Morgunblaðið - 28.03.2019, Page 33
FRÉTTIR 33Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
Gleðilega páska
Nýju mini-eggin frá Góu eru fullkomið páskasmakk.
Súkkulaðiegg og Hraunegg sem bráðna í munni.
Verði þér að Góu!
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Gönguferð
Frá kr.
209.995
Cinque Terre
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Gönguferð um
Frá kr.
239.995
Hvítu Þorpin
leiðakerfi félagsins. Einungis flug-
leiðir til Tel Aviv, Lyon og Detroit
standa eftir.
Tvær hagspár
Í erindi Ernu Bjargar í hagspá
bankans kom fram að það yrði mikill
varnarsigur fyrir íslenskt hagkerfi
ef það næði að vaxa í ár en í ljósi
hinnar miklu óvissu í flugmálum
hérlendis gerði Arion banki tvær
hagspár. Önnur þeirra byggist á því
að íslensku flugfélögin verði tvö, en
hin gerir ráð fyrir því að rekstur
WOW air stöðvist. Arion banki gerir
ráð fyrir samdrætti í hvoru tilfelli
fyrir sig, -0,8% með WOW air, og
-1,9% án WOW air, fyrir árið 2019.
Gerir bankinn svo ráð fyrir hagvexti
strax aftur árið 2020 en það taki
lengri tíma fyrir hagkerfið að ná sér
á strik án flugfélagsins.
„Án WOW air getum við séð fram
á 1,9% samdrátt í ár en 1,4% vöxt á
því næsta. Þetta er ekki eins og hin-
ar hefðbundnu hagvaxtarspár hafa
verið, það er að segja að það hægi á
hagvexti í ár en svo komi kröftugur
vöxtur strax aftur á næsta ári,“ segir
Erna.
9% eða 16% fækkun
Erna segir fjölda ferðamanna
vera helsta áhrifaþáttinn hvað varð-
ar aðra undirliði landsframleiðslunn-
ar og hvernig samspili á milli þeirra
er háttað en bankinn gerir ráð fyrir
9% fækkun ferðamanna með WOW
air en 16% fækkun án WOW air.
Atvinnuleysi er að aukast að sögn
Ernu, sama hvort flugfélagið WOW
air stöðvar rekstur eða ekki.
„Ferðamönnum er auðvitað byrj-
að að fækka. Það gæti bent til þess
að störfum í ferðaþjónustu muni
fækka á næstu mánuðum ofan í
kjaraviðræðurnar í dag,“ segir Erna
en sé gert ráð fyrir að WOW air
hætti rekstri spáir bankinn 4,4% at-
vinnuleysi í ár. Í hinu tilfellinu spáir
bankinn 3,6% atvinnuleysi.
Nýr veruleiki
Hún tekur fram að sú aðlögun
sem jafnan hefur átt sér stað í ís-
lensku hagkerfi hafi raungerst í
gegnum verðbólgu og veikingu ís-
lensku krónunnar. Staðan sé hugs-
anlega önnur í dag.
„Þessi aðlögun í hagkerfinu er að
fara í meiri mæli í gegnum vinnu-
markaðinn. Það er dálítið nýr veru-
leiki fyrir íslenskt hagkerfi. Hin
hefðbundna leið væri að hækka laun,
velta kostnaðarhækkunum út í verð-
lagið og veikja krónuna til þess að
viðhalda samkeppnishæfninni,“ seg-
ir Erna og heldur áfram.
„En ef krónan er ekki að hreyfast
mikið og það verður ekki hægt að
velta þessum kostnaðarverðshækk-
unum út í verðlagið verður náttúr-
lega að taka aðlögunina annars stað-
ar frá. Þá er það bara atvinnustigið
sem er eftir,“ segir Erna.
„Ef við til dæmis tækjum upp
evru væri þetta tilfellið. Þá hefur þú
ekki lengur þennan sveigjanleika í
gegnum gjaldmiðilinn í staðinn og
þarft því að taka út aðlögunina í
gegnum vinnumarkaðinn. Miðað við
orðræðu peningastefnunefndar þá
virðist hún frekar vera tilbúin að
fórna atvinnustigi til þess að við-
halda verðstöðuleika. Þetta gæti
verið nýr veruleiki í hagkerfinu.
Peningastefnunefndin hefur líka
tækin til þess að bregðast við en
Seðlabankinn hefur 600 milljarða í
hreinan gjaldeyrisforða og getur þar
af leiðandi varið gengið. Ef krónan
veikist ekki til þess að jafna sam-
keppnishæfni þjóðarbúsins þurfa út-
flutningsfyrirtækin að grípa til ann-
arra ráða. Hagræðingaraðgerða,
eins og við höfum séð að einhverju
leyti núna hjá mjög mörgum fyrir-
tækjum.
