Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 27
leggur ofan á, síðan þurrkar með hár- þurrku til að halda forminu, sólin þurrkar einnig vel en er ekki alltaf til staðar. Svellþrykkið er máluð grunn- mynd á svell með olíumálningu þrykkt með pappír og útkoman er afar sér- stakt mynstur. Páll þróaði þessa tækni sjálfur. Páll hefur haldið fjölda einkasýn- inga og samsýninga og má nefna sýn- ingu á Kjarvalsstöðum árið 1985 og sýningu í Reykjavík Art Gallery í til- efni af 50 ára afmæli hans. Hann hlaut Menningarverðlaun DV árið 1995 fyr- ir sýningu sem hann hélt í Surtshelli. „Ég býst við að ég haldi sýningu á verkum mínum á árinu, en ætla ekkert að gefa upp núna hvers konar sýning það verður.“ Verk Páls eru alltaf til sýnis á Húsafelli og minnisvarðar sem Páll hefur gert eru víða um landið eins og minnisvarði um Eggert Ólafsson á Ingjaldshóli á Snæfellsnesi og minnis- varði um gamla kirkjugarðinn í Aðalstræti. Páll hefur líka þróað hljóðfæri. Hann kom fram með steinhörpuna, sem er líparíthellur, og hefur spilað víða um heim á hana með sinfóníu- hljómsveitum og Sigur Rós og Hilmari Erni Hilmarssyni og Steindóri Ander- sen, meðal annars í Hrafnagaldri Óðins. Páll og félagar hafa verið til- nefndir til Menningarverðlauna Norðurlanda tvisvar og fengu Menn- ingarverðlaun DV 2003. „Ég hef undanfarið verið að þróa steinhörpuna og einnig skrítnar flaut- ur, panflautur sem ég hef gert úr blómum rabarbara. Það var leikið á þær þegar verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í Hörpu árið 2015, en svo hef ég verið að þróa flauturnar frekar.“ Þá var flutt verk Páls, Norðurljós, við ljóð Einars Benediktssonar og söng Kammerkór Suðurlands. Páll hlaut hina íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til myndlistar árið 2015. Páll býr á Húsafelli en dvelur í Reykjavík yfir afmælið. Fjölskylda Systkini Páls eru Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 26. október 1957, píanókennari í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði; Þorsteinn Guðmundsson, f. 2. maí 1960, verktaki á Fróðastöðum í Hvítársíðu, og Rósa Guðmunds- dóttir, f. 8. febrúar 1963, húsmóðir í Reykjavík. Foreldrar Páls: Hjónin Guðmundur Pálsson, f. 14. mars 1924, d. 30. ágúst 1976, bóndi á Húsafelli, og Ástríður Þorsteinsdóttir, f. 7. ágúst 1927, hjúkr- unarfræðingur og fyrrverandi bóndi á Húsafelli, bús. í Reykjavík. Páll Guðmundsson Ástríður Þorsteinsdóttir hjúkrunarkona og húsfreyja á Húsafelli og í Rvík Þorsteinn Þorsteinsson bóndi á Húsafelli Andrína Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Stóra-Kroppi Ingibjörg Kristleifsdóttir húsfreyja á Húsafelli Kristleifur Þorsteinsson bóndi og fræðimaður á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal Ástríður Þorsteinsdóttir húsfreyja á Húsafelli Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngkona Aldís Ósk Sveinsdóttir erkakona í Rvíkv Þórhallur Jónsson húsasmíðam. í Rvík Anna Guðmundsdóttir húsfr. á Bakkakoti á Seltjarnarnesi Andrés Pálsson bóndi og organisti á Hjálmsstöðum