Morgunblaðið - 28.03.2019, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.03.2019, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Mótmælin á Austurvelli 1949 Arnar Pétursson langhlaupari mannfjöldinn sem verið hafði á úti- fundinum við Miðbæjarbarnaskól- ann var kominn á Austurvöll og há- vaðinn og lætin fyrir utan yfirgnæfðu nær ræður þingmanna innandyra. Fulltrúar útifundarins afhentu samþykkt hans um að þjóð- aratkvæðagreiðsla færi fram um málið. Forystumenn stjórnarflokk- anna tóku það ekki í mál. Talið er að um 8-10 þúsund manns hafi verið á Austurvelli. Mikill hiti var í mönnum. Líklegt er að meiri- hlutinn hafi verið mættur til að lýsa andúð á inngöngunni í NATO. Þetta var blandaður hópur, harður kjarni baráttujaxla úr Sósíalistaflokknum og verkalýðshreyfingunni, óknytta- drengir sem sáu tækifæri til spell- virkja og óflokksbundið fólk sem vildi að Ísland yrði áfram herlaust og hlutlaust ríki og ætlaði að mót- mæla á friðsamlegan hátt. Vitað er að þarna var líka fólk sem kom af forvitni einni saman og hafði ekki myndað sér sterka skoðun á málinu. Þarna hafa líka verið „friðsamir borgarar“ sem ráðherrar rík- isstjórnarinnar höfðu hvatt til að mæta til að standa vörð um Alþingi. Óeirðir Fljótlega eftir að mannsöfnuð- urinn myndaðist á Austurvelli hóf- ust stimpingar og byrjað var að kasta grjóti, moldarkögglum og eggjum í Alþingishúsið og að lög- regluliðinu sem stillt hafði sér upp með hjálma og skildi fyrir framan húsið. Lögreglan var vopnuð kylfum og inni í þinghúsinu var geymt tára- gas ef allt skyldi fara úr bönd- unum.Ýmsir mótmælenda voru með barefli sem þeir höfðu fengið með því að brjóta girðingar í nágrenninu. Ekki leið á löngu þar til allar rúð- ur á framhlið þinghússins höfðu möl- brotnað. Grjót flaug einnig inn í hús- ið og lenti meðal annars í sæti þingforsetans. Einn þingmaður slas- aðist er glerflísar lentu í öðru aug- anu á honum. Það var Hermann Guðmundsson, þingmaður sósíalista, og var hann frá vinnu í tvær vikur eftir það. Æsingurinn á Austurvelli magnaðist stórum þegar fréttist að þingið væri búið að fallast á tillög- una. Var aðild Íslands að NATO samþykkt með 37 atkvæðum gegn 13. Þingforseti ákvað að þingmenn skyldu halda sig innandyra þar til mannfjöldinn yfirgæfi Austurvöll og hætta væri liðin hjá. Þingmenn sósí- alista komu fréttum um þetta út til sinna manna sem hrópuðu í hátalara að þeir væru fangar í húsinu. Esp- uðust mótmælendur mjög við þær fréttir. Margir veittust að lögregl- unni og reyndu að taka hjálma og kylfur af lögreglumönnum. Þegar lögregla taldi útséð um að hún næði tökum á ástandinu skipaði hún mót- mælendum að fara á brott ella yrði beitt táragasi. Sagt er að fáir hafi heyrt þá tilkynningu sem lesin var upp í hátalara við dyr Alþingishúss- ins.. Táragassprengjum var kastað að fólkinu og jafnframt var vara- liðinu í þinghúsinu hleypt út lögregl- unni til aðstoðar. Það var hins vegar illa búið, hafði ekki gasgrímur eins og lögreglan og ekki hjálma. Flestir sem verið höfðu á Austurvelli flúðu táragasið en til mikilla ryskinga kom þó við nokkurn hóp mótmælenda. Ennfremur kom til stimpinga milli varaliðsins og mótmælenda. Hand- tók lögreglan þá óeirðaseggi sem harðskeyttastir voru. Ýmsir særðust í þessari viðureign þar á meðal sex lögreglumenn, og varð einn al- gjörlega óvinnufær til frambúðar. Þótt lögreglunni hefði tekist að leysa upp mótmælin héldu óspektir áfram víða í miðbænum síðar um daginn og kvöldið og varð lögreglan þá enn að beita táragasi gegn óeirðaseggjum. Friður og regla komust ekki á fyrr en seint um kvöldið. Aðsúgur að þingmönnum Aðsúgur var gerður að nokkrum þingmönnum og ráðherrum á leið úr þinghúsinu. Var grjóti m.a. kastað að þeim. Ung stúlka náði að löðr- unga Stefán Jóhann Stefánsson for- sætisráðherra með blautri tusku. Al- varlegust var þó atlagan að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra þegar hann settist upp í bíl sinn í Kirkjustræti. Var grjóti kastað í bíl- inn, farþegadyrunum svipt upp og reynt að toga ráðherrann út. Þurfti ráðherrann að hverfa á ný inn í þing- húsið. Þegar hann komst síðar í ann- an bíl réðst mannfjöldi að honum og reyndi að velta bílnum. Um kvöldið og næstu daga stóð hópur sjálf- boðaliða úr Sjálfstæðisflokknum vörð um heimili Bjarna þar sem menn óttuðust að æsingamenn myndu enn láta til skarar skríða gegn honum. Lögreglan ákærði fjölda manns í kjölfar óeirðanna. Lokadómur yfir þeim var kveðinn upp í Hæstarétti vorið 1952 og þótti sannað að þeir hefðu haft með sér samtök um að veitast með ofbeldi að Alþingi. Nokkrir fengu fangelsisdóma og aðrir sektir. Dómnum var hins vegar aldrei fullnægt því handhafar for- setavalds náðuðu þá alla skömmu síðar til skapa frið í þjóðfélaginu. Höfðu þá um 27 þúsund manns ritað undir áskorun um að þeim yrðu gefnar upp sakir. Deilt um NATO í áratugi Aðildin að NATO varð á næstu ár- um og áratugum eitt heitasta deilu- efnið í íslenskum stjórnmálum. Magnaðist deilan mjög eftir komu varnarliðsins 1951. Andstæðar fylk- ingar drógu upp mjög ólíka mynd af Atlantshafsbandalaginu og ekki síð- ur atburðunum á Austurvelli 30. mars 1949. Strax daginn eftir tóku menn að skrifa söguna hver eftir sín- um skilningi. Eru forsíður Morgun- blaðsins og Þjóðviljans, málgagns Sósíalistaflokksins, sem hér er birt- ar, sláandi dæmi um þetta. Fyr- irsögn á forsíðu Morgunblaðsins var „Trylltur skríll ræðst á Alþingi“, en fyrirsögn Þjóðviljans var „Land- ráðin framin í skjóli ofbeldis og villi- mannlegra árása á friðsama alþýðu.“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var. Aðildin að NATO skiptir mönnum ekki í flokka og fylkingar með sama hætti og áður og líklegt er mikill meirihluti þjóð- arinnar telji nú að það hafi verið rétt ákvörðun að ganga í bandalagið á sínum tíma. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Mótmæli Hluti mannfjöldans á Austurvelli 30. mars 1949. Lögreglan áætl- aði að þar hefðu verið 8-10 þúsund manns þegar óspektirnar byrjuðu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Óeirðir Lögreglumenn búnir kylfum og svörtum hjálmum hrekja síðustu mótmælendur brott af Austurvelli. Táragas í lofti og eyðilegt um að litast.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.