Morgunblaðið - 27.03.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 GMC Denali 3500
Litur: Silver, svartur að innan. 6.6L Duramax Diesel,
445 HÖ, 2019 módel, vel útbúinn bíll t.d. upphitað
stýri, BOSE hátalarakerfi, dual alternators, upphituð
og loftkæld sæti, geymsla undir aftursæti, heithúðaður
pallur og kúla í palli (5th wheel pakki) og fleira.
VERÐ
11.360.000 m.vsk
2017 RAM 3500 Limited
Litur: Perluhvítur, svartur að innan.
Ekinn 9600 km.
Einn með öllu: Loftpúðafjöðrun, Aisin sjálfskipting,
upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri, sóllúga,
RAM-box. 6,7L Cummins.
VERÐ
9.180.000 m.vsk
2019 RAM 1500 Rebel
Litur: Flame red, svartur að innan.
Glæsilega útbúinn off-road bíll.
5,7 L HEMI, 390 hö. 8 gíra sjálfskipting, hæðarstillan-
leg loftpúðafjöðrun, lok á palli.
VERÐ
12.390.000 m.vsk
2018 Ford F-150 Lariat
Litur: Hvítur og brúnn/brúnn að innan. Einnig til í Ruby
red. Mojave leður sæti, bakkmyndavél, heithúðaður
pallur, sóllúga, fjarstart, 20 felgur o.fl. 3,5 L Ecoboost
(V6), 10-gíra, 375 hestöfl, 470 lb-ft of torque.
VERÐ
10.990.000 m.vsk
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Margbreytileikinn réð ríkjum á
Hornbjargi í ferð kvikmyndagerðar-
fólks þangað í síðustu viku. Blítt veð-
ur eins og gerist best á þessum árs-
tíma, en líka stórhríð og stormur.
Þegar haldið var
frá Horni síðasta
laugardag þurfti
að sæta lagi svo
hægt væri að
ferja fólk og rán-
dýran búnað í
gúmmítuðru út í
bátinn, sem kom-
inn var frá Ísa-
firði.
Reyndar tafð-
ist heimferð að-
eins því báturinn sem átti að sækja
þennan fimm manna hóp hafði
strandað í Lónafirði í Jökulfjörðum.
Í hans stað var fenginn bátur frá
öðru fyrirtæki til að flytja mannskap
og farangur frá Horni til Ísafjarðar.
Ester Rut Unnsteinsdóttir, spen-
dýravistfræðingur á Náttúrufræði-
stofnun Íslands og formaður stjórn-
ar Melrakkasetursins í Súðavík, tók
þátt í ferðinni og segir að myndatök-
ur hafi gengið vel og refurinn hafi
virst vel haldinn eftir veturinn.
Svartfugl hafi þó ekki sést í nein-
um mæli, lítið eitt af ritu á sjónum og
aðeins fýllinn verið sestur upp í
bjargið. Lítið virtist af æti fyrir ref-
ina í fyrstu en eftir að brim hafði
gengið yfir var nokkuð af vönkuðum
æðarfugli í flæðarmálinu. Refurinn
hafi tekið fæðunni fegins hendi og
steggurinn ýmist grafið hann í skafla
eða fært læðunni. Sjálfur hafi hann
ekki bragðað á kræsingunum og ver-
ið heldur mjósleginn.
Gamlir kunningjar
Ester er á heimavelli á Horn-
ströndum og hefur lengi stundað þar
rannsóknir. „Þarna hittum við
nokkra gamla kunningja úr refa-
hópnum,“ segir hún. „Fyrst sáum
við bara eitt par og þar var pörun í
gangi, en eftir því sem dagarnir liðu
sáum við fleiri. Eftir að parið hafði
makast hlupu þau hringi í kringum
óðalið og merktu útjaðar þess skil-
merkilega, þannig að gulir blettir
voru við allt sem stóð upp úr
snjónum. Í framhaldinu sáum við að
hinir refirnir virtust virða þessi
mörk og hættu að fara yfir einhverja
ósýnilega línu.
Við sáum þetta sama par í fyrra og
þá voru þau greinilega að byrja
saman. Þá lét læðan stegginn elta
sig tímunum saman, greinilega til að
kanna þrek hans og úthald. Núna
var hún mikið í því að snyrta hann og
narta í hálsakot. Allt var miklu nán-
ara og hann lygndi aftur augunum af
vellíðan. Eins konar aðdragandi að
því þegar hún loks gaf merki um að
hún væri tilbúin til mökunar.
Annað par sem sást til ofar í
bjarginu virtist ekki eins mikið fyrir
nána samveru. Þau fylgdust þó að og
virtust einnig vera að merkja landa-
mæri síns óðals. Steggurinn hafði
slasað sig á vinstri afturfæti og steig
ekki í hann. Fóturinn hefur líklega
brotnað og gróið vitlaust þannig að
hann stóð út í loftið. Hann náði þó
góðri ferð þó ekki notaði hann nema
þrjá fætur. Læðan hafði skjanna-
hvítar og hreinar vígtennur en allar
framtennurnar vantaði í neðri góm.
