Morgunblaðið - 06.03.2019, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150
Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju
Einstök
minning
Ferminga-
myndatökur
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Ýmsar skoðanir komu fram í um-
ræðum um skýrslu Sigríðar Á. And-
ersen dómsmálaráðherra um Schen-
gen-samstarfið sem kynnt var fyrir
tveimur vikum og rædd á Alþingi í
gær. Meðal þess sem fram kemur í
skýrslunni er að alvarlegir veikleikar
eru á stjórnskipulagi landamæra-
eftirlits hér á landi. Mannafla skortir
til að framkvæmd samstarfsins hér á
landi uppfylli gæðakröfur og bæta
þarf búnað og áhættugreiningar við
eftirlit við landamærin. Sigríður segir
að þó að víða sé pottur brotinn upp-
fylli Ísland engu að síður skuldbind-
ingar sínar á þessu sviði.
„Við vissum vel af þessum ann-
mörkum, t.d. að við séum ekki búin að
taka alla gagna-
grunna í notkun,
en við höfum und-
anfarið sett mikið
fé í að efla landa-
mæravörslu og
fjölga landa-
mæravörðum.
Þetta helst í hend-
ur við þróun lög-
gæslunnar. Það
hefur verið mikil
þróun í þessu samstarfi undanfarin
ár,“ segir Sigríður. „Ný tól og tæki
hafa verið tekin í notkun og nýir
gagnagrunnar og tölvukerfi. Öll ríki
eru að innleiða ný vinnubrögð, Ísland
þar með talið og öll ríkin undirgang-
ast svona úttektir.“
15 þingmenn úr öllum flokkum,
auk Sigríðar, tóku til máls þegar um-
ræða um skýrsluna hófst á þingfundi í
gær. Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, sagðist ekki vera
sammála ráðherra um að úttektin
hefði almennt komið vel út. „Að-
gerðalisti stjórnvalda eftir úttektina
er gríðarlega umfangsmikill og Ís-
land er langt frá því að uppfylla
skuldbindingar sínar sem þátttak-
andi í þessu samstarfi,“ sagði hann og
velti fyrir sér hvort málaflokkurinn
hefði setið á hakanum.
Schengen ekki eina leiðin
Birgir Þórarinsson, þingmaður
Miðflokksins, sagðist þeirrar skoðun-
ar að Schengen væri ekki eina leiðin í
landamæraeftirliti og að Ísland fengi
falleinkunn í skýrslunni. „Það er verið
að setja gríðarlega fjármuni í þetta
kerfi. Á síðustu fjárlögum voru þetta
836 milljónir og í fjármálaáætlun
2019-2022 eru þetta 3,5 milljarðar
króna,“ sagði Birgir. „Það eru heil-
miklir peningar og ég hefði viljað sjá
þá einhvers staðar annars staðar.“
Ekki væru öll ríkin, sem ættu aðild að
EES-samningnum, aðilar að Schen-
gen. „Og þá veltir maður því fyrir sér
hvort það sé nauðsynlegt að við séum
í því,“ sagði Birgir.
Fáum meira en við leggjum til
Spurð um þessa gagnrýni segir
Sigríður að landamæraeftirlit sé
vissulega með ýmsum hætti. Sum
þeirra landa sem ekki séu í Schengen,
eins og t.d. Bretland, hafi úrræði á
borð við leyniþjónustur, sem ekki séu
til staðar hér. „Öll ríkin eru mjög
áfram um að vera áfram í samstarf-
inu,“ segir Sigríður. „Við stöndum
fyllilega undir okkar hlutverki. Þetta
kostar peninga, en það þarf að hafa í
huga að við erum að fá meira fé úr
þessu samstarfi en við leggjum í það
og það hefur gert okkur kleift að
styrkja eftirlitið og minnka ýmsan
kostnað, m.a. við meðferð hælis-
umsókna.“
Spurð hvaða upphæðir sé um að
ræða segir Sigríður að framlag Ís-
lands inn í Schengen-samstarfið sé
um ein milljón evra á ári. „Árin 2014-
2020 fengum við aftur á móti um 16,5
milljónir evra út úr því,“ segir hún.
Sigríður segir að grannt sé fylgst
með þróun mála, bæði í ráðuneytinu
og hjá embætti ríkislögreglustjóra.
