Morgunblaðið - 27.03.2019, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Samfélagsgerðin á Norðurlöndum
er auðvitað ekki fullkomin en án
nokkurs vafa sú besta sem býðst.
Sterkt velferðarkerfi, almennt jafn-
rétti, virðing fyrir lögum og fólki, um-
burðarlyndi og frjálslynd viðhorf; allt
er þetta í hávegum haft í norrænu
löndunum og er þó ekki sjálfgefið.
Mikilvægt er að minna á það nú þeg-
ar að sækja öfl útlendingahaturs og
rasisma, sem mér finnst stórhættu-
leg,“ segir Bogi Ágústsson, frétta-
maður og formaður Norræna félags-
ins.
Sömu réttindi ekki sjálfgefin
Um síðustu helgi var á vegum Nor-
ræna félagsins á Íslandi og Norræna
hússins efnt til hátíðardagskrár í til-
efni af því að öld er síðan fyrstu nor-
rænu félögin voru stofnuð, það ís-
lenska árið 1921. Það plægði jarð-
veginn fyrir stofnun Norður-
landaráðs árið 1952 og Norrænu
ráðherranefndarinnar sem sett var á
laggirnar árið 1971. Á grundvelli þess
eru í dag starfræktar samnorrænar
upplýsingaskrifstofur í öllum lönd-
unum, það er Noregi, Svíþjóð, Finn-
landi, Danmörk og Íslandi, hvar veitt
er þjónusta til eflingar samvinnu milli
landanna sem er á mörgum sviðum.
„Það er alls ekki sjálfsagt að fólk
njóti jafnan sömu réttinda í öðru
landi en sínu heimalandi; hafi aðgang
að skólunum þar, félagslegri þjónustu
og svo framvegis. Þess njótum við
Norðurlandabúar hins vegar og höf-
um í meira en 60 ár getað ferðast milli
landanna án vegabréfa,“ segir Bogi.
Bjó að dönskunáminu
Á árunum 1984-1986 var Bogi
fréttamaður Ríkisútvarpsins á
Norðurlöndunum með aðsetur í
Kaupmannahöfn og kynntist þá sál
og kviku samfélags landanna. Í því
starfi og æ síðan segist Bogi hafa búið
að dönskunámi í barna- og mennta-
skóla.
„Norræn tungumál verða að skipa
hærri sess í skólakerfinu á Íslandi en
nú er raunin. Fyrir um tuttugu árum
var enska tekin fram yfir dönsku sem
fyrsta tungumál í íslenskum grunn-
skólum. Það tel ég hafa verið mikil
mistök. Enskan þarf engan stuðning
og kennir sig sjálf gegnum tölvur og
snjalltæki sem börn og unglingar nota
í dag. Norrænu tungumálin þurfa hins
vegar stuðning og þeim verður að
halda að krökkunum,“ segir Bogi . Í
því efni minnir hann á að í dag séu
minnst 30 þúsund Íslendingar búsett-
ir á hinum Norðurlöndunum og til að
ná fótfestu þar sé kunnátta í tungu
innfæddra nauðsyn. Þá sé gott að
byrja á dönskunni þótt erfið sé, en
með skilningi á henni sé fólk í raun
einnig búið að læra norsku og sænsku,
svo skyld séu þessi tungumál.
„Almennt fer tungumálakennslu í
íslensku skólakerfi minnkandi, sem ég
tel miður. Danir gera sér þó grein fyr-
ir því að danskan skiptir máli á Íslandi
og þarf að styðja við,“ segir Bogi. Í því
sambandi tiltekur hann samstarfs-
samning milli íslenskra og danskra
stjórnvalda um dönskukennslu hér á
landi sem var endurnýjaður fyrr í
mánuðinum af menntamálaráðherr-
um landanna; Lilju Alfreðsdóttur og
hinni dönsku Merete Riisager. Þar sé
áhersla lögð á að Íslendingar geti tal-
að dönskuna og að dönsk menning sé
kynnt í íslenskum skólum. Þetta sé
gott mál.
Þá tiltekur Bogi úr starfi sínu sem
fréttamaður að RÚV eigi margvíslegt
samstarf við systurstofnanir á hinum
Norðurlöndunum. Fréttum sé miðlað
á milli og fréttamenn hér heima finni
vel að landinn; áhorfendur og hlust-
endur, vilji fá fregnir af Norður-
löndunum, sem svo margir Íslend-
ingar hafa tengsl við.
Starfi saman í umhverfis- og
öryggismálum
Samstarf og bandalag milli þjóð-
ríkja heldur ekki alltaf endalaust. Í
því efni er nærtækt að minna á ólg-
una sem nú er innan Evrópusam-
bandsins. Norðurlandasamstarfið
virðist hins vegar standa traustum
fótum, sem Bogi segir ekki þurfa að
koma á óvart.
