Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.03.2019, Blaðsíða 55
Árið 1978 urðu straumhvörf í lífi Önnu Maríu þegar hún ákvað að hefja störf í fjölskyldufyrirtækinu Ágúst Ármann hf. sem stofnað var af tengdaforeldrum hennar árið 1948. Starfaði hún þar ásamt eigin- manni sínum, Ágústi Ármann, mág- konu sinni, Arndísi Ármann, og svila, Birni Gunnarssyni. Fyrir- tækið varð eitt stærsta íslenska heildsölufyrirtækið á innflutningi á fatnaði, sportvörum, heimilisvefn- aðarvöru og fataefnum. Fljótlega tók Anna María yfir innkaupa- og sölusviði á heimilisvefnaðarvöru og fataefnum sem þá voru mjög vin- sæl. Fyrstu árin voru vörurnar mest keyptar frá Evrópu en upp úr 1990 fór fyrirtækið að teygja sig yfir til Asíu og þá aðallega til Indlands og Kína. Fyrirtækið var með þeim fyrstu til þess að kaupa heim- ilisvefnaðarvörur frá þessum lönd- um sem varð til þess að hægt var að bjóða fjölbreyttari og mikið ódýrari vörur fyrir íslenska neytendur en áður hafði tíðkast. „Lykillinn að góðu samstarfi við þessar þjóðir er heiðarleiki, áræðni, úthald og gefast aldrei upp.“ Starfaði Anna María samfleytt í 25 ár í fyrirtækinu. Árið 2003 stofnuðu Anna María og Ágúst fyrirtæki í Kína með Rúmfatalag- ernum. Urðu ferðir þeirra til Kína tíðar og dvöldu hjónin þar mikið í fast nær 12 ár og eiga þar marga góða vini. Anna María og Ágúst eru nýkomin heim úr fimm vikna ferða- lagi um Asíu. Þar heimsóttu þau Taíland, Kambódíu, Singapore, Ví- etnam, Hong Kong, Taívan, Japan og Suður-Kóreu. Í dag eru hjónin hluthafar í fyrirtækinu Aros ehf. sem er með starfsemi í Kína og á Íslandi. Áhugamál Önnu Maríu eru fjöl- skyldan, ferðalög, brids og vinirnir. Meðal vinanna er hópur átta æsku- vinkvenna frá Akureyri sem kall- aður er Norðangarrinn og brids hópur sem samanstendur af fimm hjúkrunarfræðingum. Anna María ferðast mikið með þessum hópum bæði innan og utan lands. Fjölskylda Anna María kvæntist 21.10.1972 Ágústi Ármann framkvæmdastjóra, f. 28.12.1948. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Ármann, f. 31.8. 1915, d. 2.2. 1984, stórkaupmaður í Reykjavík og Margrét Ármann, f. 2.6. 1912, d. 30.3. 1992, sölustjóri. Börn Önnu Maríu og Ágústar eru: 1) Magnús Ármann, f. 16.5. 1974, fjárfestir, búsettur í Garðabæ. Sambýliskona hans er Margrét Íris Baldursdóttir, húsmóðir, markþjálfi og fjárfestir. Börn þeirra eru Ágúst, f. 2001, Magnús, f. 2006 og Anna Björk, f. 2008. 2) Sigþrúður Ármann f. 13.4. 1977 lögfræðingur, búsett í Garðabæ. Eiginmaður hennar er Jóhannes Egilsson útflutningsstjóri. Börn þeirra eru Erna María, f. 2005, Kristján Ágúst, f. 2010 og Anna María, f. 2015. Systkini Önnu Maríu eru 1) Kristín Kristjánsdóttir, f. 15.3. 1945, kaupmaður; Jón Kr. Krist- jánsson, f. 3.10. 1950, skipstjóri, og Helga Kristjánsdóttir, f. 4.3. 1956, húsmóðir. Öll búsett á Akureyri. Foreldrar Önnu Maríu eru hjónin Kristján Jónsson, f. 31.10. 1919, d. 3.2. 