Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 30
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við viljum þjálfa upp enn betri börn og unglinga. Öll börn geti fundið sig einhversstaðar í starfinu hjá okkur. Sjálfstraust iðk- enda aukist og þeir haldi lengur út í íþróttum,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Ungmenna- sambands Borg- arfjarðar (UMSB) sem er að innleiða verk- efnið Sýnum kar- akter. Sigurður segist þegar vera farinn að sjá árangur af verkefninu. Sýnum karakter er átaksverkefni ÍSÍ og UMFÍ um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ung- menna í íþróttum. Áherslan hefur hingað til meira verið á líkamlega og tæknilega færni í íþróttum en hug- myndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sál- ræna og félagslega færni iðkenda með sama hætti og líkamlega færni. Það eykur uppeldishluta íþrótta- þjálfunarinnar samhliða afreks- hluta. Verkfærakista þjálfara Verkefnið beinist ekki síst að íþróttaþjálfurum ungra iðkenda. Sigurður ræðir um það sem verk- færakistu sem þjálfarar geti leitað í og fundið hentug verkfæri til að nota við þjálfunina. Hann segist þegar sjá árangur. Þjálfarar nýti sér verkfærin, bæði beint og óbeint. Nefnir aukinn aga. Börnin heilsa þegar þau mæta á æf- ingar og kveðja við lok æfingar. Þá megi sjá að betur sé tekið á móti nýj- um iðkendum. Verkefnið var kynnt í lok nóv- ember á fundi sem opinn var öllum íbúum. Haldið verður áfram í ár samkvæmt aðgerðaáætlun sem ver- ið er að setja saman og unnið með þjálfurum. Vinnur fyrir Borgarbyggð UMSB er héraðssamband 18 íþrótta- og ungmennafélaga sem hafa liðlega 3.500 félagsmenn innan sinna raða. Eru þetta hefðbundin ungmennafélög, golfklúbbar og fé- lög um einstakar íþróttagreinar. UMSB sinnir verkefnum í þeirra þágu. UMSB hefur þó nokkra sérstöðu miðað við önnur héraðssambönd því það annast ýmis verkefni fyrir sveit- arfélagið, Borgarbyggð. Það sér um allt tómstundastarf fyrir nemendur í fyrsta til fjórða bekk grunnskól- anna, félagsmiðstöðvarnar og vinnu- skóla. Sigurður telur að UMSB sé eina héraðssambandið sem hafi svo mikla samvinnu við sveitarfélag sitt. „Borgarbyggð sér sér hag í því að vera nær starfi UMSB og aðild- arfélaganna og nýta starfsemi okk- ar,“ segir Sigurður. Hann segir að á móti geti UMSB verið með tvo starfsmenn í fullu starfi í stað þess að vera með framkvæmdastjóra í hlutastarfi eins og annars væri. Það nýtist í öllu starfi sambandsins, ekki aðeins verkefnum sem unnin eru fyrir Borgarbyggð. „Við erum meira gildandi í sveitarfélaginu og meira er leitað til okkar en annars væri,“ segir Sigurður. Hann telur að samstarfið hafi gengið vel og verið báðum til hags- bóta. „Mér finnst að önnur sveit- arfélög ættu að skoða þennan mögu- leika,“ segir hann. Sigurður bætir því við að Ung- mennasambandið nái að fylgja krökkunum lengur en ella, ekki að- eins í íþróttum heldur einnig í tónlist og ýmsu tómstundastarfi. „Við erum alltaf að reyna að búa til verkefni þar sem börnin finna sig. Það skilar sér einnig inn í íþróttirnar,“ segir hann Ljósmynd/UMSB Fyrirmynd UMSB leggur upp úr því að taka myndarlegan þátt í unglingalandsmóti. Sambandið fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarhópur á mótinu í Þorlákshöfn sl. sumar. Öll börn finni sig  UMSB bætir þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni við líkamlega þjálfun íþróttabarna  Innleiðir verkefnið Sýnum karakter  Sambandið á einstætt samstarf við Borgarbyggð Morgunblaðið/Eggert Yfirflug Borgarnes er langstærsti þéttbýlisstaður Borgarbyggðar. Kirkjan er eitt af helstu táknum bæjarins. Sigurður Guðmundsson 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Lokadagar opnunartilboða Allt að 30% afsláttur af völdum vörum, kíktu við í sýningarsal okkar á Óseyrarbraut 28 Aldís Arna Tryggvadóttir erobikk-kennari styrkir verkefnið Sýnum karakt- er með því að verja ágóða af sérnámskeiði í erobikk-dansi til þess. Nám- skeiðin verða í Borgarnesi á þriðjudögum og Hvanneyri á sunnudögum frá til 28. apríl. „Ég er þakklát fyrir það að búa í Borgarbyggð. Hér býr heilsteypt og yndisleg fólk. Þess vegna langar mig til að láta gott af mér leiða til sam- félagsins,“ segir Aldís Arna í kynningu á framtaki sínu. Hún hreifst af verkefninu Sýnum karakter, einkum vegna áherslu þess að sjálfstyrk- ingu, félagsfærni og leiðtogahæfni barna og unglinga. Hún segir að útrásin við hreyfingu losi um gleðihormónið og dragi úr líkamlegri og andlegri vanlíðan. Dansa til styrktar verkefni EROBIKK DANS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.