Morgunblaðið - 27.03.2019, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
Það skýtur töluvert
skökku við að á
blómaskeiði íslenskra
innanhússboltaíþrótta
skuli aðstaða til al-
þjóðlegra keppnis-
leikja hérlendis vera
óboðleg. A-landslið
karla í handbolta hef-
ur á þessu „gullna“
skeiði unnið til silfur-
verðlauna á Ólympíu-
leikum og brons-
verðlauna á Evrópumóti og
A-landslið karla í körfubolta hefur
tvisvar unnið sér þátttökurétt á
lokamóti Evrópumótsins, Euro-
Basket. Það hefur legið ljóst fyrir í
meira en áratug að Laugardals-
höllin er úrelt mannvirki sem stenst
ekki þær kröfur sem gerðar eru til
veigamikilla íþróttamannvirkja í
dag. Hún er á undanþágum hjá al-
þjóðasamböndum í hand- og körfu-
bolta, EHF og FIBA, en hversu
lengi þær vara er óvíst. Þessar
undanþágur breyta ekki þeirri stað-
reynd að Laugardalshöllin er ólög-
leg keppnishöll.
Staðreyndin er einnig sú að hún
er ein elsta íþróttahöll Evrópu sem
notuð er að staðaldri í alþjóðlegum
keppnisleikjum í hand- og körfu-
bolta. Ef við einskorðum okkur ein-
ungis við þjóðir sem eru skil-
greindar sem vesturevrópskar, þá
er hún elst.
Þegar Laugardalshöllin var tekin
í notkun árið 1965 eignuðust Ís-
lendingar í fyrsta skipti íþróttahöll
sem gat hýst alþjóðlega keppnis-
viðburði. Forveri hennar var skáli
sem bandaríski herinn reisti árið
1943 en sú bygging var lítil; bæði
fyrir áhorfendur og íþróttafólk.
Laugardalshöllin var því kærkomin
viðbót í íslenskar íþróttir. En góðir
og þarfir hlutir vara ekki að eilífu.
Þeir eldast og verða að lokum úrelt
fyrirbæri.
Þess má geta að Laugardals-
höllin var minnkuð töluvert frá
fyrsta samþykkta uppdrætti og
varð því minni bygging að veruleika
en ráð var gert fyrir í fyrstu. Gísli
Halldórsson, arkitekt
og hönnuður Laugar-
dalshallarinnar, sagði
að minnkunin hefði
verið samþykkt af því
að menn trúðu því að
innan 20 ára frá vígslu
Laugardalshallarinnar
yrði enn stærri íþrótta-
höll risin í Reykjavík.
Það gerðist ekki þrátt
fyrir að til stæði að
halda heimsmeistara-
mót í handbolta hér-
lendis árið 1995. Mótið
fór fram en engin reis
höllin. Á þeim tíma voru aðrar þjóð-
ir í óða önn að reisa nýjar og nú-
tímalegar íþróttahallir til að leysa
af hólmi hallir sem reistar voru á
árunum 1950-1970. Vegna framfara
í byggingariðnaði og hærri öryggis-
staðla í íþróttamannvirkjum þótti
öðrum þjóðum það sjálfsagt mál.
Hérlendis voru menn sáttir við lúna
Laugardalshöllina.
Nýir þjóðarleikvangar
rísa árlega
Á síðastliðnum 10 árum hafa nýir
þjóðarleikvangar fyrir innanhús-
íþróttir risið víðsvegar um Evrópu
þar sem hallir sem voru reistar á
árunum 1980-1995 þykja orðnar úr-
eltar. Á sama tíma og þjóðir eru að
skipta út 25-40 ára gömlum þjóðar-
höllum er fátt sem bendir til þess
að 54 ára gömul Laugardalshöll
verði leyst af hólmi í nánustu fram-
tíð. Ríki og borg sýna þessu mál-
efni takmarkaðan áhuga.
Það er síðan algjörlega óvið-
unandi að á sama tíma og hand- og
körfuboltalandsliðin hafa átt mikilli
velgengni að fagna, skuli sætafram-
boð Laugardalshallarinnar minnka
nánast ár frá ári. Í dag tekur höllin
um 2.200 áhorfendur í sæti en sú
tala var yfir 3.000 sæti fyrir rúmum
áratug. Ástæða þessarar fækkunar
sæta eru hertir öryggisstaðlar
EHF og FIBA inni í keppnishöllum
þar sem alþjóðlegir viðburðir fara
fram.
Það er kominn tími til að stjórn-
völd vakni af værum blundi og sýni
íþróttafólki þá virðingu að hefja
undirbúning og byggingu nýs
þjóðarleikvangs fyrir innanhús-
íþróttir hér á landi.
Eftir Þórð Má
Sigfússon
Þórður Már
Sigfússon
» Það er kominn tími
til að stjórnvöld
vakni af værum blundi
og sýni íþróttafólki þá
virðingu að hefja undir-
búning og byggingu nýs
þjóðarleikvangs.
Höfundur er skipulagsfræðingur.
Nýr þjóðarleikvangur fyrir
innanhúsíþróttir þolir enga bið
Það hefur verið
dapurlegt að lesa
greinar í íslenskum
fjölmiðlum undanfarna
mánuði þar sem því er
haldið fram að
Evrópusambandið sé
ólýðræðislegt bákn þar
sem skriffinnar eins og
ég, sem enginn hefur
kosið til embættis,
taka allar ákvarðanir.
Ekkert er fjær lagi.
