Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 10

Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sérfræðingar í neytendahegðun telja að WOW air hafi ekki mikinn tíma til að sannfæra neytendur um að félagið sé komið á réttan kjöl. Annars geti traust neytenda á félaginu farið hratt þverrandi. Þórhallur Örn Guðlaugsson, dós- ent í viðskiptafræði við Háskóla Ís- lands, tekur fram að hann tjái sig al- mennt um málið. Hann hafi hvorki upplýsingar um bókanir hjá WOW air að undanförnu né hvernig þær eru í sögulegu samhengi. „Öll skilaboð sem koma núna frá félaginu miða að því að sannfæra fólk um að þetta fari vel. Stjórnendur átta sig á því að ef það myndast óvissa mun fólk væntanlega ekki bóka hjá félaginu heldur fara eitthvað annað. Ef endurskipulagning félagsins gengur eftir ætti ekki að taka langan tíma að endurvinna traustið. Þetta er til dæmis allt annars eðlis en þegar bankarnir glötuðu trausti sem þeir eru enn að basla við að endurheimta,“ segir Þórhallur Örn. Þurfa að leysa málin hratt Hann telur aðspurður að WOW air hafi þó aðeins nokkrar vikur til að endurheimta traust neytenda. Hvað þá til að endurreisa félagið. „Það er svo margt sem bankar upp á hjá félaginu sem gerir þá kröfu að leysa þurfi málin mjög hratt. Ef fé- laginu tekst að leggja fram trúverð- uga áætlun um að það sé rekstrar- hæft held ég að það verði ekki vandamál að endurheimta traust neytenda á félaginu.“ Valdimar Sigurðsson, prófessor í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, segir WOW air hafa byggt upp viðskiptatryggð. Skipti- kostnaður ráði þó trúlega úrslitum. „Tryggðin þýðir ekki aðeins að neytendur velja fyrirtækið heldur líka að þeir eru tilbúnir að gefa því tíma í erfiðleikum. WOW air hefur áunnið sér velvilja neytenda í gegn- um tíðina fyrir að hafa lækkað verð á flugmiðum til og frá landinu. Þannig hefur WOW air veitt stóra félaginu, Icelandair, meiri verðsamkeppni til hagsbóta fyrir neytendur.“ Umræðan um verðið hjálpar „Nú ræða sérfræðingar um að verð á flugmiðum muni líklega hækka. Við slíkar fréttir er líklegt að neytendur muni hugsa sem svo að þeir vilji ekki fá WOW air út af markaðnum. Samt sem áður held ég að tryggðin eigi sér takmörk. Að það sé fyrst og fremst skiptikostnaðurinn sem ráði úrslit- um,“ segir Valdimar. Með skipti- kostnaði vísar hann til þess kostnaðar og þess óhagræðis sem fylgi því að velja annað flugfélag. Gengið geti hratt á viðskiptavild WOW air ef það berast ekki fljótlega fregnir um að framtíð félagsins hafi verið tryggð,“ segir Valdimar. Neytendur sem pantað hafi ferðir með WOW air muni spyrja sig hver réttindastaða þeirra sé ef flugið fellur niður. Framlegðin ekki mikil Valdimar rifjar upp að mörg stærstu gjaldþrot sögunnar hafi ver- ið í flugheiminum. Framlegðin hjá lággjaldafélögum sé ekki mikil. Þá sé samkeppnin gríðarleg. Því meira sem kauphegðun stjórnist af verði þeim mun meiri þrýstingur sé á verðlækkanir. Með því muni fram- legðin skerðast enn frekar. „Verð hafa verið mjög lág á þess- um markaði. Olíuverð hefur verið að stíga síðustu ár þótt það hafi lækkað nokkuð að undanförnu. WOW air tryggði sig hins vegar ekki gegn olíu- verðinu. Fyrirtæki sem var fyrir skömmu lofað fyrir að vera svo tæknilega á undan keppinautum, og með einfaldara skipulag, er ekki með sömu ímynd í dag.