Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Geggjað verð í sólina! 2. apríl Kanarí eða Tenerife 3. apríl Flug frá kr. 14.900 Tenerife önnur leið 3. apríl Flug frá kr. 9.900 Gran Canaria önnur leið 2. apríl Taska og handfarangur innifalinn í verði Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Neyðarlínan hefur dregið úr notkun á dísilolíu um 143 þúsund lítra á ári eða um 91,5 prósent,“ sagði Þórhall- ur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar ohf. Fyrirtækið hef- ur unnið markvisst að því undanfarin ár að gera rekstur sendastöðva sinna á afskekktum stöðum umhverfis- vænni. Neyðarlínan tók við rekstri sendastöðva Fjarskiptasjóðs. Sendastöðvar sem áður fengu raf- magn frá dísilrafstöðvum, hafa verið tengdar við veiturafmagn, smávirkj- anir eða vind- og sólarorkustöðvar. Ein sendastöð er enn dísilknúin en annars staðar eru dísilrafstöðvar notaðar sem varaafl. Nú þegar er búið að breyta tólf sendastöðvum þannig að þær nota ekki dísilolíu sem aðalorkugjafa. Sú næstsíðasta kemur inn í sumar. Við það minnkar olíunotkunin um 11 þúsund lítra á ári til viðbótar. Neyðarlínan kolefnisjafnar alla ol- íubrennslu bíla sinna og dísilraf- stöðva. Það er gert í samvinnu við Kolvið sem plantar trjám á hverju ári til að jafna út kolefnisspor Neyð- arlínunnar. „Aðrir sem njóta góðs af okkar frumkvæði eru búnir að spara yfir 100 þúsund olíulítra á ári,“ sagði Þór- hallur. Neyðarlínan hafði forgöngu um það að rafstrengur var lagður frá Gullfossi og upp á Bláfellsháls árið 2017. Rafmagn frá honum knýr sendastöð Neyðarlínunnar á Bláfelli og kemur í stað smávirkjunar sem verður flutt annað og mun nýtast þar til að knýja sendastöð. Rarik kom að verkefninu og einnig styrkti Blá- skógabyggð lagningu strengsins auk ferðaþjónustufyrirtækja á Bláfells- hálsi, Arctic Adventures og Mount- aineers of Iceland, sem lögðu mikið til og fá rafmagn frá strengnum. Þór- hallur sagði að dísilrafstöðvar á svæðinu hefðu áður brennt samtals um 30 þúsund lítrum á ári. Framlenging norður Kjöl Flutningsgeta strengsins var höfð mikil því hann verður framlengdur norður í Kerlingarfjöll, á Hveravelli og fleiri ferðamannastaði. Þessi framkvæmd er í undirbúningi og tengist orkuskiptum í samgöngum og fyrirhugaðri uppsetningu hleðslu- stöðva fyrir rafbíla við Kjalveg. „Hjá okkur verður bara einn stað- ur sem við keyrum á dísilolíu allt ár- ið. Það er Fjórðungsalda,“ sagði Þór- hallur. Hann sagði að Neyðarlínan ætti 3,5 kW vindorkustöð sem átti að framleiða rafmagn fyrir sendastöð- ina á Fjórðungsöldu. Það var ekki næg orka fyrir 4G-farsímasenda og annan nútímabúnað sem þarf mikið rafmagn. Einn sendastaður á Skeiðarár- sandi er knúinn sólarorku og vind- orku að mestu leyti og með varaafl frá dísilrafstöð. Dísilvélin er í gangi um 5-10% af tímanum. Hún fer sjálf- krafa í gang þegar ekki nýtur vinds eða sólar til að knýja stöðina. Hefur verið langtímaverkefni Þórhallur sagði að undirbúningur þessara orkuskipta hefði byrjað árið 2010 og fóru fyrstu tvö árin í að hanna hentugar smávirkjanir. „Smávirkjanirnar og orkuskiptin hafa reynst okkur mjög hagkvæm og munu spara okkur talsvert á hverju ári miðað við að þurfa að kaupa olíu. Þetta sparar líka erlendan gjaldeyri og gerir okkur kleift að nýta inn- lenda orku.“ Neyðarlínan eyðir 91,5% minni olíu Ljósmynd/Neyðarlínan Laufafell að Fjallabaki Smárafstöð knýr sendastöð fyrir fjarskipti.  Sendastöðvar á afskekktum stöðum eru nú knúnar raforku í stað dísilolíu á árum áður  Aðeins ein sendastöð eftir sem knúin er dísilrafstöð  Orkuskiptin hafa bæði reynst hagkvæm og umhverfisvæn Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Óskar Reykdalsson, framkvæmda- stjóri lækninga Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins, segir að á mánu- dag og þriðjudag hafi verið aðeins meira en venjulega um heimsóknir á heilsugæsluna og læknavaktina vegna langvinnra öndunarfærasýk- inga. Að sögn Óskars komu margir sem höfðu haft einkenni lengi og voru orðnir þreyttir á