Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 40

Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sænska efna-hags-lögreglan gerði í gær húsleit í höfuðstöðvum bank- ans Swedbank í Sundbyberg, útbæ Stokkhólms. Leitin er hluti af rannsókn á innherjaviðskiptum í sambandi við víðtækt peningaþvætti, að sögn sænskra yfirvalda. Í frétt- um kom fram að leitin hefði verið gerð snemma morguns og staðið í nokkrar klukkustundir. Bankinn hefur verið í eldlín- unni allt frá því sýndur var sænskur sjónvarpsþáttur í febr- úar um grunsamlegar færslur á peningum í gegnum Eystrasalts- löndin. Kváðust aðstandendur þáttarins hafa undir höndum gögn, sem sýndu að þessar færslur af reikningum Swedbank næmu í það minnsta 40 millj- örðum sænskra króna (tæpir 530 milljarðar íslenskra króna) á ár- unum 2007 til 2015. Talið er að hluti þessa fjár gæti fyrst hafa átt leið um reikninga í Danske Bank, sem einnig er í verulegum vandræðum vegna stórfellds peningaþvættis. Leitin í gær fór hins vegar fram vegna þess að grunur leikur á að Swedbank hafi látið 15 helstu hluthafa bankans vita af umfjöllunarefni sjónvarpsþátt- arins tveimur dögum áður en hann var sýndur. Þeir hafi því haft undir höndum innherjaupp- lýsingar, sem öðrum og minni hluthöfum voru ekki aðgengileg- ar. Í gær kom einnig í ljós að fjár- málaeftirlitið í New York í Bandaríkjunum væri líka farið að rannsaka Swedbank. Í frétt á vef- síðu blaðsins Financial Times kom fram að eftirlitið hefði sent Swedbank bréf í febrúar og látið vita að það væri að skoða sjö að- skilin peningaþvættismál þar sem sænski bankinn kæmi við sögu. Þar væri um að ræða banka og fjármálastofnanir á borð við Danske Bank, ABLV í Lettlandi, FBME á Kýpur og Ukio í Lithá- en auk lögmannsstofunnar Mos- sack Fonseca, uppsprettu Pa- namaskjalanna. Í Financial Times segir að fjármálaeftirlitið í New York virðist hafa sent Swedbank bréf- ið vegna óánægju með það hvern- ig bankinn brást við fyrirspurn þess um tengsl við Mossack Fon- seca. Bandaríkjamennina grunar að Swedbank hafi verið milliliður í að flytja greiðslur frá Viktor Ja- núkovits, fyrrverandi forseta Úkraínu, til Pauls Manaforts, fyrrverandi kosningastjóra Do- nalds Trumps. Sænska sjónvarpið orðaði það þannig að Swedbank hefði ekki afhent bandarískum yfirvöldum upplýsingar um viðskiptavini og færslur, sem fram kæmu í Pa- nama-skjölunum. Á þriðjudag var greint frá því í sænska ríkissjón- varpinu, SVT, að það hefði undir höndum innanhúss- kýrslu, sem gerð hefði verið í Swed- bank. Þar kæmi fram að „aldrei hefði átt að samþykkja“ marga af áhættusömustu við- skiptavinum bankans. Í þokkabót hefði bankinn í mörgum tilfellum „ekki einu sinni vitað hverjir hin- ir raunverulegu eigendur reikn- inganna voru eða hvaðan pening- arnir komu“. Nú eru þrír norrænir bankar flæktir í peningaþvættishneyksli, sænski bankinn Swedbank, Dan- merkurdeild Nordea-bankans og danski bankinn Danske Bank. Hér er ekki lítið í húfi. Financial Times segir að hér gæti verið um að ræða umfangsmesta peningaþvætti sögunnar. Auð- ugir Rússar og óligarkar frá löndum, sem áður voru hluti af Sovétríkjunum, hafi notað út- stöðvar þekktra norrænna banka í Eystrasaltslöndunum til þess að flytja mörg hundruð milljarða inn í bankakerfi Vesturlanda í heilan áratug. Swedbank varð til þegar þrír sænskir bankar voru sameinaðir árið 2001 og var þá næststærsti banki Norðurlanda. Sá stærsti var Nordea. Umfang peningaþvættis í heiminum er gríðarlegt. Það samræmist hins vegar ekki ímynd norrænna banka að vera í hlutverki peningaþvottavéla. Sænskir bankar eru nú með á milli 60 og 70% af bankamark- aðnum í Eistlandi. Þeir komu til Eistlands eftir að það fékk sjálf- stæði frá Sovétríkjunum og eru ekki besti vitnisburðurinn um að allt gott komi að utan þegar við- kvæmir markaðir eru einka- væddir. Sænsku bankarnir eru svo aðsópsmiklir í Eistlandi að þar á bæ vilja menn halda í þá, en þeir hljóta að vera hugsi, ekki síst vegna þess að í fjármála- hruninu voru eistneskir hags- munir ekki efstir í huga hinna sænsku fjármálastofnana. Hið