Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds
Sími: 411 5000
www.itr.is
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Öld er í dag frá fæðingu listmálarans
og gagnrýnandans Valtýs Péturs-
sonar (1919-1988). Hann var í hópi
þeirra listamanna sem settu sterkan
svip á menningarlíf eftirstríðsár-
anna hér á landi, sem afkastamikill
listmálari, virkur þátttakandi í fé-
lagsstarfi listamanna og enn frekar
sem áhrifamikill myndlistargagn-
rýnandi hér á Morgunblaðinu. Hann
skrifaði um myndlist í blaðið frá
1950 og ritaði um 900 rýnisgreinar
og pistla á nær fjörutíu árum.
Eftir andlát ekkju Valtýs, Her-
dísar Vigfúsdóttur (1925-2011), var
sjálfseignarstofnunin Listaverka-
safn Valtýs Péturssonar formlega
stofnuð en þau hjón voru barnlaus. Í
safninu voru um 2.400 listaverk eftir
Valtý – fullkláruð verk, skissur og
minniskompur – auk um 90 verka
eftir aðra listamenn og gagna af
ýmsu tagi. Haustið 2016 var opnuð
vegleg yfirlitssýning á verkum Val-
týs í Listasafni Íslands og jafnframt
kom út vönduð bók um list hans og
feril. Í kjölfarið afhenti Listaverka-
safn Valtýs þorra verkanna Lista-
safni Íslands og sex öðrum söfnum
að gjöf.
Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir er
einn stjórnarmanna í Listaverka-
safni Valtýs Péturssonar og hún
segir markmið safnsins vera að
halda minningu Valtýs sem lista-
manns og gagnrýnanda á lofti.
„Ein helsta áskorunin var að
halda utan um og skrá þau fjöl-
mörgu listaverk sem hann skildi eft-
ir sig, og finna þeim svo stað í ís-
lenskum söfnum eins og hafði verið
ósk Herdísar ekkju Valtýs.“
Yfirlitssýning hafði verið sett upp
á verkum Valtýs í Listasafni Íslands
tveimur árum áður en hann lést en
síðan hafði ekki verið gert mikið til
að minna á hann og Ásta segir nýjar
kynslóðir listunnenda lítið hafa
þekkt til verka hans. „Við töldum því
mikilvægt að ný yfirlitssýning yrði
sett upp og vorum svo heppin að
Listasafn Íslands hafði mikinn
áhuga á að taka við stórum hluta
listaverkanna að gjöf og halda í
tengslum við það yfirlitssýningu. Þá
var einnig mikilvægt að ráðast í út-
gáfu á sýningarskránni sem er mjög
góð heimild um Valtý, ævi hans og
störf.“
Veglegar gjafir til safna
Í kjölfar sýningarinnar í Lista-
safninu fór fram hinn 27. mars 2017
formleg afhending á listaverkum eft-
ir Valtý til Listasafns Íslands, sem
tók við þorra verkanna, auk þess
sem sex önnur söfn þáðu úrval verka
að gjöf. Þá voru gefin verk til Greni-
víkur, fæðingarbæjar Valtýs.
„Hjónin skildu líka eftir sig mikið
af grænlenskum munum en þau voru
leiðsögumenn á Grænlandi í mörg ár
og söfnuðu grænlensku handverki,“
segir Ásta. „Árið 2012 þáði Þjóð-
minjasafnið á Grænlandi að gjöf út-
skorna gripi úr þessu safni og einnig
Safnasafnið í Eyjafirði sem tók líka
við grænlensku perluskarti.“
Ásta segir stjórn Listaverkasafn
Valtýs hafa ýmsar hugmyndir um
það hvernig þau geti styrkt íslenskt
menningarlíf og minnt á Valtý. „Eitt
af því sem við erum að fást við núna
er að fjármagna forvörslu á hinum
merku mósaíkverkum Valtýs í
Kennaraháskólanum sem voru vígð
árið 1966. Með tímanum hafa verkin
látið á sjá, steinar hafa fallið úr þeim
og margir týnst og það þurfti að
hreinsa þau. Karen Sigurkarlsdóttir
tók verkið að sér og hreinsar hvern
stein og vinur að lagfæringum þar
seim steinar hafa fallið úr. Okkur
þótti mikilvægt að koma að því að
þessum merkilegu og fallegu verk-
um væri við haldið og minna jafn-
framt á þau.“
Ásta segir að vissulega sé vinnan
við mósaíkverkin kostnaðarsöm og
Listaverkasafnið greiði lungann af
því en Háskóli Íslands hluta. Og
fleiri verkefni eru í undirbúningi. Á
Kjarvalsstöðum stendur nú yfir
markverð yfirlitssýning á verkum
Eyborgar Guðmundsdóttur en fóst-
urfaðir Valtýs var frændi Eyborgar.