Þroskamerki hagkerfisins?
Spurð hvort þetta þýði að íslenskt
hagkerfi sé því að þroskast segir
Erna: „Það gæti verið. Það er alltaf
verið að kalla eftir því að við færum
okkur nær þessu norræna vinnu-
markaðslíkani þar sem ekki er verið
að semja um þessar miklu launa-
hækkanir sem skila sér aldrei út í
sömu kaupmáttaraukningu,“ segir
Erna en Arion banki gerði ráð fyrir
að samið yrði í hærra lagi í kjara-
viðræðunum og umfram það svig-
rúm sem Samtök atvinnulífsins hafa
sagt að sé til staðar.
Þroskamerki íslensks hagkerfis
Morgunblaðið/Hari
Hagvöxtur Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur Arion banka, spáir samdrætti í hagkerfinu með eða án WOW.
Erlendir ferðamenn hafa í 9 af hverjum 10 tilfellum aðra valmöguleika en WOW air til þess að fljúga
beint til Íslands Samdráttur í efnahagslífinu mun líklega bitna á atvinnustigi að sögn sérfræðings
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Að sögn Elvars Möller, sérfræðings
í greiningardeild Arion banka, hefur
ekki verið innistæða fyrir jafn lágum
flugfargjöldum til Íslands og raun
ber vitni síðustu
ár.
Að sögn Ernu
Bjargar Sverris-
dóttir, sérfræð-
ings greiningar-
deildarinnar, er
óvissan í kringum
íslensku flug-
félögin og kjara-
málin þess eðlis
að gefa þurfti út
tvær hagspár.
Þetta er á meðal þess sem fram kom
á morgunfundi Arion banka í gær.
Fram kom í erindi Elvars að flug-
fargjöld hefðu verið 40% lægri nú
um áramótin en um áramótin 2014.
Sé það sett í samhengi við þróun
eldsneytisverðs þá var innistæða
fyrir lækkun flugfargjalda á meðan
heimsmarkaðsverð á eldsneyti var
sögulega lágt árin 2015-2017.
„En síðasta eitt og hálft árið þá
hefur í raun ekki verið innistæða
fyrir áframhaldandi lækkun flugfar-
gjalda. Þetta hagstæða umhverfi
sem var í rekstri flugfélaga hérna á
Íslandi hefur súrnað dálítið hratt,“
segir Elvar í samtali við Morgun-
blaðið og tók síðan dæmi af WOW
Air.
„WOW air hefur, sem dæmi, frá
því það flaug sitt fyrsta flug árið
2012 að meðaltali greitt um það bil
1.000 kr. ár hvert með hverjum ein-
asta flugfarþega sem flogið hefur
með félaginu,“ segir Elvar en tíma-
mörkin miðuðust við fyrsta uppgjör
félagsins fram að 9 mánaða uppgjöri
WOW air árið 2018 en félagið hefur
tvívegis skilað hagnaði á sjö ára
tímabili.
Þá kom einnig fram að fyrir tvo af
hverjum þremur áfangastöðum
WOW air hafa flugfarþegar líka val
um að fljúga með Icelandair hingað
til lands. Sé horft á öll þau 25 flug-
félög sem hingað fljúga til lands í
sumar samkvæmt áætlun Isavia þá
hefur flugfarþegi um annað flug-
félag en WOW air að velja fyrir 9 af
hverjum 10 áfangangastöðum í
Elvar
Möller
Hækkun varð á hlutabréfaverði
flestra félaga í Kauphöll Íslands í
gær, en það var einungis stærsta
fyrirtækið, Marel, sem lækkaði, eða
um 0,55% í 637 milljóna króna við-
skiptum. Gengi félagsins stendur
nú í 538 krónum á hvern hlut. Úr-
valsvísitala aðallista Kauphall-
arinnar hækkaði um 0,2% í gær og
stóð í 1.937,29 stigum í lok við-
skiptadagsins.
Mest hækkun varð í gær á bréf-
um í Arion banka, eða 2,04% í 107
milljóna króna viðskiptum. Gengi
bankans var 75 í lok dags. Næst-
mest hækkaði síðan fasteigna-
félagið Reginn, eða um tvö prósent,
í 153 milljóna króna viðskiptum.
Þriðja mesta hækkunin var svo á
gengi annars fasteignafélags,
Reita, en hlutabréfaverð fyrir-
tækisins hækkaði um 1,95%.
Gengi Icelandair hækkaði um
0,74% eftir nærri 10% lækkun dag-
inn á undan.
Flest félög
hækkuðu