Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.03.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MARS 2019 ✝ Linda Willi-amsdóttir fæddist í Reykja- vík 16. júní 1965. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu 20. mars 2019. Linda var mið- dóttir hjónanna Sigrúnar G. Jóns- dóttur og Williams S. Gunnarssonar. Systur Lindu eru: Rósa, maki hennar er Sigurður Er- lendsson. Dóttir Rósu er Þóra Ívarsdóttir. Íris, maki hennar er Þorvarður Lárus Björg- vinsson. Börn þeirra eru Sig- rún Arna, Aron Örn og Thelma Rún. Börn Lindu eru: William Kristjánsson, faðir hans er Kristján Pálsson, maki Willi- ams er Katrín Hera Gúst- afsdóttir. Börn þeirra eru Júlía og Kári. Aníta Hrund Sveinsdóttir, faðir hennar er Sveinn Ingvar Einarsson, maki Anítu er Halldór Örn Guðnason. Sonur þeirra er William Breki. Linda ólst upp í Árbæjarhverfi og bjó þar alla tíð. Hún gekk í Ár- bæjarskóla, Kvennaskóla Reykjavíkur og lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti í desember 2001. Linda vann hjá ýmsum fyrirtækjum í gegnum tíðina, m.a. hjá Nóa Síríus, Plast- prenti, Flugmálastjórn, Arnar- flugi og Heimilistækjum. Lengst af vann Linda í Blóma- búðinni Runna í Grafarvogi. Útför Lindu fer fram frá Árbæjarkirkju í dag, 29. mars 2019, klukkan 13. Ég veit satt best að segja ekki hvar ég á að byrja. Ég sit hér við borðstofuborðið á heim- ili mínu og hef nýlokið við að svæfa barnabarn þitt, Júlíu dóttur mína. Hún elskar þig svo mikið. Daginn sem við sögðum henni frá andláti þínu skutlaði ég henni til pabba míns þar sem hún var á leið í pössun í nokkra tíma. Þegar ég stoppaði bílinn við áfangastaðinn var ég við það að stíga út úr bílnum þegar hún segir við mig: „L stafurinn er dáinn. Veistu af hverju? Hún amma Linda átti L stafinn og hún er dáin og þess vegna er L stafurinn dáinn.“ Hún bætti svo við að hún saknaði þín svo mikið og hún ætlaði að geyma þig í hjarta sínu. Þessi litla kemur mér sífellt á óvart. Hún hefur sennilega einhvern meiri skiln- ing heldur en ég yfirleitt átta mig á. Þegar pabbi þinn hringdi í mig og tilkynnti mér um andlát þitt var það fyrsta sem kom mér í hug að hún Júlía, þitt elskaða ömmubarn, kæmi aldrei til með að hitta þig aftur. Það fyllti mig sorg fyrir hennar hönd. Kona mín rifjaði upp með mér að síðast þegar Júlía hitti þig hafðirðu komið í heimsókn til okkar. Þá hafði liðið heldur lengri tími frá síðustu heimsókn en vant var. Þið lékuð ykkur saman og eflaust gerðuð eitt- hvað sem einungis þið brölluðuð tvær saman. Þegar þú varst að fara heim á leið sneri Júlía sér að þér og sagði: „Og þú kemur sko aftur!“ Það var augljóst hversu mikið hún hafði saknað þín og gat ekki beðið eftir að fá að stússast eitthvað með þér aftur. Ég er þakklátur fyrir að hafa haft þig sem mömmu. Það er augljóst að ef ekki væri fyrir þig sæti ég ekki hér. Ég er þakklátur fyrir allar góðu stundirnar en af þeim var nóg vissulega. Ég er þakklátur fyrir að þú skyldir hafa elskað dóttur mína jafn mikið og þú gerðir. Ég veit að allur sársaukinn og kvölin sem þú þurftir að upplifa um þína daga er horfin. Ég veit að þú ert nú loksins komin á stað sem laus er við andlegar og líkamlegar þjáningar og þú færð allar þínar vonir og vænt- ingar uppfylltar. Ég veit að þú varst svo stolt af mér og systur minni. Og þú mátt líka vita að ég er stoltur af þér. Ég er stolt- ur af þér fyrir að hafa verndað mig og systur mína frá þínum mestu þjáningum. Þér tókst þegar öllu er á botninn hvolft að koma okkur báðum á legg og vel það. Þú komst okkur á þann stað þar sem vissir að við vær- um örugg. Og örugg vorum við í höndum mömmu þinnar og pabba. Betri afa og ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Þau eru mér reyndar sem móðir og faðir má segja, en það er nú önnur saga. Vertu sæl, elsku mamma mín. Þú mátt vita að ég og Júlía munum geyma þig ávallt í okkar hjarta. William Kristjánsson. Linda hefur allt verið stór hluti af mínu lífi en þó sér- staklega á fullorðinsárum. Hún sótti mikið í að vera með okkur fjölskyldunni, og þá aðallega með börnum okkar Þorra. Hún elskaði þau alla tíð eins og þau væru hennar eigin og vegna þess hefur hún alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá þeim. Í mörg ár kölluðu þau hana Lindu nammifrænku og það verður að segjast eins og er að hún bar þann titil með sóma. Hún meira að segja kom með nammi handa Þorra sínum, líklega til að vera viss um að börnin fengju að hafa sitt í friði. En lífið var oft á tíðum eng- inn dans á rósum hjá Lindu. Hún var haldin geðsjúkdómi sem markaði öll hennar full- orðinsár. Í veikindum lokaði hún á samskipti við okkur sem vor- um henni nánust en þegar með- ferðin var farin að virka þá opn- aði hún hægt og sígandi fyrir samskipti aftur, enda þurfti hún á okkur öllum að halda. Mamma og pabbi voru alveg einstaklega góð við hana í gegnum öll henn- ar veikindi. Það var alveg sama hvað hafði gengið á, alltaf tóku þau hana í faðm sér aftur og þar var hún fram að næstu veik- indum. Oft var líf hennar fullt af gleði og ánægju og þá var virki- lega gaman að vera í kringum hana. Hún hafði góðan húmor og var mjög orðheppin og ekki sat hún á skoðunum sínum, það vita þeir sem þekktu hana. Ég er mjög sorgmædd yfir því að hún skyldi ekki fá fleiri góð ár. Við vonuðum alltaf að með til- komu barnabarnanna myndi draga úr veikindunum því hún elskaði ekkert meira en að passa þau og hafa hjá sér, en svo fór því miður ekki. Síðastliðin tvö ár hafa verið virkilega erfið fyr- ir hana og alla fjölskylduna. Of- an á andleg veikindi bættust lík- amleg veikindi en engin bjóst samt við því að hún færi svona fljótt og að tími hennar hér með okkur yrði ekki lengri. Elsku Linda, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og fjöl- skyldu minni, ég mun ávallt minnast þín með hlýju í hjarta. Ég trúi því að þú sért komin í blómalandið mikla og að nú séu þér allir vegir færir. Íris systir. Það var erfitt símtal þegar pabbi hringdi og sagði að hún Linda systir væri dáinn, hún varð bráðkvödd á heimili sínu hinn 20. mars. Margs er að minnast. Henni Lindu var aldrei orða vant, var með sínar póli- tísku skoðanir á hreinu, hún átti alltaf auðvelt með lærdóm og var talnaglögg með eindæmum. Réttlætiskennd var mjög mikil, þegar við vorum litlar voru nokkrir strákar að stríða mér, hljóp hún inn í hjólageymslu náði í strákúst og kom með hann út og sagðist mundu lemja þá með kústinum ef þeir hættu ekki að stríða mér, þeir hlupu eins og fætur toguðu. Ég man hvað mér fannst hún hugrökk því ég var sjö ára og hún fjög- urra ára. Ríkidæmi Lindu voru börnin hennar William og Aníta Hrund, síðar ömmubörnin Júlía, William Breki og Kári. Það voru ófáar stundir sem við töluðum um þau. Linda átti við andleg veikindi að stríða sem voru henni erfið og fjölskyldunni allri. Margs er að minnast, margs er að sakna. Linda mín, ég hef þá trú að þú sért frísk núna og þér líði vel. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín systir Rósa. Ung kona, móðir, amma, dóttir, systir. Dáin 53 ára gömul. Mér finnst ég hafa þekkt hana Lindu frá því áður en hún fæddist. Ástarbarn yndislegra hjóna, alin upp við mikinn kær- leik á fallegu og metnaðarfullu heimili sem foreldrar hennar bjuggu dætrum sínum af dugn- aði og smekkvísi. Á unglings- árum komu þó í ljós nokkrir skapgerðarbrestir hjá Lindu, hún átti erfitt með að sætta sig við hversdagslífið og var alla tíð eirðarlaus. Linda var þó mjög miklum og góðum gáfum gædd. Hún hafði hætt í menntaskóla, en sneri því dæmi við og tók stúdentspróf á listabraut í Fjöl- braut. Linda var sennilega efni í góðan myndlistarmann, en eirðarleysið kom í veg fyrir að hún gæti fullnýtt hæfileika sína, hún færðist of mikið í fang og átti erfitt með að taka höfnun. Hún Linda átti nú líka góða spretti. Fyrir nokkrum árum hugðist hún læra hjúkrun og hvað haldið þið? Hún komst inn í fjarnám í Háskólanum á Akur- eyri, en þarna kom einbeitingar- leysið aftur fram og hún varð að gefast upp. Linda var í mörg ár aðstoðarmanneskja í verslun foreldra sinna. Aldrei brást það hve glaðlega og fallega Linda tók á móti manni, brosið bjart og einatt var hún með einhver hrósyrði við mann. Börnin hennar Lindu, Willi- am og Anita, eru sannindamerki um það hve góð gen hafa fylgt þeim. Það var nefnilega ekki hægt annað en að elska hana Lindu þó að hún væri erfið á köflum. Við sem höfum staðið á hliðarlínunni og fylgst með Lindu, börnunum hennar, for- eldrum og systrum og svo oft fundið vanmáttinn sem geðsjúk- dómum fylgir sendum þeim öll- um okkar einlægustu samúðar- kveðjur og munum ávallt minnast Lindu með söknuði. Marta Ragnarsdóttir. Linda Williamsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku Linda okkar. Gleðin og sorgin með tárum sig tjá Í tindrandi perlum á mannanna brá Sem morgundögg liðinnar nætur Sá veit einn hvað veldur er grætur (GSS – afi Gunni) Við elskum þig að eilífu. Megi Guð vera með þér. Mamma og pabbi. ✝ Kristrún Sigur-finnsdóttir fæddist á Bergs- stöðum í Biskups- tungum 3. janúar 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði 17. mars 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Sigurfinnur Sveins- son, f. 12. desember 1884, d. 31. mars 1966, og Guð- rún Þorsteinsdóttir, f. 25. maí 1884, d. 3. júlí 1968. Elstur systkina var uppeldis- bróðir Sveinn Kristjánsson, f. 20. desember 1912, d. 13. janúar 2008. Þorsteinn Sigurfinnsson, f. 17. júní 1917, d. 16. desember 2006. Þórunn Sigurfinnsdóttir, f. 22. júní 1920, d. 9. október 2017. Dóróthea Sigurfinnsdóttir, f. 23. júní 1924, d. 10. febrúar 2012. Kristrún ólst upp á Bergs- stöðum. 10 ára byrjaði hún í barnaskólanum í Reykholti og var þar fjóra vetur. Rúmlega tví- tug bjó hún og starfaði einn vet- ur hjá móðursystur sinni í Grindavík. Veturinn 1942 til ’43 fór hún í húsmæðraskólann á Staðarfelli. 22. júní 1945 giftist hún Vil- barn þeirra Ingi Leó. Ragnar Ingi, hans unnusta Hafdís Helga- dóttir. Finnur Þór. Uppeldis- sonur Þórarinn Halldórsson, f. 28. mars 1973, giftur Helgu Harðardóttur, f. 1. júlí 1977. Dætur þeirra eru Erna og Linda. 2. Theodór Indriði Vilmundar- son, f. 17. september 1950, giftur Ragnheiði B. Sigurðardóttur, f. 5. ágúst 1951. Búsett í Efsta-Dal 1. Börn þeirra; Sigrún, f. 17. maí 1971, gift Bjarna Þór Sigurðs- syni, f. 2. september 1968. Börn þeirra Kristín Heiða og Þorgeir. Vilmundur, f. 23. júlí 1973, giftur Guðrúnu Erlu Sigfúsdóttur, f. 8. september 1973. Synir þeirra; Óskar Fannar, Hlynur Ísak og Steinar Ingi. Rakel, f. 30. janúar 1982, gift Guðjóni Geir Einars- syni, f. 4. janúar 1985. Synir þeirra Bergur Páll og Þorleifur Máni. 3. Gunnar Vilmundarson, f. 29. júlí 1953, giftur Jónu Bryndísi Gestsdóttur, f. 2. september 1954. Búsett á Laugarvatni. Syn- ir þeirra; Gestur, f. 28. júlí 1976, maki Sigríður Soffía Sigurjóns- dóttir, f. 22. mars 1981. Synir þeirra Sverrir Styrkár og Styrm- ir Steinn. Rúnar, f. 7. febrúar 1979, giftur Evu Hálfdanar- dóttur, f. 20. apríl 1979. Börn þeirra; Ásta