Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 45

Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 45
UMRÆÐAN 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 SANDALADAGAR Imac sandalar 9.995 Imac sandalar 9.995 Imac sandalar 9.995 Ecco Flowt 14.995 Ecco Flowt 14.995 Imac sandalar - herra 10.995 Rohde sandalar- herra 7.995 Ecco flowt sandalar- herra 14.995 Imac sandalar 12.995 Imac sandalar 12.995 20% AFSLÁTTUR 28. mars til 1. apríl Í fyrirlestri Morten Harper, rann- sóknastjóra norsku samtakanna Nei til EU, 21. mars sl., kom fram að samtökin stefna að því að Nor- egur verði kominn úr EES 2025. Norðmenn eru að snúast gegn EES. Skoðanakann- anir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu í Noregi vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um EES- samninginn. Umræðan um EES hefur á síðustu misserum tekið nýja stefnu. Vissir stjórn- málaflokkar, verkalýðs- félög, samtök og sér- fræðingar hafa þegar lýst andstöðu við EES- samninginn og and- staða almennings hefur vaxið. Mikil mótmæli hafa verið við 3. orku- tilskipanapakka ESB og hefur Nei til EU haf- ið dómsmál á hendur ríkisstjórn Noregs og telur að samþykkt til- skipanapakkans hafi verið stjórn- arskrárbrot. EES-löndin hafa rétt til að hafna löggjöf ESB, Norðmenn hafa gert það einu sinni. EES-samningurinn er orðinn öðruvísi en menn ætluðu þegar hann var gerður. Mikið áhyggjuefni er eyðilegging tveggja stoða kerfisins skref fyrir skref þar sem stjórnvalds- stofnanir ESB fá beint vald í Noregi og á Íslandi. Dæmi eru EBA sem stjórnar fjármálageiranum og ACER sem fær stjórnvald yfir orkukerfinu. EES hefur fært Noregi 12.000 ný ESB-lög. Áhrifin á vinnumarkaðinn og launakjör og aðstæður vinnandi manna hafa verið slæm. Norsk lög um almenningseign virkjana hafa veri ógilt af dómstól EES (Efta- dómstólnum). Margir málaflokkar sem EES átti ekki að ná til hafa orðið fyrir slæmum áhrifum af yfirvaldi ESB í skjóli EES, dæmi: Skattamál, mál fiskiðnaðar og opinber þjónusta. ESB stefnir að millitengingu raf- orkukerfa aðildarlanda ESB/EES. Tekjur orkufyrirtækja í EES/ESB eiga að fara í fjárfestingar, þ.á m. í nýjar virkjanir og tengimannvirki milli kerfa og landa til að tryggja að- gengi aðila í ESB að orku. Lagning sæstrengs frá Íslandi til Evrópu er forgangsverkefni hjá ESB. Verk- efnin lúta lögum ESB. Vegna EES getur Noregur ekki hafnað nýjum sæstrengjum til ESB með vísun til þjóðarhagsmuna. Úrsögn Noregs úr EES hefði hverfandi lítil áhrif á útflutning Nor- egs til ESB. Flest lönd sem versla við ESB eru utan sambandsins. Nor- egur og Ísland höfðu fríverslun við sambandið þegar fyrir tíma EES. Stefna Nei til EU er að gera nú- tímalegan viðskiptasamning milli jafnrétthárra aðila við ESB í stað EES og án lýðræðishalla, án „skap- andi“ túlkunar á lögum ESB, og að afnema lögsögu eftirlitsstofnunar og dómstóls EES/ESB (ESA og EFTA-dómstólsins). Áframhaldandi tollfrjáls verslun með iðnaðarvörur og sameiginlegur aðgangur að þjón- ustumörkuðum. Andstaðan við EES vex í Noregi Eftir Friðrik Daníelsson Friðrik Daníelsson » Skoðanakannanir sýna að 70% af þeim sem taka afstöðu í Nor- egi vilja þjóðaratkvæða- greiðslu um EES- samninginn. Höfundur er verkfræðingur. Séu þeir sem dirf- ast að gera at- hugasemdir við óvægna gagnrýni Þórarins Ævars- sonar, bakara og framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, á