Morgunblaðið - 06.03.2019, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 06.03.2019, Qupperneq 31
Mannshjartað – þessi blíða vél. Ástin ræsir hana, missirinn drepur á henni. Hvað kemur henni aftur af stað? Ljóðið, ljóðið? Í þessu ljóði skáldsins Gregory Orr (1947-) birtist vel sú fallega trú á mátt ljóðsins sem einkennir verk margra þeirra bandarísku skálda sem kynnt eru og þýdd í þessu at- hyglisverða og vandaða úrvali. Fjallað er um öll skáldin í hnitmið- uðum en upplýs- andi texta sem birtist á undan ljóðum hvers og eins; Orr er þann- ig sagður afkastamikið ljóðskáld og höfundur ritgerðasafna, bókmennta- gagnrýni og endurminningarbókar en umfjöllunarefni hennar er ekki síst „sá vofveiflegi atburður er Orr varð bróður sínum að bana með slysaskoti einungis 12 ára gamall“. Þá segir að úr „bróðurmissinum og öðrum harmrænum atvikum ævi sinnar hefur Orr tekist að skapa ljóðlist sem býr yfir miklum heil- unarmætti“ – og það má sjá í þeim dæmum úr verkum hans sem Magn- ús hefur þýtt, eins og því hér að framan. Magnús er eitt fremsta ljóðskáld sinnar kynslóðar en hefur líka vakið verðskuldaða athygli fyrir útgefnar ljóðaþýðingar sínar, með verkum svo ólíkra skálda sem Ezra Pound, Tor Ulven og Adelaide Crapsey. Og hér kynnir hann fyrir lesendum for- vitnilegan hóp bandarískra skálda sem hafa verið áberandi með sínum hætti í bókmenntalífinu vestanhafs undanfarna hálfa öld; elsta skáldið fætt árið 1903, það yngsta 1984, og hafa mörg þeirra fallið frá nú á síð- ustu árum. Magnús ritar ekki for- mála að safninu, útskýrir því ekki valið eða reynir að spyrða skáldin saman, heldur lætur hann hnitmið- aðan innganginn nægja um hvert og eitt skáld. Þetta er líka fjölbreyti- legur hópur og skáldin ólík, til að mynda hvað bakgrunn varðar. Nokkur eru þannig af ættum frum- byggja og fjalla í verkum sínum um þann bakgrunn og menningu for- feðranna. Linda Hogan (1947-) er ein þeirra og yrkir fallega um sam- band manns og náttúru; Elizabeth Cook-Lynn (1930-) er af Dakota- þjóðinni og í verkum hennar birtist falleg náttúrutenging en einnig sorg yfir grimmilegri meðferðinni á for- feðrunum og menningu þeirra, rétt eins og sjá má hjá Lance Henson (1944-) sem lýst er sem „mikil- verðasta ljóðskáldi Cheyenne- þjóðarinnar sem nú lifir.“ Hann yrk- ir til að mynda þannig um minningar um voðaverk hvíta mannsins: upplitaðir þræðisspottar af rauðu teppi á gaddavírsgirðingu nærri sand creek þeir blakta í sléttuvindinum í hundraðþrjátíuogtvö ár muna Dæmin sem birt eru um skáld- skap bandarískra blökkumanna síð- ustu áratugi eru ekki síður áhuga- verð en þeim er, eins og til dæmis Lucille Clifton (1936-2010), „alda- löng kúgun þeldökkra í Bandaríkj- unum hugstæð“. Annar blökkumað- ur, hinn sjóndapri Robert Hayden (1913-1980), varð fyrsta þeldökka skáldið sem gegndi stöðu ráðgjafa í ljóðlist við bókasafn Bandaríkja- þings en meðal ljóða hans í þessu safni er hið áhrifamikla „Vatnaliljur Monets“ þar sem ljóðmælandinn skoðar og leitar skjóls í ægifögru málverki franska málarans þegar hryllilegar fréttir af morðum og átökum berast sunnan frá Miss- issippi og frá Víetnam. Það hefst svona: „Í dag, um leið og fregnirnar frá Selma og Saigon / eitra loftið eins og ofanfall, / kem ég aftur til að virða fyrir mér / þessa kyrrlátu, stór- fenglegu mynd / sem er mér svo kær.“ Amiri Baraka (1934-2014) var hins vegar framarlega í baráttu frelsishreyfingar þeldökkra og það er ágengur baráttutónn í verkum hans, eins og í „Menning“: evrópskir gyðingar segja að djöfullinn tali lýtalausa þýsku svartir bandaríkjamenn á hinn bóginn segja, hann talar býsna góða ensku líka Í þessu úrvali ljóða má eðlilega sjá ákveðinn enduróm af skáldskap Magnúsar sjálfs. Hann velur gjarn- an styttri ljóð og hnitmiðuð, þar sem náttúran, hugleiðingar um mannlegt eðli og skáldskapinn eru áberandi og valið er mjög vel lukk- að. Enda er Að lesa ský bók full af hrífandi ljóðlist; þótt skáldin séu mörg ólík þá er safnið afar þétt og heildstætt. Magnús á hrós skilið fyrir vandaða og lifandi þýðinguna á verkunum, áhugavert valið og upplýsandi skrif um skáldin. Eðli- lega virka ljóð þeirra misvel á hvern lesanda en benda má á leik- andi en um leið þroskaðar „ljóða- sendingar“ Jim Harrison (1937- 2016) og Ted Kosser (1939-) í anda austurlenskra skálda. Dæmi: Sú martröð sem við vöknum feginsamlega upp af, er líf einhvers annars. Knöpp myndvísi og húmor Lorine Niedecker (1903-1970) er hrífandi og samspil hversdagsleika og nátt- úruskynjunar í ljóðum Charles Wright (1935-) mjög athyglisvert. Og bókinni góðu lýkur með hnitmið- uðu átta ljóða úrvali Mary Oliver (1935-2019) sem er nýlátin, orti ein- staklega fallega um samband manns og náttúru, og var eftirlæti margra ljóðaunnenda. Svona er ljóðið „Þeg- ar“: Þegar því er lokið, er