Morgunblaðið - 06.03.2019, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 06.03.2019, Qupperneq 25
á. Blessuð sé minning Þórólfs Friðgeirssonar. Við sendum Kristínu og fjöl- skyldu hennar innilegar samúðar- kveðjur. Þau hafa mikið misst. Guðrún, Einar og fjölskylda. Elsku afi. Lífið gefur og lífið tekur. Söknuðurinn er mikill en minning- arnar eru margar. Þú sóttir mig í leikskólann. Þú settir mig í bað með plastílátum úr eldhúsinu. Þú leyfðir mér að taka þátt í matargerð. Þú bakaðir rúg- brauð, bananabrauð og vöfflur. Við lékum okkur saman. Feluleik- ur. Eltingaleikur. Fagur fagur fiskur í sjónum. Þú tókst mig með í kartöflugarðinn og stríddir mér með móðurkartöflunni. Þú varst stríðinn. Við tíndum orma útí garði. Við tíndum bláber. Þú áttir páskaunga sem flugu einn daginn í burtu. Ég sat milli framsætanna í bíln- um þínum. Þú stilltir útvarpið óþarflega hátt. Þú sóttir mig á fimleikaæfingar. Þú hafðir ein- kennilegt ökulag. Þú ýttir rösk- lega á bensíngjöfina, slepptir henni síðan þannig að bíllinn hægði hratt á sér. Gafst svo aftur í. Þú tókst mig í æfingaakstur. Þú nuddaðir þreyttar iljarnar mínar yfir sjónvarpsfréttunum. Þú kenndir mér dönsku, íslensku og stærðfræði. Ég fékk viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í stærð- fræði. Þú ortir vísur til mín, mannsins míns og barnanna minna. Þú borðaðir ógeðslegan mat. Sviðalappir, súra hrúts- punga, dýrafitu og siginn fisk. Ég gisti oft hjá ykkur ömmu. Þegar ég var unglingur flutti ég í Holtagerðið. Ég bjó hjá ykkur þar til ég flutti að heiman og byrjaði búskap með Hadda. Þú lagðir þrautir fyrir Hadda áður en þú samþykktir hann inn í fjölskyld- una. Hann stóðst þau próf sem þú lagðir fyrir hann og varð mikill vinskapur ykkar á milli. Þegar þið amma komuð frá Súðavík þurfti mikið skipulag og góðan mannafla til að koma öllum matnum fyrir í Holtagerði. Margir kartöflusekkir. Fleiri kíló af þorski. Margar dollur af bláberj- um, berjasaft og berjavín. Nokkr- ir lambaskrokkar. Allt ræktað, veitt eða verkað af ykkur. Þið amma buðuð okkur stórfjölskyld- unni í veislumat á sunnudögum. Við ferðuðumst mikið saman innanlands. Við ferðuðumst líka út fyrir landsteinana. Við fórum til Þýskalands, Bandaríkjanna og Spánar. Við nutum okkar vel og sérstaklega vel í þeim ferðum þar sem stórfjölskyldan fór saman. Þú varst kærleiksríkur og umhyggjusamur. Þú hafðir góða nærveru. Þú varst duglegur að hrósa. Þú hafðir alltaf trú á að ég myndi ná árangri. Afi minn var besti afinn. Þú hringdir oft í mig með ákveðið erindi en þú hringdir oftar í mig bara til þess að heyra. Þú komst oft við heima í Húsalind. Þú hringdir ekki á undan heldur komstu bara í stutt stopp. Stund- um vorum við ekki heima og þá settir þú þjófavarnarkerfið af stað. Tíminn líður hratt þegar það er gaman og það var oft gaman hjá okkur. Þið amma eltust og selduð Holtagerðið og húsið á Súðavík og keyptuð ykkur íbúð í Árskógum. Það er gott að koma í Árskóga. Afi og amma. Þið tvö hafið límt okkur afkomendur saman til ævi- loka. Við barnabörnin ykkar tengjumst sterkum böndum líkt og systkin og langafabörnin ykkar þekkjast líkt og systkinabörn þekkjast. Þannig er fjölskyldan okkar. Hún er sterk, umhyggju- söm og samheldin. Elsku afi minn. Ég mun taka gildin þín til fyrirmyndar. Ég mun ávallt hafa fjölskylduna mína í fyrsta sæti. Takk fyrir allt. Kristín Lilja Jónsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 25 Raðauglýsingar Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir AÐALFUNDUR Hollvinasamtaka Reykjalundar verður haldinn í hátíðarsal Reykjalundar laugardaginn 9. mars nk. kl. 13:30. DAGSKRÁ 