Morgunblaðið - 28.03.2019, Síða 42
42 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
COMPONIBILI
Hirslur 3ja hæða – fleiri litir
Verð frá 18.900,-
BATTERY
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 21.900,-
LOUIS GHOST
Stóll – fleiri litir
Verð 39.900,- stk.
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
GHOST BUSTER
Náttborð – fleiri litir
Verð 47.900,- stk.
TAKE Borðlampi – fleiri litir
Verð 12.900,-
Glæsileg gjafavara frá
PLANET CRYSTAL
Borðlampi – fleiri litir
Verð 54.900,-
BOURGIE
Borðlampi – fleiri litir
Verð frá 39.900,-
Eins og fram hefur
komið í fréttum und-
anfarið, þá hefur
mikið verið rætt og
ritað um verkfalls-
boðanir Verkalýðs-
félaganna Eflingar
og VR. Kannski er
það nú þannig að
hvorki Efling né VR
hafi rétt til boðunar
verkfalls fyrir hönd
hópferðabílstjóra? Er það kannski
Bifreiðastjórafélagið
Sleipnir sem er hinn eini
sanni og rétti aðili til verk-
fallsboðunar hópferðabíl-
stjóra? Bifreiðastjóra-
félagið Sleipnir hefur
aldrei sagt sig frá samn-
ingsréttinum og allra síst
eftir brottrekstur félags-
ins úr Alþýðusambandi
Íslands. Efling, ásamt
öðrum stéttarfélögum, tók
á sínum tíma að sér að
semja fyrir hönd hóp-
ferðabílstjóra, þvert gegn
vilja Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis,
sem fram að þeim tíma hafði gert
kjarasamninga fyrir þorra hópferða-
bifreiðastjóra á Íslandi.
Upp úr miðri seinustu öld var
stofnað stéttarfélagið Frami og voru
hópferðabílstjórar þar á meðal. Árið
1969 klufu hópferðabílstjórar sig úr
Bílstjórafélaginu Frama og stofnuðu
nýtt stéttarfélag, Bifreiðastjóra-
félagið Sleipni, og fékk félagið strax
aðild að Alþýðusambandi Íslands,
ASÍ. Félagssvæðið var í byrjun ein-
skorðað við Reykjavíkursvæðið. Bsf.
Sleipnir hefur alla tíð síðan, verið með
fullgildan kjarasamning fyrir hönd
hópferðabílstjóra og er kjarasamn-
ingur Sleipnis við Samtök atvinnulífs-
ins enn í fullu gildi.
Upp úr 1990 náði félagið ásætt-
anlegum kjarasamningi að mati fé-
lagsmanna og í framhaldi af því,
sýndu hópferðabílstjórar af lands-
byggðinni áhuga á því að sameina fé-
lagsmenn og gera Sleipni að lands-
félagi. Voru þá þegar margir
bílstjórar utan af landi gengnir í fé-
lagið. Fljótlega kom fram tillaga um
að breyta lögum félagsins og gera fé-
lagið að landsfélagi, sem var gert og
skyldi félagssvæði þess vera allt Ís-
land. Umsókn um staðfestingu á
þessari lagabreytingu var send til
ASÍ sem hafnaði henni og vísaði
Sleipni í framhaldinu úr sínum sam-
tökum þar sem félagsmenn Bsf.
Sleipnis vildu ekki draga þessa laga-
breytingu til baka. Sýndi ASÍ með
þessu sitt rétta andlit, en það er aug-
ljóst að með þessari atlögu ASÍ að
Sleipni, gerðu samtökin tilraun til að
eyðileggja Sleipni og koma sem flest-
um félögum þess í annað stéttarfélag,
þ.e. Eflingu. Sama má segja um Efl-
ingu, en um seinustu aldamót átti Bsf.
Sleipnir í harðvítugri deilu við at-
vinnurekendur. Þar sem illa gekk að
ná samningum, afrituðu Efling og
fleiri stéttarfélög kjarasamning
Sleipnis og settu inn í sína kjara-
samninga og slógu þar með öll vopn
úr höndum Sleipnismanna, sem á
endanum urðu að skrifa undir sam-
bærilega samninga. Allar götur síðan
þá, hefur Bsf. Sleipnir gert kjara-
samning við SA og enn í dag er kjara-
samningur við rekendur hópferða-
bifreiða í fullu gildi og að mínu áliti er
Bsf. Sleipnir hinn eini löglegi og rétti
aðili til þess að boða til vinnustöðv-
unar fyrir hönd hópferðabifreiða-
stjóra. Það hefur Bifreiðastjóra-
félagið Sleipnir ekki gert.
Lögleg verkfallsboðun, eða ekki lögleg?
Eftir Óskar
Stefánsson
Óskar Stefánsson
» Að mínu áliti er Bsf.
