Morgunblaðið - 06.03.2019, Side 4

Morgunblaðið - 06.03.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019 Veður víða um heim 5.3., kl. 18.00 Reykjavík 1 heiðskírt Hólar í Dýrafirði -2 léttskýjað Akureyri 0 alskýjað Egilsstaðir -5 skýjað Vatnsskarðshólar 2 skýjað Nuuk -2 skýjað Þórshöfn 4 skýjað Ósló -2 snjókoma Kaupmannahöfn 3 rigning Stokkhólmur -4 skýjað Helsinki -6 léttskýjað Lúxemborg 6 rigning Brussel 9 skýjað Dublin 9 rigning Glasgow 6 skúrir London 10 skúrir París 11 rigning Amsterdam 9 léttskýjað Hamborg 7 léttskýjað Berlín 7 skúrir Vín 10 heiðskírt Moskva 3 súld Algarve 16 skýjað Madríd 14 léttskýjað Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 18 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -14 snjókoma Montreal -9 léttskýjað New York -2 snjókoma Chicago -10 snjókoma Orlando 12 rigning  6. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:19 19:01 ÍSAFJÖRÐUR 8:27 19:02 SIGLUFJÖRÐUR 8:10 18:44 DJÚPIVOGUR 7:49 18:29 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á fimmtudag Norðaustan 10-18 og snjókoma í fyrstu syðst á landinu, annars mun hægari og bjart með köflum en stöku él við N- og A-ströndina. Frost yfirleitt 0 til 8 stig. Norðaustan 10-15 m/s á Vestfjörðum og Suðausturlandi í kvöld. Snjókoma eða él, en víða þurrt og bjart veður suðvestantil á landinu. Frost 0 til 8 stig, en hiti 0 til 5 stig syðst á landinu. Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Um fjörutíu hælisleitendur tóku sér mótmælastöðu við móttökumiðstöð Útlendingastofnunar að Bæjar- hrauni í Hafnarfirði í gærmorgun. Var þess krafist að íslenska ríkið hætti að vísa hælisleitendum frá landi, að þeir fengju umsóknir sínar samþykktar í kerfinu og að hælis- leitendum á Íslandi yrði veitt at- vinnuleyfi og fullt aðgengi að íslenska heilbrigðiskerfinu. „Við viljum sömu réttindi og ann- að fólk,“ sagði einn úr hópnum er hann las upp yfirlýsingu sem beint var að stjórnvöldum. Því næst hróp- aði hópurinn endurtekið: „Hættið brottvísunum!“ Eftir að hafa mótmælt við Bæjar- hraun tók hópurinn sér stöðu við skrifstofu Útlendingastofnunar á Dalvegi í Kópavogi. Börðu sumir þeirra þá í búsáhöld og hrópuðu í átt að stofnuninni. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu var með talsverðan viðbúnað vegna mótmælanna og voru liðs- menn sérsveitar ríkislögreglustjóra einnig á svæðinu almennum lög- reglumönnum til halds og trausts. Hælisleitendur tóku sér mótmælastöðu við húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði og Kópavogi Mótmæltu stefnu stjórnvalda Morgunblaðið/Eggert Hávær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra fylgdust grannt með mótmælum hælisleitenda við húsnæði Útlendingastofnunar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra ber að staðfesta tillögu Haf- rannsóknastofnunar um magn frjórra laxa sem heimilað verði að ala í sjó hverju sinni á tilteknu hafsvæði, samkvæmt frumvarpi til breytinga á lögum um fiskeldi. Tillöguna á Hafró að gera á grundvelli áhættumats erfðablöndunar, eftir að hafa fengið ráðgefandi álit samráðsnefndar hagsmunaaðila. Í drögum sem kynnt voru í samráðsgátt stjórnvalda var ekki kveðið svo fast að orði. Ráðherra hefur lagt frumvarpið fram á Alþingi. Með því er meðal annars ætlunin að lögfesta áhættu- mat Hafrannsóknastofnunar til að draga úr hættu á erfðablöndun eldis- lax við nytjastofna villtra laxa. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Hafró leiti ráðgefandi álits samráðs- nefndar og taki afstöðu til þess og geri eftir atvikum breytingar áður en tillagan er lögð fyrir ráðherra. Tillagan er síðan bindandi fyrir ráð- herra. Í drögunum var gert ráð fyrir að ráðherra bæri tillögu Hafró undir samráðsnefndina áður en hann stað- festi hana. Í samráðsnefndinni verða fimm fulltrúar, einn skipaður af ráðherra án tilnefningar og jafnframt fulltrú- ar Hafró, sveitarfélaga, fiskeldis og veiðiréttarhafa. Sú breyting er gerð frá drögum að frumvarpi sem kynnt var fyrr í vetur að fækkað er í nefnd- inni og út falla tveir af þremur fulltrúum sem ráðherra hugðist skipa án tilnefningar. Aukin vöktun vegna lúsar Meðal annarra nýmæla í frum- varpinu er að ætlast er til að innra eftirlit sjókvíaeldisstöðvar feli í sér vöktun á viðkomu laxalúsar í eldinu. Niðurstöður vöktunar skulu sendar Matvælastofnun sem metur hvort grípa þurfi til aðgerða. Gert er ráð fyrir að í reglugerð sem ráðherra setur verði heimilt að mæla fyrir um aðgerðir vegna sníkjudýra í fiskeld- inu, svo sem um skyldu rekstraraðila til að telja laxalús við tilteknar að- stæður, setningu viðmiðunarmarka vegna viðbragða og aðgerðir vegna útbreiðslu laxalúsar. Leitast er við að auka gegnsæi í fiskeldisstarfsemi. Liður í því er að skylda fyrirtækin til að hafa upplýs- ingar um starfsemi sína til stjórn- valda umfangsmeiri en nú. Lagt er til að stjórnvöld fái upplýsingar mán- aðarlega. Þær eiga að bæta mögu- leika opinberra eftirlitsaðila til að átta sig á þróun starfseminnar og bæta eftirlit sitt. Tillaga Hafró bindandi fyrir ráðherra  Lögfesta á áhættumat vegna erfðablöndunar  Hafró á að leita ráðgefandi álits samráðsnefndar hagsmunaaðila áður en tillagan er lögð fyrir ráðherra  Kveðið sterkara að orði en í frumvarpsdrögum Meginefni frumvarpsins » Áhættumat Hafró vegna erfðablöndunar lögfest. » Heimiluð verði úthlutun eldisleyfa með útboði. » Stjórnsýsla efld og eftirlit aukið. » Ákvæði um vöktun og að- gerðir vegna laxalúsar. » Aukið gagnsæi um starf- semina. » Umhverfissjóður sjókvíaeld- is efldur. » Heimild til álagningar sekta.Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Sjókvíaeldi Unnið að slátrun laxa úr sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.