Þorsteinn Jósepsson rithöfundur og ljósmyndari Ástríður Þorsteinsdóttir húsfreyja á Signýjarstöðum í Hálsasveit Guðrún Guð- munds- dóttir píanó- kennari Ástríður Alda Sigurðar- dóttir píanó- leikari Eyjólfur Pálsson verslunarm. og armónikkuleikari í Rvíkh Páll Eyjólfsson gítarleikari Jón Björns- son aupm. í Borgar- nesi k Selma Jóns- dóttir for- stöðum. Lista- safns Ísl. Björn Þor- steinsson bóndi í Bæ í Bæjar- sveit Kristleifur Þorsteinsson ferðaþjónustub. á Húsafelli Þorsteinn Magnússon bóndi á Húsafelli Jón Magnússon reppstj. á Stóra- Ási í Hálsasveit h Helga Jónsdóttir húsfreyja á Stóra-Ási Andrés Kolbeinsson óbóleikari í SI og ljósmyndari Andrína Guðrún Kristleifsdóttir húsfr. í Sveinatungu í Norðurárdal Nanna Björnsdóttir meinatæknir í Kópavogi Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltr. Orkuveitu Rvíkur Magnús Eyjólfsson bóndi og organisti á Þóroddsstöðum í Grímsnesi Árni Ingvar Magnússon ramkvæmda- stjóri í Rvík f Halla Margrét Árnadóttir söngkona Sigríður Gísladóttir húsfreyja á Snorrastöðum Eyjólfur Magnússon bóndi á Snorrastöðum í Laugardal Rósa Eyjólfsdóttir húsfreyja á Hjálmsstöðum Páll Guðmundsson bóndi og skáld á Hjálmsstöðum í Laugardal, Árn. Gróa Jónsdóttir ljósmóðir á Hjálmsstöðum Guðmundur Pálsson bóndi á Hjálmsstöðum Úr frændgarði Páls Guðmundssonar Guðmundur Pálsson skógfræðingur og bóndi á Húsafelli ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 Lárus Kristján Ingvaldur Há-konarson Bjarnason fæddist27. mars 1866 í Flatey á Breiðafirði. Foreldrar hans voru Hákon Bjarnason, f. 5.9. 1828, d. 2.4. 1877, kaupmaður og útgerðarmaður á Bíldudal, V-Barð., og seinni kona hans, Jóhanna Kristín Þorleifs- dóttir, f. 16.12. 1834, d. 11.1. 1896. Lárus ólst upp hjá foreldrum sín- um á Bíldudal, en faðir hans lést þegar hann kom með vöruskipi frá Kaupmannahöfn, en það strandaði á Mýrdalssandi í „páskaveðrinu mikla“. Móðir Lárusar rak útgerð- ina og verslunina nokkur ár eftir þetta. Lárus tók stúdentspróf frá Lærða skólanum 1885 og lögfræði- próf frá Kaupmannahafnarháskóla 1891. Hann var málaflutningsmaður við landsyfirréttinn 1891-1892, settur sýslumaður í Ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Ísafirði 1892, sýslu- maður í Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu 1894-1908 og sat í Stykkis- hólmi. Hann var forseti amtsráðs vesturamtsins frá 1904 til ársloka 1907, er amtsráðin voru lögð niður. Skipaður forstöðumaður Lagaskól- ans í Reykjavík 1908, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands 1911- 1919 og rektor 1913-1914. Síðast var hann hæstaréttardómari eða 1919- 1931. Í spænsku veikinni 1918 var stofnsett neyðarnefnd, sem skipu- lagði hjálparstörf í Reykjavík og var Lárus formaður hennar. Lárus sat á Alþingi fyrir Snæfell- inga 1900-1908, var konungkjörinn þingmaður 1908-1911 og þingmaður Reykvíkinga 1911-1913. Lárus var heimastjórnarmaður. Eiginkona Lárusar var Elín Pétursdóttir Bjarnason, fædd Hav- stein 2.2. 1869, d. 26.8. 