umfangsmikla peninga- þvætti á eftir að draga dilk á eftir sér. Hlutafé í Swedbank hefur í tvígang fallið um 10% á nokkrum dögum. Norrænu bankarnir halda því nú fram að þeir séu að taka til í sínum ranni og styðjist meðal annars við gervigreindartækni til að koma auga á grunsamlega við- skiptavini og peningafærslur. Það er hins vegar með ólíkindum að þar hafi hömlulaust peninga- þvætti viðgengist árum saman. Umræða um peningaþvætti hefur verið mikil á þessum tíma og í Evrópusambandinu hafa verið höfð uppi fögur orð um að stöðva flæði illa fengins fjár. Hafi kíkir fundist þar innan dyra er ljóst að hann hefur verið settur fyrir blinda augað. Sænski bankinn Swedbank lét sitt ekki eftir liggja í norræna pen- ingaþvottahúsinu} Innherjasvik og peningaþvætti A tkvæðagreiðslur á Alþingi geta ver- ið flóknar, sérstaklega þegar um er að ræða margar breytinga- tillögur, atkvæðaskýringar, kosn- ingar um greinar svo breyttar og forseta sem þylur upp kynningu á atkvæða- greiðslum eins og hann sé í hraðlestrarprófi. Oft tapar fólk þræðinum og ófá dæmi eru um að fólk hafi óvart greitt atkvæði á rangan hátt. Slíkt gerðist á Evrópuþinginu síðasta þriðjudag þegar 13 þingmenn greiddu ranglega atkvæði með því að leyfa ekki breytingatillögur við til- skipun um höfundarétt, eftir að röð atkvæða- greiðslna var breytt. Var sú tillaga því sam- þykkt óbreytt með ákvæðum sem eru óásættanleg. Umrædd höfundaréttartilskipun snýst um að tryggja rétthöfum greiðslur fyrir höfundarrétt – og sá hluti er ágætlega unninn – en einnig finnast ákvæði þarna sem hefur verið lýst sem ígildi efnissíu og tengla- skatts. Í stuttu máli er lögð skylda á fyrirtæki til að sigta allt höfundarvarið efni út af heimasíðum sínum ef ekki er greitt fyrir notkun þess, en til þess þarf auðvitað að meta allt efni, og tenglaskatturinn er kvöð á heimasíður að greiða fyrir tengla á fréttaefni. En af hverju eru Píratar svona á móti þessum ákvæð- um? Sérstaklega í ljósi þess að göfugt markmið tilskip- unarinnar er að berjast við stóru risana eins og Youtube og Facebook, og þar eru sannarlega vandamál sem þarf að laga. Vandamálið við efnissíur og tenglaskatt er aðallega tæknilegt. Það er risavaxin tæknileg áskorun að greina höfundarvarið efni frá t.d. skopskæl- ingu eða öðrum leyfilegum frávikum frá ákvæð- um um höfundarréttMargir eru að reyna en engum hefur tekist að gera þetta nægjanlega vel. Mun þeim takast það einhvern tíma? Nei. Þessar tilraunir til ritskoðunar í nafni höfund- arréttar eru dæmdar til að mistakast, enda bitna þær allar bæði á notendum og rétthöfum. Ég er ekki að segja að við eigum að gefast upp og sleppa því að reyna að tryggja höf- undarrétt á stafrænni öld internetsins. Um- rædd Evróputilskipun beitir einfaldlega ekki réttu aðferðunum. Rétthafar þurfa notendur til að fá greitt, að fæla þá í burtu með ritskoðun gagnast engum. Efnissían og tenglaskatturinn bjóða upp á nákvæmlega það sama og áður hefur verið reynt í nafni höfundarréttar. Gríðarlega mikla upplýs- ingasöfnun þar sem allt efni er skoðað, flokkað og stimplað með já eða nei. Hvort sem það er rétt eða ekki. Þarna liggur rót Píratahreyfingarinnar. Þegar reynt var að tryggja höfundarrétt með njósnum og ritskoðun reis upp hópur fólks sem sagði nei, þetta er brot á friðhelgi einkalífs. Hópur sem kallaði sig Pírata. Ekki af því að þau voru á móti höfundarrétti, heldur af því að þau voru á móti persónunjósnum. Og nei, það hætti því enginn þó að Snow- den benti á að allir væru að því. bjornlevi@althingi.com Björn Leví Gunnarsson Pistill Atkvæði, efnissía og tenglaskattur Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fjögur fyrirtæki í útgerðuppsjávarskipa hafa gertathugasemdir við frumvarpsjávarútvegsráðherra um aflamarksstjórn við makrílveiðar. Fyrirtækin eru Ísfélagið, Huginn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Eskja á Eskifirði. Öll benda þau á að hlutur þeirra í makrílveiðum verði minni með samþykkt frumvarpsins heldur en ef miðað hefði verið við veiðireynslu áranna fyrir 2011. Reyndar sé um