Morgunblaðið - 06.03.2019, Qupperneq 14
Þingmenn fengu
heyrnarmælingu
Dagur heyrnar var sl. mánudag og
af því tilefni bauð Heyrnar- og tal-
meinastöðin upp á heyrnarmælingar
fyrir alþingismenn.
Heilbrigðisráðherra, Svandís
Svavarsdóttir, var fyrsti stjórn-
málamaðurinn sem fékk heyrn sína
mælda í ferðastöð Heyrnar- og tal-
meinastöðvar Íslands sem var lagt
við Alþingishúsið í tilefni dagsins.
Markmið þessarar árlegu uppá-
komu er að vekja athygli á mikilvægi
heyrnar og heyrnarverndar, ásamt
því vandamáli sem heyrnartap og
heyrnarleysi veldur í heiminum.
Einnig er vakin athygli á hlutverki
heilbrigðisstétta í skimun, greiningu
og meðferð heyrnarvandamála.
Það voru Heyrnar- og talmeina-
stöð Íslands (HTÍ) og Heyrnarhjálp
sem stóðu saman að þessum við-
burði, en auk heyrnarmælingar
ráðamanna var kynnt nýtt tól til
heyrnarmælinga, app eða snjall-
forrit, til að vekja athygli á heyrn og
mikilvægi heyrnarverndar.
Heyrnarmæling Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ásamt Kristjáni
Sverrissyni, forstjóra Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar.
Heyrnar- og talmeinastöðin mætti
Ljósmynd/Gunnar Skúlason
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2019
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, kynnti í gær fyrstu að-
gerðir sem ráðist verður í til þess að mæta
þeim áskorunum sem boðaðar eru í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnar og snúa að
sókn í menntamálum. Í sáttmálanum er
meðal annars lögð rík áhersla á að efla
menntun í landinu með hagsmuni nemenda
að leiðarljósi.
„Frá og með næsta hausti býðst nem-
endum á lokaári meistaranáms til kennslu-
réttinda á leik- og grunnskólastigi launað
starfsnám. Markmiðið með þeirri aðgerð er
að hvetja nemendur til þess að klára nám
sitt á tilsettum tíma og að þeir hefji störf
sem fyrst að námi loknu,“ segir í tilkynn-
ingu sem mennta- og menningarmálaráðu-
neytið sendi frá sér.
Skal starfsnámið vera í minnst 50%
starfshlutfalli við leik- eða grunnskóla í eitt
skólaár og fá nemendur greitt samkvæmt
kjarasamningi. Þá munu kennaranemar
njóta leiðsagnar reynds kennara á vettvangi
og þess gætt að þeir hafi jafnframt svigrúm
til að vinna að lokaverkefnum sínum.
Verður metið reglulega
Fram kemur í tilkynningu að um sé að
ræða sértækar aðgerðir. „[F]yrirkomulagið
verður endurmetið reglulega með það að
leiðarljósi að efla kennaranám enn frekar.
Meirihluti kennaranema á meistarastigi eru
nú þegar starfandi í leik- og grunnskólum
landsins. Til að tryggja að sem flestir nem-
ar komist í launað starfsnám er nauðsynlegt
að skólar, sveitarfélög, háskólar og mennta-
og menningarmálaráðuneyti vinni náið sam-
an.“
Þá munu nemendur á lokaári meistara-
náms til kennsluréttinda á leik- og grunn-
skólastigi geta sótt um námsstyrk frá og
með næsta hausti. Er markmiðið að auð-
velda nemendum að sinna lokaverkefnum
sínum samhliða launuðu starfsnámi og
skapa þannig hvata fyrir nemendur að ljúka
námi á tilsettum tíma. Styrkur til hvers
nemanda nemur alls 800.000 kr. og greiðist í
tvennu lagi. Er áætlaður árlegur kostnaður
ríkisins vegna þessa talinn nema um 200-
250 milljónum kr. » 19
Launað starfsnám á meistarastigi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Átak Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti úrbætur í mennta-
málum í gær. M.a. á að skapa hvata fyrir kennaranema til að ljúka námi sínu á tilsettum tíma.
Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti aðgerðir í menntamálum Markmiðið er að hvetja
nemendur til þess að klára nám sitt á tilsettum tíma og hefja um leið störf sem fyrst að námi loknu
Gullfiskur
Kæliþurrkaður harðfiskur
semhámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur 84%prótein.
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Lang-
vinsælastur
hollusta í hverjum bita
TILBOÐSDAGAR
15-20% afsláttur af öllum vörum.
ÞV
O
TT
AV
ÉL
A
R
KÆ
LI
SK
Á
PA
R
HELLUBORÐ
ÞURRKARAR
SMÁTÆKI
U
PPÞVO
TTAVÉLA
R
OFNAR
RYKSUGUR
VIFTUR OG HÁFAR
Skoðaðu úrvalið okkar á
*FRí heImkeyRSLA í neTveRSLun