Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 30
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Við viljum þjálfa upp enn betri börn
og unglinga. Öll börn geti fundið sig
einhversstaðar í starfinu hjá okkur.
Sjálfstraust iðk-
enda aukist og
þeir haldi lengur
út í íþróttum,“
segir Sigurður
Guðmundsson,
framkvæmda-
stjóri Ungmenna-
sambands Borg-
arfjarðar
(UMSB) sem er
að innleiða verk-
efnið Sýnum kar-
akter. Sigurður segist þegar vera
farinn að sjá árangur af verkefninu.
Sýnum karakter er átaksverkefni
ÍSÍ og UMFÍ um þjálfun sálrænnar
og félagslegrar færni barna og ung-
menna í íþróttum. Áherslan hefur
hingað til meira verið á líkamlega og
tæknilega færni í íþróttum en hug-
myndafræði verkefnisins byggir á
að hægt sé að þjálfa og styrkja sál-
ræna og félagslega færni iðkenda
með sama hætti og líkamlega færni.
Það eykur uppeldishluta íþrótta-
þjálfunarinnar samhliða afreks-
hluta.
Verkfærakista þjálfara
Verkefnið beinist ekki síst að
íþróttaþjálfurum ungra iðkenda.
Sigurður ræðir um það sem verk-
færakistu sem þjálfarar geti leitað í
og fundið hentug verkfæri til að nota
við þjálfunina.
Hann segist þegar sjá árangur.
Þjálfarar nýti sér verkfærin, bæði
beint og óbeint. Nefnir aukinn aga.
Börnin heilsa þegar þau mæta á æf-
ingar og kveðja við lok æfingar. Þá
megi sjá að betur sé tekið á móti nýj-
um iðkendum.
Verkefnið var kynnt í lok nóv-
ember á fundi sem opinn var öllum
íbúum. Haldið verður áfram í ár
samkvæmt aðgerðaáætlun sem ver-
ið er að setja saman og unnið með
þjálfurum.
Vinnur fyrir Borgarbyggð
UMSB er héraðssamband 18
íþrótta- og ungmennafélaga sem
hafa liðlega 3.500 félagsmenn innan
sinna raða. Eru þetta hefðbundin
ungmennafélög, golfklúbbar og fé-
lög um einstakar íþróttagreinar.
UMSB sinnir verkefnum í þeirra
þágu.
UMSB hefur þó nokkra sérstöðu
miðað við önnur héraðssambönd því
það annast ýmis verkefni fyrir sveit-
arfélagið, Borgarbyggð. Það sér um
allt tómstundastarf fyrir nemendur í
fyrsta til fjórða bekk grunnskól-
anna, félagsmiðstöðvarnar og vinnu-
skóla. Sigurður telur að UMSB sé
eina héraðssambandið sem hafi svo
mikla samvinnu við sveitarfélag sitt.
„Borgarbyggð sér sér hag í því að
vera nær starfi UMSB og aðild-
arfélaganna og nýta starfsemi okk-
ar,“ segir Sigurður. Hann segir að á
móti geti UMSB verið með tvo
starfsmenn í fullu starfi í stað þess
að vera með framkvæmdastjóra í
hlutastarfi eins og annars væri. Það
nýtist í öllu starfi sambandsins, ekki
aðeins verkefnum sem unnin eru
fyrir Borgarbyggð. „Við erum meira
gildandi í sveitarfélaginu og meira
er leitað til okkar en annars væri,“
segir Sigurður.
Hann telur að samstarfið hafi
gengið vel og verið báðum til hags-
bóta. „Mér finnst að önnur sveit-
arfélög ættu að skoða þennan mögu-
leika,“ segir hann.
Sigurður bætir því við að Ung-
mennasambandið nái að fylgja
krökkunum lengur en ella, ekki að-
eins í íþróttum heldur einnig í tónlist
og ýmsu tómstundastarfi. „Við erum
alltaf að reyna að búa til verkefni
þar sem börnin finna sig. Það skilar
sér einnig inn í íþróttirnar,“ segir
hann
Ljósmynd/UMSB
Fyrirmynd UMSB leggur upp úr því að taka myndarlegan þátt í unglingalandsmóti. Sambandið fékk viðurkenningu sem fyrirmyndarhópur á mótinu í Þorlákshöfn sl. sumar.
Öll börn finni sig
UMSB bætir þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni við líkamlega þjálfun íþróttabarna
Innleiðir verkefnið Sýnum karakter Sambandið á einstætt samstarf við Borgarbyggð
Morgunblaðið/Eggert
Yfirflug Borgarnes er langstærsti þéttbýlisstaður Borgarbyggðar. Kirkjan er eitt af helstu táknum bæjarins.
Sigurður
Guðmundsson
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
Lokadagar opnunartilboða
Allt að 30% afsláttur af völdum
vörum, kíktu við í sýningarsal
okkar á Óseyrarbraut 28
Aldís Arna Tryggvadóttir erobikk-kennari styrkir verkefnið Sýnum karakt-
er með því að verja ágóða af sérnámskeiði í erobikk-dansi til þess. Nám-
skeiðin verða í Borgarnesi á þriðjudögum og Hvanneyri á sunnudögum
frá til 28. apríl.
„Ég er þakklát fyrir það að búa í Borgarbyggð. Hér býr heilsteypt og
yndisleg fólk. Þess vegna langar mig til að láta gott af mér leiða til sam-
félagsins,“ segir Aldís Arna í kynningu á framtaki sínu. Hún hreifst af
verkefninu Sýnum karakter, einkum vegna áherslu þess að sjálfstyrk-
ingu, félagsfærni og leiðtogahæfni barna og unglinga.
Hún segir að útrásin við hreyfingu losi um gleðihormónið og dragi úr
líkamlegri og andlegri vanlíðan.
Dansa til styrktar verkefni
EROBIKK DANS