Morgunblaðið - 27.03.2019, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna,
verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið.
Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent
12in Wall fan Hi-line Sabre Plate
DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS
Hreint loft og vellíðan
Það borgar sig að nota það besta
VENT–AXIA VIFTUR
Ferðamenn spókuðu sig um Gólanhæðir við
landamæri Ísraels og Sýrlands í gær. Ísrael náði
yfirráðum yfir tveimur þriðju hluta Gólanhæða
af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967.
Um 20 þúsund ísraelskir landnemar búa nú í
Gólanhæðum. Alþjóðasamfélagið hefur ekki
viðurkennt yfirráð Ísraela yfir landsvæðinu, en
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í vik-
unni að hann vildi að Bandaríkin viðurkenndu
yfirráð Ísraela yfir hæðunum. „Eftir 52 ár er
kominn tími til þess að Bandaríkin viðurkenni að
fullu yfirráð Ísraela yfir Gólanhæðum,“ sagði
Trump á Twitter. Benjamin Netanyahu, for-
sætisráðherra Ísraels, sem er nú í hörðum kosn-
ingaslag, fagnar ummælum Trumps mjög.
AFP
Ferðamenn heimsækja Gólanhæðirnar
Á landamærum Ísraels og Sýrlands
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Þingmenn í neðri deild breska þings-
ins samþykktu á mánudagskvöldið að
efna til atkvæðagreiðslu í dag um
framhald Brexit-málsins. Ríkisstjórn
Theresu May lagðist eindregið gegn
ályktun þingsins og sögðu sig þrír
ráðherrar úr stjórninni til að geta
kosið gegn henni. Atkvæðagreiðslan í
dag mun ekki binda hendur ríkis-
stjórnarinnar en náist meirihluti í
þinginu gæti hann reynt að binda þá
leið í lög.
Nokkrir möguleikar verða í boði
fyrir þingmenn um framhaldið. Á
meðal þess sem kosið verður á milli er
hvort að neðri deildin vilji styðja út-
göngusamninginn sem er nú þegar til
staðar, eða hvort Bretar eigi að yfir-
gefa Evrópusambandið án samnings.
Þá gæti þingið einnig ákveðið að óska
eftir lengri fresti til að semja um út-
gönguna eða jafnvel reynt að koma í
veg fyrir útgönguna.
Með ákvörðun sinni á mánudags-
kvöld hefur neðri deildin í raun tekið
frumkvæðið úr höndum ríkisstjórnar-
innar, en ekki er enn ljóst hvaða val-
kostir verða bornir upp til atkvæða í
dag. Þó er talið að hugmyndir um
nánara efnahagssamstarf við ESB á
grunni EES-samningsins, samningur
á borð við viðskiptasamning ESB við
Kanada og nýtt þjóðaratkvæði um út-
gönguna gætu orðið þar á meðal.
Allt þá þegar þrennt er?
Þingmenn neðri deildarinnar hafa
nú í tvígang kolfellt útgöngusamning-
inn sem ríkisstjórn May náði við ESB
í nóvember síðastliðnum. Samningur-
inn gefur Bretum langan aðlögunar-
tíma til að koma á fríverslunarsamn-
ingum eftir að landið yfirgefur innri
markað ESB. Samningurinn verður
þó ekki lagður fyrir þingið að nýju
nema ljóst sé að meirihluti þingsins
styðji hann. Talið er afar hæpið að
þingmenn samþykki samninginn í
þriðju atrennu en ef svo yrði myndi
Bretland yfirgefa ESB 22. maí.
Samþykki þingið engan samning og
ekkert samkomulag er gert um frek-
ari aðgerðir mun Bretland yfirgefa
ESB án samnings á miðnætti í Bruss-
el hinn 12. apríl næstkomandi. Emm-
anuel Macron, Frakklandsforseti, hef-
ur sagt að það ætti að vera hægt væri
að semja um að samningslaus útganga
yrði síðar. May hefur ekki útilokað
möguleikann á útgöngu án samnings.
Neðri deildin hefur hins vegar hafnað
því að Bretland yfirgefi Evrópusam-
bandið án þess að samkomulag liggi
fyrir. Óttast er að efnahagleg áhrif
þess yrðu vond fyrir Breta, þar sem
þeir yrðu þá að taka upp tolla Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar WTO þar til
búið væri að gera fríverslunarsamn-
inga við hin ýmsu ríki.
Útgöngunni mögulega frestað
Þingið gæti einnig ákveðið að biðja
Evrópusambandið um mun lengri
frest, svo að hægt verði að semja upp
á nýtt um útgönguna. Framkvæmda-
stjórn ESB hefur sagt leiðtogum að-
ildarríkjanna að slíkur frestur yrði að
minnsta kosti út þetta ár og mögulega
mun lengur. Slíkur frestur gæti opnað
á þann möguleika að kosið verði aftur
til neðri deildar þingsins, eða jafnvel
að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um
Brexit-málið verði haldin.
Þá hefur Evrópudómstóllinn kom-
ist að þeirri niðurstöðu að Bretar geti
einhliða dregið til baka tilkynningu
sína um útgöngu úr ESB samkvæmt
50. gr. sáttmálans um Evrópusam-
bandið, en um fimm og hálf milljón
manna hafa skrifað undir áskorun til
ríkisstjórnarinnar um að hætta við
Brexit. Þingið gæti í því ljósi ákveðið
að draga útgönguna til baka, en það er
talið mjög ólíklegt.
Næstu möguleg skref Breta í Brexit
Neðri deild breska þingsins efnir til atkvæðagreiðslu um framhald Brexit-mála í dag Fjórir val-
möguleikar á borðinu Þingmeirihluti gæti reynt að binda hendur ríkisstjórnarinnar með lagasetningu
AFP
Sundrung Breska þingið mun í dag kjósa um næstu skref í Brexit-málum.
Saksóknarar í
Bandaríkjunum
hafa ákveðið að
saksækja ekki
leikarann Jussie
Smollet, sem
var sakaður um
að hafa logið að
lögreglunni.
Smollet er sagð-
ur hafa borgað
tveimur mönn-
um til að ráðast á sig í þeim til-
gangi að auka frægð sína og fá
þar af leiðandi hærri laun sem
leikari vestanhafs.
Tilkynnti hann í fjölmiðlum eftir
árásina að um hatursglæp væri að
ræða og að árásarmennirnir hefðu
ráðist á hann vegna þess að hann
væri svartur og samkynhneigður.
Olli árásin miklu fjaðrafoki í
Bandaríkjunum og voru þjóð-
þekktir einstaklingar fljótir að for-
dæma hana áður en grunur um að
hún hefði verið sviðsett kom fram.
Laus allra mála
„Í dag hafa allar ákærur gegn
Jussie Smollet verið felldar
niður,“ er haft eftir Tina Glandian
og Patricia Brown Holmes, lög-
mönnum Smollet, á fréttaveitu
AFP. Smollet neitaði alltaf sök í
málinu.
Jussie
Smollett
Saksókn gegn
Jussie Smol-
let felld niður