Morgunblaðið - 28.03.2019, Síða 44

Morgunblaðið - 28.03.2019, Síða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Ýmsir telja daga ís- lenskrar tungu talda og hún muni líða undir lok fyrir lok þessarar aldar. Ástæðurnar eru einkum taldar þrjár: aukin áhrif ensku, áhugaleysi ungs fólks á íslensku og staf- ræn samskipti í snjall- tækjum. Sterk staða íslensku Snjalltækjabylting síðustu ára- tuga hefur haft í för með sér aukna enskunotkun á Íslandi, eins og víð- ast hvar annars staðar í heiminum. Íslenska er eitt af fjölmörgum tungumálum, sem eru undir miklu álagi vegna aukinnar notkunar ensku í kjölfar samfélagsbreytinga. Engu að síður stendur íslensk tunga sterkar sem lifandi þjóðtunga en nokkru sinni. Þessi staðhæfing er reist á þeirri staðreynd að und- anfarna áratugi hefur verið ritað um fleiri þekkingarsvið á íslensku en nokkru sinni. Skáldsagnagerð, leik- ritun, ljóðagerð og önnur orðlist hef- ur aldrei verið öflugri og kvik- myndagerð og gerð útvarps- og sjónvarpsþátta hefur vaxið fiskur um hrygg. Vandaðar bækur um margvísleg efni hafa verið gefnar út undanfarin ár og fleiri njóta nú kennslu í íslensku, bókmenntum og sögu en áður. Víð- tækar rannsóknir eru gerðar á máli, málnotkun, bók- menntum, forn- leifafræði, fé- lagsvísindum, mannfræði og heim- speki í skjóli háskóla og háskólastofnana og nýyrðasmíð er öfl- ugri en nokkru sinni þar sem bæði einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki hafa tekið þátt í því málræktarstarfi. Snjalltækjabyltingin Hugvísindaþing er árleg ráð- stefna Hugvísindastofnunar þar sem í fyrirlestrum er skýrt frá því helsta í hugvísindum sem gerst hefur og er ætlað bæði fræðasamfélaginu og al- menningi. Hugvísindaþing 2019 var haldið 8. og 9. mars s.l. Þar var kynnt yfirlit yfir niðurstöður verk- efnisins „Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis“. Meginmarkmið verkefnisins er að kanna áhrif snjalltækja á orðaforða, málkunnáttu og málnotkun og á stöðu og framtíð íslenskunnar. Snjalltækjabylting hefur haft í för með sér aukna enskunotkun víða um heim, en í verkefninu er íslenska notuð sem dæmi um tungumál sem er undir auknu álagi vegna aukinnar notkunar ensku. Niðurstöður sýna að börn verða fyrir áhrifum frá ensku við notkun á snjalltækjum og þeim fylgir jákvæðari afstaða til enskrar tungu, sem ekki þarf að koma á óvart, enda ensk menning tískufyrirbæri. Máltækniáætlun Samtök atvinnulífsins settu fram- tíð tungumálsins í forgrunn síðustu misseri. Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra og Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, stjórnarformaður í Almannarómi, skrifuðu í ágúst fyrra undir samning um að Almannaróm- ur sæi um rekstur máltækniáætl- unar til ársins 2022. Markmiðið er að tryggja að tæki og tól tali og skilji ís- lensku og að íslensku verði forðað frá stafrænum dauða vegna yf- irburðastöðu enskunnar. „Mál- tækniáætlunin er eitt mikilvægustu skrefanna sem við stígum nú til þess að tryggja betur framtíð íslensk- unnar og þar með menningu okkar og sjálfstæði,“ sagði Lilja Alfreðs- dóttir við undirritun samningsins. Ráðist verður í að kynna notkun máltækni í fyrirtækjum og stofn- unum og koma á samstarfi við er- lend fyrirtæki sem þróa mál- tæknilausnir og fylgjast með möguleikum á fjölþjóðlegu þróun- arsamstarfi í máltækni þannig að