„Við höfum gefið Listasafni Reykja-
víkur vilyrði um styrk til að styðja
útgáfu sýningarskrár um verk og
feril Eyborgar,“ segir Ásta Sóllilja.
Nú sé þorri verka Valtýs kominn í
góða höfn í listasöfnunum og þá taki
við ýmiskonar verkefni við að við-
halda minningunni um merkan lista-
mann og styrkja við sitthvað sem
tengist list hans og ferli.
Halda minningu Valtýs á lofti
Öld er í dag frá fæðingu Valtýs Péturssonar myndlistarmanns Valtýr skrifaði um 900 greinar
og pistla um myndlist í Morgunblaðið Listaverkasafn Valtýs veitir styrki til góðra verkefna
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Listamaðurinn Valtýr Pétursson, listmálari og gagnrýnandi Morgunblaðs-
ins, á vinnustofu sinni árið 1981. Hann skrifaði um 900 pistla í blaðið.
Árið 1966 voru afhjúpuð í ný-
byggingu Kennaraháskóla Ís-
lands við Stakkahlíð listaverk
sem Valtýr Pétursson og Gunn-
laugur Scheving unnu sérstak-
lega fyrir skólann; stór málverk
eftir Gunnlaug og tíu mósaík-
verk eftir Valtý. Eins og fram
kom í frétt Morgunblaðsins frá
því í mars 1966 var stærsta verk
Valtýs, Kosmos, sem er í and-
dyri byggingarinnar 19 fer-
metrar að stærð og var þá
stærsta listaverk í íslensku húsi.
Er verkið gert úr íslenskum
steintegundum, grágrýti, líparíti
og hrafntinnu. Önnur stór mynd
er í sal skólans og átta minni
mósaíkverk skreyta veggfleti í
norðurálmu.
Stjórn Listaverkasafns Valtýs
Péturssonar hafði forgöngu um
að forvörðurinn Karen Sigur-
karlsdóttir var fengin til að gera
úttekt á þessum verkum Valtýs,
hreinsa þau og gera við. Greiðir
Listaverkasafnið þorra kostn-
aðarins en Háskóli Íslands kem-
ur einnig að verkinu.
„Vinnan felst í því að hreinsa
verkin og gera við þau,“ segir
Karen en hún byrjaði á því að
hreinsa öll verkin og var það
þolinmæðisverk og umfangs-
meira en hún bjóst fyrst við.
„Verkin voru afskaplega ryk-
ug og hafa sjálfsagt aldrei verið
hreinsuð,“ segir hún. „Þá hafa
dottið steinar úr þeim gegnum
árin og ekki síst úr stóra verk-
inu. Starfsmenn Kennaraháskól-
ans höfðu tínt upp nokkra
steina, svo eitthvað var til af
þeim og ég gat fest þá aftur, en
ég hef líka þurft að útvega grá-
grýtissteina, slípa til og fella inn
í eyðurnar.
Á nokkrum stöðum sá ég leif-
ar af kennaratyggjói svo að fólk
hefur gert heiðarlegar tilraunir
til að festa steina með því! Það
er athyglisvert, en maður sér oft
svona reddingar í gömlum við-
gerðum sem bera ekki endilega
árangur og geta skemmt út frá
sér.
Líparít og hrafntinna eru hins
vegar friðaðar steintegundir svo
annaðhvort þarf ég að komast í
gamlan lager hjá steinsmiðum
eða fá leyfi hjá landeigendum til
þess að tína þær úr jörðu.
Þegar ég byrjaði vantaði 84
steina í Kosmos og ég er að
mestu búin að fylla upp í þær
eyður. Þetta er flóknasta verkið
en í hinni stóru myndinni, í saln-
um er auðveldara að greina
hvaða tegund af steinum á að
vera hvar.“
Karen segist hafa byrjað á
verkinu í byrjun ársins og hafa
unnið það samhliða starfi sínu
sem forvörður á Þjóðskjalasafni
Íslands en hún nam gripa-
forvörslu í London og grípur
stundum í aukaverkefni af þessu
tagi.
„Það er ágætt að vinna í
pappír á daginn og steinum á
kvöldin,“ segir hún og bætir við
að það kunni að verða flókið að
finna steina að fella inn í átta
minni verk Valtýs í húsi Kenn-
araháskólans því í þeim séu er-
lendir steinar. „En þetta eru
tómar áskoranir eins og for-
varsla er!“
Morgunblaðið/Hari
Vandasamt Karen Sigurkarlsdóttir forvörður hefur unnið að hreins-
un og viðgerð á hinum merku mósaíkverkum í Kennaraháskólanum.
Sumir festir með
kennaratyggjói
Gert við mósaíkmyndir Valtýs
Stórt Á árunum 1963-1966 gerði Valtýr tíu mósaíkverk í skólahúsið og
er Kosmos þeirra stærst, einir 19 fermetrar. Karen gerir hér við það.