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Erindi: Þróun meðferðarstarfs á Reykjalundi Magnús Ólason, framkvæmdastjóri lækninga. Á fundinum verður Reykjalundi afhent hjartaómtæki af fullkomnustu gerð. Hollvinir hvattir til að mæta og nýjir félagar velkomnir. Stjórnin Tilkynningar Auglýsing vegna úthlut- unar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2018/2019 sbr. reglugerð um úthlutun byggða- kvóta til fiskiskipa nr. 685, 5. júlí 2018 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir: Fjarðabyggð (Stöðvarfjörður og Breiðdalsvík) Vesturbyggð ( Patreksfjörður, Brjánslækur og Bíldudalur) Sveitarfélagið Ölfus (Þorlákshöfn) Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í ofanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 218/2019 í Stjórnartíðindum ATH. Umsóknum skal skila í gegnum rafræna umsóknargátt en vinnslusam- ningum er skilað í tölvupósti á byggðakvoti@fiskistofa.is á eyðu- blöðum sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengi- legar. Umsóknarfrestur er til og með 19. mars 2019 Fiskistofa, 5. mars 2019 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30. Foreldramorgnar kl. 9.30- 11.30, allir velkomnir. Jóga með Grétu 60+ kl. 12.15 og 13.30. Söng- stund kl. 13.45. Kaffi kl. 14.30-15.20. Bókaspjall með Hrafni kl. 15, gest- ur dagsins er Guðmundur Andri Thorsson. Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Stólaleikfimi m. Öldu Maríu íþróttafræðingi. Kíkt í blöðin, spilað og spjallað. Kaffi og meðlæti á eftir í boði kirkjunnar. Allir velkomnir. Árskógar Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Stóladans með Þóreyju kl. 10. Opið hús, t.d. vist og brids kl. 13-16. Öskudagsskemmtun kl. 14 - 17. Opið fyrir innipútt. Hádegismat- ur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700. Boðinn Ipadkennsla í matsal kl. 13, allir velkomnir. Handavinnustofa opin frá kl. 9-15, leiðbeinendur í handavinnu mæta kl. 13.30, ýmislegt í boði. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Myndlist með Margréti Zophoníasd. kl. 9. Morgunkaffi kl. 10-10.30. Botsía kl. 10.40- 11.20. Spiladagur, frjáls spilamennska kl. 12.30-15.50. Opið kaffihús kl. 14.30-15.15. Bústaðakirkja Öskudagur. Félagsstarf hefst kl. 13 og við verðum með hatta-þema, allir að mæta með skemmtilegan hatt, verðlaun fyrir frumlegasta hattinn. Svavar Knútur kemur og syngur kl. 15. Kaffi að hætti Sigurbjargar. Hlökkum til að sjá ykkur. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50, kaffisopi og blöðin. Upplestrarhópur Soffíu kl. 9.45-11.45. Línudans kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Tálgun með Valdóri Bóassyni kl. 13.30-16. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.10. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9-13, postulínsmálun kl. 9- 12, tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10-11, bókband kl. 13-17, frjáls spila- mennska kl. 13-16.30, myndlist kl. 13.30-16.30, Hattaball í dag á dans- leik Vitatorgsbandsins kl. 14-15. Verið öll velkomin á Vitatorg, Lindar- götu 59,sími 411-9450. Garðabær Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.30/15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Liðstyrkur Sjálandi kl. 10.15. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 11.