uppteiknað, sungið, sagt og téð,
síðan þess aðrir njóti með.
Þessi bæn úr fyrsta Passíu-
sálmi sr. Hallgríms lýsir vel lífs-
viðhorfi og störfum séra Einars
Sigurbjörnssonar, doktors og
prófessors í guðfræði. Dr. Einar
var afar fróður og vel lesinn í fjöl-
mörgum greinum guðfræðinnar
og trúarhefð, helgisiði og sögu
kristinnar kirkju þekkti hann
einstaklega vel. Þrátt fyrir mikl-
ar annir við kennslu, rannsóknir
og ýmis trúnaðarstörf innan há-
skólans sem og á vettvangi kirkj-
unnar, gaf hann sér tíma til að
ræða við okkur nemendurna, ein-
staklega þægilegur í viðmóti,
traustur og ljúfur ásamt því að
stutt var í húmorinn hjá honum.
Guðfræðin í allri sinni hæð og
dýpt, vangaveltur og spurningar
um lífið og tilveruna, um eðli
Guðs og tilgang alls, var samofin
trúariðkun Einars, daglegri
bænagjörð, lestri ritninganna,
sálmasöng, tíðagjörð og sunnu-
dagsmessunni. Oft tók hann sér í
munn vers úr Passíusálmum sr.
Hallgríms til að tjá skilning sinn
á inntaki kristinnar trúar og þá
játningu sem með honum bjó.
Opnaði hann þannig mörgum sýn
á þann ómetanlega fjársjóð sem
Passíusálmarnir eru.
Dr. Einar var kallaður til þátt-
töku í mörgum nefndum hér á
landi, þar sem honum var gjarn-
an falið að vera í forystu. Einstök
þekking hans á sviði helgisiða og
sálmafræði varð til þess að hann
hefur verið í forystu á þeim vett-
vangi hér á landi í áratugi. Á
þessum sviðum lagði hann af
mörkum ómælda þekkingu og
vinnu sem íslensk kirkja byggist
á og mun gera um ókomin ár.
Þegar Einar veiktist var hann
m.a. formaður sálmabókarnefnd-
ar sem hefur á undanförnum ár-
um unnið að útgáfu nýrrar
sálmabókar sem brátt kemur út.
Jafnhliða þeirri vinnu var Einar
að taka saman sálmasögu en því
miður auðnaðist honum ekki að
gefa það verk út áður en hann
lést.
Guðrún Edda, eiginkona Ein-
ars, og fjölskylda, sem af dugnaði
og fórnfýsi hafa stutt Einar í
margþættum störfum hans fyrr
og síðar, vinnur að því að leggja
lokahönd á sálmasöguna hans.
Mikill fengur verður að þessu riti
sem lýsir vel einstakri þekkingu,
minni og iðjusemi dr. Einars. Það
er verðugt að heiðra minningu
dr. Einars og þakka Guði hans
miklu og góðu störf fyrir kirkju
og kristni með því að styðja við
útgáfu sálmasögunnar.
Guð blessi minninguna um dr.
Einar Sigurbjörnsson og gefi ást-
vinum hans frið og huggun.
Jón Helgi Þórarinsson.
Á árshátíð guðfræðinema fyrir
tæpum fjörutíu árum var upp-
diktað atriði úr tíma hjá dr. Ein-
ari: Prófessorinn var beðinn um
að endurtaka orð sín því ekki
heyrðist í honum fyrir fugli sem
flaug framhjá glugga kennslu-
stofunnar í sömu andrá.
Í reynd náði ungi trúfræðipró-
fessorinn eyrum okkar stúdent-
anna alveg ágætlega – hvorki
með hávaða né sýndarmennsku
heldur með því að setja kenning-
ar kristindómsins fram rökrétt
og skipulega. Þar vantaði ekkert
og engu var ofaukið. Mörg okkar
hafa búið að þeirri kennslu æ síð-
an og byggt á henni í boðun og
fræðslu.
Dr. Einar var yfirburðamaður
í framsetningu kristinnar trúar
enda allt líf hans sjálfs gegnsýrt
af Jesú Kristi. Hann var heill og
sannur í þeirri trú sem hann
byggði á og miðlaði svo vel, hvort
sem það var í stofu V, af prédik-
unarstóli í kirkju eða á fundi hjá
félagi úti í bæ.
Fáum hámenntuðum guðfræð-
ingum hefur tekist betur að upp-
fræða hin leiku á skiljanlegu
máli. Þar skipti miklu máli að dr.
Einar var afar blátt áfram og
hógvær í allri framkomu, einlæg-
ur trúmaður og hafði gott vald á
íslenskri tungu.
Trúfræðin var, eins og trúin
sjálf, órjúfanlegur hluti persónu-
leikans. Biblíuna þekkti hann
mjög vel og Passíusálmana virt-
ist hann kunna utanbókar, upp á
vers.