aukna hlutdeild að ræða frá síðustu árum, en þó ekki í samræmi við dóma Hæstaréttar. Með frumvarpinu er m.a. brugð- ist við dómum Hæstaréttar sem féllu í desember og vörðuðu úthlutun afla- heimilda í makríl á árunum 2011 til 2014. Með dómunum var viðurkennd skaðabótaábyrgð ríkisins vegna tjóns Ísfélagsins og Hugins, en talið var að skipum þeirra hefði verið úthlutað minni aflaheimildum en skylt var sam- kvæmt lögum. Fram til þessa hefur stjórn veiða úr stofninum lotið reglu- gerðum ráðherra og leyfum frá Fiski- stofu til eins árs í senn. Eðlilegt og málefnalegt Í umsögn Ísfélagsins og Hugins á samráðsgátt stjórnvalda kemur fram að fyrirtækin telji það til bóta að afla- marksstjórn verði tekin upp við veiðar á makríl. Sömuleiðis að hlutur þeirra aukist miðað við það ástand sem nú er, sem sé enda ólögmætt. „Að mati Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Hugins ehf. væri á hinn bóginn eðlilegt og málefnalegt, að þegar þess- um málum er markaður farvegur til framtíðar með lögum frá Alþingi, sé leitast við að búa svo um hnúta eftir því sem framast er kostur, að úthlutun einstakra aðila svari til þess sem þeim hefði að réttu lagi borið að lögum, hefði þeim verið fylgt á sínum tíma. Aðilar verði því til frambúðar sem lík- ast settir líkt og lögum hefði réttilega verið fylgt, og til samræmis við dóma Hæstaréttar,“ segir í umsögn fyr- irtækjanna. Þar segir ennfremur að verði sú leið farin sem frumvarpsdrögin leggi til sé verið að festa í sessi afleiðingar hinnar ólögmætu úthlutunar þvert á tilgang frumvarpsins og áskilja fyrir- tækin sér allan rétt af því tilefni, þ.m.t. vegna framtíðarúthlutana. Sé leitast við að fara bil beggja sé eðlilegt að það endurspeglist til muna betur í niðurstöðum breyttrar úthlutunar heldur en frumvarpsdrögin leiði til. Í umsögn Vinnslustöðvarinnar kemur fram að fyrirtækið telur að sú leið sem gert sé ráð fyrir í frumvarp- inu sé ekki í fullu í samræmi við fyrr- nefnda dóma og leiði ekki til málefna- legrar né sanngjarnrar niðurstöðu. Í umsögninni kemur fram að óhjá- kvæmilegt sé að áskilja félaginu allan rétt ef niðurstaðan feli í sér einhvers konar lögfestingu á reglum sem dóm- stólar hafi metið ólögmætar. Einhvers konar sátt náist Í umsögn Eskju kemur fram að fyrirtækið telur eðlilegt miðað við þá stöðu sem er uppi að eitthvert tillit verði tekið til þeirra útgerða sem byrjað hafi makrílveiðar í kjölfar frumkvöðlanna þó það hafi verið gert eftir 2011 „í skjóli heimildarlausra ákvarðana stjórnvalda. Að þær út- gerðir eigi að njóta nánast að fullu aflareynslu sinnar er hins vegar ótækt,“ segir í umsögn Eskju. Þar segir einnig: „Eskja vonar að niðurstaða fáist í þetta erfiða mál, sem geri það að verkum að einhvers konar sátt náist um málið og áframhald verði ekki á því í dómstólum landsins. Eskja getur hins vegar ekki annað en áskilið sér rétt til að leita réttar síns ef festa á í sessi það óréttlæti og lögleysu sem ákvarðanir Jóns Bjarnasonar fyrrverandi ráðherra ollu.“ Áskilja sér allan rétt varðandi makrílkvóta Morgunblaðið/Árni Sæberg Makríll Skipulag makrílveiða hefur valdið ýmsum deilum. Í greinargerð með frumvarpi um makrílveiðar segir m.a: „Með frumvarpinu er lagt til að aflahlutdeild ráðist af 10 bestu aflareynsluárum allra fiskiskipa á tímabilinu 2008–2018 að báðum árum meðtöldum. Það er að 10 bestu ár af 11 ráði út- hlutuninni. Með því er líklegt að útgerðir sem höfðað hafa mál á hendur íslenska ríkinu, að öðrum skilyrðum full- nægðum, muni hvorki ná fram fullri úthlutun miðað við veiði- reynslu áranna fyrir 2011, sem vonir þeirra kunna að standa til, né heldur að staða þeirra verði óbreytt. Hlutur þeirra mun aukast sem nemur hlut- falli aflamagns áranna 2008- 2010 í aflamagni viðmið- unartímans. Samtímis munu eigendur skipa sem hlotið hafa úthlutun í skjóli reglugerða sjáv- arútvegsráðherra, sem reynst hafa án lagastoðar, verða fyrir skerðingu, sem getur reynst umtalsverð í einhverjum til- vikum.“ Tíu bestu ár af ellefu ráði ÚR GREINARGERÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.