Rós, Gunnar Geir og Þórhildur Eva. Arnar, f. 27. maí 1987, giftur Helgu Björt Bjarna- dóttur, f. 15. júlí 1989. Útför Kristrúnar fer fram frá Skálholtsdómkirkju í dag, 29. mars 2019, klukkan 14. mundi Indriðasyni frá Arnarholti í Biskupstungum, f. 13. apríl 1916, d. 21. ágúst 1999. For- eldrar hans voru Indriði Guðmunds- son og Theodóra Ásmundsdóttir. Kristrún og Vil- mundur bjuggu á Bergsstöðum fyrstu tvö árin en vorið 1947 keyptu þau Efsta-Dal 1 af foreldrum hans og bjuggu þar blönduðu búi. Synir þeirra, Sig- urfinnur og Theodór, komu seinna ásamt fjölskyldum og bjuggu með þeim í félagsbúi. Kristrún starfaði um tíma í Leikskólanum Lind á Laugar- vatni. Hún var félagi í Ung- mennafélagi Laugdæla og Kven- félagi Laugdæla. Kristrún og Vilmundur eign- uðust þrjá syni. 1) Sigurfinnur, f. 10. maí 1947, giftur Margréti J. Þórarins- dóttur, f. 13. apríl 1948. Búsett í Efsta-Dal 1. Dóttir þeirra Krist- rún, f. 4. mars 1968, gift Guð- mundi B. Böðvarssyni, f. 18. mars 1966. Börn þeirra; Kristbjörg, henn- ar unnusti Bjarni Steinarsson, Amma Rúna var mikið nátt- úrubarn. Lagðist út á haustin og tíndi ber í lítravís sem hún svo frysti og notaði sér til matar út á grauta. Veiddi silung í ánni, gerði að og frysti og hafði sér til matar vetrarlangt. Innyflin úr silungnum notaði hún sem beitu í heimagerða minkagildru þar sem hún veiddi þá óværu því hún gat ekki hugsað sér að sjá á eftir smáfuglunum í skoltinn á þeim. Kartöflur setti hún niður á hverju vori í garðinn sinn og tók svo afraksturinn upp á haustin, magn sem hvert stórbýli hefði verið hreykið af. Amma var mikil fyrirmynd fyrir þær áskoranir í umhverf- ismálum sem nú blasa við núlif- andi kynslóðum. Hún var mjög nýtin, gerði við og endurnýtti ansi margt í gegnum tíðina sem við afkomendur hennar áttum til að brosa góðlátlega yfir. Eins og þegar við tókum upp jólagjaf- irnar frá henni úr pappírnum sem hafði verið utan um pakk- ann frá okkur til hennar árið áð- ur. Í dag er svo farið að hvetja fólk til að endurnýta jólapapp- írinn eða útbúa margnota gjafaumbúðir. Svona komst amma aftur í tísku án þess sjálf- sagt að hafa haft minnstu hug- mynd um það. Það var ekki margt sjálfs- prottið í náttúrunni sem amma lagði fæð á nema njólinn. Ans- ans, árans njólinn. Henni fannst það mikill sóðaskapur að njólar sæjust á jörðinni, hvað þá í bæjarhlaðinu og lagði hún mikið á sig ár hvert til að uppræta þennan ófögnuð. Það varð henn- ar líkamsrækt síðustu áratugina og allt þar til hún flutti á Ás í Hveragerði fyrir tveimur árum, að stikla um jörðina með skóflu sér við hönd, stinga njólann upp og koma honum fyrir kattarnef. Við amma deildum áhuga á náttúrunni að mörgu leyti nema einu. Trjárækt. Þar fannst henni fulllangt gengið með öllum þess- um trjám sem skyggðu á útsýnið hvert sem litið var. Eftir hún flutti á Ás hafði hún mjög gaman af því að rúnta inn í Reykjadal- inn og horfa á gufuna sem rauk upp úr hverunum hvert sem litið var. Amma bjó yfir mikilli frásagn- argleði. Hún sat á stól í skotinu sínu í eldhúsinu, sló sér á lær og því fylgdu orð eins og hvurslags eða ekkisens vitleysa, sveiflaði höndum með tilheyrandi hvissi og greip sér fyrir munn í lokin þegar hún skellihló yfir allri vitleysunni. Vísur kunni hún margar og fór með þær við ým- is tækifæri. Sláturgerð á haustin var eitt af þeim verkum sem hún sinnti vel fram á tíræðisaldur. Mér er minnisstætt þegar ég bað hana um að gera slátur fyrir mig sem væri glútenlaust og mjólkurlaust. Hún rak upp stór augu, þetta hafði hún aldrei heyrt minnst á fyrr! En hún hellti sér í verkið ótrauð, hálf- níræð, og milli þess sem hún sagðist ekkert kunna þetta, hellti hún hrísgrjónamjólkinni út í hræruna og sagði: „Hvað í ósköpunum er nú þetta? Hver drekkur svona lagað?