Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 31
Verðmætt Arthur Brand við hið verðmæta málverk Picassos á heim- ili sínu, áður en hann skilaði því. Hollenski einkaspæjarinn Arthur Brand sem sérhæfir sig í lista- verkaþjófnaði hefur haft uppi á málverki eftir Pablo Picasso sem stolið var af snekkju við frönsku Ri- vieruna fyrir tveimur áratugum. Fyrir dugnað við að leysa ráðgát- ur sem tengjast stolnum verkum hefur Brand verið kallaður „Indi- ana Jones listaheimsins“. Hann hafði uppi á fágætu málverkinu í Amsterdam. Verkið nefnist Buste de Femme (Dora Maar) og er metið á 25 milljónir evra, um 3,4 milljarða króna. Brand komst að því að mað- ur nokkur hefði fengið verkið sem greiðslu og milliliðir komu því síð- an til hans í ruslapoka. Eftir að hafa hengt verkið á vegg hjá sér – hann stóðst ekki freistinguna – kom spæjarinn því til tryggingafélags sem fer með mál eigandans. Hafði uppi á stolnu Picasso-málverki AFP MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 Í tilefni HönnunarMars verða tvær sýningar opnaðar í Hafnarborg í Hafnarfirði kl. 20 í kvöld. Í aðalsal safnsins er sýningin Fyrirvari eftir Brynjar Sigurðarson og Vero- niku Sedlmair. Sýningin miðar að því að þýða eða tengja saman „hluti“ í umhverfinu; náttúru-, borgar- og menning- arumhverfi, við hugmyndir og hugleiðingar að nýjum hlut- um. Sjálft sköpunarferlið er sýningarefnið. Vinnan er séð sem eins konar röð möguleika og uppspretta fyrir nýja „hluti“. Hljóð verður kveikja að hlut og ljósmynd spinnur jafnvel af sér formæfingar í teikningu, svo dæmi séu tekin. Markmiðið er að nýta og sýna öll þessi stig og miðla eða setja fram eins konar kortlagningu á tengingum milli mis- munandi hluta og viðfangsefna, að leggja fram og mynd- gera ferli, hugmyndir og uppsprettur. Verk Brynjars og Veroniku taka á sig margar myndir og eru unnin í ólíka miðla, en samband mannsins við umhverfi sitt er jafnan sterkur þráður. Þau búa í Frakklandi og standa saman að íslensk-þýsku hönnunarstofunni Studio Brynjar & Vero- nika. Þau hafa unnið margvísleg verkefni fyrir fyrirtæki og gallerí, m.a. fyrir skóframleiðandann Camper og krist- als- og skartgripaframleiðandann Swarovski. Á síðustu ár- um hafa þau fengið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir hönnunarstörf sín, t.d. hin virtu Torsten og Wanja Söder- berg-hönnunarverðlaun í Svíþjóð. Óður til upphafsins Í Sverrissal opnar Kristín Garðarsdóttir á sama tíma sýninguna Teikningar/skissur í leir og textíl í sýningar- stjórn Brynhildar Pétursdóttur. Sýningin er óður til skiss- unnar, upphafsins og tilraunanna þar sem hugmyndirnar eru frjálsar og flæða óhindrað úr einu í annan. Vinnan hefst með skissum og teikningum, sem síðan færast af blaði og yfir í önnur efni. Slíkt ferli er áþreifanlegt í vinnu og verkum Kristínar, segir í tilkynningu og að skissurnar og teikningarnar séu yfirfærðar í leir og textíl með ólíkum aðferðum. Hönnuðirnir Veronika Sedlmair og Brynjar Sigurðarson stödd í hönnunarheimi sínum á efri hæð Hafnarborgar. Myndgera ferli, hug- myndir og uppsprettur  Tvær nýjar sýningar í Hafnarborg í tilefni HönnunarMars Morgunblaðið/Hari Rauða hrafnsfjöðrin, verðlaun fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu árs- ins 2018 í íslenskum bókmenntum, verður veitt á aðalfundi Lestrar- félagsins Krumma 30. mars næst- komandi. Það verður í þrettánda sinn sem viðurkenningin verður veitt. Í tilkynningu frá lestrarfélaginu segir að í ár séu tilnefndir höfund- arnir og skáldin Lilja Sigurðar- dóttir fyrir lýsingu í sögunni Svik, Sigríður Hagalín Björnsdóttir fyrir lýsingu í Hið heilaga orð, Steinunn Sigurðardóttir fyrir erindi í Að ljóði skaltu verða, Fríða Bonnie Andersen fyrir Að eilífu ástin, Sig- fús Bjartmarsson fyrir erindi í Af fjölmenningar fögrulistskala, Auður Ava Ólafsdóttir fyrir lýsingu í Ungfrú Ísland, Kamilla Einars- dóttir fyrir lýsingu í Kópavogs- krónika – til dóttur minnar með ást og steiktum, Þórdís Gísladóttir fyrir Horfið ekki í ljósið, Eva Rún Snorradóttir fyrir erindi í ljóðabók- inni Fræ sem frjóvga myrkrið og Hildur Knútsdóttir fyrir Ljónið. Fyrri hrafnsfjaðrarhafar eru Ei- ríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur, 2006; Elísabet Jökulsdóttir fyrir Heilræði lása- smiðsins, 2007; Hermann Stefáns- son fyrir Algleymi, 2008; Steinar Bragi fyrir Himininn yfir Þing- völlum, 2009; Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson, Megas, fyrir Dag kvennanna – ástarsögu, 2010; Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóða- safnið Kanil, 2011; Auður Ava Ólafsdóttir fyrir Undantekning- una, 2012; Sjón fyrir Mánastein, 2013; Soffía Bjarnadóttir fyrir Segulskekkju, 2014; Bergsveinn Birgisson fyrir Geirmundar sögu heljarskinns, 2015; Sigurbjörg Þrastardóttir fyrir örsagnasafnið Óttaslegni trompetleikarinn og aðrar sögur, 2016 og Þórarinn Leifsson fyrir skáldsöguna Kaldakol, 2017. Tíu skáld og rithöfundar tilnefnd fyrir forvitnilega kynlífslýsingu Fjaðrarhafi Pétur Blöndal afhenti Þórarni Leifssyni Rauðu hrafns- fjöðrina fyrir forvitnilegustu kyn- lífslýsingu ársins 2017. Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 31/3 kl. 13:00 Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 18/5 kl. 16:00 Aukas. Sun 31/3 kl. 16:00 Sun 28/4 kl. 16:00 Sun 19/5 kl. 13:00 Sun 7/4 kl. 13:00 Sun 5/5 kl. 13:00 Sun 19/5 kl. 16:00 Sun 7/4 kl. 16:00 Sun 5/5 kl. 16:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Lau 13/4 kl. 12:00 Sun 12/5 kl. 13:00 Sun 2/6 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 13:00 Sun 12/5 kl. 16:00 Lau 8/6 kl. 13:00 Sun 14/4 kl. 16:00 Lau 18/5 kl. 13:00 Aukas. Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 29/3 kl. 19:30 Lau 13/4 kl. 19:30 Mið 8/5 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 4/5 kl. 19:30 Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 19:30 Fös 3/5 kl. 19:30 Fyndinn og erótískur gamanleikur Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 29/3 kl. 18:00 Aukas. Fös 5/4 kl. 18:00 Aukas. Lau 13/4 kl. 15:00 Lau 30/3 kl. 15:00 Lau 6/4 kl. 15:00 Lau 13/4 kl. 17:00 Sun 31/3 kl. 15:00 Sun 7/4 kl. 15:00 Sun 28/4 kl. 15:00 Sun 31/3 kl. 17:00 Sun 7/4 kl. 17:00 Aukas. Sun 28/4 kl. 17:00 Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn) Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas. Mið 24/4 kl. 19:30 Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 26/4 kl. 19:30 Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fim 11/4 kl. 19:30 Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor Loddarinn (Stóra Sviðið) Lau 27/4 kl. 19:30 Frums. Fim 2/5 kl. 19:30 3.sýn Lau 11/5 kl. 19:30 5.sýn Þri 30/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 10/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 6.sýn Hárbeitt verk eftir meistara gamanleikjanna Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Brúðkaup Fígaros (Stóra Sviðið) Lau 7/9 kl. 19:30 Frums. Fös 20/9 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 15/9 kl. 19:30 2.sýn Lau 21/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 5/10 kl. 19:30 6.sýn Óborganlegu gamanópera eftir meistara Mozart Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 28/3 kl. 21:00 Lau 30/3 kl. 22:00 Lau 6/4 kl. 19:30 Fös 29/3 kl. 19:30 Fim 4/4 kl. 19:30 Lau 6/4 kl. 22:00 Fös 29/3 kl. 22:00 Fös 5/4 kl. 19:30 Lau 30/3 kl. 19:30 Fös 5/4 kl. 22:00 Dimmalimm (Brúðuloftið) Lau 30/3 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 14:00 Lau 6/4 kl. 15:30 Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Matthildur (Stóra sviðið) Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s Fös 3/5 kl. 19:00 aukas. Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s Mið 15/5 kl. 19:00 31. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s Fim 16/5 kl. 19:00 32. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s Frumsýning 15. mars. Elly (Stóra sviðið) Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fös 24/5 kl. 20:00 216. s Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar! Ríkharður III (Stóra sviðið) Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Kvenfólk (Nýja sviðið) Lau 30/3 kl. 20:00 45. s Lau 6/4 kl. 20:00 46. s Allra síðustu sýningar! Kæra Jelena (Litla sviðið) Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Fös 10/5 kl. 20:00 13. s Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s Sun 12/5 kl. 20:00 14. s Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s Mið 15/5 kl. 20:00 15. s Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s Kvöld sem breytir lífi þínu. Club Romantica (Nýja sviðið) Fim 28/3 kl. 20:00 7. s Fös 5/4 kl. 20:00 8. s Lau 13/4 kl. 20:00 9. s Síðustu sýningar. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 13/4 kl. 20:00 aukas. Aukasýning komin í sölu. Bæng! (Nýja sviðið) Fös 26/4 kl. 20:00 Frums. Mið 8/5 kl. 20:00 4. s Fim 23/5 kl. 20:00 7. s Sun 28/4 kl. 20:00 2. s Fim 9/5 kl. 20:00 5. s Sun 26/5 kl. 20:00 8. s Fös 3/5 kl. 20:00 3. s Fim 16/5 kl. 20:00 6. s Fim 30/5 kl. 20:00 9. s Alltof mikið testósterón Allt sem er frábært (Litla sviðið) Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas. Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.