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Stólajóga kl. 11. Brids í Jónshúsi kl. 13. Leir í Smiðju Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, opinn hópur, kl. 9.30 glerlist, kl. 13 félagsvist, kl. 13 postulínsmálun. Grensáskirkja Samvera eldri borgara kl. 14-15.30. Helgistund, söng- ur og fræðsla. Bingó er spilað fyrsta miðvikudag í mánuði. Kaffiveit- ingar. Verið velkomin. Guðríðarkirkja Félagsstarf eldri borgar kl. 12. Helgistund í kirkjunni og söngur. Síðan verður farið í safnaðar-heimilið og borðaðar kóti- lettur, maturinn kostar 1500 kr. Níels Árni Lund formaður sóknar- nefndar leiðir stundina og segir okkur frá einhverju skemmtilegu. Hlökkum til að sjá ykkur, Níels Árni, Hrönn og Lovísa. Gullsmári Myndlist kl. 9, postulínsmálun / kvennabrids / silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir lengra komna kl.16, fyrir byrjendur kl. 17. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Botsía kl. 10–11. Útskurður með leiðbeinanda, kl. 9-12, 500 kr. skiptið, allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9–14. Hádegismatur kl. 11.30. Hraunsel Kl. 10 aðra hverja viku Bókmennta klúbbur, kl. 11 línudans, kl. 13 bingó, kl. 13 handverk, kl. 16 Gaflarakórinn. Hraunsel Kl. 8-12 ganga Kaplakrika, kl. 10 Bókmenntaklúbbur aðra hverja viku, kl. 11 línudans, kl. 13 bingó, kl. 13 handverk, kl. 16 Gafl- arakórinn, kl. 9- 12 Fjölstofan Hjallabraut, kl. 10-11.30 pútt Hraunkoti. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9, útvarpsleikfimi kl. 9.45, zumba og leikfimi með Carynu kl. 10 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Korpúlfar Glerlistanámskeið kl. 9 í Borgum, stjórnarfundur kl. 9 og stjórnar og nefndarfundur kl. 10 í Borgum, gönguhópur kl. 10, keila kl. 10 í Egilshöll gaman saman kl. 13 og kvikmyndasýning kl. 13, qigong með Þóru kl. 16.30 í Borgum. Langholtskirkja Samvera eldri borgara á miðvikudögum í Lang- holtskirkju og safnaðarheimili. Samveran hefst í kirkjunni kl. 12.10 með stuttri helgistund, að henni lokinni er snæddur hádegisverður gegn vægu gjaldi. Stutt söngstund að hádegsverði loknum því næst er spilað, brids og vist og spjallað fram að miðdegskaffi. Velkomin. Neskirkja Karl Sigurbjörnsson, biskup: Jerúsalem, ferðasaga. Kaffiveitingar og söngur. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, félagsvist kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14, Bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16. Seltjarnarnes Ath. engin glerbræðsla í dag. Leir Skólabraut kl. 9. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna Skóla- braut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Til þeirra sem skráðir eru á skemmtikvöldið í kvöld þá hefst það kl. 17.30 í salnum á Skólabraut. Ath. félagsvist í salnum á morgun kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt- ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomn- ir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl. 10, kaffi og rúnsntykki eftir göngu. Söngfélag FEB kóræfing kl. 16.30, stjórnandi Gylfi Gunnarsson. Félagslíf Kristniboðsvika. Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. Fjöl- breytt dagskrá. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Fatnaður Laugavegi 178, 105 Reykjavík sími 551 3366. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Misty Eco Ra - Stærðir M-XXL. Svart og hvítt. Verð 1.790 kr. Promessa - Stærðir M - XXL Svart og hvítt. Verð 2.650 kr. Tahoo Maxi - Stærðir S-3XL Svart, hvítt og húðlitt. Verð 1.790 kr. Gabe - Stærðir M-XXL Svart og hvítt. Verð 2.650 kr. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Jessenius Faculty of Medicine, Martin Slóvakiu heldur inntökupróf í MK Kópavogi 3 apríl og 3 júní. Í MA Akureyri 4 april. www.jfmed.uniba.sk/en Frekari upplýsingar kaldasel@islandia.is og 8201071 Ýmislegt fasteignir atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á  Fleiri minningargreinar um Þórólf Friðgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.