Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
B
ún
að
ur
b
íls
á
m
yn
d
er
fr
áb
ru
g
ð
in
n
au
g
lý
st
u
ve
rð
i
VERÐ FRÁ:
6.290.000 KR.
D150, fjórhjóladrifinn,
sjálfskiptur.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
2
8
1
5
JAGUAR
HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK
SÍMI: 525 6500
NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE
JAGUAR E-PACE
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fjöldi gjörgæslurýma er stór mæli-
kvarði á gæði nútímaheilbrigðisþjón-
ustu, að sögn Gunnars Mýrdal Ein-
arssonar, yfirlæknis hjarta- og
lungnaskurðdeildar Landspítalans.
Hann segir að húsnæði gjörgæslunn-
ar á spítalanum standist ekki nútíma-
kröfur. Rýmka verði um gjörgæsluna
og fjölga starfsfólki til að mæta
brýnni þörf.
„Það vantar fleiri hjúkrunarfræð-
inga og annað sérhæft starfsfólk sem
getur sinnt afmörkuðum verkefnum.
Það vantar líka nýja hugsun um
hvernig við ætlum að komast áfram,“
sagði Gunnar. „Við veitum einnig sér-
hæfða meðferð þar sem fólk er tengt
við hjarta- og lungnavél allan sólar-
hringinn. Við höfum náð góðum ár-
angri en þessi meðferð er mjög
mannfrek. Hér er hægt að hjálpa
fólki og veita því alla tæknilega að-
stoð eins og hún gerist best. Við höf-
um mörg úrræði en þrengslin eru al-
veg skelfileg. Á Hringbraut er
gjörgæslan í húsi sem var tekið í
notkun 1928 og er ekki hannað fyrir
þessa starfsemi. Sjúkrarúmin eru
stór vegna mikils búnaðar og taka
mikið pláss. Auk þess fylgir mikill
tækjabúnaður.“
Eins og að ferðast í tímavél
Gunnar segir að vinnuaðstaðan á
gjörgæslunni við Hringbraut sé sú
lakasta sem hann hefur séð á slíkum
deildum. „Fyrstu árin eftir að ég kom
heim fór ég oft og vann í Uppsölum.
Eins hef ég oft komið á Karólínska
sjúkrahúsið og skoðað það. Mér
fannst það eins og að stíga upp í tíma-
vél. Þegar ég kom aftur heim var það
eins og að stíga 30-40 ár til baka hvað
sjálfa vinnuaðstöðuna og umhverfið
varðar á gjörgæslunni. Deildin sem
ég var lengst á í Uppsölum í Svíþjóð
var nýopnuð þegar ég byrjaði þar
fyrir tuttugu árum. Nú þykir hún
orðin úrelt og eru áform um að opna
þar nýja gjörgæsludeild innan nokk-
urra ára. Líftími svona deilda er
þetta 20-30 ár og þá þarf að endur-
byggja. Karólínska í Stokkhólmi hef-
ur tekið í notkun nýtt sjúkrahús.“
Starfsfólk í fremstu röð
Gunnar lagði áherslu á að gagnrýni
hans eigi ekki við um um faglegu hlið-
ina og þjónustuna sem er veitt á gjör-
gæslunni á Landspítalanum. „Við
eigum frábært starfsfólk, með því
besta sem ég hef séð. Úrræðin eru
líka góð. Ef þú færð pláss á gjör-
gæslu hér þá ertu jafn vel settur og
hvar sem er annars staðar, að mínu
mati. En skorturinn á plássum og
þrengslin eru mjög erfið. Þrengsli
eru líka hættuleg á gjörgæsludeild-
um. Þau auka hættuna á sýkingum og
fleiru sem er beinlínis hættulegt.“
Hann sagði að ekkert svigrúm sé í
núverandi húsnæði við Hringbraut til
að bæta úr þrengslunum á gjörgæsl-
unni. Hver einasti blettur sé fullnýtt-
ur. Því hafi verið varpað fram að setja
léttbyggingu ofan á sjúkrabílainn-
keyrsluna frá Eiríksgötu og byggja
þannig við gjörgæsludeildina. Engin
áform eru þó uppi um slíkt og er ein-
blínt á byggingu nýs meðferðar-
kjarna Landspítalans.
Ferðamenn bætast við
„Þetta er bráðavandi. Mín sérgrein
ber ábyrgð á því að koma meira en
200 sjúklingum hér í gegn á hverju
ári. Við þurfum gjörgæslurými fyrir
þetta fólk, 1-3 pláss á hverjum degi að
jafnaði. Oft þarf að fresta hjartaað-
gerðum vegna skorts á gjörgæslu-
plássi. Í síðustu viku gerðum við tvær
bráðaaðgerðir í stað fjögurra valað-
gerða sem þurfti að fresta. Okkur
tókst að gera tvær valaðgerðir nú á
mánudag og þriðjudag og stóð tæpt
að það tækist vegna þrengsla,“ sagði
Gunnar.