Vissulega var hann fastur fyrir
þegar honum mislíkaði, einkum
ef hallaði á trú og kirkju í um-
ræðunni. En fas hans og fram-
koma einkenndist samt iðulega af
ljúfmennsku, hlýju og tillitssemi.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst dr. Einari, notið kennslu
hans og fengið að leita til hans
síðar. Umhyggju hans fyrir okk-
ur stúdentunum lauk ekki við út-
skrift, það fékk ég margoft að
reyna.
Guði sé lof fyrir grandvaran og
góðan þjón hans sem nú fær að
sannreyna það sem við trúum.
Samúðarkveðjur til sr. Guðrúnar
Eddu, barnanna og fjölskyldna
þeirra.
Ólafur Jóhannsson.
Ég trúi á Guð. Svo hefst post-
ullega trúarjátningin. Hún fjallar
um þríeinan Guð sem uppsprettu,
grunnþátt og mið allrar tilveru.
Þrjá laugardagsmorgna haustið
1983 flutti dr. Einar Sigurbjörns-
son sem ungur guðfræðiprófessor
við Háskóla Íslands fræðsluerindi á
vegum Hafnarfjarðarkirkju um
þessa sígildu játningu. Varð það
upphaf að misserislegum fræðslu-
erindaröðum guðfræðikennara og
málsmetandi guðfræðinga í safnað-
arathvörfum kirkjunnar og að lykt-
um í nýbyggðu safnaðarheimili
hennar, Strandbergi. Einar sagði
síðar að þessi fræðsluerindi hefðu
orðið kveikjan að bók hans um
kristna trúfræði, Credo, Ég trúi, og
er eitt merkasta trúarrit sem gefið
hefur verið út hér á landi enda nýst
vel við fræðslu guðfræðinema og
verið öðrum aðgengilegt. Einar var
langt kominn í námi sínu við guð-
fræðideild Háskólans er ég hóf þar
nám. Karl bróðir hans var þar líka
og þriðji bróðirinn Árni Bergur var
mér samferða þangað. Þótt hver
hefði sitt svipmót báru þeir allir
vott um að vera synir merkra bisk-
upshjóna og höfðu glöggan skilning
á þýðingu kristni í íslenskri menn-
ingu og sögu og ávöxtuðu síðar vel
trúararfinn dýra með helgri prests-
þjónustu sinni og fræðistörfum.
Einar fjallar í doktorsritgerð sinni
um þróun kirkjukenninga og
prestsembættisskilning með tilliti
til 2. Vatíkansþingsins, sem olli
straumhvörfum í kaþólskri kirkju
og víðar í kristni. Guðfræðiskrif
Einars sýna djúpan skilning hans á
rótum kristni, samhengi sögu
hennar og þýðingu þess að byggja
ávallt kristna boðun á kjarna og
„kerygma“ trúarinnar, lífi, dauða
og upprisu Jesú Krists og virkni
andans helga. Þótt áherslur siðbót-
arinnar væru túlkunarviðmið Ein-
ars virti hann mikilvægi samkirkju-
legs starfs til að auka traust á
fagnaðarerindinu og léði því starfi
lið innanlands og utan. Einar var
hógvær og hlýr í fræðslu sinni og
framgöngu en þó fastur fyrir, rök-
fastur og greinargóður og vakti eft-
irtekt og áhuga, glettinn oft og
gamansamur. Hann var skipulagð-
ur í vinnubrögðum og afkastamikill
svo sem bækur hans og greinar á
ýmsum tungumálum vitna um og
lét víða um sig muna í guðfræði-
legri umræðu og stefnumótun.
„Embættisgjörð. Guðfræði þjón-
ustunnar í sögu og samtíð“ var svið
sem Einar gaf sig mjög að. Hann
glæddi vitund um verðmæti helgi-
siða og þörfina fyrir að tjá fagn-
aðarerindið á ferskan hátt, svo gæfi
von og lífsgleði og vísaði sem Ljós í
heimi til fyrirheita um nýja sköpun
og lífsfyllingu í Jesú nafni. Einar
vitnaði oft í Passíusálma séra Hall-
gríms. Þar kemur vel fram að með
krossfórn sinni fer Frelsarinn inn
í raunir, synd og dauða alls mann-
kyns og sköpunar, léttir þær og
leysir svo þær verða fæðingar-
hríðir upprisu og nýs lífs „hið sú-
rasta drakk hann sjálfur, sætari
og minni en hálfur, skenktur er
skerfur þinn.“ Þessi trúaropin-
berun hefur reynst Einari líkt og
sálmaskáldinu fyrrum styrkur í
erfiðu lokastríði og hann hefur
skynjað í lifandi trú að „þótt vor
ytri maður hrörni þá endurnýjast
dag frá degi vor innri maður“ sem
fæðist og fylgir frelsaranum
krossfesta og upprisna inn í ný-
sköpun hans. Séra Guðrún Edda,
ástrík eiginkona Einars, og börn
þeirra, vinir og vandamenn hafa
umlukt hann elsku sinni. Þríeinn
Guð fagnaðarerindis Frelsarans,
trúarjátninga og lofsöngva styrki
þau og leiði og gefi góðan ávöxt af
vitnisburði Einars og verkum um
trúna sem sigrar og frelsar í Jesú
nafni og mætti.
Gunnþór Ingason.