“ Hún hrærði og hrærði og ég skammtaði henni mörinn en við höfðum aðeins misjafna skoðun á hversu mikið af honum ætti að nota í lifrarpylsugerðina. Hundrað ár er langur tími að lifa og það var aðdáunarvert að sjá hvernig amma viðhélt heilsu sinni með sjálfbæru líferni, úti- veru og hollum mat. Hafðu þökk fyrir allt, elsku amma. Sigrún Theodórsdóttir. Elskuleg amma mín og nafna hefur nú kvatt í hinsta sinn. Á langri ævi hefur hún siglt á jafnaðargeði og góð- lyndi. Jafnan kát og með það viðhorf að lífið sé til að hafa gaman af því. Þau næstum tutt- ugu ár sem hún lifði eftir að afi dó eldaði hún og hugsaði um sig sjálf. Sagði að hún þyrfti að hafa eitthvað að gera. Hún gerði gott úr matnum, sauð fiskhausa í súpu og gaf svo „kisumjáinu“ með sér. Hún tíndi ber og frysti og hafði út á skyrið allan veturinn, „vissu- lega“ hollt og gott. Hún gekk daglega til Ragnheiðar í kaffi og hreyfingu fékk hún líka í gegnum veiðiskapinn og rölti reglulega niður að á til að vitja um netstúfinn og sækja í soðið ef vel bar við, ásamt því að at- huga með minkagildrur. Hún tapaði eitt sinn hænunum í minkinn og hann át fiskinn úr netinu og því var hann rétt- dræpur. Hún veiddi mýs og setti sem agn í niðurgrafna tunnu, hálfa af vatni, svo mink- urinn kæmist ekki upp aftur. Eitt sinn handsamaði hún mús í mélfötu og sýndi okkur krökk- unum hvað hún var falleg. Ég heyri enn þá skrækina í tengda- dætrum hennar, sem voru ekki eins hrifnar. Þegar við komum úr fjósinu var gjarnan litið stutt inn til ömmu í leiðinni. Þá var gott að fá pönnsu eða samloku úr normal- brauði og þrumara. Nú í seinni tíð, þegar krakkarnir mínir litu inn á leið úr fjósinu, var minna um bakstur en hún fór gjarnan að tala um gamla tíma við þau og útdeila konfekti úr frystinum sem hún geymdi frá jólum. Amma var glögg á skepnur og var eðlislægt að eiga samskipti og tala við þær. „Dýrin vita meira en margur heldur,“ sagði hún. Gjarnan fór hún upp á Álf- hól til að líta yfir, enda ekki ráð að leita að skepnum nema fara þar upp fyrst. Hún vissi t.d. alltaf ef kvíga sem gekk úti var komin að burði. Ekki fyrir löngu síðan klöngruðumst við saman upp á Álfhól og hún benti vítt og breitt og sagði sögur. Hún lagði alltaf mikið upp úr að hafa út- sýni og þarna uppi var í gamla daga skemmtilegt að fylgjast með safninu koma af fjalli og renna fram hjá. Eina sögu sagði hún af því þegar strákarnir voru litlir og afi og vinnumaðurinn höfðu verið að smala Efstadals- hagana daginn áður og voru farnir að Hólum að smala þar. Það sem angraði ömmu var að þeir urðu að skilja lamb eftir í sjálfheldu inni í Selgili daginn áður. Þá kom hún því þannig fyr- ir að strákarnir voru góðir einir í nokkra stund, greip trippi sem var eftir heima og þeysti inn úr högum, náði lambinu og kom því heim. Hún glotti svolítið þegar hún minntist viðbragða afa þeg- ar hún sagði honum fréttirnar um kvöldið. En þetta kom hon- um víst ekki á óvart. Amma naut þess að fara á bak og umgangast hross. Hún minntist þess að eftir annasaman dag og strákarnir komnir í ból var gott að skjótast á Krumma inn að fossi. Hún endurnærðist, ein með hestinum eftir kóngsveginum í skóginum stutta stund. Í júlí fyrir 11 árum fór amma á keppnishestinn hennar Kristbjargar minnar, sat þar teinrétt og naut sín. Nú sé ég ömmu fyrir mér í sumarlandinu, sitja flötum bein- um milli þúfna, berjablá og njóta náttúrunnar. Hafðu þökk fyrir allt og allt amma mín. Meira: mbl.is/minningar Kristrún Sigurfinnsdóttir. Kristrún Sigurfinnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.