Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 54

Morgunblaðið - 28.03.2019, Side 54
54 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Magnús Sæmundsson,fyrrverandi bóndi íEyjum II í Kjósar- hreppi, er 85 ára í dag. Magnús er fæddur og uppalinn í Eyjum II og er sonur Láru Magnús- dóttur húsfreyju og bónda í Eyj- um II og Sæmundar Steindórs Einarssonar kennara. Magnús ólst upp hjá móður sinni Láru í Eyjum með afa sín- um, Magnúsi Ólafssyni, og ömmu, Margréti Jónsdóttur, ásamt móðursystkinum sínum, Haraldi, Hans og Guðrún. Einn- ig ólst frænka Magnúsar upp á heimilinu í Eyjum II, frá unga aldri, Ólafía Ólafsdóttir (Lóa), samtíða Magnúsi. Magnús sótti nám í farskóla í sinni heimasveit og fór svo til náms í Héraðsskólanum á Laugarvatni og lauk landsprófi frá Reykholti í Borgarfirði. Magnús kvæntist árið 1964 Guðrúnu Ólafíu Tómasdóttur frá Hamra- hóli í Ásahreppi en hún var dóttir hjónanna Tómasar Þórðarsonar og Jórunnar Ólafsdóttur í Hamrahóli. Guðrún Ólafía átti fyrir tvo drengi af fyrra hjónabandi, þá Tómas Kristin Sigurðsson og Kristján Sigurðsson en Magnús varð stjúpfaðir hans. Guðrún og Magnús eignuðust saman fimm börn og eitt fósturbarn. Það eru þau Ólafur Magnús, Haraldur, Jórunn, Lára Guðrún, Sæmundur Steindór og fósturdóttirin Sigurrós Nancy Webber. Guðrún Ólafía, eiginkona Magnúsar, lést hinn 2. september 2017. Magnús og Guðrún bjuggu stóru búi í Eyjum með kýr, sauðfé, alifugla og hross og ráku þar myndarbú fyrst í félagi við Harald, móðurbróður Magnúsar, en tók svo við öllu búinu við fráfall Haraldar. En bjuggu einn- ig félagsbúi um tíma með syni sínum Haraldi og Guðrúnu Ingvadóttur. Magnús sinnti trúnaðarstörfum fyrir samfélag sitt. Hann var ungur kjörinn í stjórn Ungmennafélagsins Drengs, formaður húsráðs Félags- garðs og síðar formaður umf. Drengs, sat í stjórn Búnaðarfélags Kjósar- hrepps, lengst af sem gjaldkeri, og átti sæti í stjórn Mjólkursamlags Kjal- arnesþings um ára bil og gegndi þar einnig formennsku. Magnús var kjörinn í sveitarstjórn Kjósarhrepps árið 1966 og var oddviti Kjósar- hrepps 1979-1990. Magnús var hreppstjóri Kjósarhrepps 1987-2004. Magnús fylgdi Framsóknarflokknum að málum og var á framboðslistum flokksins fyrir alþingiskosningar á sínum tíma. Magnús átti einnig sæti í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að vera einnig félagi í öðrum félögum svo sem Lionsklúbbunum Búa og Hesta- mannafélaginu Herði sem hann vann ýmis störf fyrir. Magnús söng á yngri árum með Karlakór Kjósverja. Magnús heldur upp á afmælið sitt með fjölskyldu og vinum í dag að Harðarbóli sem er félagsheimili hestamannafélagsins Harðar á Varmár- bökkum í Mosfellsbæ og hefst veislan kl. 19.00. Kjósverjinn Magnús Sæmundsson. Var hreppstjóri í Kjós Magnús Sæmundsson er 85 ára í dag A nna María Kristjáns- dóttir fæddist 28. mars 1949 á Akureyri og ólst þar upp. Frá sjö ára aldri fram að fermingu dvaldi hún yfir sumartímann á Öxn- hóli í Hörgárdal hjá þeim heiðurs- hjónum Aðalsteini Sigurðssyni og Elísabetu Haraldsdóttur. „Ég er al- veg klár á því að dvölin í sveitinni hefur haft áhrif á hversu hraust ég er.“ Eftir hefðbundið nám í barna og gagnfræðaskóla Akureyrar lá leiðin í Hjúkrunarskóla Íslands. Árið 1971 útskrifaðist Anna María og fór að vinna á Landspítalanum og var síð- ar yfirhjúkrunarfræðingur í Hjarta- vernd. „Hjúkrunarstörfin áttu vel við mig, enda var það draumur minn frá unga aldri að verða hjúkrunarkona.“ Anna María Kristjánsdóttir, hjúkrunarfr. og athafnakona – 70 ára Fjölskyldan Anna María og Ágúst ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum árið 2018. Heiðarleiki, áræðni og gefast aldrei upp Norðangarrinn Æskuvinkonur staddar á Siglufirði árið 2013. Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. A U G N V Í T A M Í N Fæst í öllum helstu apótekum www.provision.is Viteyes augnvítamínin er nauðsynleg augum sérstaklega þeim sem glíma við augnþurrk eða aldursbundina augnbotnahrörnun. Nýtt Nýtt Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.