1999, athafnamaður og forstjóri Niðursuðuverksmiðju K. Jónssonar á Akureyri, og Sigþrúður Helga- dóttir, f. 25.8. 1922, d. 24.3. 1985, húsmóðir. Anna María Kristjánsdóttir Kristján Nikulásson fyrsti lögreglustjórinn á Akureyri María Jónína Jónsdóttir húsmóðir á Akureyri Jón Björn Kristjánsson húsgagnabólstrari á Akureyri Kristján Jónsson forstjóri á Akureyri Sesselja Lovísa Jónsdóttir húsmóðir á Akureyri Jón Jónsson kennari á Drangsnesi, ættaður að sunnan Anna Sigríður Árnadóttir húsfreyja á Drangsnesi Tryggvi Jónsson stofnaði Ora niðursuðuverksmiðju Tryggvi Helgason setti á fót sjúkraflug á Akureyri Tryggvi Jóhannes Guðmundsson bóndi í Garðshorni María Kristjánsdóttir húsfreyja í Garðshorni í Eyjafirði Helgi Tryggvason bifreiðastjóri á Akureyri, stofnaði vörubifreiðafyrirtækið Bifröst Kristín Jóhannsdóttir húsfreyja á Akureyri Jóhann Jónsson verkamaður á Patreksfirði Sigþrúður Einarsdóttir húsfreyja á Patreksfirði Úr frændgarði Önnu Maríu Kristjánsdóttur Sigþrúður Helgadóttir húsfreyja á Akureyri Í París Anna María á ferðalagi með spilaklúbbnum sínum árið 2014. ÍSLENDINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2019 Hrafnkell Helgason fæddist 28.mars 1928 á Stórólfshvoli íRangárvallasýslu. Foreldrar hans voru hjónin Helgi Jónasson læknir og alþingismaður, f. 1894, d. 1960, og Oddný Guðmundsdóttir hjúkrunarkona, f. 1889, d. 1975. Hrafnkell lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1947 og embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1956 og sænsku læknaprófi 1961. Hann varð sérfræðingur í lyflækn- ingum 1962 og í lungnasjúkdómum fyrstur íslenskra lækna 1967. Árið 1968 fluttist Hrafnkell til Ís- lands og tók þá við embætti yfirlæknis á Vífilsstöðum og gegndi því starfi til 1998. Vífilsstaðaspítala var fljótlega eftir komu Hrafnkels breytt úr berklahæli í fyrstu sérhæfðu lungna- deild landsins. Vann Hrafnkell þar merk brautryðjendastörf, ekki aðeins í lækningum lungnasjúkra heldur hafði hann einnig, ásamt Þórarni Gíslasyni, frumkvæði að svefnrannsóknum og vöktu þær athygli víða um heim. Alla tíð lagði Hrafnkell mikla áherslu á að kynna sér helstu nýj- ungar í lungnalækningum og starfaði m.a. í orlofum sem aðstoðaryfirlæknir á háskólasjúkrahúsum bæði í Lundi og Gautaborg í Svíþjóð. Auk áð- urnefndra starfa starfaði Hrafnkell einnig á lyflækningadeild Landspít- alans, var lektor og síðar dósent í lungnasjúkdómum við læknadeild HÍ í nær 30 ár. Hrafnkell stundaði stangaveiði og skotveiði um langt árabil og ferðaðist mikið um óbyggðir Íslands. Hann hafði einnig mikinn áhuga á íslenskri sagnfræði. Hann tók virkan þátt í starfi Rótarý og var heiðursfélagi í Rótarýklúbbnum Görðum í Garðabæ. Hrafnkell kvæntist 17.6. 1957 Helgu Lovísu Kemp, f. 17.6. 1925, d. 8.3. 1990, húsfreyju. Börn þeirra: Helgi, f. 1952, d. 2018, Stella Stefanía, f. 1955, og Hrefna Lovísa, f. 1964. Hrafnkell kvæntist 18.10. 1997, seinni konu sinni, Sigrúnu Aspelund, f. 11.4. 