Morgunblaðið - 27.03.2019, Side 26
P
áll Guðmundsson fæddist
27. mars 1959 á Húsafelli
í Borgarfirði og ólst þar
upp. Hann gekk í barna-
skóla á Kleppjárns-
reykjum og Hagaskóla í Reykjavík.
Hann stundaði nám í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands 1977-1981 og fór
síðar í Listaháskólann í Köln í Vestur-
Þýskalandi, þar sem hann lærði högg-
myndalist hjá prófessor Burgeff.
Hann kom aftur í Borgarfjörðinn eftir
námið í Myndlista- og handíðaskól-
anum, og var kennari við Grunnskól-
ann í Borgarnesi í þrjá vetur, þar sem
hann kenndi teikningu og hafði vinnu-
stofu í gamla Kaupfélagshúsinu. Eftir
námsárið í Þýskalandi fór hann heim
að Húsafelli og hefur verið þar við
vinnu síðan.
Áhuginn á listinni hefur lengi verið
til staðar. Þegar Páll var barn sá hann
myndir í steinunum og um 12 ára ald-
ur var hann farinn að mála olíuverk.
Þá voru margir listamenn á Húsafelli,
m.a. Pétur Friðrik og Veturliði Gunn-
arsson, og fékk hann að fara með þeim
út í skóg að mála.
Páll segir að hann sjái myndir í
steinunum og að hann þurfi oft ekki að
gera mikið til að gera myndirnar sýni-
legar öðrum. Þetta geta verið tröll,
vættir, huldufólk, dýr og menn sem
þannig leynast og hann laðar fram.
Hann gerir bæði bergþrykk og svell-
þrykk auk þess að kljúfa steina í sund-
ur til að finna leyndar myndir inni í
þeim. Þá steina kallar hann samlokur
en þær geta verið af öllum stærðum.
Páll notar eingöngu handverkfæri við
vinnu sína og náttúrulega liti, oftast liti
úr steinunum sjálfum. Bergþrykkið er
þannig að hann pússar steininn með
sandpappír, bleytir pappírinn og
Páll Guðmundsson á Húsafelli listamaður – 60 ára
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Höggmynd Páll við verkið Sörli
er heygður Húsafells í túni, sem er í
höggmyndagarðinum í Chicago.
Laðar fram myndir
og tóna úr steini
Morgunblaðið/Ásdís
Steinharpa Páll leikur á steinhörpu á tónlistarhátíðinni Norður og niður árið 2017.
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
PFAFF • Grensásvegi 13 • 108 Reykjavík • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
Verð áður 7.900 kr.
Tilboð: 6.400 kr.
Hitapúði
HK-49
Sennheiser RS-175
þráðlaus heyrnartól
Smogen
Gólflampi
Verð áður 34.900 kr.
Tilboð: 27.900 kr.
Verð áður 16.900 kr.
Tilboð: 10.000 kr.
Komin yfir fimmtugt hefur safnast drjúgt í reynslubankann svokona hefur tækifæri til að takast á við ýmsar áskoranir. Ég hefbrennandi áhuga á menntamálum og finnst gaman að vinna
þeim brautargengi. Finnst reyndar sem betri hljómgrunnur sé nú en oft
áður fyrir mikilvægi menntunar og það er vel,“ segir Anna María Gunn-
arsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, sem er 52 ára í dag.
„Sagt er að þegar æviárin eru orðin jafn mörg og spilin í stokknum sé
fólk komið á beinu brautina í lífinu. Það er talsverður sannleikur í því,“
segir Anna María sem ólst upp í Hafnarfirði og Laugarási í Biskups-
tungum og tók stúdentspróf frá Menntaskólanum að Laugarvatni. Nam
íslensku við Háskóla Íslands, sneri sér eftir það að kennslu og starfaði í
meira en 20 ár við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
„Kennarastarfið er áhugavert, ekki síst samskipti við unglingana
sem eru flestir hverjir hugmyndaríkir og skapandi. Ég sakna krakk-
anna oft, en á móti kemur að störf að félagsmálum eru líka mjög gef-
andi,“ segir Anna María, íslenskufræðingurinn sem fylgist vel með bók-
menntunum og nýjum bókum. Hún nefnir þar að bókin Skiptidagar, þar
sem Guðrún Nordal segir persónulega frá bókmenntum Íslendinga,
hafi vakið sig til umhugsunar um margt í samfélagsgerðinni.
„Eftir vinnu fer ég oft út að ganga. Við Katrín Jóna Svavarsdóttir,
ein af vinkonum mínum frá Laugarvatnsárunum, tökum oft hringinn
umhverfis Hvaleyrarvatn. Ferðirnar í fyrra voru um 200 og verða
sennilega ekki færri í ár. Eins stunda ég skíðaíþróttina með fólkinu
mínu,“ segir Anna María sem er gift Bjarka Sverrissyni kerfisfræðingi.
Synirnir eru tveir; Kvennaskólapilturinn Ari Gunnar sem er 17 ára og
læknaneminn Jón Gunnar 22 ára. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Menntun Kennarastarfið er áhugavert, segir Anna María.
Öll spil í stokknum
Anna María Gunnarsdóttir er 52 ára í dag
Reykavík Sveindís Kata Stefnisdóttir
fæddist föstudaginn langa 30. mars
2018. Hún var 3.200 g að þyngd og 50
cm að lengd. Foreldrar hennar eru
Regína Björk Vignis Sigurðardóttir og
Stefnir Ægir Stefánsson.
Nýr borgari
Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.