ástandinu. Önd- unarfærasýkingum geti fylgt pest- areinkenni, kinnholusýkingar og jafnvel lungnabólga. „Flensan hefur verið í rénun og miðað við árstíma ættu þessar sýk- ingar að detta niður eftir marsmánuð. Flensur og sýkingar hafa ekki verið meiri í vetur en aðra vetur,“ segir Óskar sem bendir á að þegar veður sé slæmt sé fólk meira inni og þéttar saman sem auki smithættu. Auk þess séu veisluhöld á þessum árstíma góð leið til smitunar. Samstillt átak gegn mislingum „Góðu fréttirnar þennan veturinn eru að okkur virðist hafa tekist að koma í veg fyrir mislingafaraldur og það þakka ég sameiginlegu átaki þjóð- arinnar. Það var alveg ljóst að hér vildu allir leggjast á eitt til þess að koma í veg fyrir faraldur,“ segir Óskar og hrósar fjölmiðlum fyrir dugnað við að vekja athygli fólks á stöðunni, ung- um foreldrum sem svöruðu kalli og mættu með börn sín í bólusetningar, fjölskyldum sem hlýddu ráðleggingum um sóttkví, svo og viðbragðsaðilum. Að sögn Óskars hefur verið dregið úr öllu viðbragði og ekki sé lengur þörf á sérstakri bifreið sem verið hafði til taks vegna mislingasmita. Flensa, sýkingar og misl- ingar komin að endastöð  Samstillt átak þjóðarinnar kom í veg fyrir mislingafaraldur Morgunblaðið/Hari Átak Allir lögðu sitt af mörkum til að koma í veg fyrir mislingasmit. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er með skápa með glerhurðum. Þær byrjuðu að glamra í gær. Þess vegna vissi ég af þessu,“ segir Hólm- fríður Halldórsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Jarðskjálftaseturs á Kópaskeri. Jarðskjálftahrina gengur nú yfir Öxarfjörð. Stærsti skjálftinn í hrinunni varð seint í fyrrakvöld, 3,1 að stærð, og annar álíka snemma í gærmorgun. Hólmfríður segist hafa fundið báða þessa skjálfta, af því að hún var vak- andi. Annars segist hún alltaf hafa verið lítið næm fyrir jarðskjálftum. Hólmfríður er einn fárra Kópa- skersbúa sem upplifðu jarðskjálft- ann mikla 13. janúar 1976 og enn búa á staðnum. Stóri skjálftinn mældist 6,4 að stærð og skjálftar sem komu í kjölfarið höfðu mikil áhrif á Kópa- skeri og nágrenni. Miklar skemmdur urðu á mannvirkjum. „Það fá ein- hverjir kipp þegar þeir finna jarð- skjálfta og líður ekki vel. Mér finnst þetta ekkert mál, það þarf svo mikið svo ég finni skjálfta,“ segir Hólm- fríður um áhrif skjálftahrinunnar núna á íbúa. „Það er ekkert óvenju- legt að það komi hrinur hér.“ Setrið var áfallahjálpin Hólmfríður tók þátt í að koma upp jarðskjálftasetri á Kópaskeri til að miðla upplýsingum um náttúruham- farirnar 1976 og sögum um upplifun fólks af þeim. „Ég held að þetta hafi verið áfallahjálp fyrir fólkið. Þá var ekki búið að finna upp áfallahjálp og fólk þurfti að sjá um sig sjálft. Ég man að kona sagði við mig þegar við vorum að opna: Ætlið þið virkilega að fara að rifja upp þessar hörm- ungar? En hún kom með alla sína gesti í setrið. Það sýnir hvaða áhrif þetta hafði,“ segir Hólmfríður. Einhverjir kippast við  Jarðskjálftahrina gengur yfir Öxarfjörð  Glerhurðir á skápum byrjaðar að glamra  Íbúar á Kópaskeri og nágrannar minnast stóra skjálftans árið 1976 Skemmdir Mikið gekk á á Kópaskeri í byrjun árs 1976, þegar stóri skjálft- inn reið yfir, eins og sjá má á þessu eldhúsi. Allt fór af stað. Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað 77 milljónum króna til frjálsra fé- lagasamtaka sem vinna að marg- víslegum verkefnum á sviði heil- brigðismála. Að þessu sinni var lögð áhersla á styrki til verkefna sem lúta að geðheilbrigði barna og ungs fólks og verkefna í þágu fólks með heilabilun. Styrkirnir nýtast félögunum til þess að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráð- gjöf. 32 félög fengu styrki. Hæstu styrkirnir voru 6 milljónir kr. Þá fjárhæð hlutu ADHD samtökin, Gigtarfélag Íslands, Rauði krossinn í Reykjavík vegna verkefnisins „Frú Ragnheiður – skaðaminnk- un“, SÍBS og Hjartaheill. Morgunblaðið/Valli Skaðaminnkun Verkefni RKÍ fær styrk. 77 milljónir kr. til frjálsra samtaka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.