Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson Hjörtur J. Guðmundsson Jóhann Ólafsson Sáttafundi verkalýðsfélaganna sex sem þegar hafa hafið verkfalls- aðgerðir með Samtökum atvinnulífs- ins í gær var frestað um ellefu í gær- morgun eftir um klukkustundar langar viðræður. Upphaflega stóð til að fundurinn yrði í fimm klukku- tíma. Sólveig Anna Jónsdóttir, formað- ur Eflingar, sagði í samtali við mbl.is að fundinum hefði verið frestað til kl. 14.00 í dag að beiðni Samtaka at- vinnulífsins með vísun í óvissuna í kringum WOW air. Sagði Sólveig jafnframt að þrátt fyrir að flugfélag- ið léki stórt hlutverk í efnahagslífinu gæti óvissa um stöðu þess að hennar mati ekki orðið þess valdandi að vinna við gerð kjarasamninga, sem varðaði hagsmuni tuga þúsunda ein- staklinga, dytti niður. „Þetta er engu að síður staðan,“ sagði Sólveig. Þá hefðu atvinnurekendur óskað eftir því að verkföllum yrði frestað en þeirri beiðni var hafnað. „Við lít- um svo á að engar forsendur séu til þess að ræða það af einhverri alvöru sökum þess að það hefur í raun ekk- ert mjakast í viðræðum. Það væri óábyrgt í því ljósi að fresta aðgerð- um,“ sagði Sólveig Anna. Finnst skiltin seilast langt „Ég verð að játa að mér finnst þetta heldur langt seilst,“ sagði Jó- hannes Þór Skúlason, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í samtali við mbl.is um veggspjöld sem starfsfólk Eflingar hefur látið hengja upp á hótelum vegna fyrir- hugaðra verkfalla á fimmtudag og föstudag, en þar var ferðafólk hvatt til að ferðast ekki með hópferða- bílum meðan verkföllin standa yfir. Sagði Jóhannes það ekki koma Efl- ingu við hvað ferðamenn gerðu, svo lengi sem farið væri að lögum um vinnumarkaðsmál. Sagði Viðar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Eflingar, að vegg- spjöldin væru eðlileg og að sér þætti sjálfsagt að ferðafólk væri upplýst um stöðuna, enda gæti hún haft áhrif á ferðir þess og áætlanir. Ákvörðun í næstu viku Starfsgreinasambandið og sam- flot iðnaðarmanna slitu viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í síðustu viku og hafa hafið undirbúning að verkfalls- aðgerðum. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að fundað hafi verið í fyrradag og nú séu málin til skoðunar í aðildarfélögunum sjálfum. Þar séu menn að heyra hljóðið í sínu fólki og skoða möguleikana í sambandi við aðgerðaplan og fleira. „Við ætlum að hittast aftur eftir helgi, og þá verða öll félögin búin að fjalla um ákveðnar hugmyndir og við tökum endanlega ákvörðun,“ segir Björn og bætir við að sú ákvörðun verði tekin seinni hluta vikunnar. Björn segist aðspurður ekkert vilja gefa upp um tímasetningar mögulegra verkfalla. „Það kemur í ljós í næstu viku.“ Fundi frestað aftur vegna WOW  Fundað aftur hjá Ríkissáttasemjara í dag kl. 14.00  Ósk um að hætt verði við verkföll fimmtudags og föstudags hafnað  Deilt um skilti fyrir erlenda ferðamenn  SGS tekur ákvörðun í næstu viku Verkfall Fundi var slitið í morgun. Morgunblaðið/Hari Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Það má segja að jöklarnir eru fyrst og fremst stórglæsilegt landslagsfyrir- brigði sem verður mikill sjónarsviptir að,“ segir Oddur Sigurðsson, jarð- fræðingur og sérfræðingur í jöklum, en hann flutti erindi í gær í Há- skólabíói ásamt Ragnari Axelssyni, RAX, ljósmyndara Morgunblaðsins, og Tómasi Guðbjartssyni lækni um framtíð jöklanna. Erindið var hluti af dagskrá 66°N sem bar heitið „Jökull- inn gefur eftir“. Auk þremenninganna fluttu þau Rakel Garðarsdóttir og Andri Snær Magnason erindi á fund- inum. Sagan að fara forgörðum Oddur segir jöklana vera áhugavert náttúrufyrirbrigði, sem geymi magn- aða sögu. „Þeir varðveita alla