ís- lensku verði að finna í öllum tækja- búnaði og hugbúnaði tæknifyrirtækja heims. Tími til stefnu er naumur vegna þess að gervigreind og máltækni þróast með ógnarhraða og mikilvægt að Ísland sitji ekki eftir. Innan Almannaróms koma saman aðilar með margvíslega reynslu og leggja sitt af mörkum til að tryggja að íslenskan glatist ekki. „Það er breiðfylking að baki Almannarómi, að stofnuninni standa háskóla- og rannsóknarstofnanir, fyrirtæki og félagasamtök sem öll brenna fyrir þessu brýna verkefni að tryggja að íslenskan standi jafnfætis öðrum tungumálum í síbreytilegum tækni- heimi. Markmið okkar er að stuðla að aðgengi almennings og atvinnu- lífs að nauðsynlegri máltækni svo framtíðin hljómi vel á íslensku,“ seg- ir Stefanía Guðrún Halldórsdóttir. Ráðstefna um íslenskukennslu Hinn 1. apríl verður á vegum Mennta- og menningarmálaráðu- neytisins í samvinnu við Háskóla Ís- land, Háskólann á Akureyri, Kenn- arasamband Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga haldin ráð- stefna um íslenskukennslu í öllum skólum til þess að efla íslensku sem opinbert mál. Á ráðstefnunni verður fjallað um niðurstöður rannsókna á stöðu íslensku sem birtar voru í rit- inu „Íslenska í grunnskólum og framhaldsskólum“ sem nýverið kom út. Í bókinni eru greinar eftir sjö ís- lenskukennara við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri auk meist- ara- og doktorsnema við skólana. Niðurstöðurnar sýna jákvætt starf en einnig er bent á ýmislegt sem betur má fara, s.s. hrakandi lestr- arfærni og lesskilning nemenda og erfiða stöðu nemenda með annað móðurmál en íslensku. „Íslenskan er sprelllifandi tungu- mál. Hún er undirstaða og fjöregg íslenskrar menningar og hún er skólamálið okkar.“ „Við ætlun að snúa vörn í sókn,“ segir Lilja Al- freðsdóttir mennta- og menningar- málaráðherra. Íslenska, elsta lifandi tungumál í Evrópu, stendur því enn traustum fótum. Eftir Tryggva Gíslason » Íslenska, elsta lif- andi tungumál í Evr- ópu, stendur enn traust- um fótum. Tryggvi Gíslason Höfundur er fyrrverandi skólameist- ari Menntaskólans á Akureyrui. tryggvi.gislason@gmail.com Framtíð íslenskrar tungu Andstaðan við Orku- pakka 3 hefur m.a. mót- ast af því, að með honum væri að hefjast innleið- ing Íslendinga inn í sam- eiginlegan orkumarkað Evrópu. Slík innleiðing myndi m.a. leiða af sér mjög hækkað orkuverð til almennings sbr. það sem orðið hefur í Noregi með aðild Noregs að hinum sameiginlega orkumarkaði Evrópu. Slík áhrif tengjast óhjá- kvæmilega því að gerast aðili að sameiginlegum markaði um orku- miðlun, orkusölu og orkuverð eins og verða myndi ef Íslendingar gerðust aðilar að sam- eiginlegum markaði Evrópuþjóða fyrir af- urðir landbúnaðar – en þá til verðlækkunar en ekki verð- hækkunar fyrir íslenskan almenning. Ósköp lítill áhugi virðist hins vegar fyrir þeirri markaðsaðlögun meðal ís- lenskra stjórnvalda þó hún myndi lækka framfærsluútgjöld heimilanna um miklar fjárhæðir. Það er sem sé í lagi að gerast aðilar að markaði, sem hækkar orkuverð heim- ila um háar fjárhæðir, en ekki í lagi að gerast aðilar að markaði, sem lækkar fram- færslukostnað sömu heimila um sömu eða hærri fjárhæðir. Hættan Þá hefur verið bent á, að með aðild að sameig- inlegum orkumarkaði kunni að vera hætta á að aðilum á þeim sama markaði utan Íslands verði gert auðveldara fyrir