Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019
Um helgina er þess minnst að 70ár eru liðin frá því að Ísland
ákvað þátttöku í Nato, varn-
arbandalagi vestrænna ríkja.
Þeir sem hölluðu sér um þærmundir með sínar lífsskoðanir
að húsbændunum í Kreml, þar sem
Jósef Stalín hélt um alla spotta,
efndu til mestu uppþota í íslenskri
sögu síðari tíma.
En þótt langt sé um liðið minnirsumt á þessa liðnu tíð.
Það má segja að frétt fjölmiðla ígær hafi minnt rækilega á það
hvers vegna nauðsynlegt þótti þá
og þykir enn að fylkja liði í Nato.
Þetta sagði í fréttinni:
Tvær óþekktar flugvélar komuinn í loftrýmiseftirlitssvæði
Atlantshafsbandalagsins seint í
gærkvöldi, en þær voru hvorki með
ratsjárvara í gangi né höfðu til-
kynnt sig til flugumferðarstjórnar.
Þetta kemur fram í tilkynningu
frá Landhelgisgæslunni.
Í samræmi við vinnureglur Atl-antshafsbandalagsins flugu
tvær orrustuþotur ítalska flughers-
ins, sem eru staddar hér á landi við
loftrýmisgæslu, til móts við vél-
arnar til að auðkenna þær.
Þarna reyndust tvær rússneskarsprengjuflugvélar af gerðinni
Tupolev Tu-142 (Bear F) á ferðinni.
Þær voru innan loftrýmiseftirlits-
svæðis Atlantshafsbandalagsins en
utan íslenskrar lofthelgi.“
Til hátíðarbrigða
STAKSTEINAR
Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur
Rósar harma að skattamál þeirra
þurfi að fara fyrir dóm en vonast til
að málsástæður þeirra skýrist. Full-
yrt er í yfirlýsingu þeirra í gær að
þeir hafi ávallt haft fullan ásetning til
að standa í skilum við skattyfirvöld
og hafi staðið í þeirri trú að það hafi
verið gert.
Skil á skattframtölum hljómsveit-
armeðlima fyrir tekjuárin 2010 til
2014 hafa verið til skoðunar hjá yf-
irvöldum. Fram kemur í yfirlýsing-
unni að ríkisskattsstjóri hafi fallist á
allar innsendar upplýsingar.
Treystu fagmönnum
Fram kom á vef RÚV í gær að
liðsmönnunum fjórum hafi verið birt
ákæra fyrir að telja ekki fram tekjur
og arðgreiðslur. Þar er um að ræða
Jón Þór Birgisson, Georg Holm,
Kjartan Sveinsson og Orra Pál
Dýrason. Allir eru þeir ákærðir fyrir
meiriháttar skattalagabrot. Í ákæru
Kjartans kemur fram að hann hafi
staðið skil á efnislega röngum skatt-
framtölum fyrir tvö árin.
Jóni Þór og Orra Páli Dýrasyni er
gefið að sök að hafa komið sér undan
greiðslu tekjuskatts upp á rúmar 30
milljónir hvor og fjármagnstekju-
skatts upp á um tug milljóna hvor.
Í yfirlýsingu hljómsveitarmeðlima
kemur fram að þeir hafi ráðið við-
urkennda sérfræðinga til að annast
bókhald og samskipti við íslensk
skattayfirvöld og talið að þessi mál
væru í lagi. Það sé nú í höndum sak-
sóknara að færa sönnur fyrir því að
liðsmenn hljómsveitarinnar hafi
sjálfir gerst sekir um stórfellda van-
rækslu á framtalsskyldu sinni. Efast
er um að það sé unnt.
Meðlimir Sigur Rósar ákærðir
Sakaðir um að hafa komið sér undan greiðslu skatta upp á tugi milljóna
ástæða jarðskjálfta á Tjörnes-
brotabeltinu. Einar sagði talið að
innskot sem varð við Kröflu hefði
valdið spennu sem losnaði í stórum
jarðskjálfta upp á 6,4 stig sem varð
við Kópasker í janúar 1976. „Nú
hefur spennan byggst upp smám
saman en það hefur ekki komið stór
jarðskjálfti á þessu svæði síðan
1976,“ sagði Einar.
Aukið eftirlit með atburðarás
Óvissuástand almannavarna þýðir
að aukið eftirlit er haft með at-
burðarás sem á síðari stigum gæti
leitt til þess að heilsu og öryggi
fólks, umhverfis eða byggðar verði
ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er
hluti af verkferlum í skipulagi al-
mannavarna, segir í tilkynningu
ríkislögreglustjóra, til að tryggja
formleg samskipti og upplýs-
ingagjöf á milli viðbragðsaðila og al-
mennings.