því lokið, og ekkert okkar veit hvað gerist þá. Svo ég reyni að missa ekki af neinu. Ég held að ég hafi aldrei, alla mína tíð, misst af fullu tungli eða ilskó nýs tungls. Eða kossi. Já, sérstaklega aldrei af kossi. Ljóð Að lesa ský – Ljóð frá Bandaríkjum Norður-Ameríku bbbbm Magnús Sigurðsson þýddi úrval ljóða eftir 19 bandarísk skáld, öll fædd á 20. öld: Naomi Shihab Nye, Charles Wright, Gregory Orr, Jim Harrison & Ted Kooser, Chana Bloch, Mark Strand, Lydia Davis, Matt Rasmussen, Lorine Niedecker, Cid Corman, Lucille Clifton, Elizabeth Cook- Lynn, Lance Henson, Robert Hayden, Amiri Baraka, Linda Hogan, Li-Young Lee og Mary Oliver. Dimma, 2018. Kilja, 210 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Martröðin sem við vöknum af er líf einhvers annars Magnús Sigurðsson Amiri Baraka Gregory Orr Lance Henson Mary Oliver Loríne Niedecker MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 Hljómsveit bassaleikarans og tónskáldsins Arnold Ludvig kemur fram í Jazzklúbbnum Múlanum í kvöld, miðvikudag. Að vanda er klúbburinn starf- ræktur á Björtuloftum á fimmtu hæð Hörpu og hefj- ast leikar kl. 21. Kvintett Arnolds var stofnaður í Reykjavík árið 2017 og er skipaður tónlistarmönnum frá Íslandi og Færeyjum. Kvintettinn mun leika blandaða dagskrá verka eftir Arnold af plötum hans, Voyages og Ice- land. Í tilkynningu frá Múlanum er tónlistinni lýst sem „nútíma melódískum norrænum jazzi þar sem ýmissa áhrifa gætir, latin og fusion.“ Hljómsveitina skipa auk Arnolds landskunnir tónlistarmenn; Sig- urður Flosason og Jóel Pálsson á saxófóna, Kjartan Valdemarsson á píanó og trommuleikarinn Einar Scheving. Nú stendur yfir sautjánda starfsár Múlans og í tónleikaröð vorsins eru jafnframt sautján tónleikar. Er dagskráin sögð „bæði metnaðarfull og fjöl- breytt“ og vera „gott dæmi um þá miklu grósku Hljómsveit Arnolds Ludvig leikur á Múlanum í kvöld Kvintett Hljómsveit Arnolds Ludvig skipa þeir Kjartan Valdemars- son, Jóel Pálsson, Einar Scheving, Sigurður Flosason og Arnold. sem einkennir íslenskt jazzlíf þar sem allir straum- ar og stefnur eiga heima“. Múlinn er samstarfsverk- efni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 13:00 56.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 57.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 58.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 59.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 19/5 kl. 13:00 Auka Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 54.sýn Sun 19/5 kl. 16:00 Auka Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 55.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 23/3 kl. 19:39 18.sýn Fös 5/4 kl. 19:30 20.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 19.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fim 7/3 kl. 18:00 Auka Sun 17/3 kl. 17:00 16.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 21.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 17.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 22.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 18.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 23.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 15:00 19.sýn Lau 6/4 kl. 15:00 24.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Sun 24/3 kl. 17:00 20.sýn Sun 7/4 kl. 15:00 25.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Lau 16/3 kl. 19:30 Frums. Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 7/3 kl. 19:30 Lau 9/3 kl. 19:30 Fös 15/3 kl. 19:30 Fös 8/3 kl. 19:30 Lau 9/3 kl. 22:00 Fös 15/3 kl. 22:00 Fös 8/3 kl. 22:00 Fim 14/3 kl. 21:00 Dimmalimm (Brúðuloftið) Lau 16/3 kl. 14:00 Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00 Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 17/3 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Frumsýning 15. mars. Elly (Stóra sviðið) Fös 8/3 kl. 20:00 207. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 9/3 kl. 20:00 208. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Ríkharður III (Stóra sviðið) Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas. Síðustu sýningar komnar í sölu. Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Sun 10/3 kl. 20:00 49. s Lau 16/3 kl. 20:00 53. s Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Mið 13/3 kl. 20:00 50. s Sun 17/3 kl. 20:00 Lokas. Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Fim 14/3 kl. 20:00 51. s Lau 9/3 kl. 20:00 48. s Fös 15/3 kl. 20:00 52. s Síðustu sýningar komnar í sölu. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 8/3 kl. 20:00 41. s Lau 9/3 kl. 20:00 42. s Fös 15/3 kl. 20:00 43. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Club Romantica (Nýja sviðið) Fim 7/3 kl. 20:00 3. s Hvað varð um konuna? Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.