að nýta og jafnvel virkja íslenskar orku- lindir. Einnig að með aðildinni opnist mögu- leikar, sem ekki eru nú til staðar, á því að er- lendir fjármagnseig- endur geti að mestu af eigin rammleik komið á tengingu milli íslenskr- ar orku og evrópskrar orkuþarfar með lagningu sæstrengs. Þá leiðir einnig af aðildinni, að þó virkjunaraðilum eins og t.d. Lands- virkjun gæfist kostur á að fá hærra orkuverð til eigin þarfa með sölu orku á hinum evrópska markaði þá yrði virðisaukinn, sem stafar af nýtingu þeirrar orku ekki til á Íslandi heldur í Evrópu. Virðisaukinn vegna nýtingar orkunnar, sem hér hefur birst í tekjum þjóðarbúsins af álverum, kís- ilverum og öðrum orkufrekum iðnaði og atvinnu og tekjum hópa lands- manna, sem þar starfa yrði til í ein- hverju Evrópulandanna þar sem ís- lensk orka yrði á boðstólum Þetta er auðvitað bein afleiðing af aðild að sameiginlegum orkumarkaði. Ráðherrann sem samdi við sjálf- an sig Nú hefur utanríkisráðherra í sam- vinnu við sína eigin flokksmenn (að eigin sögn), aðra ráðherra og þing- menn ríkisstjórnarflokkanna tekist að semja um fyrirvara sem hann segir tryggja að ekkert af framansögðu geti gerst. Samþykki Orkupakka 3 muni sem sé engu breyta um aðild Íslands að evrópskum orkumarkaði, engu breyta um eignar- og ráðstöfunarrétt Íslendinga yfir orkulindum sínum, engu breyta hvað varðar áform um lagningu sæstrengs og þar með engu breyta um að virðisaukinn af orku- vinnslunni verði áfram til staðar bara á Íslandi. Eftirleiðis þurfi – eins og nú þegar er – aðkomu Alþingis til þess að fá þessu breytt. Sem sé – algerlega óbreytt ástand! Ein spurning eftir Eftir stendur þá aðeins ein spurn- ing. Hún er þessi: Ef samþykkt Orku- pakka 3 breytir engu hver er þá nauð- syn þess, að Alþingi Íslendinga samþykki hann? Ef það samþykki verður hvorki til þess að Ísland teng- ist orkumarkaði Evrópu né leiðir til neins af því, sem þeirri tengingu mun fylgja? Þetta er einföld spurning – sem enginn hefur samt spurt. Kallar á einfalt svar – sem enginn hefur samt gefið. Er svarið það, að við Íslendinga verðum að samþykkja umræddan orkupakka, sem engin áhrif hefur á orkumál okkar, vegna þess að Lich- tenstein og Noregur eru bæði aðilar að orkumarkaði Evrópu og segjast þurfa á því að halda? Það hefur eng- inn enn fengið að vita. En ef sam- þykkt orkupakkans breytir engu fyrir íslensku þjóðina – hví er þá nauðsyn- legt að afgreiða hann? Er slíkt og því- líkt óumflýjanlegt fyrir Alþingi að verja tíma sínum til – nú, þegar hörð átök eru í aðsigi á vinnumarkaði og flugrekstur Íslandinga til og frá land- inu í hættu, gengi krónunnar farið að veikjast, mikil hætta á fækkun at- vinnutækifæra á vinnumarkaði, loðnubrestur orðinn staðreynd og að- algjaldeyristekjulind landsmanna, ferðaþjónustan, horfist í augu við samdrátt? Er þá tíma Alþingis best varið í að ræða afgreiðslu máls, sem fullyrt er af stjórnvöldum, að engin áhrif muni hafa fyrir Íslendinga? Af hverju orkupakkann? Eftir Sighvat Björgvinsson »Ef samþykkt orkupakkans breytir engu fyrir íslensku þjóðina – hví er þá nauðsynlegt að afgreiða hann? Sighvatur Björgvinsson Höfundur er fv. iðnaðarráðherra. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf notand- inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít- arlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.