Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 B ún að ur b íls á m yn d er fr áb ru g ð in n au g lý st u ve rð i VERÐ FRÁ: 6.290.000 KR. D150, fjórhjóladrifinn, sjálfskiptur. E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 8 1 5 JAGUAR HESTHÁLSI 6-8, 110 REYKJAVÍK SÍMI: 525 6500 NÝR FJÓRHJÓLADRIFINN E-PACE JAGUAR E-PACE Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjöldi gjörgæslurýma er stór mæli- kvarði á gæði nútímaheilbrigðisþjón- ustu, að sögn Gunnars Mýrdal Ein- arssonar, yfirlæknis hjarta- og lungnaskurðdeildar Landspítalans. Hann segir að húsnæði gjörgæslunn- ar á spítalanum standist ekki nútíma- kröfur. Rýmka verði um gjörgæsluna og fjölga starfsfólki til að mæta brýnni þörf. „Það vantar fleiri hjúkrunarfræð- inga og annað sérhæft starfsfólk sem getur sinnt afmörkuðum verkefnum. Það vantar líka nýja hugsun um hvernig við ætlum að komast áfram,“ sagði Gunnar. „Við veitum einnig sér- hæfða meðferð þar sem fólk er tengt við hjarta- og lungnavél allan sólar- hringinn. Við höfum náð góðum ár- angri en þessi meðferð er mjög mannfrek. Hér er hægt að hjálpa fólki og veita því alla tæknilega að- stoð eins og hún gerist best. Við höf- um mörg úrræði en þrengslin eru al- veg skelfileg. Á Hringbraut er gjörgæslan í húsi sem var tekið í notkun 1928 og er ekki hannað fyrir þessa starfsemi. Sjúkrarúmin eru stór vegna mikils búnaðar og taka mikið pláss. Auk þess fylgir mikill tækjabúnaður.“ Eins og að ferðast í tímavél Gunnar segir að vinnuaðstaðan á gjörgæslunni við Hringbraut sé sú lakasta sem hann hefur séð á slíkum deildum. „Fyrstu árin eftir að ég kom heim fór ég oft og vann í Uppsölum. Eins hef ég oft komið á Karólínska sjúkrahúsið og skoðað það. Mér fannst það eins og að stíga upp í tíma- vél. Þegar ég kom aftur heim var það eins og að stíga 30-40 ár til baka hvað sjálfa vinnuaðstöðuna og umhverfið varðar á gjörgæslunni. Deildin sem ég var lengst á í Uppsölum í Svíþjóð var nýopnuð þegar ég byrjaði þar fyrir tuttugu árum. Nú þykir hún orðin úrelt og eru áform um að opna þar nýja gjörgæsludeild innan nokk- urra ára. Líftími svona deilda er þetta 20-30 ár og þá þarf að endur- byggja. Karólínska í Stokkhólmi hef- ur tekið í notkun nýtt sjúkrahús.“ Starfsfólk í fremstu röð Gunnar lagði áherslu á að gagnrýni hans eigi ekki við um um faglegu hlið- ina og þjónustuna sem er veitt á gjör- gæslunni á Landspítalanum. „Við eigum frábært starfsfólk, með því besta sem ég hef séð. Úrræðin eru líka góð. Ef þú færð pláss á gjör- gæslu hér þá ertu jafn vel settur og hvar sem er annars staðar, að mínu mati. En skorturinn á plássum og þrengslin eru mjög erfið. Þrengsli eru líka hættuleg á gjörgæsludeild- um. Þau auka hættuna á sýkingum og fleiru sem er beinlínis hættulegt.“ Hann sagði að ekkert svigrúm sé í núverandi húsnæði við Hringbraut til að bæta úr þrengslunum á gjörgæsl- unni. Hver einasti blettur sé fullnýtt- ur. Því hafi verið varpað fram að setja léttbyggingu ofan á sjúkrabílainn- keyrsluna frá Eiríksgötu og byggja þannig við gjörgæsludeildina. Engin áform eru þó uppi um slíkt og er ein- blínt á byggingu nýs meðferðar- kjarna Landspítalans. Ferðamenn bætast við „Þetta er bráðavandi. Mín sérgrein ber ábyrgð á því að koma meira en 200 sjúklingum hér í gegn á hverju ári. Við þurfum gjörgæslurými fyrir þetta fólk, 1-3 pláss á hverjum degi að jafnaði. Oft þarf að fresta hjartaað- gerðum vegna skorts á gjörgæslu- plássi. Í síðustu viku gerðum við tvær bráðaaðgerðir í stað fjögurra valað- gerða sem þurfti að fresta. Okkur tókst að gera tvær valaðgerðir nú á mánudag og þriðjudag og stóð tæpt að það tækist vegna þrengsla,“ sagði Gunnar. Fjölgun erlendra ferðamanna hef- ur valdið auknu álagi. „Við höfum skotið á að aukin ferðamennska kalli á 1-2 gjörgæslupláss allan ársins hring. Það er óstaðfest tala. Ferða- menn sem lenda í slysum eða veikjast alvarlega fara ekkert annað mikið slasaðir og veikir,“ sagði Gunnar. Gott starfsfólk en skelfileg þrengsli Morgunblaðið/Eggert Yfirlæknir Gunnar Mýrdal Einarsson segir að stækka þurfi gjörgæsluna.  