Morgunblaðið - 27.03.2019, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
Borgartún 29 · 105 Reykjavík · Sími 510 7400 · www.sl.is
Ársfundur 2019
1. Fundur settur
2. Skýrsla stjórnar
3. Gerð grein fyrir ársreikningi
4. Tryggingafræðileg úttekt
5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt
6. Önnur mál
Ársfundur SL lífeyrissjóðs verður haldinn mánudaginn 8. apríl 2019 kl. 16.30,
að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík.
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðandi sem lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn.
DAGSKRÁ
Reykjavík 19. 03. 2019
Stjórn SL lífeyrissjóðs
„Ljóst er að fjölgun skipa kallar á meiri meðvit-
und um áhættuna. Það snýr ekki aðeins að höfn-
unum heldur viðbragðsaðilum; almannavörnum
og Landhelgisgæslunni,“ segir Gísli Gíslason,
hafnarstjóri Faxaflóahafna.
Skemmtiferðaskipum sem koma til landsins
hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og far-
ið stækkandi. Fyrir fjórum árum komu 108 skip
til Reykjavíkur en í ár er von á 200 skipum með
um 190 þúsund farþega. Útgerð skemmtiferða-
skipsins Viking Sky, sem varð fyrir óhappi við
Noregsstrendur, hafði boðað komu skipsins til
Reykjavíkur 7. júní og aftur 12. ágúst. Gísli segir
ekki vitað hvort skipið kemur.
Spurður um viðbúnað, ef slíkt óhapp gerðist
við Íslandsstrendur, segir Gísli að til sé við-
bragðsáætlun sem gefin var út 2016 um sjóslys
þar sem farþegaskip eigi í hlut við hafnir höfuð-
borgarsvæðisins. Segir að hún standi fyrir sínu
og hafi verið æfð. Þá sé til stórslysaáætlun fyrir
höfuðborgarsvæðið. Flest skipin koma einnig
við á öðrum höfnum, meðal annars Akureyri.
Segist Gísli hafa bent á að gera þurfi viðbragðs-
áætlun fyrir hafnirnar.
Faxaflóahafnir eru að undirbúa smíði nýs
dráttarbáts með 80 tonna togkraft og verður-
hann tvöfalt öflugri en Magni. Þá er nýlegur
dráttarbátur í Akureyrarhöfn. Gísli segir að
þessi tæki nýtist fyrst og fremst í nágrenni hafn-
anna.
Hann bendir á að ýmis óhöpp geti orðið úti á
rúmsjó, utan við lögsögu Faxaflóahafna, og tek-
ur undir með Auðuni F. Kristinssyni, verkefna-
stjóra hjá Landhelgisgæslunni, að íslensk stjórn-
völd séu ekki eins vel í stakk búin til að glíma við
stór áföll og stjórnvöld annars staðar og hér
þurfi sterkari innviði. „Þá skiptir mestu máli að
viðbragðsáætlanir séu raunhæfar og viðkomandi
aðilar meðvitaðir um hættuna og hvað þurfi til að
glíma við slíkt ástand,“ segir Gísli. helgi@mbl.is
Kallar á meiri meðvitund um hættuna
Farþegaskip Viking Sky nálgast höfn eftir
hrakninga. Nærri 1.400 manns var um borð.
AFP
Fjöldi skemmtiferðaskipta sem hingað kemur
hefur tvöfaldast á fáum árum og skipin stækkað
Þyrlusveit Land-
helgisgæslu Ís-
lands æfði í gær
með ítölskum
orrustuþotum
sem staddar eru
hér á landi í
tengslum við
loftrýmisgæslu
Atlantshafs-
bandalagsins
(NATO). Var það
gæsluþyrlan TF-LIF sem tók þátt í
æfingunni, en ítölsku þoturnar, sem
eru alls fjórar talsins, eru af gerð-
inni Eurofighter Typhoon EF-2000.
Landhelgisgæslan hefur m.a. það
hlutverk að fara með leit og björg-
un komi eitthvað upp á hjá hjá liðs-
mönnum loftrýmisgæslunnar og
æfir þyrlusveitin því reglulega með
liðsmönnum NATO.
LHG æfði með loft-
rýmisgæslu Atlants-
hafsbandalagsins
Gæslan Þyrla tók
þátt í æfingunni.
„Hvergi annars staðar í heiminum
er vöktun náttúruvár jafn samþætt
og hér á landi,“ sagði Ingvar Krist-
insson, framkvæmdastjóri Eftirlits-
og spásviðs Veðurstofu Íslands, á
ársfundi Veðurstofunnar í gær.
Veðurstofan sinnir yfirgrips-
miklu eftirlitshlutverki og vaktar
náið náttúruöfl landsins. Sífellt
bætast við nýir staðir sem þarf að
fylgjast með meðal annars með til-
liti til snjóflóðahættu vegna breyt-
inga á byggðamynstri. Skriður hafa
verið að aukast og kallað á aukna
vöktun Veðurstofunnar.
Á síðustu árum hefur upplýsinga-
miðlun verið efld sem miðar að því
að ná betur til viðbragðsaðila og al-
mennings. Á hverjum degi eru
haldnir samráðsfundir þar sem
náttúruvársérfræðingar, veður-
fræðingar og ofanflóðasérfræð-
ingar taka stöðuna og ef ástæða
þykir eru fleiri kallaðir að borðinu
eins og fulltrúar almannavarna,
Isavia, Vegagerðarinnar og fleiri
sem hafa hagsmuna að gæta á
hverjum tíma. Á þeim fundum er
tekin ákvörðun um hvernig eigi að
bregðast við aðstæðum næsta sólar-
hringinn ef til dæmis veður eru vá-
lynd.
„Þetta hefur reynst vel og hefur
hjálpað okkur að stilla saman
strengi. Það er einstakt að hægt sé
að kalla alla saman að borðinu og
eiga í nánu samstarfi við almanna-
varnir. Þetta reynist gjarnan erfitt
í mörgum stærri löndum,“ sagði
Ingvar.
Nánar er fjallað um þetta á
mbl.is.
Vöktun náttúruvár
hvergi eins samþætt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldgos Gosið í Holuhrauni árið 2014.