Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 47

Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Matgæðingar geta tekið gleði sína því Arna hefur sett á markað þriðju árstíðarjógúrt- ina sína sem er grísk jógúrt með íslenskum jarðarberjum. Að baki liggur óvenjusnjöll og falleg hugmynd en jarð- arberin sem eru notuð í jóg- úrtina eru útlitsgölluð eða flokkuð frá af öðrum ástæð- um og áttu því aldrei mögu- leika á að komast í verslanir. Með þessum hætti vinna allir; neytendur, framleiðendur og ekki síst jarðarberin en það er fátt verra en að vera óborðað ber. Jógúrtin kemur í 230 g glerkrukku og verður í sölu meðan birgðir endast. Þess má einnig geta að krukkurnar hafa slegið í gegn meðal sultugerðarfólks sem safnar þeim grimmt fram á haust þannig að þær má flokka sem heitasta heitt í sultugerð. Nýta jarð- arberin sem annars hefðu farið til spillis Fyrirmyndar Það er alltaf fallegt og þakklátt þegar vörur sem annars færu til spillis fá hlutverk. Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Ketó morgunverður 4 egg ½ tsk. sjávarsalt ¼ tsk. ferskur svartur pipar 140 g smjör, við stofuhita 2 avókadó 2 msk. ólífuolía 1 msk. fersk steinselja, söxuð 140 g reyktur lax frá Ópal sjávarfangi Aðferð: Setjið eggin varlega í pott. Setjið kalt vatn í pottinn og látið suðuna koma upp. Lækkið undir og látið sjóða í 7-8 mín- útur. Takið þá eggin upp úr pottinum og setjið í kalt vatn. Takið skurnina af eggjunum og saxið þau niður. Blandið eggjunum og smjör- inu saman með gaffli. Saltið og piprið eftir smekk. Það má líka krydda með öðru kryddi ef þið viljið. Gott er að nota chili flögur – þær gefa smá bit. Berið eggin fram á diski með avó- kadói sem búið er að skera niður í sneið- ar og skvetta smá ólífuolíu og steinselju á. Setjið síðan reykta laxinn á diskinn og njótið!Ketó sprengja Morgunverður sem þessi tryggir þér góða orku út daginn. Ketó morgunverður með reyktum laxi Morgunverðurinn varð sannarlega meira spenn- andi eftir að þjóðin fór á ketó og þessi útgáfa er í senn dásamlega einföld og fljótleg – auk þess að vera svo bragðgóð að helgarnar breytast í veislu. Hér er það reykti laxinn sem er í aðalhlutverki en ef það má einhvern tíma njóta þeirrar dásemdar þá er það þessi dægrin. Eggin og avókadóið toppa síðan annars einfaldan en ómót- stæðilegan morgunverð. Njótið vel! Allt um sjávarútveg Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is Aldrei haft jafn þykkt hár „Eftir að hafa misst allt hár í krabbameinsmeðferð byrjaði ég að taka Hair Volume frá New Nordic. Eftir 4-6 vikur fór hárið að vaxa aftur og ég hef aldrei haft jafnt löng augnhár, þykkar augabrúnir og þykkt hár eins og núna og það hvarflar ekki að mér að hætta að taka þetta bætiefni inn.“ Edda Dungal Hair Volume inniheldur jurtir og bætiefni sem sem eru mikilvæg fyrir hárið og getur gert það líflegra og fallegra. Er hárlos eða þunnt hár að plaga þig? Söluaðilar: Hagkaup, Iceland verslanir, Melabúðin, Kjörbúðir, Krambúðir, Nettó verslanir um allt land og Pure Food Hall í flugstöðinni Keflavík. Natur (ókryddaður), með pipar og þessi klassíski með provesal kryddi. Sinneps-estragon sósa fylgir. Tilbúin vara en má hita. Fullkominn skyndibiti, hollur og bragðgóður Nú 3 tegundir Heitreyktur lax

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.