Morgunblaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 Borgarstjórn gafst í gær tæki-færi til að samþykkja tillögu um að lækka skatta á borgarbúa en meirihlutanum leist ekki á tillögurnar og felldi þær. Sjálf- stæðismenn í borg- arstjórn lögðu fram tillögur um að lækka útsvar úr hæsta lögleyfða há- marki, 14,52% í 14,00%. Meirihluta Viðreisnar, Sam- fylkingar, Pírata og Vinstri grænna, auk að sjálfsögðu full- trúa Sósíalista, þótti ástæða til að standa gegn þeirri tillögu enda hefði hún gagnast skattpíndum borgarbúum.    Sjálfstæðismenn fluttu einnig til-lögur um að minnka arð- greiðslur Orkuveitunnar og leyfa borgarbúum þess í stað að njóta lægri orkureiknings. Þá lögðu þeir til að byggingarréttargjöldum yrði stillt í hóf.    Þetta var meðal þess sem sjálf-stæðismenn lögðu fram í því skyni meðal annars að liðka fyrir kjaraviðræðum. Sagði oddviti flokksins, Eyþór Arnalds, í samtali við K100 í gær að með þessum til- lögum og aðkomu ríkisins, auk þess sem atvinnulífið gæti lagt af mörk- um við samningsborðið, væri kom- inn grundvöllur til að leysa kjara- deiluna.    En þó að Reykjavíkurborg leggiá hæstu mögulega skatta, til dæmis mun hærri skatt á lágar tekjur en ríkið, þá telur meirihlut- inn í borginni að hann eigi ekkert að leggja af mörkum.    Það er athyglisvert viðhorf. Eyþór Arnalds Meirihlutinn vill ekki lækkun skatta STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson „Það er kominn tími á að þessi skatt- ur verði afnuminn með öllu á ein- staklinga,“ segir Áslaug Arna Sig- urbjörnsdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, við mbl.is en hún er fyrsti flutningsmaður frumvarps um afnám stimpilgjalda á íbúðakaup ein- staklinga sem tekið var til umræðu á Alþingi í gær. Þetta er þó ekki eina frumvarpið um afnám stimpilgjalda sem þar verður rætt. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, mun ásamt öðrum þingmönnum flokksins, þeim Hönnu Katrínu Friðriksson, Jóni Steindóri Valdimarssyni og Þorgerði K. Gunnarsdóttur, leggja fram frum- varp um afnám stimpilgjalda á fólk og fyrirtæki í áföngum. Mæla þau með að stimpilgjald verði nú helm- ingi lægra en það er í dag og svo verði það afnumið með öllu 1. janúar 2020. Í frumvarpi Ás- laugar Örnu, sem einnig er lagt fram af sjálf- stæðisþingmönn- unum Óla Birni Kárasyni, Vil- hjálmi Árnasyni, Páli Magnússyni, Njáli Trausta Friðbertssyni, Ás- mundi Friðrikssyni, Bryndísi Har- aldsdóttur og Brynjari Níelssyni, er lagt til að stimpilgjald vegna kaupa einstaklinga á íbúðarhúsnæði verði afnumið. Í dag ber einstaklingum almennt að greiða 0,8% stimpilgjald vegna kaupa á íbúðarhúsnæði, en þó er veittur helmingsafsláttur þegar um fyrstu kaup er að ræða. Áslaug Arna segir málið fyrst og fremst snúast um að afnema úreltan skatt og létta á fólki við fasteigna- kaup. Stimpilgjald verði afnumið með öllu  Tvö frumvörp á Alþingi um afnám stimpilgjalda á fólk og fyrirtæki Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Styrkja á og herða eftirlit í höfnum og skipum til að stemma stigu við til- raunum einstaklinga til að brjótast inn á afmörkuð hafnarsvæði með það að markmiði að gerast laumu- farþegar samkvæmt frumvarpi sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra, um breytingar á lögum um siglinga- vernd, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Samgöngustofa fær heimild til að leggja á dagsektir, sem geta numið frá 10.000 kr. til 1 milljón króna á dag, á eftirlitsskylda aðila og mælt er fyrir um refsingar þegar um inn- brot á haftasvæði siglingaverndar er að ræða. ,,Vonast er til að frumvarpið hafi þau áhrif að tilraunum til innbrota á haftasvæði siglingaverndar fækki eða þeim linni alfarið, jafnframt því að aðilar standi sig enn betur við að framfylgja þeim skyldum sem á þeim hvíla lögum samkvæmt,“ segir í greinargerð. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum sem samþykkt voru á Alþingi í fyrrasumar en meg- inmarkmið þeirra var að draga sem mest úr tilraunum til að brjótast inn á afmörkuð hafnarsvæði með það að markmiði að gerast laumufarþegar. Tryggja vernd fyrir hvers kyns ógn af hryðjuverkum o.fl. Þá var m.a. gert ráð fyrir að lág- marksrefsing vegna slíkra brota gæti verið hálf milljón kr. og að há- marki fimm ára fangelsi. Umhverfis- og samgöngunefnd þingsins beindi því hins vegar til ráðuneytisins að endurskoða tillögur um refsiákvæði laganna og hefur það nú verið gert auk fleiri breytinga sem lagðar eru til m.a. um beitingu þvingunar- úrræða í formi dagsekta til að knýja eftirlitsskylda aðila til að fara að lög- unum varðandi æfingar, úttektir og gerð verndaráætlana á hafnar- svæðum. ,,Talið er að ákvæði af þessu tagi tryggi að þeir sem lúta eftirliti sam- kvæmt lögum um siglingavernd uppfylli skyldur sínar samkvæmt lögunum. Þannig sé betur tryggt að markmið laganna náist, þ.e. mark- mið um að tryggja vernd skipa, áhafna, farþega, farms og hafn- araðstöðu fyrir hvers kyns ógn af hryðjuverkum og öðrum ólögmæt- um aðgerðum,“ segir í frumvarpinu. Herða eftirlit í höfnum gegn laumufarþegum  Heimilt verði að beita dagsektum sem geti verið frá 10 þúsund til einnar milljónar kr. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ferming Veislulist sér um veitingar fyrir fermingar af öllum stærðum, hvort sem er í veislusal eða heimahús Í yfir 40 ár hefur Veislulist lagt áherslu á góða þjónustu og framúrskarand matreiðslu. FERMINGAVEISLUR Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. 3ja rétta STEIKARhlaðborð Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við marsipan fermingartertu með 20% afsl. PINNAMatur Verð er fyrir 30-50 manna veislu án leigu á veislusal. Bættu við kransaköku 30 manna á kr. 16.500 kaffihlaðborð Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.