1900, hús- móðir, systir Hannesar Hafstein. Börn Lárusar og Elínar voru Jó- hanna Kristín, f. 1896, d. 1954, kennari, og Pétur Hafstein, f. 1897, d. 1957, búfræðingur og síðar skó- kaupmaður á Akureyri. Lárus lést 30. desember 1934. Merkir Íslendingar Lárus H. Bjarnason 90 ára Kristmundur E. Jónsson Sólrún Engilbertsdóttir 85 ára Hjördís Jónsdóttir Hrafnhildur Ágústsdóttir 80 ára Búi Guðmundsson Guðni Þorvarður Sigurðss. Vignir Jónsson 75 ára Aðalheiður Kristín Alfonsd. Alda Pálsdóttir Erla Fanney Ívarsdóttir Eyþór Jóhannsson Halla Björg Bernódusdóttir Kormákur Bragason Marta M. Jensen 70 ára Arndís Borgþórsdóttir Auðun Örn Gunnarsson Bragi Benediktsson Elín Lárusdóttir Friðrikka Elín Jónasdóttir Halldóra Sunna Sigurðard. Jón Torfason Margrét Jónsdóttir Þorgeir Þorbjörnsson Þórólfur Þorsteinsson 60 ára Guðrún Kr. Gunnarsdóttir Gunnlaugur Friðbjarnarson Harpa Másdóttir Helgi Arndal Davíðsson Ingunn Birna Bragadóttir Jóhanna Jóhannesdóttir Jón Gíslason Jón Kristinn Sveinsson Józef Marian Dziedzic Katrín Marísdóttir Kristinn Arnar Guðjónsson Marcia Patricia S. Williams Páll Guðmundsson Saulius Kibickas 50 ára Anne Bruun Hansen Dana Bulejková Eysteinn Marvinsson Hólmfríður Ólöf Ásmundsd. Jakob Sigurjónsson Justyna Staszowska-Czub Kristinn Helgi Eiríksson Manuel F. Rodrigues Steinunn Hildur Hauksd. 40 ára Agnes Ágústsdóttir Atli Freyr Rúnarsson Drífa Hafsteinsdóttir Erna Rún Einarsdóttir Ewa Swiderska Fjóla Loftsdóttir Gylfi Valberg Gylfason Ingvar Helgi Eggertsson Jón Ágúst Guðmundsson Karam M. El Marrakechi Kjartan Thor Pálsson Marinó Eiður Gylfason Monika Palinska Ólafur Guðjón Haraldsson Óskar Örn Grímsson Sigrún Tinna Líndal Valdileia Martins de Oliveira 30 ára Bjarni Hreindal Sigurðsson Bruno Fabian A. Rodriguez Daniel Ostatek Elín Carstensdóttir Hermann Andrason Jane Ade Sutarjo Jóhanna Ósk Snædal Mariusz Dawidowski Steinunn Jónsdóttir Úlla Björnsdóttir 40 ára Magnús Viðar er Reykvíkingur, með BA- gráðu í ensku og er vöru- stjóri hjá Arion banka. Maki: Agla Marta Sigur- jónsdóttir, f. 1977, þjón- ustufulltrúi fyrirtækja hjá Landsbankanum. Börn: Erna Lilja, f. 2006, og Atli Viðar, f. 2011. Foreldrar: Skúli Viðar Magnússon, f. 1953, og Lilja Viðarsdóttir, f. 1958, eru í eigin rekstri, bús. í Reykjavík. Magnús Viðar Skúlason 30 ára Rebekka býr í Stykkishólmi, er fædd þar og uppalin. Hún er versl- unarstjóri Bókaverzlunar Breiðafjarðar. Maki: Kristján Lár Gunn- arsson, f. 1983, pípari og rekur ferðaþjónustu- fyrirtæki. Börn: Ása Valdís, f. 2011, og Kristrún Bjarney, f. 2014. Foreldrar: Guðjón P. Hjaltalín, f. 1969, og Heið- rún Höskuldsdóttir, f. 1970. Rebekka Sóley G. Hjaltalín 30 ára Regína er frá Akra- nesi en býr í Reykjavík. Hún er að klára meistara- nám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði við HR. Maki: Stefnir Ægir Stef- ánsson, f. 1994, nemi í lög- reglufræðum. Dóttir: Sveindís Kata, f. 2018. Foreldrar: Vignir Barkar- son, f. 1964, bús. á Akra- nesi, og Birna Gunnlaugs- dóttir, f. 1961, bús. í Reykjavík. Regína Björk Vignis Sigurðard. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.