Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Skólum og vinnustöðum í Venesúela var lokað í gær og fyrradag eftir að rafmagnsskortur gerði enn á ný vart við sig á þriðjudaginn. Nicolas Mad- uro, forseti landsins, sagði að „hryðjuverkamenn“ bæru sök á ástandinu, en tvær vikur eru síðan rafmagnslaust var í nánast öllu land- inu. Sagði Maduro að skemmdarverk hefðu verið unnin á Guri-vatnsafls- virkjuninni, en hún sér 80% landsins fyrir rafmagni. Svipaði því til útskýr- inga Maduros á rafmagnsleysinu fyrir tveimur vikum. Vill að Rússar fari Donald Trump Bandaríkjaforseti krafðist þess í gær að Rússar drægju til baka herlið sem þeir sendu til Venesúela fyrr í vikunni, þegar hann hitti Fabíönu Rosales, eiginkonu Ju- an Guaido, leiðtoga stjórnarandstöð- unnar, í Hvíta húsinu í gær. Sagði Trump að allir valkostir væru enn á borðinu þegar hann var spurður hvort Bandaríkjaher væri að íhuga inngrip í Venesúela. „Þeir eru undir mikilli pressu núna. Þeir eiga engan pening, þeir hafa enga olíu, þeir hafa ekkert. Þeir eru undir miklum þrýstingi, þeir hafa ekkert rafmagn,“ sagði Trump. Mike Pence varaforseti og Mike Pompeo utanríkisráðherra höfðu báðir áður kallað eftir því að Rússar hættu stuðningi sínum við Maduro, en um hundrað rússneskir hermenn eru sagðir vera í landinu. „Guaido er eini lögmæti forseti Venesúela. Landið er í kreppu eftir áralangt ein- ræði og kúgun,“ sagði Pence. Lokað vegna rafmagnsleysis  Maduro kennir hryðjuverkamönnum um  Rússar gagnrýndir í Washington AFP Rafmagnslaust Stjórnarandstæð- ingar mótmæltu Maduro í gær. Átök blossuðu upp milli Ísraela og Palestínumanna á Gazasvæðinu í gær eftir að Hamas-samtökin skutu eld- flaugum á Ísrael í fyrrinótt. Samtímis voru óeirðir við Vesturbakkann, þar sem þessi mynd er tekin, þar sem Palestínumenn mótmæltu meðferð fanga í ísraelskum fangelsum. AFP Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs Tekist á í Gaza og á Vesturbakkanum Søren Pape Poulsen, dóms- málaráðherra Danmerkur, sagði í gær að það hefði verið betra ef þeir Danir sem fóru til að berjast fyr- ir Ríki íslams hefðu dáið í Sýr- landi en að þeir sneru aftur heim til Danmerkur. Sósíaldemókratar gagnrýndu um- mælin harðlega. Stefna Dana er sú að taka aftur á móti þeim vígamönnum hryðju- verkasamtakanna sem teknir hafa verið höndum á síðustu misserum. Poulsen, sem er formaður danska Íhaldsflokksins, lét ummæli sín falla á fundi með þingnefnd danska þingsins. Í máli hans kom einnig fram að um 40 vígamenn með tengsl við Danmörku væru í Sýr- landi og að um tíu þeirra hefðu ver- ið teknir fastir. Betra ef vígamenn- irnir hefðu dáið Søren Pape Poulsen DANMÖRK Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, tilkynnti í fyrri- nótt að Banda- ríkin ætluðu sér að senda menn aftur til tunglsins innan næstu fimm ára. „Ég ætla að vera skýr, fyrsta kon- an og næsti maðurinn á tunglinu verða hvort tveggja bandarískir geimfarar, á bandarískum eld- flaugum, sem skotið var af banda- rískri grundu,“ sagði Pence. Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, hefur sett sér það markmið að senda mannað geimfar til tunglsins árið 2028, en tafir hafa plagað hönnunarferlið. Sagði Pence að ef NASA treysti sér ekki til þess að ná því markmiði yrði not- ast við eldflaugar frá einkareknum fyrirtækjum. Vilja senda fyrstu konuna til tunglsins Mike Pence BANDARÍKIN Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti samflokks- mönnum sínum í Íhaldsflokknum í gær að hún myndi segja af sér áður en næsta skref viðræðna við Evrópu- sambandið hefst, ef breska þingið samþykkir samkomulag hennar í dag eða á morgun. Tilkynningin kom eftir að John Bercow, forseti neðri deildar þings- ins, hafði ítrekað þann úrskurð sinn að ríkisstjórn Theresu May væri óheimilt að leggja fram Brexit-sam- komulag hennar í þriðja sinn til at- kvæðagreiðslu, nema búið væri að gera breytingar á því. Þetta þótti vera enn eitt áfallið fyrir May, sem hafði vonast til þess að geta lagt samkomulagið fram í dag eða á morgun, en þá rennur út sá frestur sem leiðtogar Evrópusam- bandsríkjanna hafa gefið þinginu til að samþykkja það. Ekki bindandi fyrir May Neðri deildin hóf sérstaka at- kvæðagreiðslu um framhald Brexit- málsins um sjöleytið í gærkvöldi og lágu úrslit fyrir um níuleytið. Kusu þingmennirnir á milli átta mismun- andi valmöguleika, en á meðal þeirra voru hvort Bretar ættu að taka upp svipað samband við Evrópusam- bandið og EFTA-ríkin, eða hvort yf- irgefa ætti ESB án samkomulags 12. apríl næstkomandi. Þá var þing- mönnum einnig boðið upp á þann kost að kalla eftir annarri þjóðarat- kvæðagreiðslu um Brexit-málið, en kröfur um slíkt hafa færst í aukana á síðustu vikum. Endanleg niðurstaða lá ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Atkvæðagreiðslan er hins vegar ekki bindandi fyrir ríkisstjórnina og er óvíst hvort May muni vilja eða geta farið eftir vilja þingsins. May býðst til að segja af sér  Neðri deildin kaus um framhald Brexit-málsins AFP Brexit Þessi látbragðsleikari brá á leik við breska þinghúsið í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í gærkvöldi að beiðni Sýr- lendinga í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað fyrr í vikunni að viðurkenna Gólanhæðir sem hluta af landsvæði Ísraels. Sögðu Sýrlendingar að ákvörðun Trumps væri gróft brot á þremur ályktunum öryggisráðsins. Ísraelsmenn tóku hæðirnar í sex daga stríðinu 1967 og innlimuðu þær árið 1981, en alþjóðasamfélagið hef- ur ekki viðurkennt þá ákvörðun. Ríki Evrópusambandsins lýstu því yfir í gær að þau myndu ekki við- urkenna yfirráð Ísraela. Federica Mogherini, utanríkismálastjóri sam- bandsins, las upp yfirlýsingu þar sem sagði að afstaða ríkjanna væri enn óbreytt. Jonathan Cohen, fulltrúi Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum sagði hins vegar að ákvörðunin hefði verið tekin til að standa uppi í hárinu á Bashar al- Assad, forseta Sýrlands og til að berjast gegn auknum ítökum Írana í Mið-Austurlöndum. Funduðu um Gólan- hæðir  ESB viðurkennir ekki yfirráð Ísraels m. Fyrsti stóri slípirokkurinn knúinn af einni rafhlöðu sem skilar afli til þess að slípa, er léttari en snúrurokkur í sinni stærð. POWERSTATE™ mótor REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M18™ rafhlöðu Verð 136.900 kr. (með rafhlöðu) M18 FLAG Alvöru slípirokkur fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.