Þrengsli á gjörgæsludeild auka á sýkingarhættu og fleiri hættur  Vinnuaðstaðan á gjörgæslu við Hringbraut stenst ekki samanburð  Skortur á leguplássum og þrengsli eru erfið fyrir starfsfólkið Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Fljótlega er von á tillögum frá starfshópi, sem umhverfisráðherra skipaði í lok desember, um það hvort og þá með hvaða hætti takmarka eigi notkun flugelda og hvernig hægt sé að tryggja að slík takmörk- un hafi sem minnst neikvæð áhrif á fjármögnun þeirra verkefna sem björgunarsveitir, aðalsöluaðilar flug- elda, inna af hendi í þágu almenn- ings. Þetta staðfestir Sigríður Víðis Jónsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Starfshópnum var ætlað að skila tillögum sínum fyrir 15. febrúar sl. en það hefur nú dregist í næstum einn og hálfan mánuð. Það þýðir að engar breytingar verða á flug- eldasölu fyrir næstu áramót og væntanlega óbreytt ástand hvað varðar loftmengun frá flugeldum. Jón Svanberg Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir reglugerð um skotelda kveða á um að halda skuli fund með innflytjendum skotelda fyrir lok febrúar ár hvert um mögu- legar breytingar á sölu. Slíkt hafi ekki verið ekki gert og því verði fyr- irkomulagið óbreytt í ár. Björgunar- sveitirnar panti flugeldana í mars. Hann segir fulltrúa björgunarsveit- anna hafa mætt á fundi hjá starfs- hópnum, en vissi ekki hvaða tillögur kæmu frá hópnum. Sigríður Víðis segir að hópurinn hafi fundað um það bil tíu sinnum frá áramótum. Í starfshópnum eru Sigurbjörg Sæ- mundsdóttir, deildarstjóri í um- hverfisráðuneytinu, sem er formað- ur, Jón Gunnarsson alþingismaður og Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir. Svifryksmengun frá flugeldum var mjög mikil um áramótin 2017- 2018 og loftgæði um tíma langt yfir heilsuverndarmörkum., en minni um síðustu áramót. Engin breyting á flugeldasölu á þessu ári  Starfshópur umhverfisráðherra skilar fljótlega tillögum  Átti að skila fyrir 15. febrúar  Björgunarsveitirnar búnar að panta flugelda fyrir næstu áramót Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugeldar Áramótum fagnað með flugeldaskoti. Stjórnvöld virðast fallin á tíma ef gera á breytingar fyrir áramót. Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu félagsmálaráðherra um að skilja fjármálaumsýslu vegna eldra lána- safns Íbúðalánasjóðs frá meg- instarfsemi hans. Jafnframt boðar ráðherrann skipan starfshóps til að meta kosti þess að sameina þann hluta Íbúðalánasjóðs sem eftir stendur og Mannvirkjastofnun í eina Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Almennun lánveitingum Íbúða- lánasjóðs var að mestu hætt fyrir nokkrum árum í kjölfar úrskurðar Eftirlitsstofnunar EFTA um að lán- in stönguðust á við reglur EES- samningsins. Starfshópur sem hefur verið að huga að breyttri stöðu sjóðsins lagði til við ráðherra að Íbúðalánasjóði yrði skipt upp. Íbúðalánasjóður fer með fram- kvæmd húsnæðismála, annast stefnumótun og rannsóknir á hús- næðismarkaði, hefur umsjón með opinberum húsnæðisstuðningi og veitingu félagslegra húsnæðislána. Íbúða- lánasjóði skipt upp  Sameining við Mannvirkjastofnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.