Sleipnir hinn eini
löglegi og rétti aðili til
þess að boða til vinnu-
stöðvunar fyrir hönd
hópferðabifreiðastjóra.
Höfundur er formaður
Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis.
oskar@konni.com
Í samráðsgátt
stjórnvalda var nú á
dögunum birt frum-
varp um breytingu á
lögum um fiskveiðar
utan lögsögu Íslands
– stjórn veiða á mak-
ríl. Hægt var að
senda inn at-
hugasemdir til og
með 19. mars sl.
Meðal þeirra sem
nýttu sér það var
Landssamband smábátaeigenda.
Frumvarpið felur í sér grundvall-
arbreytingu á stjórnun makrílveiða.
Úthluta á öllum skipum og bátum
sem verið hafa á makrílveiðum
aflahlutdeild sem tekur mið af 10
ára veiðireynslu á síðustu 11 árum
2008-2018.
Helmingur tímans
– engin veiðireynsla
Smábátar hófu fyrir alvöru færa-
veiðar á makríl árið 2013. Þá kom
makríllinn sér á grunnslóðina.
Smábátaeigendur útbjuggu sig með
ærnum kostnaði og héldu til veiða.
Ekki langt að fara, miðin alla jafna
rétt við eða utan hafnar. Ári síðar
voru 120 smábátar komnir á makríl
og mikill hugur í mönnum. En
Adam var ekki lengi í paradís.
Óskiljanleg afskipti stjórnvalda í
september 2014, af þessum um-
hvefisvænu veiðum þar sem gæðin
eru rómuð og hvert gramm fer til
manneldis, stöðvuðu veiðar um
hundrað báta í mokveiði. Annað
áfallið kom svo 2015 þegar allur
flotinn var kvótasettur, þar sem að-
eins nokkrir tugir fengu nægilegar
veiðiheimildir til að stunda veið-
arnar áfram.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
hlutur þessara báta verði afar rýr.
Innan við 20 bátar fengju úthlutað
nægjanlegum heimildum til að
hefja veiðar. Hjá flestum þessara
aðila felur frumvarpið í sér að
veiðireynsla er núll á helmingi þess
tíma sem aflahlutdeild tekur mið
af.
Stórir sem smáir
saman í flokki
LS hvetur aðila til að skoða
frumvarpið mjög vel þar sem það
boðar umtalsverðar breytingar á
því fyrirkomulagi sem verið hefur.
Gjarnan er vitnað til álits umboðs-
manns Alþingis sem rök fyrir
frumvarpinu. Það á þó ekki við
varðandi breytingar á
veiðistjórnuninni, þvert
á móti gerir umboðs-
maður engar at-
hugasemdir við fyr-
irkomulagið. Það sætir
furðu að ekki er minnst
á slíkt í greinargerð
með frumvarpinu.
Skýringar fást vænt-
anlega þegar frum-
varpið kemur til með-
ferðar hjá Alþingi.
Veiðunum hefur á
undanförnum árum verið stjórnað
með aflamarki, sem úthlutað er til
fjögurra útgerðarflokka, þar með
töldum færaveiðum smábáta.
Óheimilt er að færa veiðiheimildir
úr þeim flokki. Verði frumvarpið
óbreytt að lögum verða settar sam-
an stórar og smáar útgerðir og því
samþjöppun handan við hornið.
Hætt er við að innan skamms tíma
verði aðeins örfáar útgerðir hand-
hafar aflahlutdeilda í makríl.
Samkvæmt aflatölum sem hér
eru birtar er hlutdeild smábáta um
2% á þessu 10 ára tímabili.
Tryggja verður
heimildir til smábáta
Í umsögn LS við frumvarpið er
lögð áhersla á nauðsyn þess að
samhliða breytingu á stjórn makríl-
veiða verði lagt fram frumvarp til
breytingar á lögum um stjórn fisk-
veiða. Þar verði tryggðar makríl-
veiðar færabáta með aflaheimildum
sem dregnar verði frá leyfilegum
heildarafla áður en aflamarki á
grundvelli aflahlutdeildar er út-
hlutað. Annars vegar 4.000 tonn
sambærilegt og í bráðabirgða-
ákvæði sem ekki er lengur í gildi
(var 2.000 tonn) og hins vegar 5,3%
sem einnig verði eyrnamerkt til
færaveiða á bátum sem eru styttri
en 15 metrar að mestu lengd og
minni en 30 brúttótonn að stærð.
Úthlutun á makríl
eftir aflahlutdeild
Eftir Örn Pálsson
Örn Pálsson
» Samþjöppun er
handan við hornið.
Hætt er við að innan
skamms tíma verði að-
eins örfáar útgerðir
handhafar aflahlut-
deilda í makríl.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda.
orn@smabatar.is