Morgunblaðið - 28.03.2019, Page 34

Morgunblaðið - 28.03.2019, Page 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Að minnsta kosti ein milljón gesta mun streyma um hin stóru hlið risa- stóru listamiðstöðvarinnar la Vil- lette í París næsta hálfa árið til að skoða sýningu um valdatíð egypska faraósins Tutankhamuns, eins fræg- asta fornkonungs Egyptalands. Þar mun geta að líta urmul muna og minja úr grafhýsi hans í Kon- ungadal, sem er skammt frá Luxor í Egyptalandi. Sýningin hófst um nýliðna helgi og stendur fram í september. Hún fer fram í Villette-garðinum í 19. hverfi Parísar, norðausturhluta borgarinnar. Aðalsýningarhöllin í garðinum, Grande halle de la Vil- lette, er fyrrverandi sláturhús sem breytt var í menningarmiðstöð. Til sýnis verður vel á annað hund- rað ómetanlegra dýrgripa úr graf- hýsi hins unga konungs, sem lést fyrir um 3.400 árum. Þar á meðal eru 60 munir sem aldrei hafa farið úr landi í Egyptalandi. Fornminj- aráðuneytið í Kaíró segir þetta stærsta safn smíðisgripa sem flutt er til sýninga erlendis og að þeir verði hugsanlega aldrei aftur sendir úr landi. Sýningin er sögð vera stór- viðburður á sviði sögu, menningar og lista. Gripirnir eru flestir fengnir frá þjóminjasafni Egyptalands sem stendur við Tahrirtorg í Kaíró. Að- standendur sýningarinnar gera sér vonir um að 1,2 milljónir manna borgi inn í sýningarhöllina. Bara í síðustu viku seldust 130.000 að- göngumiðar áður en hlið Villette- hallarinnar opnuðust. Safn gripanna í Villette-höllinni á sér engan líka en frá París verða þeir fluttir til London í nóvember og Sydney í Ástralíu snemma næsta árs. Þaðan fer sýningin svo til sex ótilgreindra annarra heimsborga áð- ur en munirnir fara aftur til Egypta- lands, í „Stóra þjóðarsafnið“ nærri pýramídunum í Giza sem opnað verður almenningi á næsta ári, 2020. Louvre-safnið í París hefur einnig lánað sína helstu Tutankhamun muni til sýningarinnar, svo sem Amonstyttuna, af konungi guðanna, verndara faraóanna. Mostafa Waziry ráðuneytisstjóri innanríkisráðuneytis Egyptalands segir að farandsýningin muni afla fjár til að borga nýja safnið í Giza að hluta til. „Endilega farið og skoðið sýninguna, sjáið safngripina áður en þeir snúa aftur heim til Egyptalands til varanlegrar vörslu.“ sagði Waziry við AFP-fréttaveituna. Síðasta för úr landi Með sýningunni er þess minnst að hundrað áru eru frá því grafhýsi hins unga konungs fannst. Þegar komið er inn á sýningarsvæðið ligg- ur leiðin upp Konungadal skammt frá Luxor þar sem grafhýsið fannst en notaðir eru risastórir skjáir og mörg tonn af sandi til að móta þá stemmningu. Síðan opnast risastórar dyr inn í hið hálfmyrkvaða innra hvolf hvelf- inganna þar sem dýrgripirnir standa. Þar hrífa einna mest gylltar og svartar styttur í réttri stærð af lífvörðum konungs sem stóðu beggja vegna grafhvelfingar Tutankham- uns Auk stórra útfararmuna er þar einnig að finna hanska, bandaskó, reyrprik sem barefli og veiðiboga sem faraóinn myndi brúka í næsta lífi. Myndbandssýningin sýnir frá uppgreftri grafhýsisins og útskýrir gríðarlega mikil áhrif „Tuts kon- ungs“ í listum, tískuklæðnaði og al- mennri menningu, allt niður til sviðsmyndar tónleika poppstjörn- unnar Beyonce sem hafa egypska skírskotun. „Tut-æði“ Fyrri sýningar um hinn unga kon- ung voru stórviðburðir er settu af stað „Tutæði“ um jarðir allar. Á ní- undu milljón gesta sótti sýninguna „Dýrgripir Tutankhamun“ í Met- ropolitan listasafninu í New York árið 1973. Til viðbótar stóðu 1,2 mill- ljónir manns sex árum áður í bið- röðum við Petit Palais safnið í París til að skoða smærri sýningu, sem kölluð var „sýning aldarinnar“. Ólíkt þessum tveimur sýningum verður helgríma Tutankhamuns ekki til sýnis í Villette-höllinni. Hún er úr skíragulli og vegur rúm 10 kíló. Liggur bann við því að hún verði flutt úr landi í Egyptalandi. Tarek El Awady, forstöðumaður Stóra þjóðarsafnsins hins nýja og sýningarstjóri Parísarsýningarinnar segir að menn til forna hafi dáð gull „vegna þess að það breytist ekki“ og myndi ekki glata ljóma sínum í eilífu eftirlífi manna. „Hefðu þeir haldið Milljón gestir skoða dýrgripi  Sýning á munum og minjum úr valdatíð egypska faraósins Tutankhamuns hófst í París um helgina  Gripir á sýningunni sagðir ómetanlegir en hafa þó verið tryggðir fyrir jafnvirði 95 milljarða króna Viðbygging Sonur Akhenatens; lést 1324 fyrir Krist 19 ára að aldri. Hann ríkti í 9 ár. Fornleifafræðingurinn Howard Carter fann grafhýsi faraósins unga árið 1922 Norð ur Fjársjóðs- herbergi Ramses II Akhenaten Amenofis III Tutankhamun Fordyri Neðanjarðar- stígur Grafhýsi Tutankhamuns 4 m Tutankhamun K o n u n g a d a l u r i n n Norður 100 m AFP Dýrgripir Styttur og veggmyndir á sýningu helgaðri Tutankhamun. Faraó Stytta af faraóanum Tut- ankhamun á sýningunni í París.  SJÁ SÍÐU 36 www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Margverðlaunuð baðvifta Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A) Innbyggður raka-, hita- og hreyfiskynjari. Vinnur sjálfvirkt 3W Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími 570 8600 Smyril Line Seyðisfjörður 470 2808 | info@smyril-line.is | www.smyrilline.is Heimsæktu Færeyjar eða Danmörku með Norrænu Bókaðu núna og tryggðu þér pláss Innifalið: Sigling með Norrænu fram og til baka, flutningur á bíl og gisting í 2m klefa án glugga. Verð miðast gengi gengi DKK 30. janúar 2019 og getur breyst. DANMÖRK FÆREYJAR Lágannatímabil verð á mann ISK 58.000 Miðannartímabil verð á mann ISK 77.000 Háannatímabil verð á mann ISK 150.000 Lágannatímabil verð á mann ISK37.250 Miðannartímabil verð á mann ISK57.900 Háannatímabil verð á mann ISK88.800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.