“ WOW air hafi ekki mikinn tíma til stefnu  Sérfræðingar segja enn hægt að endurheimta traust fólks Morgunblaðið/Eggert Í Leifsstöð Flugfreyjur WOW air á leið í flug. Félagið rær nú lífróður. Valdimar Sigurðsson Þórhallur Guðlaugsson 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslenska flugmannafélagið, ÍFF, sem er stéttarfélag flugmanna WOW air, sendi í gær opið bréf til formanns Blaðamannafélags Íslands. Gagn- rýndu flugmenn- irnir harðlega um- fjöllun fjölmiðla um félagið: „Í ljósi óvæg- innar umfjöllunar íslenskra frétta- miðla um WOW air undanfarið óskar Íslenska flugmannafélagið ÍFF, stéttarfélag flugmanna WOW air, eftir rannsókn á hlunnindum og sporslum til blaðamanna s.s. frímiða- hlunnindum frá helsta samkeppnis- aðila WOW air. Við óskum eftir að þetta verði kannað m.t.t. gagnsæis blaðamanna gagnvart lesendum sín- um. Ennfremur viljum við láta kanna heimildaöflun íslenskra blaðamanna um málefni WOW air hverju sinni, þar sem margir þeirra reiða sig m.a. á upplýsingar frá bloggara, búsettum í Svíþjóð, sem er sjálfskipaður helsti sérfræðingur Íslands í flugmálum og oftar en ekki vitnað í órökstuddar hugleiðingar hans,“ sagði í yfirlýsing- unni. Má ætla að vísað sé til Kristjáns Sigurjónssonar, sem rekur turisti.is. Skuldbinding blaðamanna Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélags Íslands, svaraði tilkynn- ingunni með annarri yfirlýsingu á vef félagsins, press.is. „Það er ábyrgð blaðamanna að fjalla á gagnrýninn hátt um mikilvæg fyrirtæki í íslensku efnahagslífi, að ekki sé talað um flugfélög sem starfa á viðkvæmum neytendamarkaði. Það er skuldbinding blaðamanna gagn- vart íslenskum almenningi,“ sagði m.a. í yfirlýsingunni. Hjálmar segir aðspurður slíkar at- hugasemdir því miður of algengar. „Því miður vill það bregða við að menn vilji skjóta sendiboðann. Við blaðamenn erum vanir því. Þetta er einn þáttur í því að mínu viti. Þetta er fráleitt að öllu leyti. Blaðamenn hafa því miður orðið fyrir aðkasti vegna starfa sinna ítrekað og iðulega með þessum hætti. Það er ömurlegt að upplifa að verið sé að draga heiðar- leika þeirra í efa,“ sagði Hjálmar. Hlunnindi blaða- manna séu könnuð  Flugmenn hjá WOW air ósáttir Hjálmar Jónsson Breska ferðaskrifstofan Super Break mun halda áfram áætlunarflugi til Akureyrar næsta vetur og verður þetta þriðja árið í röð sem flogið verður á hennar vegum til Akureyr- ar. Í tilkynningu frá Flugklasanum AIR 66N, sem vinnur að markaðs- setningu á flugferðum til Akureyr- arflugvallar, segir að breytingar verði gerðar á skipulaginu, áætl- unarflugið hefjist í febrúar 2020, töluvert seinna en veturinn á undan, og flogið verði fram í apríl. Haft er eftir Chris Hagan, sem hefur yfirumsjón með verkefninu hjá Super Break, að 14 ferðir verði sett- ar í sölu til að byrja með frá mik- ilvægustu héraðsflugvöllunum á Bretlandi. Þá standa vonir til þess að hægt verði að bæta fleiri ferðum við, jafnvel frá öðrum flugvöllum. Þegar Super Break hóf fyrst að bjóða ferðir til Akureyrar veturinn 2017 gekk vélunum erfiðlega að lenda á flugvellinum. Flugfélagið Enter Air sinnti leiguflugi fyrir Super Break fyrst um sinn en nú er flugið í höndum breska flugfélagsins Titan Airways. Fljúga áfram til Akureyrar Verslun – Snorrabraut 56, 105 Reykjavík Sími 588 0488 | feldur.is BELGINGUR mokkahanskar 6.200 MÓA prjónahúfa 11.500 HRÖNN refaskinnsvesti 79.000 GOLA Finn raccoonkragi 16.800 Velkomin í hlýjuna ELÍN mokkakápa 248.000 EIR úlpa m/refaskinni 158.000 DRÍFA skinnkragi 31.900 Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 HÚSNÆÐI ÓSKAST Þýska sendiráðið óskar eftir einbýlis/raðhúsi á höfuðborgarsvæðinu frá og með 1. ágúst nk í langtímaleigu. Tilboð sendist á svanhvit@svanhvit.net

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.