framleiðendur og seljendur matvæla, berrassaðir, þá er hann sjálfur varla meira klæddur. Enn og aftur kýs Þórarinn að vera ómálefnalegur og tínir til ágætan veitingastað sem reyndi að beita formúlu hans um lækkun verðs með þeim eina ár- angri að meira var að gera en velt- an sú sama eða minni. Nokkuð víst að afkoman er varla betri. Þórarinn fer frjálslega með tölur sem fyrr og kastar þeim tölum fram er henta hverju sinni. Aðstöðumunur lítilla og meðalstórra fyrirtækja við milljarðafyrirtækið Miklatorg er hrópandi. Sé gluggað í ársreikning fyrirtækisins fyrir árið 2017 sést að bæði er hlutfallslegur launa- kostnaður fyrirtækisins helmingur af því er keppinautar í sölu og framleiðslu matvæla þurfa að sætta sig við og einnig er efna- hagur fyrirtækisins með þeim hætti að Orkuveitan mætti vera stolt af. 1.280 milljóna króna afskriftir árið 2012 hafa eflaust hjálpað til. Laun Þórarins sjálfs voru uppgefin 61.000.000 króna á ári. Tóti byggir Á heimasíðu Íbúðalánasjóðs í apr- íl 2017 kemur eftirfarandi fram; „IKEA byggir blokk til að missa ekki starfsfólk“. Þar er haft eftir Þórarni: „Ef manni er annt um starfsfólkið sitt þá vill maður að- stoða það á þessum erfiða húsnæð- ismarkaði.“ Þórarinn sagði að hægt verði að leigja minnstu íbúðirnar, fullbúnar með húsgögnum og hús- búnaði, á undir 100.000 kr. á mánuði og samt vera með eðlilega ávöxtun á fjárfestingunni! „Það er minna en fólk er að greiða fyrir greni hér og þar í bænum.“ Einnig var þetta haft eftir Þórarni: „Upphaflega hug- myndin var að reyna að byggja mjög ódýrar íbúðir, sem leigja mætti út á 70 þúsund krónur á mán- uði, en af ýmsum ástæðum tókst það ekki. T.a.m. var byggingarlóðin dýr, vinnan við Svansvottunina hækkaði byggingarkostnaðinn tölu- vert, auk þess sem ákveðið var að spara ekkert hvað varðaði gæði hönnunar og efnis.“ Hvert var síðan endanlegt leiguverð? Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 21. febrúar 2019 er leiguverðið eftirfarandi: Litlu íbúðirnar, sem flestar eru 25 fm, eru leigðar á 135.000. Íbúðir sem eru 60 fm eru leigðar á 220.000. Einhver verkalýðsforingi gæti nú talið þetta vera „okur og græðgi“! Lóðarhafarnir, Pálmasynir, hafa líklega ekki skilið formúlu Þórarins með það að lækka verðið. Að drulla yfir? Skrif Þórarins er hann vitnar í Einstein eru forvitnileg, telur sig hafa sama skilning og hann á gang- verkinu. Sakar hann andstæðinga sína um öfund og að drulla yfir hann. Eitthvað sem hann sjálfur hefur einmitt gert án afláts. Kvart- ar yfir skorti á málefnalegri um- ræðu um leið og hann ber saman sitt stóra mötuneyti með einföldum réttum og litla veitingastaði, fjöl- skyldufyrirtæki oft og tíðum í dýru leiguhúsnæði. Málefnalegt eða hitt þó heldur. Einnig gerir hann lítið úr þeirri samkeppni er ríkir á frjálsum markaði. Enginn er neyddur til að kaupa neitt matarkyns hér á landi og má t.d. efast um að við- skiptavinir matstofu IKEA væru til í að greiða meira fyrir veitingarnar en nú er gert. Ég held ég beini „öf- und“ minni að einhverjum sem hef- ur fært fólki eitthvað bitastæðara en sænskar kjötbollur á niðursettu verði. Eftir Steinþór Jónsson »Ég held að ég beini „öfund“ minni að einhverjum sem hefur fært fólki eitthvað bita- stæðara en sænskar kjötbollur á niðursettu verði. Steinþór Jónsson Höfundur rekur bakarí. Einstein vorra daga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.