Þetta virtist þó ekki há þeim, bæði
litu út fyrir að vera hraust enda enn
á lífi á þessum árstíma og óðals-
bændur í þokkabót.“
Hörkulegt líf hjá refnum
Ester segir að kvikmyndatöku-
mennirnir séu frá skoska fyrir-
tækinu Maramedia, sem vinni að
sjónvarpsþáttaröð undir heitinu
Stormborn. Eins og frá var greint í
Morgunblaðinu nýlega er talsvert
um að hópar óski eftir leyfi til að
mynda refinn á Hornströndum.
Skoska fyrirtækið hefur fengið leyfi
til að koma nokkrum sinnum í ár til
að fylgjast með refunum. Ester segir
að gestirnir hafi verið ánægðir með
það sem þeir sáu og söguna sem þeir
náðu að mynda í stórbrotinni nátt-
úru Hornstranda.
„Þetta er hörkulegt líf hjá refnum,
sem á sér þó ótrúlega margar
hliðar,“ segir Ester.
Ljósmynd/Ester Rut Unnsteinsdóttir
Hornbjarg Sam Oakes myndar á bjargbrúninni í átt til sjávar, Jörundur og Kálfatindur í baksýn.
Sæta þurfti lagi við
brottför frá Horni
Mynduðu refi á Hornströndum við ýmsar aðstæður
Á heimavelli Þessi mórauði refur var vakinn af værum blundi.
Ester Rut
Unnsteinsdóttir
Vetur Eftir að sjó lægði var hægt að flytja fólk og rándýran farangur á
gúmmítuðru yfir í stærri bát að lokinni vel heppnaðri ferð á Hornbjarg.
Dæmi eru um að verulegur munur
hafi verið á aflasamsetningu í róðr-
um grásleppubáta efir því hvort
veiðieftirmaður var um borð eða
ekki. Fiskistofa hyggst birta reglu-
lega upplýsingar
um aflasamsetn-
ingu á hinum
ýmsu tegundum
veiða eftir því
hvort eftirlits-
menn stofnunar-
innar voru með í
för eða ekki.
Ákveðið hefur
verið að byrja
með því að birta upplýsingar um afla-
samsetningu í grásleppuveiði á síð-
asta ári. Stofnunin mun framvegis
birta samantektir af grásleppuveið-
um reglulega og má þá búast við að
gefið verði upp hvaða báta er um að
ræða í hverju tilfelli.
Talsvert ólík dæmi
Á heimasíðu Fiskistofu má sjá
nafnlaus dæmi og í einu tilviki kom
enginn þorskur á land úr grásleppu-
róðrum 21. og 22. mars í fyrra. Í
næsta túr á eftir, 24. mars, komu
rúmlega tvö tonn af þorski á land, en
þá var veiðieftirlitsmaður um borð.
Dagana á eftir var landaður þorskur
1,3 tonn og síðan 144 kíló. Þessa
fimm daga var grásleppuaflinn frá
662 kílóum og upp í rúmlega tvö
tonn.
Í öðru tilviki er tekið dæmi um
fimm róðra grásleppubáts, sem land-
aði engum þorski nema þegar eftir-
litsmaður var um borð. Á heimasíð-
unni er að finna dæmi um aflasam-
setningu 13 grásleppubáta í lok mars
í fyrra. Dæmin eru talsvert ólík og í
nokkrum tilvikum er mun meiri sam-
fella í aflasamsetningu heldur en í
dæmunum hér að framan.
Eftirlit svo ekki
komi til brottkasts
„Ástæður breytilegrar aflasam-
setningar geta verið margvíslegar.
Aðstæður í hafinu geta verið ólíkar
hverju sinni og ætlun útgerðar og
skipstjórnarmanna getur verið mis-
munandi frá einni veiðiferð til ann-
arrar. Það er m.a. hlutverk Fiski-
stofu að hafa eftirlit með að ekki
komi til brottkasts.
Til þess að rækja það hlutverk sem
best beitir Fiskistofa margvíslegum
aðferðum og má í því sambandi nefna
samvinnu við útgerðir og skipstjórn-
armenn, áhættugreiningu og að-
gengi allra að upplýsingum um veið-
ar og afla. Þannig telur Fiskistofa að
hún ræki hlutverk sitt að gæta hags-
muna þjóðarinnar við ábyrga nýt-
ingu auðlinda hafs og vatna,“ segir á
heimasíðu Fiskistofu. aij@mbl.is
Hefur eftirlitsmað-
ur áhrif á afla?
Birta upplýsingar um aflasamsetningu