„Á Norðurlöndum er rík hefð fyrir
virkri þátttöku almennings í lýðræð-
inu og hagsmunir landanna eru um
margt svipaðir. Því er eðlilegt að
þjóðirnar eigi með sér samstarf, sem
er í stöðugri þróun. Ætla má að sam-
starf um aðgerðir í umhverfismálum
vegna loftslagsbreytinga komi til í
náinni framtíð sem og í öryggis- og
varnarmálum. Nú hefur til dæmis
verið settur á laggirnar samstarfs-
vettvangur herafla norrænu ríkjanna
sem er nýmæli. Fleiri verkefni mætti
sjálfsagt tiltaka og minna má á að
þegar Barack Obama Bandaríkja-
forseti bauð forsætisráðherrum
Norðurlandanna í Hvíta húsið vorið
2016 sagði hann að réttast væri að
norrænu ríkin stýrðu veröldinni; svo
vel hefði þeim tekist til. Það er góð
umsögn sem með öðru leggur okkur á
herðar þá skyldu að halda í sam-
félagsgerð Norðurlandanna.“
Besta samfélagsgerð sem býðst
Norræn félög í eina öld Fjölþætt og traust samstarf meðal nágrannaþjóða Sterkt velferðar-
kerfi, virðing fyrir lögum og fólki og umburðarlyndi Tungumálakennslan verði styrkt
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Norrænt Ásdís Eva Hannesdóttir, framkvæmdastjóri Norræna félagsins, Bogi Ágústsson, formaður Norræna fé-
lagsins, og Oddný G. Harðardóttir, alþingismaður og varaformaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Nú um mánaðamótin opnar plast-
röraverksmiðjan Set hf. á Selfossi
afgreiðslu og vörulager í Kletta-
görðum 21 í Reykjavík. Stór hluti af
sölustarfsemi fyrirtækisins verður
á nýja staðnum en ætlunin með
þessu er að bæta afhendingar-
öryggi og þjónustu við viðskipta-
vini. „Starfsemi í vöruhúsinu mun
létta mikið á húsnæði og aðstöðu
Sets, en aðalstöðvar okkar og verk-
smiðja verða þó áfram á Selfossi,“
segir Örn Einarsson, sem stýrir
sölu- og tæknisviði fyrirtækisins.
Mikill vöxtur og nýsköpun hefur
einkennt starfsemi Sets undanfarin
ár. Byggingar fyrirtækisins eystra
eru samanlagt um 8.000 fermetrar
og stefnt er að byggingu nýs verk-
smiðjuhúss á komandi árum.
Set framleiðir lagnavörur á fjór-
um meginsviðum, það er hitaveitu-,
vatnsveitu- og fráveituefni og svo
efni fyrir raf- og fjarskiptakerfi. Þá
rekur Set, vélsmiðju og vöruþróun-
ardeild, sérsmíðadeild í lagnavör-
um og þjónustudeild fyrir samsetn-
ingu röra á lagnastað. Set ehf
starfrækir sömuleiðis dótturfélag í
Þýskalandi Set Pipes GmbH sem
annast framleiðslu á foreinangr-
uðum hitaveiturörum, segir Berg-
steinn Einarsson, framkvæmda-
stjóri Sets. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Set Elas Juknevicius lagermaður og Örn Einarsson sölu- og tæknistjóri.
Opna í Klettagörðum
Set hf. með afgreiðslu í Reykjavík
Meðal langflestra fulltrúa í
Norðurlandaráði, sem eru þing-
menn aðildarlandanna, ríkir al-
menn sátt um grundvallargildi
sem snerta lýðræði, jafnrétti,
mannréttindi og velferð. Þetta
sagði Oddný Harðardóttir,
varaformaður Íslandsdeildar
Norðurlandaráðs, í ávarpi sínu
á fundinum sl. laugardag, 23.
mars, sem á almanakinu heitir
Dagur Norðurlandanna.
Oddný rifjaði upp að endur
fyrir löngu var sagt að í nor-
rænu félögunum væri fólk með
pólitísk markmið. Var í því efni
verið talað um „orma í para-
dís“. Næði það fólk undirtök-
unum væri syndafallið víst.
Þetta segir Oddný ekki eiga við
í dag.
„Ormurinn í paradís norræns
samstarfs er ekki pólitíkin eða
skoðanaágreiningur heldur
öfgafull öfl sem vilja ekki að
norræn samvinna og samkennd
byggi á jöfnu gildi allra manna
og virðingu fyrir mannréttind-
um heldur á kynþáttahyggju,
útilokun minnihlutahópa og
andúð á öllu því sem framandi
er. Þessi öfl voru til fyrir einni
öld þegar norrænu félögin voru
stofnuð, þau voru svo sannar-
lega til á fjórða og fimmta ára-
tug síðustu aldar og þau eru
enn til staðar nú á dögum. Þau
laðast að norrænu samstarfi
vegna þess að þau telja sig
geta fundið þar farveg fyrir
ógeðfelldar hugmyndir sínar.
Við sem störfum á þessum
vettvangi verðum að vera vak-
andi fyrir þessari hættu,“ segir
Oddný.
Vakandi fyrir
öfgaöflum
GRUNDVALLARGILDI
Hamraborg 10, Kópavogi
Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18
VERIÐ VELKOMIN
Í SJÓNMÆLINGU
———