Morgunblaðið - 28.03.2019, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 28.03.2019, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 GLÆNÝ LÍNUÝSAKLAUSTUR-BLEIKJA Opið virka daga 10.00 - 18.15 laugardaga 11.00 - 14.00 | Gnoðarvogi 44, 104 Reykjavík | sími: 588 8686 ÞORSKHNAKKAR GLÆNÝ LÚÐA N FRÁ NÝLÖGUÐ HUMARSÚPA Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði beint í ofninn að þeir yrðu grafnir til eilífðar í gröf hefðu munirnir ekki verið jafn fal- legir,“ sagði El Awady við AFP. Grafhýsi Tutankhamun er enn sem komið er eina grafhvelfingin frá tímum egypsku faraóanna sem var ósnert er hún fannst. Mörg önnur grafhýsi faraóa og hefðarfólks höfðu grafarræningjar farið um ránshendi um aldir. „Hún var ekki bara gluggi fyrir okkur, heldur opnar dyr inn í þennan menningarheim. Í fyrsta sinn gátum við snert eitthvað úr dýrlegri fortíð landsins,“ bætti hann við. Þótt aðstandendur sýningarinnar hafi staðhæft að sýningargripirnir séu ómetanlegir að verðmæti hafa þeir verið tryggðir fyrir 700 millj- ónir evra, jafnvirði um 95 milljarða íslenskra króna. Sýningin í París stendur fram til 15. september. Önnur útgáfa af henni var sett upp í fyrra í Los Ang- eles í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Gullinn fjársjóður Tutankhamun lést aðeins 19 ára að aldri árið 1324 fyrir fæðingu Krists, en þá hafði hann setið á valdastóli í 9 ár. Grafhýsi hans fann breski fornleifafræðingurinn How- ard Carter í Konungadal skammt frá Luxor í nóvember 1922. Safn rúmlega 4.500 muna var að finna í fimm hvelfingum. Þar á meðal voru hásæti, myndastyttur, skartgripir, húsgögn og vopn. Meðal muna var gulli slegið rúm með útskornum ljónshöfðum á stólpum þess, stríðsvagn og rýt- ingur með skefti úr gulli sem sér- fræðingar telja að hafi verið eld- smíðaður úr járni loftsteina. Veggir hvelfingarinnar þar sem Tut- ankhamun var lagður til hinstu hvílu voru þaktir gulli. Steinkista hans var þreföld og innst inni í henni 110 kíló af hreinu gulli. Helgríma hans, einhver þekktasti forngripur sög- unnar, er úr gulli með innfelldum asúrsteinum og augum úr hrafn- tinnu og kvarsi. Hún skemmdist árið 2014 er unnið var við viðhald í safn- inu í Kairó. Brotnaði hökutoppurinn, valdatákn faraóanna, af og reyndu iðnaðarmennirnir að líma hann á grímuna styttuna með epoxílími. Tók það þýska sérfræðinga tvo mán- uði að lagfæra fúskið og færa grím- una í sitt fyrra horf. Ráðgáta Staðfest hefur verið með próf- unum að faraóinn Akhenaten, sem var við völd milli 1351 og 1334 fyrir Krist, var faðir Tutankhamun. Hann var eiginmaður Nefertiti drottn- ingar sem var annáluð fyrir fegurð. Hún var ekki móðir Tutankhamuns, heldur kona sem ekki er vitað hvað hét en var systir Akhenaten svo sem erfðafræðileg rannsókn hefur leitt í ljós. Varð konungurinn ungi því til við blóðskömm foreldra sinna. Talið er að Tutankhamun hafi fengið völd níu ára gamall, kringum 1333 og tek- ið við krúnu Efra- og Neðra- Egyptalands. Upplausn var í landinu á valda- tíma Tutankhamun vegna tilrauna föður hans til að umbreyta trúar- brögðunum og fá lýðinn til að trúa á aðeins einn guð, Aton. Talið er að Tutankhamum hafi gengið að eiga hálfsystur sína, Ankhesenpaaten, en hjónaband systkina var algengt í Egyptalandi á tímum faraóanna. Hann var faðir tveggja stúlkna sem dóu fyrir burð, að sögn sérfræðinga. Grunsamlegur dauði Andlát Tutankhamuns hefur löngum verið talið dularfullt. Hefur dauði hans ýmist verið skrifaður á veikindi, morð eða slysalegan akstur stríðsvagns. Árið 2010 leiddi DNA- rannsókn og tölvusneiðmyndatæki í ljóst að hann hefði þjáðst af lífs- hættulegri malaríu og verið með klumbufót svo hann varð að ganga við staf. Nokkrum mánuðum eftir hinn merka grafhýsisfund, eða í apríl 1923, lést breski lávarðurinn Carn- arvon sem fjármagnaði leiðangur Carters. Banameinið var blóðeitrun eftir að hann hafði skorið sig lítils- háttar á hnífi. „Bölvun faraóanna“ var kennt um, hann hafi í augum þeirra verið einn af þeim sem ábyrgð báru á því að grafarhelgi „Tuts kon- ungs“ var raskað. Carter lést svo 1939 og hafði aldrei tekist að fá fund sinn birtan á bók. Ein skýring á dauða Carnarvon og Carters er að þeir hafi komist í snertingu við eitr- aða sveppi sem var að finna í dílum hér og þar í grafhýsinu. Glæpa- sagnahöfundurinn Agatha Christie byggði eina af frægustu smásögum sínum, „Ævintýri egypska grafhýs- isins“, á bölvun Tutankhamuns. Himinguð Stytta af foregypska himinguðnum Hórusi í líki hauks á sýningunni á egypsku fornmununum. Stytta Ein af styttunum sem er til sýnis í París. Þar eru sýndir yfir 150 munir sem fundust í gröf Tutankhauns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.