„Það er mikil áhersla lögð á að við
náum að uppfylla þau tilmæli sem að
okkur er beint og við þurfum að halda
vel á spöðunum til að svo megi verða.“
Vantar fleira fólk og meiri búnað
Schengen-skýrsla var rædd á Alþingi í gær Við stöndum undir okkar hlutverki, sagði ráðherra
Sigríður Á.
Andersen
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Foreldrar grunnskólabarna í norðan-
verðum Grafarvogi virðast almennt
óánægðir með hugmyndir skóla- og
frístundasviðs Reykjavíkurborgar
um breytingar í skólamálum. Kom
það fram á hitafundi stjórnenda
sviðsins með foreldrum í Kelduskóla í
gær. Breytingarnar felast í því að
leggja niður skóla í Staðahverfi og
sameina tvo skóla sem áður voru í
fjórum hlutum.
Skóla- og frístundasvið er að rýna
þróun nemendafjölda í grunnskólum
í norðanverðum Grafarvogi. Það
snertir tvo skóla; Kelduskóla, sem
varð til við sameiningu Víkurskóla og
Korpuskóla á sínum tíma, og Vætta-
skóla sem varð til við sameiningu
Borgaskóla og Engjaskóla. Sam-
kvæmt upplýsingum Helga Gríms-
sonar sviðsstjóra er nú 61 nemandi í
Kelduskóla Korpu þar sem nem-
endur í 1.-7. bekk fá kennslu. Hann
segir að þetta sé fámennasti grunn-
skólinn sem rekinn er af sveitarfélagi
á suðvesturhorni landsins. Ekki sé
hægt að halda úti þeim gæðum náms,
kennslu og félagstenginga sem sviðið
telji æskileg. Vinnuhugmyndin er að
leggja skólann niður og aka börn-
unum í Vættaskóla.
Jafnframt mun gert ráð fyrir að
sameina starfsemi Kelduskóla Vík
við Vættaskóla Engi og Vættaskóla
Borgir. Þéttingarreitir við Borga-
skóla eru að byggjast upp, sam-
kvæmt upplýsingum Helga, og vís-
bendingar um að það kalli á aukið
húsnæði við skólann. Það valdi því að
flutningar árganga á milli Borga-
skóla og Engjaskóla á skólagöngunni
verði meiri en æskilegt sé talið.
„Engar ákvarðanir hafa verið
teknar enda málið ekki enn komið inn
á borð skóla- og frístundaráðs með
formlegum hætti. Við erum fyrst og
fremst að ná samtali við skóla-
samfélagið og ræða þá möguleika
sem eru í stöðunni til að stuðla að far-
sælu og faglega sterku skólastarfi,“
segir Helgi í skriflegu svari til Morg-
unblaðsins.
Ánægð með starfið
Íbúar í Staðahverfi eru óánægðir
með að missa skólann. Þá þarf að aka
börnunum í næsta hverfi, með sama
hætti og unglingunum hefur verið ek-
ið. „Ég hef heyrt í foreldrum sem
eiga börn í yngri bekkjunum. Þau eru
mjög ánægð með starfið í skólanum.
Þó alltaf sé verið að ræða um stækk-
un skóla og faglegra starf er ekkert
sem bendir til að starfið verði fag-
legra þótt fleiri séu í bekknum,“ segir
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, íbúi
í Staðahverfi og foreldri barna í ung-
lingadeildum.
Hún er ein af frumbyggjum hverf-
isins og lýsir endalausri baráttu fyrir
skóla hverfisins. Fyrst fyrir því að fá
skóla sem svo var byggður of lítill.
Mygla kom upp, unglingarnir sendir
tímabundið í burtu en komu ekki aft-
ur. Hún segir að við sameiningu við
Víkurskóla hafi átt að bæta göngu-
leiðir úr hverfinu en það hafi ekki
verið gert.
Jóhanna segir að íbúar hafi einnig
áhyggjur af áhrifum þess á fast-
eignaverð íbúða í hverfinu og áhuga
barnafólks á að flytja þangað þegar
skólinn væri farinn.
Fylgt eftir í borgarstjórn
Skóla- og frístundasvið kynnti
stjórnendum foreldraráða skólanna
og skólaráðum stöðuna. Í fyrradag
var haldinn fundur með starfs-
mönnum Vættaskóla og opinn fundur
með foreldrum. Í gær var komið að
fundi með starfsmönnum Kelduskóla
og opnum fundi með foreldrum.
Valgerður Sigurðardóttir, íbúi í
Grafarvogi og borgarfulltrúi, segir að
fram hafi komið á íbúafundunum að
fólk væri mjög óánægt með þessar
hugmyndir. Það væri búið að fá nóg
af sameiningum og vitnaði til þess að
ekki væri enn búið að standa við þau
loforð sem þá voru gefin.
Hún segist munu fylgja þessu máli
eftir á næsta fundi skóla- og frí-
stundaráðs eða jafnvel í borgar-
stjórn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þung á brún Foreldrar og aðrir íbúar voru ekki ánægðir með hugmyndir skóla- og frístundaráðs borgarinnar að
breytingum í skipulagi grunnskólanna í norðanverðum Grafarvogi. Salur Kelduskóla var fullur og margir stóðu.
Lýsa megnri óánægju
með breytingar á skólum
Hitafundur um skólamál í norðanverðum Grafarvogi
Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálf-
stæðisflokksins um kjarapakka
Reykjavíkurborgar var felld á borg-
arstjórnarfundi í gær, en henni var
ætlað að verða innlegg borgarinnar í
yfirstandandi kjaraviðræður.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
var harðorður í ræðum sínum í um-
ræðum um tillögurnar, sem stóðu yf-
ir í á þriðju klukkustund. Sagði hann
borgina hafa komið til móts við íbúa,
sérstaklega fjölskyldufólk, með ýms-
um aðgerðum, svo sem lækkun leik-
skólagjalda og hækkun húsaleigu-
bóta, og að flestar aðgerðirnar hefðu
átt eitt sameiginlegt: að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði verið á móti þeim.
Þá sagði Dagur tillögur Sjálfstæð-
isflokksins koma þeim tekjuhæstu
mun betur en þeim sem erfitt eiga
með að ná endum saman. Þær væru
ótrúverðugar og stæðust enga skoð-
un.
Flokkurinn hefði tekið sér stöðu
hins óábyrga afneitunarsinna í mál-
efnum Orkuveitunnar á sínum tíma,
þegar björgunaraðgerða var þörf til
að rétta reksturinn við í kjölfar
hrunsins, „og ætli núna, á einhvern
lýðskrumshátt, að slá því fram að
það sé ekkert mál að lækka orku-
gjöld“.
Tillagan var lögð fram í fjórum lið-
um. Í þeim fólst m.a. að útsvarspró-
sentan í borginni yrði lækkuð úr
14,52% í 14% á næsta ári, að lækka
rekstrargjöld heimilanna sem nemi
um 36 þúsund krónum á hvert heim-
ili að jafnaði á ársgrundvelli, að
tryggja hagstætt húsnæði með því
m.a. að semja við ríkið um kaup á
Keldnalandi og fara þar í tafarlausa
uppbyggingu og að falla frá sérstök-
um innviðagjöldum og byggingar-
réttargjöldum yrði stillt í hóf.
Kosið um hverja tillögu
Borgarfulltrúi Miðflokksins lagði
til að kosið yrði um tillögurnar
hverja fyrir sig. Var sú tillaga sam-
þykkt, en allar voru tillögurnar felld-
ar með 12 og 13 atkvæðum á móti.
„Nú standa yfir mjög erfiðar
kjaradeilur á vinnumarkaði. Þess
vegna tel ég það mikil vonbrigði að
meirihlutinn sjái sér ekki fært að
samþykkja tillöguna, sem lýtur að
lækkun launaskatts, lækkun gjalda á
heimilin, hagkvæmu húsnæði og að
endingu gjöldum sem borgin leggur
á húsbyggjendur. Fyrrnefndar að-
gerðir myndu skila miklu fyrir tug-
þúsundir borgarbúa,“ sagði Eyþór
Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn Reykjavíkur, í samtali
við mbl.is.
„Kjarapakkan-
um“ var hafnað
Borgarstjóri var harðorður um tillögurnar