1946, hús- freyju. Hrafnkell lést 19. október 2010. Merkir Íslendingar Hrafnkell Helgason 85 ára Hanna Bryndís Guðmundsdóttir Magnús Sæmundsson Svana Jörgensdóttir 80 ára Ari Guðmundsson Else Zimsen Ragnar Hjaltason Þrúður G. Sigurðardóttir 75 ára Anna Dyachenko Ásdís Símonardóttir Ingunn Kristjánsdóttir Jón Samúelsson Magnús Gíslason 70 ára Anna M. Kristjánsdóttir Guðberg Kristján Gunnarsson Guðmundur Jósef Einarsson Jónas Rúnar Sigfússon Jórunn Pétursdóttir Lilja Sigurðardóttir María Ketilsdóttir Snjólaug Jóhannesdóttir Þorsteinn V. Sigurðsson 60 ára Atli Már Ingvarsson Elza Sankovic Friðrik Ari Friðriksson Haraldur I. Benediktsson Harpa Karlsdóttir Ingólfur Björgvin Ingólfsson Jón Stefánsson Kristín Kristinsdóttir Margrét Baldursdóttir Sigrún Baldvinsdóttir Sigrún Halldórsdóttir Snjólaug Guðrún Jóhannesdóttir Tómas Tómasson Tómas Tómasson Vera Ovsianikova Weronika Sienkiewicz Þorgrímur S. Þorgrímsson 50 ára Björgvin Jónas Hauksson Egill Helgi Lárusson Erla Rúna Guðmundsdóttir Hjalti Viðar Reynisson Hjörleifur Finnsson Sigurbjörn Kjartansson Sigurgeir Hrafnkelsson Sigurjón Magnús Einarsson Valdimar Árnason Zbigniew Cegielka Þorbjörg Dóra Gunnarsd. 40 ára Beata Bukowska Daniel Leszek Buryn Elín Þórunn Stefánsdóttir Eva Brá Hallgrímsdóttir Friðþjófur Sturla Másson Guðmundur Björn Árnason Guðrún Gísladóttir Jón Helgi Sveinsson Kolbrún Ágústsdóttir Kristinn Már Ársælsson Marlene Celeste Larupay Sigurjón Jónasson 30 ára Árni Páll Hafþórsson Baba Drammeh Davíð Sævarsson Kristín Manúelsdóttir Maria Juczkowicz Markus Thomas Koleszar Ragnheiður Guðjónsdóttir Rakel Unnur Thorlacius Sigríður Tinna Jóhannsd. Silja Jónsdóttir Snorri Þór Gunnarsson Vera Dögg Guðmundsdóttir Til hamingju með daginn 40 ára Friðþjófur er Vest- manneyingur og er olíu- bílstjóri hjá Olíudreifingu. Börn: Indíana Kolbrún, f. 2010, og Már Óli, f. 2015. Systkini: Víkingur, f. 1983, og Soffía Marý, f. 1987. Foreldrar: Már Frið- þjófsson, f. 1959, fyrrver- andi sjómaður, og Jóhanna Kolbrún Þor- björnsdóttir, f. 1961, sjúkraliði. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum. Friðþjófur Sturla Másson 30 ára Kristín ólst upp í Bergen og Reykjavík og býr í Reykjavík. Hún er viðskiptastjóri hjá Hug- smiðjunni og er með BSc. í alþjóðaviðskiptum. Maki: Lára Jóhanna Jóns- dóttir, f. 1983, leikkona. Stjúpdóttir: Móeiður María, f. 2012. Foreldrar: Manuel Muñoz Sesma, f. 1955, grafískur hönnuður, og Anna Katrín Árnadóttir, f. 1963, sér- fræðingur hjá Advania. Kristín Manúelsdóttir 30 ára Árni Páll er Sel- fyssingur og er sölu- og viðskiptastjóri hjá Nova. Maki: Díana Gestsdóttir, f. 1988, flugfreyja hjá Icelandair. Börn: Elmar Snær, f. 2013, og Elimar Leví, f. 2016. Foreldrar: Hafþór Birgir Guðmundsson, f. 1954, lektor í íþróttafræðum við HÍ.og Sigríður Bragadótt- ir, f. 1955, flugfreyja hjá Icelandair. Árni Páll Hafþórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.