Fjölgun erlendra ferðamanna hef-
ur valdið auknu álagi. „Við höfum
skotið á að aukin ferðamennska kalli
á 1-2 gjörgæslupláss allan ársins
hring. Það er óstaðfest tala. Ferða-
menn sem lenda í slysum eða veikjast
alvarlega fara ekkert annað mikið
slasaðir og veikir,“ sagði Gunnar.
Gott starfsfólk en skelfileg þrengsli
Morgunblaðið/Eggert
Yfirlæknir Gunnar Mýrdal Einarsson segir að stækka þurfi gjörgæsluna.
Þrengsli á gjörgæsludeild auka á sýkingarhættu og fleiri hættur Vinnuaðstaðan á gjörgæslu við
Hringbraut stenst ekki samanburð Skortur á leguplássum og þrengsli eru erfið fyrir starfsfólkið
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Fljótlega er von á tillögum frá
starfshópi, sem umhverfisráðherra
skipaði í lok desember, um það hvort
og þá með hvaða hætti takmarka
eigi notkun flugelda og hvernig
hægt sé að tryggja að slík takmörk-
un hafi sem minnst neikvæð áhrif á
fjármögnun þeirra verkefna sem
björgunarsveitir, aðalsöluaðilar flug-
elda, inna af hendi í þágu almenn-
ings. Þetta staðfestir Sigríður Víðis
Jónsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra,
í samtali við Morgunblaðið.
Starfshópnum var ætlað að skila
tillögum sínum fyrir 15. febrúar sl.
en það hefur nú dregist í næstum
einn og hálfan mánuð. Það þýðir að
engar breytingar verða á flug-
eldasölu fyrir næstu áramót og
væntanlega óbreytt ástand hvað
varðar loftmengun frá flugeldum.
Jón Svanberg Hjartarson, fram-
kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, segir reglugerð um
skotelda kveða á um að halda skuli
fund með innflytjendum skotelda
fyrir lok febrúar ár hvert um mögu-
legar breytingar á sölu. Slíkt hafi
ekki verið ekki gert og því verði fyr-
irkomulagið óbreytt í ár. Björgunar-
sveitirnar panti flugeldana í mars.
Hann segir fulltrúa björgunarsveit-
anna hafa mætt á fundi hjá starfs-
hópnum, en vissi ekki hvaða tillögur
kæmu frá hópnum. Sigríður Víðis
segir að hópurinn hafi fundað um
það bil tíu sinnum frá áramótum. Í
starfshópnum eru Sigurbjörg Sæ-
mundsdóttir, deildarstjóri í um-
hverfisráðuneytinu, sem er formað-
ur, Jón Gunnarsson alþingismaður
og Þórólfur Guðnason sóttvarna-
læknir.
Svifryksmengun frá flugeldum
var mjög mikil um áramótin 2017-
2018 og loftgæði um tíma langt yfir
heilsuverndarmörkum., en minni
um síðustu áramót.
Engin breyting á flugeldasölu á þessu ári
Starfshópur umhverfisráðherra skilar fljótlega tillögum Átti að skila fyrir
15. febrúar Björgunarsveitirnar búnar að panta flugelda fyrir næstu áramót
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Flugeldar Áramótum fagnað með flugeldaskoti. Stjórnvöld virðast fallin á tíma ef gera á breytingar fyrir áramót.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu
félagsmálaráðherra um að skilja
fjármálaumsýslu vegna eldra lána-
safns Íbúðalánasjóðs frá meg-
instarfsemi hans. Jafnframt boðar
ráðherrann skipan starfshóps til að
meta kosti þess að sameina þann
hluta Íbúðalánasjóðs sem eftir
stendur og Mannvirkjastofnun í eina
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Almennun lánveitingum Íbúða-
lánasjóðs var að mestu hætt fyrir
nokkrum árum í kjölfar úrskurðar
Eftirlitsstofnunar EFTA um að lán-
in stönguðust á við reglur EES-
samningsins. Starfshópur sem hefur
verið að huga að breyttri stöðu
sjóðsins lagði til við ráðherra að
Íbúðalánasjóði yrði skipt upp.
Íbúðalánasjóður fer með fram-
kvæmd húsnæðismála, annast
stefnumótun og rannsóknir á hús-
næðismarkaði, hefur umsjón með
opinberum húsnæðisstuðningi og
veitingu félagslegra húsnæðislána.
Íbúða-
lánasjóði
skipt upp
Sameining við
Mannvirkjastofnun