Engin lög Evrópusambandsins eru
ákveðin af fólki eins og mér. Evr-
ópusambandið samanstendur af að-
ildarríkjum þess, ríkjum sem hafa
ákveðið að deila fullveldi sínu á svið-
um þar sem þau telja að slíkt efli
hag þeirra og styrk.
Hvernig verða lögin til?
Vissulega semja embættismenn
framkvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins drög að lagafrumvörpum,
eins og ókjörnir embættismenn í ís-
lenskum ráðuneytum. En það eru
lýðræðislega kjörnir forsetar og for-
sætisráðherrar ESB-landa sem
fyrst marka pólitíska stefnu sam-
bandsins með einróma ákvörðunum
sínum í leiðtogaráðinu. Auk þess
geta stofnanir Evrópusambandsins
ekkert gert sem ekki samræmist
grunnsáttmálum þess, sem allar
ríkisstjórnir aðildarríkja hafa sam-
þykkt einróma.
Frumvörp eru yfirleitt til komin
vegna beiðni frá ráðherraráðinu,
sem er skipað ráðherrum ESB-
landanna, sem fara með málaflokk-
inn sem til umræðu er hverju sinni
(til dæmis landbúnað, sjávarútveg,
samgöngumál, dómsmál). Einnig
geta frumvörp orðið til vegna álykt-
unar Evrópuþingsins, sem kosið er
með beinni kosningu, eða vegna
þess að óháðar ráðgjafarstofnanir
leggja til lagaumbætur. Þá getur al-
menningur í ESB-ríkjum einnig
safnað undirskriftum til að fara
fram á að framkvæmdastjórnin setji
ný lög.
Hvað tekur svo við?
Þegar framkvæmdastjórnin hefur
undirbúið frumvarp er það lagt fyrir
Evrópuþingið, sem er kosið til fimm
ára í senn með beinni kosningu íbúa
í aðildarríkjunum 28, og ráðherra-
ráðið, sem er skipað fulltrúum lýð-
ræðislega kjörinna ríkisstjórna í
Evrópusambandinu. Þing og ráð-
herrar ræða og breyta frumvarps-
tillögunum og sammælast svo um
endanlega útgáfu laganna eða hafna
þeim alfarið.
Ef eitt af ESB-löndunum innleiðir
eða framfylgir ekki lögum má bera
málið undir Evrópudómstólinn, sem
er skipaður sjálfstæðum dómurum
frá öllum löndunum, rétt eins og
bera má íslensk lög (eða brot á
þeim) undir dómstóla. En yfirleitt
kemur ekki til þessa.
Þótt stjórnskipan Evrópusam-
bandsins sé ef til vill flókin get ég
ekki tekið undir með þeim sem
segja að „enginn í ESB
sé lýðræðislega kjör-
inn“ eða að það sé
kerfisbundinn „lýð-
ræðishalli“ innan sam-
bandsins. Í einföldustu
myndinni má segja að
ESB sé löndin sem
hafa sameinast um að
vinna saman. Þau ráða,
samkvæmt umboði
kjósenda sinna.
Brexit var ekki
ákvörðun okkar
Það hefur einnig valdið mér von-
brigðum að lesa skrif um að „Bruss-
el“ vilji „refsa“ Bretum fyrir að
ganga úr ESB. Bretar kusu að
ganga úr Evrópusambandinu og við
virðum niðurstöðuna þótt hún
hryggi okkur. Við höfum tekið skýrt
fram frá byrjun að Bretar geti ekki
notið réttindanna sem fylgja ESB-
aðild án þess að rækja skyldurnar.
Það væri eins og að segja upp
áskrift að líkamsræktarstöð en ætl-
ast þó til þess að geta áfram notað
tækin og sundlaugina eins og ekkert
hafi í skorist.
Eftir tæpra tveggja ára erfiðar
samningaviðræður hefur ESB náð
samkomulagi við gagnaðila sinn,
bresku ríkisstjórnina. Nú vonumst
við til þess að breska þingið ákveði
hvaða stefnu skuli taka svo við get-
um hafist handa við að semja um ná-
ið framtíðarsamstarf við vini okkar í
Bretlandi.
Ásakanir um „hefnd“ eru tilhæfu-
lausar og ósanngjarnar. Samninga-
hópur ESB hefur allan tímann
starfað samkvæmt skýru umboði
lýðræðislega kjörinna ríkisstjórna
þeirra 27 ríkja sem eftir eru, sem
hafa verið samstiga í gegnum allt
ferlið.
Raunar er þessi umfjöllun um
Brexit-málið fullkomið tækifæri til
að svara einnig ásökunum um að
ESB hlunnfari smærri aðildarríki,
en því er gjarnan haldið á lofti á Ís-
landi sem dæmi um meinta ólýð-
ræðislega stjórnarhætti sambands-
ins. Málefni Írlands, eyju sem telur
4,8 milljónir íbúa af 500 milljón-
unum í ESB, hafa verið erfiðasti
hjallurinn í Brexit-samningaviðræð-
unum. Í viðræðunum hefur Evrópu-
sambandið staðið þétt við bakið á
Írum, enda var tilgangurinn með
stofnun Evrópusambandsins ekki
síst að vernda minnstu löndin innan
þess.
Lýðræði í ESB –
Brexit og smáríkin
Eftir Michael Mann
» Í viðræðunum hefur
Evrópusambandið
staðið þétt við bakið á
Írum, enda var tilgang-
urinn með stofnun ESB
ekki síst að vernda
minnstu löndin innan
þess.
Michael Mann
Höfundur er sendiherra Evrópu-
sambandsins á Íslandi.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Íslensku þjónustufyrirtækin
eru á finna.is
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA? SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU