Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Hulda Bjarnadóttir hulda@k100.is Hlustendur K100 hafa fylgst með Má undanfarið ár og undirbúningi hans fyrir sundkeppni á Ólympíu- móti fatlaðra í Tókýó árið 2020. Már er einn fjögurra íþróttamanna sem Toyota á Íslandi styður við í gegnum verkefnið Start your Imp- ossible. Már er í dag 19 ára gamall og hefur keppt á fjölda stórmóta og fjallað hefur verið um verkefnið með reglulegu millibili eftir að viðamikill samstarfssamningur var undirritaður síðasta sumar við Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands, Íþróttasamband fatlaðra og miðla Árvakurs. Natalia Przybysz með dúett á plötunni Og Már heldur áfram að elta drauma sína. Að þessu sinni í tón- listinni. Langþráður draumur Más er að verða að veruleika því þessa dagana er hann að fylgja eftir útgáfu á plötu með eigin tónlist, alls 14 lög. Söngur fuglsins heitir platan og segist Már vilja ná til breiðs hóps með blöndu af rokki, poppi, rapp og hljóðfæratónlist. Útgáfutónleikar eru áætlaðir 12. apríl í Hljómahöllinni í Reykja- nesbæ og með honum á sviði verð- ur sjö manna hljómsveit skipuð færustu hljóðfæraleikurum Pól- lands. Sú sveit gerir sér ferð til Ís- lands fyrir þetta tilefni. Með þeim í för er ein þekktasta poppsöngkona Póllands, Natalia Przybysz sem Már kynntist við tökur í Póllandi. Honum hafði verið boðið að koma fram á einum stærstu góðgerð- artónleikum þar í landi og vinna með einum þekktasta tónlist- arpródúsent Póllands, Hadrian Ta- becki. Natalia staðfesti nýlega að hún kæmi á útgáfutónleikana. „Það að hún vilji koma til Íslands og spila með mér og mínum félögum og taka þátt er bara magnað. Og ég á ekki til orð yfir það þakklæti sem ég ber í brjósti til hennar,“ segir Már einlæglega í viðtali í síðdeg- isþætti K100. Natalia syngur dúett á plötunni en einnig koma fram Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Ívar Daníels og Gísli Helgason. Öll lögin af plötunni eru samin af Má, flestir textarnir eru eftir Tómas Eyjólfs- son. Samstarfið við Villa margra ára meðganga Fyrsta lagið sem Már gefur út er lagið „Fuglinn syngur“ sem Vil- helm Anton Jónsson syngur, einnig þekktur sem Villi naglbítur. Má þykir mikið til Villa koma og sam- starfsins. Sam- starf þeirra hófst þegar Már var í níunda bekk og samdi lagið „Ókunn lönd“ fyr- ir verkefnið List án landamæra, samstarfsverkefni fatlaðra ein- staklinga og þekktra lista- manna. Villi kom þá að laginu og þeir kláruðu það saman og loksins er lokafurðin klár og hluti af plötunni. „Fuglinn syng- ur“. Keppnir styðja við andlega sköpun Hann segir það ákveðið púsluspil að vera í fremstu röð sundmanna og um leið að standa í lagasmíðum og útgáfu. Maður verður bara að raða þessu rétt segir hann. En hvernig fer það saman að keppa á stórmótum og semja lög og skapa list á sama tíma? „Sköpun er í raun bara upplifun og það sem þú gerir tengist bara sköpuninni. Þannig að ég myndi segja að það hjálpaði bara til að fara til útlanda og á stórmót. Og það sem maður gerir tengist sköpuninni svo mikið,“ segir hinn metnaðarfulli tónlistarmaður Már Gunnarsson. Ljósmynd/Lína Rut Hann er skemmtilegur, metnaðarfullur og hæfi- leikaríkur með eindæmum. Már Gunnarsson hefur yfirstigið fjölda hindrana í lífinu en hann leyfir sér að elta metnaðarfulla drauma á hinum ýmsu svið- um þrátt fyrir ungan aldur. Vinnur með pólskri stórstjörnu Tónlist Villi Naglbítur, Ísold Wilberg, Már, Ívar Daníels og Natalia Przybysz. SÓLARFILMUR! Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Sundaborg 3 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.