Helgi Bjarnason
Guðni Einarsson
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði
við lögreglustjórann á Norðurlandi
eystra lýst yfir óvissustigi almanna-
varna vegna jarðskjálftahrinunnar í
Öxarfirði. Frá því hrinan hófst hafa
mælst 8 skjálftar af stærð 3 og yfir
og sá stærsti mældist í fyrrakvöld,
4,2 að stærð. Stærstu skjálftarnir
hafa fundist á Kópaskeri og í
Kelduhverfi.
Áætlað var í gær að um 2.000
jarðskjálftar hefðu orðið í skjálfta-
hrinunni frá því hún hófst á laug-
ardag og var hrinan ekki í rénun í
gærkvöldi. Upptökin eru um sex
km suðvestur af Kópaskeri og hrin-
an öflugri og nær byggð en nýlegar
hrinur á þessum slóðum.
Þrjár hrinur á sömu slóðum
Einar Hjörleifsson, náttúruvár-
sérfræðingur hjá Veðurstofu Ís-
lands, sagði að jarðskjálftahrinur
hefðu orðið á svipuðum slóðum í
október 2014, í apríl 2007 og í maí
1997. Stærsti skjálftinn í þeim hrin-
um var 3,3 stig og kom sá í október
árið 2014.
Í tilkynningu Almannavarna í
gær kom fram að ómögulegt væri
að segja hvaða áhrif þessi jarð-
skjálftahrina muni hafa. Þekkt sé
að svona hrinum geti fylgt stærri
jarðskjálfar sem hafi áhrif í byggð.
Jafnframt var tekið ofram að jarð-
skjálftahrinum lyki þó í flestum til-
vikum án stærri atburða.
„Ef við skoðum hve mikil orka
hefur losnað í hverri skjálftahrinu
sést að hrinan sem nú stendur yfir
er orðin talsvert stærri en stærsta
jarðskjálftahrina sem við höfum
mælt á þessum slóðum frá árinu
1991,“ sagði Einar. „Við teljum að á
Grímseyjarbeltinu, sem liggur frá
þessum hnappi og norðaustur fyrir
Grímsey, sé mikil uppsöfnuð
spenna. Það er ekki útilokað að
þessi jarðskjálftahrina fjari út. En
við búumst alveg eins við því að fá
stærri jarðskjálfta, jafnvel allt að
sex stig, einhvers staðar á Gríms-
eyjarbeltinu. Það þarf ekki endilega
að gerast þar sem hrinan er núna.
Við vitum ekki heldur hvort þetta
gerist nú eða á næstu árum.“
Flekahreyfingar eru helsta
Þótt jarðskjálftarnir hafi fundist
greinilega í byggðum Öxarfjarðar
hafa ekki borist upplýsingar um
tjón á mannvirkjum eða innan-
stokksmunum. Almannavarnadeild
ríkislögreglustjóra og lögreglu-
stjórinn á Norðurlandi eystra
hvetja fólk sem býr á þekktum jarð-
skjálftasvæðum til þess að huga að
öryggi á heimilum sínum og vinnu-
stöðum.
Á vef almannavarna má finna
upplýsingar um ráðstafanir sem
fólk getur gripið til, í þeim tilgangi
að draga úr hættu á tjóni og slysum
á fólki þegar stórir jarðskjálftar
ríða yfir, einnig um viðbrögð þegar
jarðskjálftar verða.
Á vef Veðurstofunnar er hægt að
senda inn tilkynningar um jarð-
skjálfta sem fólk finnur. Þar er
einnig hægt að sjá yfirlit yfir alla
jarðskjálfta á Íslandi síðustu 48
klukkustundirnar.
Óvissustig vegna skjálfta í Öxarfirði
Yfir 2.000 skjálftar frá því á laugardag 8 yfir 3 að stærð Sá stærsti 4,2 að stærð Finnast á Kópaskeri og í
Kelduhverfi Uppsöfnuð spenna á Grímseyjarbeltinu Íbúar hvattir til að huga að öryggi heimila og vinnustaða
Hrinan Margir skjálftar frá hádegi á þriðjudag þar til síðdegis í gær.
Kort/Veðurstofa Íslands
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kópasker Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist í byggðunum við Öxarfjörð.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/