Íslands- söguna, síðastliðin þúsund ár að minnsta kosti, og sú saga er að fara forgörðum og er að hverfa fyrir aug- unum á okkur. Sú saga mun ekki finn- ast aftur ef við náum ekki í hana áður en þeir bráðna,“ segir Oddur. Hann er ómyrkur í máli um framtíð jöklanna. „Ég tel að það verði ekki komið í veg fyrir það að íslensku jökl- arnir bráðni eða svo gott sem. Það er eiginlega sama til hvaða ráða verður gripið, það er ekki hægt að koma í veg fyrir það,“ segir Oddur, sem áætlar að jöklarnir verði horfnir á innan við næstu tvöhundruð árum. Hann bætir við að bráðnun jöklanna sé einungis það sem sé sýnilegt af þeim vandamálum sem hrjái mann- kynið. „Síðan bætast við alls konar vandamál samtímis sem mynda til samans hörmungar sem munu ganga yfir mannkynið. Sumt sjáum við fyrir, annað getum við ekki séð fyrir,“ segir Oddur. Hann bætir við að það muni kosta kynslóðir framtíðarinnar blóð, svita og tár að takast á við þann vanda sem hafi skapast. „Þetta verður bratt- ur skafl fyrir mannkynið.“ Oddur segir að vandinn hafi verið fyrirséður, meðal annars í bókinni Heimur á heljarþröm, sem kom út í ís- lenskri þýðingu árið 1950, en þar hafi verið sagt að þá þegar þyrfti að grípa til harkalegra ráðstafana ef ekki ætti illa að fara. „Og það var ekki gert og nú erum við að súpa seyðið af því.“ Jöklarnir munu hverfa innan 200 ára  Telur bráðnun óumflýjanlega Morgunblaðið/Árni Sæberg Jöklar RAX og Oddur Sigurðsson jarðfræðingur fjölluðu um framtíð íslensku jöklanna í fyrirlestri sínum í Háskólabíói í gær, en hún þykir fremur dökk. Meirihluti ráðgefandi nefndar um siðareglur Alþingis telur að hátterni þeirra sex þingmanna sem voru teknir upp á Klausturbar í lok síð- asta árs falli undir gildissvið siða- reglna Alþingis, en álit nefndarinnar var birt á heimasíðu þingsins í gær. Forsætisnefnd hafði óskað eftir því við nefndina að hún legði annars vegar mat á hvort háttsemin félli undir gildissvið siðareglna eins og því er lýst í 2. grein þeirra, en þar er sviðið takmarkað við opinbera fram- göngu alþingismanna og skyldur þeirra sem þjóðkjörinna fulltrúa. Þá átti siðanefndin að meta hvort ákvæði d-liðar 1. málsgreinar 5. greinar og 8. greinar gætu haft víð- tækara gildissvið en þar er tekið til. Segir í áliti meirihlutans að mat á því hvort tiltekin háttsemi falli undir siðareglurnar snúist um það hvort um framgöngu opinberra persóna á opinberum stað sé að ræða og hvort hún varði almenning. Samtalið ekki talið einkasamtal Telur meirihlutinn ljóst að þing- menn séu opinberar persónur, að háttsemin hafi átt sér stað á opin- berum vettvangi og að hún hafi tengst málum sem hafi verið áber- andi í þjóðfélagsumræðunni. Það verði því ekki litið á samtal þing- mannanna sem einkasamtal. Um leið áréttar meirihlutinn að ekki er veitt álit á því hvort um brot á siðaregl- unum hafi verið að ræða. Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki, skilar inn minnihlutaáliti, en þar tekur hann undir með meiri- hluta nefndarinnar að ýmis rök hnígi að því að hátternið falli undir gildis- svið siðareglnanna, og að vel sé hugsanlegt að því hafi verið ætlað að ná yfir hátterni af því tagi. Hins vegar vakni fjölmargar efa- semdir um gildissviðsákvæðið í þessu samhengi, þar sem orðalag ákvæðisins sé „hvorki skýrt né af- gerandi og kallar á túlkun og bolla- leggingar“. Segir Róbert rétt að vekja athygli á þeim efasemdum, meðal annars vegna þess að þær kunni að gefa til- efni til endurskoðunar siðaregln- anna og gildissviðsákvæðisins. Fellur undir siðareglur  Álit siðanefndar um Klausturmálið komið fram  Ekki hægt að líta á samtal þingmannanna sem einkasamtal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.